Morgunblaðið - 10.10.2020, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2020
REKSTRARSTJÓRI ORA
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
ORA, sem er eitt elsta og rótgrónasta matvælafyrirtæki landsins, var stofnað 1952 og er nú hluti af ÍSAM.
ORA framleiðir mikið úrval matvæla fyrir innlendan markað og einnig til útflutnings.
Umsóknarfrestur er til og með 19. október 2020 og skulu umsóknir berast rafrænt á heimasíðu
www.isam.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.
Við leitum að öflugum og metnaðarfullum aðila í starf rekstrarstjóra ORA.
Starfið er í senn fjölbreytt og krefjandi. Leitað er að aðila með brennandi áhuga á innlendri
framleiðslu matvæla og reynslu af stjórnun. Viðkomandi þarf að vera skipulagður og faglegur, auk
þess að búa yfir getu til að forgangsraða verkefnum og fylgja þeim eftir. Umfram allt, leitum við þó
að aðila sem er tilbúinn að leggjast á árarnar með okkur í krefjandi umhverfi innlendrar framleiðslu,
tekur upp símann frekar en að senda tölvupóst og er tilbúinn að fara í slopp af og til.
STARFSSVIÐ
• Umsjón og ábyrgð á daglegri starfsemi
• Umsjón og ábyrgð á framleiðslunni
• Umsjón og ábyrgð á starfsmannahaldi
• Umsjón og ábyrgð á birgðahaldi
• Umsjón og ábyrgð á öryggismálum
• Umsjón og ábyrgð á upplýsingakerfi
• Gerð framleiðsluáætlana
• Kostnaðarverðsútreikningar
• Þátttaka í starfi gæðadeildar
• Þátttaka í vöruþróunarstarfi
• Umsjón og ábyrgð á húsnæði, lóð og vélbúnaði
• Stuðla að jákvæðum starfsanda og starfsumhverfi
MENNTUNAR – OG HÆFNISKRÖFUR
• Reynsla af stjórnun er skilyrði
• Háskólapróf sem nýtist í starfi er kostur
• Þekking á matvælaframleiðslu er kostur
• Skipulag og drifkraftur
• Góð almenn tölvufærni og góð kunnátta
á Excel er skilyrði
• Góð samskiptafærni og reynsla
af teymisvinnu
• Frumkvæði og áreiðanleiki
• Ákveðin og fagleg vinnubrögð
Nánari upplýsingar:
Elísabet Þóra Jóhannesdóttir, mannauðsstjóri
elisabet@isam.is eða í síma 522 2703
Deildarstjóri netreksturs - Norðurland
Nánari upplýsingar:
Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is)
Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is)
Umsóknarfrestur er til og með 19. október 2020
Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is
RARIK ohf. er opinbert hlutafélag í eigu
ríkisins með meginstarfsemi í dreifingu
raforku auk þess að reka fimm hitaveitur.
Starfsmenn RARIK eru um 200,
aðalskrifstofa er í Reykjavík og um 20
starfsstöðvar eru dreifðar vítt og breitt um
landið.
RARIK hefur á undanförnum áratugum
unnið jafnt og þétt að uppbyggingu
rafdreifikerfisins og er nú svo komið að um
65% þess er jarðstrengir.
Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna
á heimasíðu þess www.rarik.is
Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni
umsækjanda í starfið. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Við hvetjum bæði konur og
karla til að sækja um.
• Háskólamenntun á sviði rafmagnsverkfræði eða
rafmagnstæknifræði
• Reynsla af rekstri raforkukerfis er æskileg
• Reynsla af stjórnun
• Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
• Góð tölvu og tungumálakunnátta
• Ábyrgð á rekstri dreifikerfis á Norðurlandi
• Hönnun dreifikerfa
• Áætlanagerð, kostnaðareftirlit og frávika-
greining verka
• Þátttaka í svæðisvakt
• Stjórnunarleg ábyrgð starfsmanna og
samskipti við verktaka og aðra viðskiptavini
RARIK óskar eftir að ráða deildarstjóra netreksturs á rekstrarsviði með aðsetur á Akureyri.
Meginverkefni rekstrarsviðs eru hönnun, nýframkvæmdir, breytingar, viðhald og rekstur dreifikerfisins.
Helstu viðfangsefni og ábyrgð: Menntunar- og hæfniskröfur:
Komdu að vinna
með okkur!
Vallaskóli - Sveitarfélaginu Árborg,
íþróttakennsla
• Íþróttakennara vantar í íþróttakennarateymi
Vallaskóla, 100% staða.
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með mikla
hæfni í mannlegum samskiptum, góða íslenskukunnáttu
og brennandi áhuga á grunnskólastarfi. Reynsla af
teymisvinnu er mikilvægur eiginleiki. Viðkomandi þarf
að hafa kennsluréttindi grunnskóla.
Í Vallaskóla eru yfir 640 nemendur í 1.-10. bekk og yfir
100 starfsmenn, sjá www.vallaskoli.is.
Sækja skal um starfið á starfavef Árborgar, starf.arborg.is.
Nánari upplýsingar veitir Guðbjartur Ólason skólastjóri -
gudbjartur@vallaskoli.is eða í síma 480 5800.
Umsóknarfrestur er til 27. október 2020. Ráðið verður
í starfið frá og með 1. nóvember nk. Starfið hentar jafnt
körlum sem konum. Launakjör fara eftir kjarasamningi
Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttar-
félags.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 10 þúsund íbúar,
þar af um 2000 börn í fimm leikskólum og þremur
grunnskólum. Í sveitarfélaginu er unnið að styrkingu
heildstæðrar nærþjónustu við börn, foreldra og skóla. Lögð
er áhersla á faglega forystu í anda lærdómssamfélagsins,
snemmtæka íhlutun, samstarf skóla og stofnana um
umbótastarf og þróun úrræða fyrir börn. Nánari upplýs-
ingar um sveitarfélagið, fjölskyldusvið og Skólaþjónustu
Árborgar má finna á www.arborg.is.200 mílur
Traust og fagleg
þjónusta
hagvangur.is