Morgunblaðið - 10.10.2020, Side 34

Morgunblaðið - 10.10.2020, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2020 Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra kjarnasviðs muna og minja. Leitað er að öflugum stjórnanda til þess að leiða faglegt starf kjarnasviðs Þjóðminjasafns Íslands þar sem reynir á samskiptahæfni, frumkvæði, stjórnun verkefna og forystuhæfileika. Á kjarnasviði er unnið að faglegu safna- starfi og þjóðminjavörslu þ.e. varðveislu, rannsóknum og miðlun þjóðminja og safnkosts. Kjarnasvið endurspeglar lögbundið hlutverk Þjóðminjasafns Íslands. Helstu verkefni og ábyrgð Sviðsstjóri stýrir faglegu starfi kjarnasviðs og er ábyrgur gagnvart þjóðminjaverði. Sviðsstjóri ber ábyrgð á að starfsemi sviðsins sé í samræmi við heildarmarkmið og áherslur stofnunarinnar almennt. Menntunar og hæfniskröfur - Háskólamenntun sem nýtist í starfi, meistaragráða skilyrði. - Þekking og reynsla af stjórnunarstörfum skilyrði. - Þekking og reynsla á fagsviði safnastarfs æskileg. - Reynsla af verkefnastjórnun æskileg. - Reynsla af gæðamálum æskileg. - Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu æskileg. - Leiðtogafærni, lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót. - Góð almenn tölvukunnátta. - Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð. - Gott vald á framsetningu efnis í töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku. Kunnátta í Norðurlandamáli er kostur. Umsóknarfrestur er til og með 12. október 2020. Sótt er um starfið á heimasíðu Þjóðminjasafns Íslands. Nánari upplýsingar um starfið veita: Hildur Halldórsdóttir mannauðsstjóri, hildur@thjodminjasafn.is, sími 864-6186 og Margrét Hallgríms- dóttir þjóðminjavörður, margret@thjodminjasafn.is, sími 861-2200. Þjóðminjasafn Íslands er höfuðsafn á sviði menningarminja og starfar á grundvelli laga nr. 140/2011, safnalaga nr. 141/2011 og laga um menningarminjar nr. 80/2012. Þjóðminjasafn Íslands starfar í almannaþágu og er hlutverk þess að stuðla sem best að varðveislu menningarminja á landsvísu, þekkingarsköpun og fjölbreyttri fræðslu um menningarsögu Íslands. Þjóðminjasafn Íslands leitar að öflugum stjórnanda Sviðsstjóri kjarnasviðs hjá Þjóðminjasafni Íslands Loðnuvinnslan óskar eftir að ráða vélstjóra í 50% stöðu á Hoffell SU-80 Loðnuvinnslan er rótgróið sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð og fer öll starfsemi fyrirtækisins fram á Fáskrúðsfirði. Áhugavert tækifæri fyrir metnaðarfullan einstakling. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. LVF H é ra ð sp re n t Viðkomandi þarf að hafa full réttindi til vélstjórnar VF-1 og hafa reynslu í starfi. Leitað er að lausnamiðuðum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á starfinu. Róið er samkvæmt skiptikerfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og hafi búsetu á Fáskrúðsfirði. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kjartan Reynisson útgerðarstjóri í síma 893-3009/kjartan@lvf.is eða Ragnheiður Elmarsdóttir mannauðsstjóri í síma 892-7484/ragna@lvf.is. Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á netfangið ragna@lvf.is. Umsóknarfrestur er til og með 25. október 2020. Áhættustýring og eftirlit ÍV sjóðir hf. leita að sérfræðingi í áhættustýringu, áhættueftir- liti og greiningu fjárfestinga og markaða. Viðkomandi heyrir beint undir framkvæmdastjóra félagsins og starfar náið með sjóðstjórum. Starfið er á Akureyri. Leitað er eftir einstaklingi með áhuga og þekkingu á fjármálamörkuðum, greiningarhæfni og innsæi hvað viðkemur fjárfestingarkostum. Helstu verkefni og ábyrgð • Áhættueftirlit og stýring ÍV sjóða hf. • Áhættueftirlit og stýring sjóða í rekstri ÍV sjóða hf. • Áhættugreining og áhættueftirlit sértækra fjárfestinga, markaða og eignarflokka. • Aðkoma að ferli fjárfestingarákvarðana út frá áhættu- sjónarmiði. • Greining viðskiptatækifæra í samhengi við áhættustefnu ÍV sjóða eða sértækra sjóða í rekstri félagsins. • Aðkoma að mótun áhættustefnu félagsins eða sértækra sjóða í rekstri þess og eftirfylgni með hlýtni. • Skýrslugerð. Menntunar- og hæfniskröfur • Reynsla, þekking eða menntun sem nýtist í starfi. • Áhugi á fjármálamörkuðum. • Þekking á virkni fjármálamarkaða. • Greiningarhæfni og innsæi. ÍV sjóðir hf. eru fjármálafyrirtæki sem rekur verðbréfasjóði, fjár- festingarsjóði og aðra sérhæfða sjóði. Félagið er með u.þ.b. 40 ma.kr. í stýringu og viðskiptavinahópurinn er allt frá almennum fjárfestum til fag- og stofnanafjárfesta. Félagið er dótturfélag Íslenskra verðbréfa hf. og höfuðstöðvar þess eru á Akureyri. Umsóknir skulu berast á netfangið starf@iv.is fyrir 20. október 2020. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri ÍV sjóða hf. Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri. RÁÐNINGAR Starfsmenn eru lykill að árangri allra fyrirtækja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.