Morgunblaðið - 10.10.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.10.2020, Blaðsíða 48
Sendum um land allt 552 2201 Eftir að stjórnendur helstu safna Hollands, þar á meðal Rijksmus- eum, lýstu yfir stuðn- ingi við tillögu þess efnis er talið líklegt að hollensk söfn þurfi að skila allt að 100 þús- und listgripum og öðr- um munum til fyrrver- andi nýlendna Hollands. Í tillögunni er gert ráð fyrir því að hollensk yfirvöld viðurkenni að gripirnir hafi verið teknir á sínum tíma án samþykkis heimamanna og þeir séu ómetanleg menningarverðmæti fyrir umræddar þjóðir sem flestar eru hluti Indónesíu í dag. Í The Guardian er haft eftir forstöðumanni Rijksmuseum að starfsmenn þar séu þegar farnir að kanna uppruna allra gripa í safninu og undirbúa að mörgu sem sé þar frá fyrrverandi nýlendum þurfi að skila. Þar á meðal eru einstakir eðalsteinar. Setja þurfi saman nefnd sérfræð- inga frá báðum aðilum sem meti þær kröfur sem berist. Hollendingar undirbúa að skila verðmætum til fyrrv. nýlendna LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 284. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.196 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is „Ég hef lagt hart að mér í sumar og hef fengið þau við- brögð frá fólki að maður hafi staðið sig mjög vel. Sem er mjög ánægjulegt að heyra enda hefur maður lagt mikið á sig. Til dæmis með aukaæfingum. Þegar maður hefur lagt mikið á sig fylgir því góð tilfinning að upp- skera. Ég er kannski þannig leikmaður að ekki er endi- lega tekið eftir manni á vellinum en það er gott að ein- hver taki eftir því,“ segir Andrea Rán Hauksdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, meðal annars í Morgun- blaðinu í dag. »41 Hefur lagt hart að sér og vann sér sæti í landsliðinu á nýjan leik ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Úrvalshópur bókbindara og bók- bandsmeistara, svonefndur JAM- hópur, kom saman í liðinni viku, en vegna kórónuveirufaraldursins hef- ur samvera einu sinni í mánuði legið niðri síðan í febrúar. „Þetta var kærkomin stund,“ segir Stefán Jón Sigurðsson, gjaldkeri félagsins, sem 15 manns stofnuðu 1991. „Við hitt- umst annars fyrst og fremst til þess að komast út úr hefðbundinni vinnu.“ Guðlaug Friðriksdóttir var kjörin formaður JAM-hópsins í ársbyrjun og er fyrsta konan til að gegna for- mennskunni. „Þetta var bara af praktískum ástæðum,“ segir hún hæversk, en hún tók við af eigin- manni sínum Ragnari Einarssyni. Upphafi hópsins má rekja til heim- sóknar tveggja Dana, Jakobs Lund og Arnes Möller Pedersen, sem bókbindarar fengu til þess að halda námskeið og kynna danska bók- bandið og pappírslitun fyrir um 30 árum. „J, A og M er tilvísun í upp- hafsstafi þeirra,“ segir Stefán. Guðlaug var á lokasprettinum í bókbandsnáminu í Iðnskólanum, sótti námskeið Dananna og var einn af stofnfélögum félagsins. „Ég var orðin rígfullorðin og mig langaði til þess að læra eitthvað, ætlaði að fara í klæðskeranám og kjólasaum, en þar var allt fullt. Hins vegar var hægt að komast í bókbandið.“ Félagar mæta með eigin verkefni á fundina og Stefán segir að félags- menn noti þá tækifærið og bindi inn öðruvísi en venjulega, inn í alskinn eða þvíumlíkt. Um það bil á fjögurra ára fresti séu norrænar bókbands- keppnir og áður en að þeim komi noti menn gjarnan tækifærið og bindi inn verk, sem síðan séu send í viðkomandi keppni. „Svo reynum við að fá erlenda sérfræðinga til þess að halda nám- skeið og erum einmitt að vinna í því að reyna að fá sænskan bókbindara til landsins.“ Í fremstu röð Íslenskir bókbindarar hafa staðið sig vel í keppni erlendis. Í norrænu keppninni eru 25% innsendra verka valin í svokallaðan heiðursflokk og þar hafa Íslendingar átt bækur, síð- ast Hrefna Ársælsdóttir og Ragnar Einarsson í Finnlandi 2018. Ragnar, sem hefur unnið við bókband frá 16 ára aldri, hefur reyndar átt verk í heiðursflokki í undanförnum tveim- ur keppnum, en keppnin var síðast á Íslandi 2009. Þeir sem hafa tekið þátt í keppni eða átt innbundnar bækur á sýn- ingu eru gjaldgengir í JAM-hópinn. Stefán segir að virkum meðlimum hafi fækkað frá því sem var í byrjun og nú sé svo komið að aðeins um átta til tíu manns mæti reglulega á fundina. „Endurnýjun er mjög lítil,“ segir hann og bætir við að ástæða sé til þess að óttast að íslenskt bók- band heyri sögunni til verði ekki spyrnt við fótum. „Prentverkið stendur mjög höllum fæti og fag- maður þarf að vera til staðar til þess að þetta gangi upp.“ Guðlaug er á sama máli. Hún seg- ir að margt hafi breyst og almenni- legt bókband víða verið lagt niður í landinu. „Engu að síður er alltaf áhugi fyrir handbandi og handa- vinnu og kjarninn í félaginu heldur handbragðinu á lofti.“ Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Í Landsbókasafninu Félagar í JAM-hópnum. Frá vinstri: Hjörleifur Hjörtþórsson, Einar Sveinn Ragnarsson, Ragnar Einarsson, Guðlaug Friðriksdóttir, Hrefna Ársælsdóttir og Stefán Jón Sigurðsson. Haldið í handbragðið  Úrvalshópur bókbindara og bókbandsmeistara í JAM-hópnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.