Morgunblaðið - 12.10.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.10.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2020 Sláum nýjan tón í Hörpu Við óskum bæði eftir áhugasömum rekstraraðilum og hugmyndum einstaklinga að skemmtilegum nýjungum á neðri hæðum í Hörpu Nánar á harpa.is/nyr-tonn . fasteignaverdmat.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Óbreytt staða í Grímsvötnum  Öskustrókurinn fór strax í yfir 20 kílómetra hæð í Grímsvatnagosi árið 2011 Staðan í Grímsvatnaöskjunni er óbreytt frá því sem var 30. september þegar Veðurstofan hækkaði viðbún- aðarstig fyrir flug úr grænu í gult. Hægt hefur á hækkun vatnsyfirborðs í Grímsvötnum frá því sem var í sum- ar þegar leysingar voru meiri og skjálftavirkni hefur ekki breyst. Einar Gestsson, náttúruvársér- fræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að litakóðinn sé í fjórum stigum. Gult sé næstlægsta stig hans. Hann segir að tilgangur hækkaðs viðbúnaðar- stigs sé að láta fluggeirann vita að virkni sé heldur meiri en venjulega og að breytingar kunni að vera í aðsigi. Ekki er þó bannað að fljúga yfir Grímsvötn. Þegar viðbúnaðarstigi fyrir flug var breytt fyrir tæplega tveimur vik- um voru mælingar að nálgast þau gildi sem sáust fyrir síðasta eldgos í Grímsvötnum en það var árið 2011. Er því búist við jökulhlaupi. Gos fylgja stundum í kjölfarið en geta líka hafist án þess að jökulhlaup komi á undan. Flug stöðvaðist í einn eða tvo daga Í eldgosinu í maí 2011 fór ösku- strókurinn fljótlega í yfir 20 km hæð. Flugumferð um Keflavíkurflugvöll og innanlandsvelli stöðvaðist í einn eða tvo daga. Þótt aska hafi truflað mjög mannlíf og athafnalíf á Kirkjubæjar- klaustri og sveitunum þar í kring urðu áhrifin ekkert í líkingu við eld- gosið í Eyjafjallajökli sem truflaði flugumferð víða í Evrópu vikum sam- an. Vegna þess fylgjast erlend blöð, ekki síst í Bretlandi, með fréttum af eldfjöllum á Íslandi. Einar Gestsson segir að VAAC í Englandi sé strax látið vita af slíkum breytingum enda geri stofnunin spár um öskudreifingu frá eldfjöllum fyrir flugið. helgi- @mbl.is Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður og formaður Við- reisnar, spilaði golf á golfvell- inum í Hvera- gerði síðdegis á laugardag, þrátt fyrir tilmæli Golf- sambands Ís- lands um að kylf- ingar á höfuðborgarsvæðinu leituðu ekki til golfvalla utan þess, á meðan hertar sóttvarnaaðgerðir eru á höfuðborgarsvæðinu. Hún situr sjálf í stjórn Golfsambandsins. „Þetta er náttúrlega algerlega óafsakanlegt í ljósi tilmæla. Ég er alltaf í sveitinni en það afsakar ekki það að hafa farið í golf,“ segir Þor- gerður við mbl.is en hún dvaldi í sumarhúsi sínu í Ölfusi. Fleiri brutu tilmælin. Þannig var greint frá því að 26 kylfingar úr Reykjavík hefðu leikið golf á Akranesi í fyrradag. Virti ekki tilmæli um golfiðkun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir  Þorgerður segir það óafsakanlegt Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Friðað hús Hljómskálinn verður væntanlega málaður að utan á næsta ári. Áfram hefur verið unnið að við- gerðum á Hljómskálanum við Tjörnina í Reykjavík í ár. Búast má við því að húsið verði komið í gott horf á næsta ári. „Húsið er í fínu standi. Búið er að gera við þakkantinn en þar var ein- hver leki og verið er að endurgera gluggana í upprunalegri mynd. Bú- ið er að smíða þá og þeir verða sett- ir í á næsta ári,“ segir Lárus Hall- dór Grímsson, stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur. Skipt var um fyrstu gluggana fyrir 25 árum og fyrir 20 árum voru settir nýir pílárar í brjóstriðið á þakbrún hússins. Vonast Lárus til að fram- kvæmdum við gluggana ljúki á næsta ári og þá verði húsið málað. Hljómskálinn sem Hljómskála- garðurinn er kenndur við var byggð- ur fyrir nærri 100 árum fyrir Lúðra- sveit Reykjavíkur. Hljómsveitin hefur æfingar sínar í húsinu og einn- ig Skólahljómsveit Vesturbæjar. Fleiri tengdar hljómsveitir æfa í húsinu og þar hafa verið haldnir AA- fundir í tvo áratugi. Lúðrasveitin fékk 5 milljónir úr húsafriðunarsjóði í ár, jafnháa fjárhæð og í fyrra, til að gera við húsið sem er friðað. Lárus segir að félagið sjálft hafi litla fjármuni af- gangs til að leggja í slíkar fram- kvæmdir. helgi@mbl.is Gert við Hljómskálann  Nýir gluggar eru til og verða settir í húsið á næsta ári Haustið minnir á sig og senn lýkur útivistinni hjá kúnum. Spáð er góðu veðri á Norðurlandi og bú- ast má við því að enn séu eftir nokkrir daga í grænfóðrinu. Kýrnar á Laxamýri njóta þess að vera í sólinni. Þær búa lengi að útivistinni og þannig verður vetrarvistin í fjósinu bærilegri. Norðlensku mjólkurkýrnar klára kálið Morgunblaðið/Atli Vigfússon Endurheimt votlendis í landi Kirkjubóls í Korpudal við Önund- arfjörð lýkur í dag. Alls hafa 24 hektarar lands þá verið endur- heimtir og með framkvæmdinni stöðvuð árleg losun upp á 480 tonn af koltvísýringi. Er það sambærileg losun og frá um 240 fólksbílum á ári. Í tilkynningu frá Votlendissjóði segir að jörðin á Kirkjubóli hafi verið framræst af ríkinu í óþökk landeigenda fyrir 50 árum. Ríkið hafi þannig borgað fyrir framræs- ingu lands sem aldrei var nýtt. Fyrr í haust stóð Votlendissjóður að endurheimt lands á jörðinni Gottorp við Hópið í Húnaþingi vestra. Svæðið sem var endurheimt er um 33 hektarar að stærð og má áætla að það hafi losað um 660 tonn af koltvísýringi á ári. Í báðum til- fellum var endurheimtin unnin að beiðni landeigenda, í samstarfi Vot- lendissjóðs og Landgræðslunnar. Endurheimta 24 hektara af votlendi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.