Morgunblaðið - 12.10.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2020
✝ Auður Bessa-dóttir fæddist
í Reykjavík 23.
nóvember 1944.
Hún lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi
27. september
2020.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Hólmfríður Sig-
urðardóttir, f. 12.
apríl 1913, d. 16. mars 2001,
og Bessi Guðlaugsson, f. 21.
apríl 1915, d. 19. september
2009.
Auður var þriðja í röðinni
af sex systkinum: Gréta, f. 24.
október 1935, gift Sævari Guð-
mundssyni, Rakel, f. 6. maí
1943, gift Jóhannesi Inga
Friðþjófssyni, Haukur, f. 10.
janúar 1947, kvæntur Guð-
rúnu Kristínu Jónsdóttur, Sig-
urður, f. 22. apríl 1950, kvænt-
ur Guðnýju Pálsdóttur og
Kári, f. 24. maí 1953, kvæntur
Sigríði Sigurðardóttur.
Eiginmaður Auðar er Fe-
ruccio Marinó Buzeti, fæddur í
Funtana í Króatíu 14. ágúst
1939. Foreldrar hans voru
ember 1997. Barnabarnabörn
Auðar eru átta talsins.
Auður bjó lengst af á sínum
æskuárum á Bústaðavegi í
Reykjavík. Gekk fyrst í Laug-
arnesskóla og þaðan í Rétt-
arholtsskóla og lauk þaðan
landsprófi. Auður byrjaði ung
að árum að vinna fyrir Póst
og síma hjá ýmsum deildum,
en lengst af sem deildarstjóri í
starfsmannahaldi. Við að-
skilnað Póst og síma flutti
Auður sig yfir á fjármálasvið
Póstsins þar sem hún starfaði
þar til hún lét af störfum
vegna aldurs.
Menntun var eitt af stóru
áhugamálunum og lauk Auður
stúdentsprófi frá öldungadeild
Menntaskólans við Hamrahlíð,
tölvunarfræðinámi frá Stjórn-
unarfélaginu, viðskipta- og
rekstrarnámi 1 og 2 frá end-
urmenntun Háskóla Íslands.
Til fjölda ára sótti hún fjöl-
mörg námskeið í Íslend-
ingasögum á vegum eldri
borgara enda var áhugi henn-
ar mikill á listum og bók-
menntum.
Útför Auðar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 12. októ-
ber 2020, og hefst athöfnin
klukkan 13. Vegna fjöldatak-
markana verða aðeins nánustu
aðstandendur viðstaddir. At-
höfninni verður streymt á Fa-
cebook: Útför Auður Bessa-
dóttir.
Maria Gasparini
Buzeti og Antonio
Buzeti.
Auður og Fe-
ruccio eignuðust 3
börn: 1) Vésteinn
Hilmar Mar-
inósson, f. 18.
september 1960,
maki Margrét Ár-
dís Ósvaldsdóttir,
f. 1. júní 1962.
Börn þeirra Dag-
mar Ösp, f. 19. ágúst 1982, Ír-
is Ösp, f. 20. nóvember 1985
og Birkir Steinn, f. 7. mars
1994. 2) Hólmfríður Björk
Marinósdóttir, f. 15. maí 1962,
maki Halldór Rósi Guðmunds-
son, f. 5. júlí 1969. Dætur
Hólmfríðar úr fyrra sambandi
eru Eva Björk, f. 5. ágúst 1980
og Auður Margrét, 4. júlí
1986. Dóttir Halldórs úr fyrra
sambandi er Tinna María, f. 3.
desember 1991. Saman eiga
þau Helgu Dís, f. 4. janúar
1997. 3) Bragi Þór Mar-
inósson, f. 15. mars 1965, maki
Erla Sigrún Sveinsdóttir, f. 29.
júní 1969. Börn þeirra Berg-
lind Þóra, f. 1. mars 1995 og
Hildur Guðrún, f. 20. sept-
Nú er komið að ferðalokum
elsku mamma mín. Sár söknuður
fylgir alltaf slíkum tímamótum.
Elsku mamma við huggum okkur
og yljum við ljúfar og góðar minn-
ingar um þig. Þú vildir allt fyrir
okkur gera, stóðst eins og klettur
í blíðu og stríðu og hvattir okkur
óspart til góðra verka.
Mamma var þriðja í röðinni í
stórum systkinahópi. Á æskuár-
um hennar var oft þröngt í búi á
Bústaðaveginum hjá afa og
ömmu en fjölskyldan blómstraði,
var kærleiksrík og samheldin.
Mamma var ung að árum þeg-
ar hún kynntist pabba. Ástin
blómstraði og 21 árs að aldri var
hún orðin þriggja barna móðir.
Nám varð að víkja fyrir vinnu og
uppeldi barnanna. Hún byrjaði
ung að vinna hjá Pósti og síma,
sinnti fjölda ábyrgðarstarfa en
var lengst af deildarstjóri í starfs-
mannahaldi fyrirtækisins.
Menntaþráin var sterk og sam-
hliða vinnunni lauk hún bæði
stúdentprófi og námi í viðskipta-
og rekstrarfræðum 1 og 2 við
endurmenntun Háskóla Íslands.
Útilegurnar og silungsveiðarn-
ar á yngri árum mínum eru of-
arlega í minningunni. Foreldrar
mínir voru duglegir að fara með
stjórfjölskyldunni í þær ferðir.
Oftast var farið að Þingvallavatni.
Þar var veitt og dvalið heilu helg-
arnar yfir sumartímann. Veiði-
vissan var stundum svo mikil að
ömmu og afa og frændum og
frænkum var boðið til grillveislu
áður en aflinn var kominn á land.
Mamma veiddi að sjálfsögðu
stærsta fiskinn í þessum veiði-
ferðum. Risableikju sem landað
var með miklum spenningi og
hamagangi.
Alla skólagöngu mína var
mamma minn helsti bakhjarl,
sem hvatti mig áfram og sam-
gladdist mér þegar vel gekk.
Stuðningurinn minnkaði ekki eft-
ir að við Erla eignuðumst Berg-
lindi og Hildi. Kisu amma eins og
dæturnar okkar kölluðu hana var
alltaf reiðubúin að hjálpa. Stelp-
unum okkar þótti sérlega gaman
að fá að sofa hjá ömmu, því allt
var látið eftir þeim og oft var
heimilið komið í ansi mikla óreiðu
eftir heimsóknina. Þetta gladdi
samt mömmu enda unni hún
barnabörnunum og hafði mjög
gaman af þeim. Þegar við fluttum
til Hollands var mamma dugleg
að taka upp íslenskt barnaefni á
videospólur og senda okkur. Hún
hafði metnað fyrir því að stelp-
urnar fengju íslenskt efni til að
horfa á. Takk elsku mamma fyrir
allar heimsóknirnar til okkar á
þessum árum. Þær voru okkur
ómetanlegar.
Eftir erfið og löng veikindi er
komið að því að leiðir skilur í
þessu lífi og eftir situr tómleiki.
Nú ert þú farin í annað og lengra
ferðalag. Eftir sitja hlýjar minn-
ingar um hetjuna mína mömmu.
Takk fyrir allt, elsku mamma.
Bragi Þór.
Elsku amma okkar, sem end-
aði öll samtöl á „love you‘‘ og var
alltaf kölluð kisuamma af okkur
systrum.
Það er ekki hægt að komast
hjá því að fara í gegnum minning-
arnar okkar saman því hún amma
hefur alla tíð aukið lífsgæði okkar
og haft lúxus að leiðarljósi. Hún
sá til þess þegar við bjuggum úti í
Hollandi að við fengjum okkar
skammt af íslensku barnaefni.
Þetta var fyrir tíma streymis-
veitna og vaknaði amma á laug-
ardagsmorgnum til þess að taka
upp efnið á spólu í vídeótæki, hún
safnaði síðan saman nokkrum
slíkum og sendi okkur. Eins var
amma dugleg að sjá til þess að við
fengjum nóg af íslensku nammi
með í þessum vídeópakkasend-
ingum. Þessar nammisendingar
héldu áfram alla tíð því ef amma
vissi af okkur veikum heima átt-
um við von á að dyrabjöllunni yrði
hringt og þar stóð hún með fullan
poka af gúmmelaði, hún gerði
þetta þangað til við vorum komn-
ar yfir tvítugt.
Hún amma var alltaf tilbúin að
fá okkur til sín og oftar en ekki
voru það við systur og Helga Dís
frænka. Amma var alltaf dugleg
að gera hluti með okkur þegar við
fórum í pössun og stendur upp úr
sund í Árbæjarlauginni, bíó og
verslunarferð í Kringluna þar
sem við oftar en ekki fengum
ömmu til að kaupa eitthvað mis-
nauðsynlegt og alltaf var farið í
nammiland. Ásamt því var amma
dugleg að fara með okkur í bíltúra
og keyrði einu sinni sjö hringi í
röð á hringtorginu hjá Eskihlíð-
inni og skellihló. Í bílnum hennar
ömmu voru alltaf brjóstsykur,
rautt extratyggjó og rauður ópal.
Það var alltaf mikill lúxus að fá
að gista bæði í Eskihlíð og Sól-
eyjarrima og amma var alltaf
tilbúin að klóra okkur á bakinu
meðan við horfðum á mynd,
nudda tásurnar og lakka á okkur
neglurnar, því amma var alltaf
með svo fallega lakkaðar neglur
og við vildum vera eins.
Eins standa upp úr „stelpu-
ferðirnar“ eins og amma var vön
að kalla þær en þá fór hún með
okkur systur og Helgu Dís
frænku upp í bústað. Uppi í bú-
stað kenndi amma okkur að
sauma út og dekraði okkur allar
þrjár. Okkur skorti ekki ímynd-
unaraflið og urðum við til að
mynda hræddar við heimsókn frá
krókódíl, ísbirni og hrútum sem
myndu stanga okkur uppi í bú-
stað en alltaf sá amma til þess að
snúa hræðslunni upp í grín og
knúsa okkur allar þrjár.
Amma var alltaf með allar upp-
lýsingar á hreinu og þá sérstak-
lega dagsetningar. Hún var fyrst
að óska okkur til hamingju með
daginn þegar við áttum afmæli og
heyrði í okkur á öðrum tyllidög-
um. Hún var okkar helsti aðdá-
andi og sá til þess að baða okkur í
hrósi við hvert tækifæri sem
gafst.
Elsku kisuamma okkar, þú
skilur eftir stórt skarð og við
munum sakna þín en um leið
þökkum við þér fyrir allt.
„Love you!“
Berglind Þóra og
Hildur Guðrún.
Það er með sorg í hjarta sem
ég skrifa þessi orð til þín elsku
amma mín. Ég er svo ólýsanlega
þakklát fyrir allar minningarnar,
ferðalögin, hversdagsleikann sem
og stuðning frá þér í gegnum lífið.
Þú varst ein af áhrifamestu
manneskjum í lífi mínu og ég á
þér svo margt að þakka. Ég er
svo þakklát fyrir að við náðum að
eiga saman notalega stund tveim-
ur dögum áður en þú fórst þar
sem við náðum að rifja upp kærar
stundir, eins og öll ferðalögin sem
við fórum í saman í gegnum tíð-
ina. Ég gleymi aldrei þegar ég
fékk hringingu frá þér þar sem þú
tilkynntir mér að við værum að
fara til Prag daginn eftir! Þessi
ferð gaf ekki bara af sér endalaus
söfn, heldur einnig alls konar
kristalsmuni sem við vissum ekki
hvernig í veröldinni við ættum
svo að koma heim. En það var
ekki bara svo að við værum tvær
saman að ferðast, heldur var síð-
asta ferðin okkar með vinkonum
þínum þar sem við fórum til
Gdansk í notalega jólaferð. Á
þeim tíma varstu nýbúin að fá
fréttirnar um krabbameinið en
varst staðráðin í að fara samt sem
áður og sagðir: „Ef ekki núna,
hvenær þá?“ Það lýsir þér einmitt
svo vel, að takast á við hlutina af
æðruleysi.
Það voru ekki bara við sem átt-
um einstakt samband heldur
bættist við Sara Björk eftir að
hún fæddist. Hana langar til þess
að segja: „Elsku amma kisa, þú
varst góð og skemmtileg og ég
fékk alltaf eitthvað gott þegar ég
kom í heimsókn. Bless elsku
amma kisa.“
Mér finnst óskaplega erfitt að
takast á við raunveruleikann ein
en ég ætla að trúa því að þú vakir
yfir okkur og halda fast í allar
minningar.
Við elskum þig elsku amma.
Eva Björk og
Sara Björk.
Elsku Auður systir, mikið var
sárt að geta ekki kvatt þig. Covid
kom í veg fyrir það. En við eigum
margar góðar minningar um þig.
Þú varst besta vinkona mín. Og
áttum við margar stundir á lista-
söfnum, en þú byrjaðir að fara á
söfn með Möggu föðursystur okk-
ar. En eftir það fórum við saman
og fórum svo og fengum okkur
kaffi eða mat, þetta voru okkar
stundir meðan þú hafðir heilsu til.
Aðalmálið hjá þér var að mennta
þig á yngri árum, þó svo að þú
værir í fullri vinnu hjá Pósti og
síma. Þú varðst stúdent, fórst í
tölvunarfræðinám og nám við há-
skólann. Á síðari árum fórst þú
alla föstudaga í fornsögur hjá
eldri borgurum.
Þú varst einstaklega gjafmild
og alltaf tilbúin að hjálpa. Á yngri
árum fórum við með mökum okk-
ar Marinó og Inga og börnum úti-
legu. Þá áttum við bara hvít tjöld
sem voru botnlaus, þá var notast
við plast í botninn. Og stundum
fór öll stórfjölskyldan saman í úti-
legu. Þú varst fyndin og alltaf til í
smá sprell. Ég á eftir að sakna
samtala okkar.
Við samhryggjumst þér, Mar-
inó minn, og börnum ykkar, Vé-
steini, Hólmfríði og Braga Þór og
börnum þeirra.
Man ég æskuárin
yndisbros – og tárin
gleði og sviðasárin
sól og daga langa.
Vinarhönd á vanga
nú græt ég sárt um sólarlag
þau sumarbros og liðinn dag.
(Stefán frá Hvítadal)
Blessuð sé minning Auðar
systur og mágkonu.
Rakel og Ingi.
Við Auður vorum bekkjarsyst-
ur frá unga aldri. Fyrst í Laug-
arnesskóla og síðar Réttarholts-
skóla sem þá var nýstofnaður.
Smáíbúða- og Bústaðahverfið var
að byggjast upp og við krakkarn-
ir í hverfinu nutum frelsisins til
hins ýtrasta og mörg vinabönd
mynduðust.
Í Réttó myndaðist góð vinátta
milli nokkurra stelpna sem hefur
haldist alla tíð. Sá vinskapur inn-
siglaðist með stofnun leynifélags-
ins Svörtu handarinnar 25. janúar
1958, en svo kallaðist vinahópur-
inn. Í Svörtu hendinni voru ásamt
mér og Auði þær Ingibjörg Edda,
Erla, Ólöf, Gunnella og Jórunn.
Mikið var baukað og brallað í
Svörtu hendinni. Leynifundir
voru haldnir í litlu húsi í Bakka-
gerði sem stóð við heimili Ingi-
bjargar Eddu. Þar var mikið
sungið og spilað, meðal annars
Jailhouse Rock með Presley, sem
ómaði víða um hverfið. Við fórum
einnig saman í sleðaferðir í Ár-
túnið, skíðaferðir og útilegur.
Þótti þessi félagsskapur það öf-
undverður að strákarnir í bekkn-
um stofnuðu sitt eigið leynifélag
sem nefndist Hvíta löppin. Nú
eru þær Ingibjörg Edda, Erla og
nú Auður mín allar horfnar á
braut.
Þegar við Auður stofnuðum
fjölskyldur okkar og hófum okkar
framtíðarstörf rofnaði sambandið
um tíma. En þegar Erla í Svörtu
hendinni hafði frumkvæði að því
að hittast árlega ákváðum við
Auður að fara einnig að skoða
leikhúslíf bæjarins reglulega. Við
þetta bættust einnig utanland-
ferðir svo sem til Pétursborgar og
Póllands. Einnig lásum við Ís-
lendingasögurnar í hópi eldri
borgara og fórum í flestar sögu-
ferðir sem boðið var upp á í
tengslum við þær. Síðasta ferðin
var nú í maí en þá var hún orðin
mjög veik.
Vinátta okkar Auðar efldist og
dafnaði eftir því sem árin liðu og
margt var á prjónunum fram
undan hjá okkur. Hún Auður var
með eindæmum góðhjörtuð og
gjafmild og hafði gaman af því að
gefa vaxandi fjölskyldu sinni fal-
legar og vel valdar gjafir. Sem
dæmi má nefna að þegar við vor-
um staddar í Póllandi eitt sinn
fyrir jólin átti hún eftir að finna
hátt í 30 jólagjafir. Samheldnin í
fjölskyldu Auðar er með eindæm-
um góð og ætti að vera okkur öll-
um til fyrirmyndar.
Nú erum við aðeins þrjár eftir í
Svörtu hendinni sem kveðjum
vinkonu okkar. Elsku Auður mín,
ég kveð þig með kærri kveðju og
með þökk fyrir allt. Guð blessi
minningu þína.
Ég votta fjölskyldu Auðar
mína innilegustu samúð.
Þín vinkona,
Elínborg.
Auður
Bessadóttir
✝ Þórunn Þráins-dóttir fæddist í
Hruna á Húsavík
13. nóvember 1931.
Hún lést á Hrafn-
istu Hf. þann 24.
september 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Þráinn
Maríusson og
María Steingríms-
dóttir. Systkini
hennar eru: Helga,
látin; Steingrímur, lést á fyrsta
hans, Jóhannesi Gísla Brynjólfs-
syni og Jennýju Láru Gísladótt-
ur. Foreldrar hans höfðu byggt
húsið og svo stækkuðu þau það
og þar ólust börnin þeirra þrjú
upp.
Börn Þórunnar og Brynjólfs
eru: 1) María Líndal, f. 1951,
synir hennar eru Arnar Þór,
Hilmar Þór og Lárus Þór. 2) Jó-
hannes Líndal, f. 1952, kona
hans er Ingigerður Jakobsdóttir
og synir þeirra eru Brynjólfur
Líndal, Jakob Líndal og Andri
Líndal, sem er látinn. 3) Þráinn
Líndal, f. 1966, kona hans er
Hulda Pétursdóttir og dætur
þeirra eru Aníta Þórunn og
Telma Björg.
Útför Þórunnar fór fram í
kyrrþey.
ári; Kristín; Bjarni
og Höskuldur.
Þórunn fór til
Reykjavíkur 16 ára
að vinna fyrir sér,
sem húshjálp eins
og margar stúlkur
þekktu. Þar kynnt-
ist hún eiginmanni
sínum Brynjólfi
Líndal Jóhann-
essyni. Þau hófu
búskap á Holtsgötu
14 í Hafnarfirði hjá foreldrum
Elsku hjartans amma Tóta
mín. Ég kveð þig með mikilli
sorg í hjarta og söknuði. Sam-
band okkar var einstakt alveg
fram á þinn seinasta dag. Ég á
svo óteljandi margar fallegar
minningar með þér sem munu
hjálpa mér á þessum erfiðu dög-
um. Þú varst einstök amma, þú
sýndir öllu sem ég tók mér fyrir
hendur einlægan áhuga og vildir
alltaf taka þátt í öllu í mínu lífi.
Þú varst alltaf til staðar fyrir
mig og sagðir ósjaldan við mig
hvað þú værir stolt af mér. Ég
er þakklát fyrir síðustu stundina
okkar saman, og að við hefðum
náð að segjast elska hvor aðra
eins og við vorum alltaf vanar að
gera þegar við kvöddumst. Nú
hefur þú fengið hvíldina og ert
komin til elsku besta afa Binna
og Andra okkar sem við sökn-
uðum báðar svo mikið. Ég verð
áfram „duglega stelpan hennar
ömmu Tótu“, eins og þú sagðir
svo oft við mig. Ég elska þig allt-
af amma mín, það er enginn eins
og þú. Takk fyrir allt, minning
þín er ljós í lífi mínu.
Við hittumst svo aftur seinna
hinum megin við himininn.
Þín
Aníta Þórunn Þráinsdóttir.
Þórunn
Þráinsdóttir
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
STELLA STEFÁNSDÓTTIR,
Starrahólum 11,
lést á heimili sínu 30. september.
Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju
miðvikudaginn 14. október klukkan 15.
Í ljósi aðstæðna munu aðeins nánustu aðstandendur og vinir
verða viðstaddir.
Streymt verður frá athöfninni á slóðinni: www.rafmennt.is/stella.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið.
Ásmundur Reykdal
Stefán Örn Einarsson Hafdís Huld Reinaldsdóttir
Guðjón Sævar Guðbergsson
Jóhann Kr. Ásmundsson Ása Þorkelsdóttir
Ögmundur Reykdal Valgerður Aðalsteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur bróðir minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÓLI HERTERVIG SVEINBJÖRNSSON,
fyrrv. verslunarmaður,
lést miðvikudaginn 7. október síðastliðinn á
Landspítalanum í Fossvogi.
Útför fer fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Tómas Sveinbjörnsson Alda Baldursdóttir
Ingvar Þór Ólason Gréta Björg Hilmarsdóttir
Sveinbjörn Óli Ólason
og afabörnin