Morgunblaðið - 12.10.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.10.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2020 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Angela Merkel, kanslari Þýskalands, varaði við því um helgina að væri ekki búið að sigrast á uppsveiflu kór- ónuveirunnar í heitum veiruklösum eftir 10 daga yrði að grípa til enn harðari aðgerða gegn útbreiðslu veirunnar en að undanförnu. „Það blasir við okkur öllum að stóru borgirnar, þéttbýlu svæðin, eru nú sá vígvöllur sem við verðum að fylgjast með hvort takast muni að ná valdi á faraldrinum í Þýskalandi mánuðum saman eins og undanfarn- ar vikur eða hvort við missum tök á veirunni,“ sagði Merkel eftir viðræð- ur við bæjarstjóra um ástandið sl. föstudag. „Það mun ráðast á komandi dög- um og vikum hvernig við munum sem þjóð komast í gegnum farald- urinn í vetur,“ bætti hún við. Höfuðborgin Berlín og Frankfurt voru í vikunni settar á rauðan lista yfir mestu áhættusvæði. Bættust borgirnar við margar sem náð höfðu inn á rauða listann í síðustu viku. Á hann eru færð svæði þar sem nýsýk- ingar mælast fleiri en 50 á hverja 100.000 íbúa sjö daga í röð. Meðal ráðstafana sem koma sjálf- krafa til framkvæmda þegar þessu hlutfalli er náð er skylda til að bera andlitsgrímu utandyra, skertur af- greiðslutími kráa og veitingahúsa, takmörk á áfengissölu og þrengri ákvæði um hópsamkomur. Sagði Merkel að bæjarstjórarnir væru samstiga ríkisstjórn hennar í sótt- varnamálum. Hún sagði reynsluna sýna að það taki um 10 daga að koma í ljós hvort slíkar aðgerðir beri tilætl- aðan árangur. Staðnæmist sýkingarhlutfallið ekki á þeim tíma eru „frekari mark- vissar þvinganir, óhjákvæmilegar í þeim tilgangi að hindra samgang og snertingu,“ segir í samþykkt fund- arins. Það sem máli skiptir Þjóðverjum hefur tekist betur að hafa stjórn á kórónuveirufaraldrin- um en flestum Evrópuþjóðum. Þar hefur ugg sett að ráðamönnum vegna fjölgunar sýkinga undanfarna daga og vikur. Sóttvarnastofnun Þýskalands, sem kennd er við Ro- bert Koch, varaði um helgina við því að veiran gæti breiðst út stjórnlaust sofnaði almenningur á verðinum. Á blaðamannafundi eftir fundinn með bæjarstjórunum beindi Merkel orðum sínum til samlanda sinna og bað þá lengstra orða að bera að stað- aldri andlitsgrímur, þvo sér ótt og títt um hendur og hafa hæfilegt bil í fólk í kring. Hún hvatti menn einnig til að brúka smáforrit sem varaði við veirunni þar sem hún væri talin leyn- ast og lofta reglulega út. Þá hvatti hún fólk til að dveljast lengur innan- dyra á heimilum sínum. Merkel sagðist skilja vel að styttri afgreiðslutími og takmörkun á áfengissölu myndi bitna hart á veit- ingaþjónustunni sem þegar bæri þungar byrðar af völdum kórónu- kreppunnar. En hún sagði það mark- mið sitt að forðast eins og hægt væri harðdrægar lokanir eins og þær sem stöðvuðu nánast þýskt atvinnu- og efnahagslíf í vor sem leið og bundu milljónir skóla- og dagvistarbarna inni á heimilum sínum. Merkel talaði einnig beint til yngra fólks sem smitaukning undan- farið hefur verið rakin til. Bað hún það að hugsa til aldraðra ættingja og heilsu þeirra og um sín eigin störf og möguleika á sviði mennta. „Betri tímar munu koma með gleðskap og djammi. En það sem nú skiptir mestu máli er eitthvað annað. Við höfum sýnt og sannað að sam- einuð getum við gengið í gegnum þetta allt. Það skulum við halda áfram að gera.“ AFP Aðgerðir Merkel á blaðamannafundi í Berlín þar sem hún boðaði öflugri við- spyrnu gegn veirunni, tækist ekki að koma böndum á hana innan 10 daga. Varar við enn harðari viðspyrnu  Merkel gefur veirunni 10 daga áður en gripið verður til enn þyngri ráðstaf- ana í stríðinu við kórónuveiruna Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is „Fljúgandi leigubílar“ munu hefja sig til flugs frá flugvelli norður af París næsta vor. Munu þeir hafa gríðarlega miklu hlutverki að gegna um það leyti sem ólympíu- leikarnir 2024 fara fram í borg- inni en þá mun fjöldi ferðamanna verða meiri en venjulegt er, en um 80 milljónir ferðamanna heim- sækja París ár hvert. Þróunar- og æfingaflug flugtax- anna sem bera nafnið VoloCity fer fram frá flugvellinum í Pontoise- Cormeilles-en-Vexin norðvestur af borginni. Flugtaxarnir eru smíðaðir í Þýskalandi hjá fyrirtæki að nafni Volocopter. Minna þeir helst á risastóra flugdróna og ganga fyr- ir rafmagni. Geta þeir hafið sig til flugs og lent á sama blettinum aft- ur eftir æfingaflug á stórborgar- svæðinu. Samstarfsaðilar um flugtilraun- irnar eru m.a. fyrirtækið sem rek- ur jarðlestir Parísarborgar (RATP) og rekstrarfélag Par- ísarflugvallanna, ADP. Í yfirlýs- ingu segjast þeir hafa gert allt sitt til að upphaf þessa nýja sam- göngumáta geti stutt við þær sam- göngur sem fyrir eru, bæði til far- þega- og vöruflugs. „Að teknu tilliti til Ólympíuleikanna og heimsleika fatlaðra 2024 gefst sérdeilis gott tækifæri til þátttöku heils samgöngukerfis og gæti Par- ísarsvæðið þar með tekið forystu í heimsmarkaði fyrir nýja farar- skjóta til ferða á borgarsvæðum.“ Flugtilraunirnar koma til með að standa og falla með afstöðu íbúanna, öryggisreglum og lögum um flugstarfsemi. Á fyrri helm- ingi næsta árs, 2021, verður geng- ið frá samningum um lending- arstaði, hleðslustöðvar og merkingar á jörðu niðri vegna til- raunanna. „Lendingar og flugtök, svo og að leggja flugbílnum í stæði, verða prófuð í raunveru- legu loftrými í júní 2021. Hið sama á við um starfsemi kringum bílinn á lendingarsvæði sínu, hvort sem það er viðhaldsvinna eða hleðsla rafgeymanna,“ segja aðstand- endur flugsins. VoloCity-flugbíllinn er búinn 18 smáþyrlum og níu rafgeymis- pökkum. Bíllinn getur flutt tvo farþega með handfarangur en heildarþungi þeirra beggja með farangri má að hámarki vera 200 kíló. Fullklárt 2030 Flughraði bílsins er 110 km/ klst. í 400 til 500 metra hæð, eða 13-16 hundruð fet. Þannig verður flugdrægi bílsins 35 kílómetrar. Forstjóri Volocopter, Fabien Nestmann, segir fyrirtækið gera sér vonir um að fá fullt lofthæfis- skírteini fyrir flugbílinn frá Flug- öryggisstofnun Evrópusambands- ins innan tveggja til þriggja ára. „Við viljum geta sýnt möguleika hans fyrir Ólympíuleikana 2024,“ segir forseti sýslunnar sem nær yfir stór-Parísarsvæðið, „Ile de France“. Hermt er að það gæti tekið ára- tug að byggja upp kerfi flugtax- anna í heild. „Dagurinn sem þú getur keypt þér miða í taxana á netinu er líklega nær árinu 2030,“ segir forstjóri RATP, Catherine Guillouard. „Þegar til lengri tíma er litið munum við geta bætt inn ör- smáum þyrlupöllum hér og þar á borgarsvæðinu en það fer eftir því hvað íbúarnir vilja leyfa. Við þurf- um samþykki þeirra og hávaðinn sem flugbílarnir koma til með að gefa frá sér verður lykilatriði,“ bætti Guillouard. Í sókninni til minni bílameng- unar og minni umferðarhnúta hef- ur hugmyndin um flugbíla hlotið góðar undirtektir um heim allan. Volocopter hefur þegar prófað og sýnt flugbíl sinn víða um heim. Var Singapúr í október í fyrra valið sem vettvangur fyrsta prufu- flugs á miðborgarsvæði stór- borga. Nokkur önnur fyrirtæki eru að vinna að og þróa samskonar verk- efni, þar á meðal Boeing, Airbus, Toyota og Hyundai. Í nýliðnum september sýndi jap- anskt fyrirtæki að nafni SkyDrive mannað átta þyrla smáfar. Flaug það um fótboltavöll í fyrstu flug- tilraunum sínum. Fljúgandi leigu- bílar næsta vor  Ganga fyrir rafmagni  Bílarnir drífa 35 kílómetra AFP Prófanir Volocopter við flugpróf- anir í Singapúr. Vegna smæðar sinnar á flygildið auðvelt með að at- hafna sig inni í stórborgum. Ber 200 kíló Tveir menn með handfarangur komast í flugtaxa VoloCity í einu. Saman mega þeir ekki vega meira en 200 kíló með farangrinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.