Morgunblaðið - 12.10.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.10.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2020 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg 12. október 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 138.01 Sterlingspund 178.57 Kanadadalur 104.76 Dönsk króna 21.875 Norsk króna 14.987 Sænsk króna 15.624 Svissn. franki 151.11 Japanskt jen 1.3028 SDR 195.15 Evra 162.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 193.6381 Hrávöruverð Gull 1912.4 ($/únsa) Ál 1786.0 ($/tonn) LME Hráolía 43.36 ($/fatið) Brent VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það er erfitt að finna rétta orðið til að lýsa því sem Sruli Recht fæst við. Ein- faldast væri að kalla hann hönnuð en sá titill nær ekki nógu vel utan um þá miklu breidd og taumlausu sköpunar- gleði sem einkennir verk hans. Sruli fæddist í Ísrael en fluttist til Íslands nokkrum árum fyrir banka- hrun, með viðkomu í Melbourne og London á leiðinni. Hann er í dag ís- lenskur ríkisborgari, var áberandi í hönnunar- og listasenunni hér á landi og regluleg- ur gestur á síðum Morgunblaðsins fram til ársins 2015 þegar hann sökkti sér í verk- efni sem takmörk- uðu frelsi hans til að tjá sig við fjöl- miðla og kölluðu á að dvelja í lengri og skemmri tíma fjarri landinu. Nú er Sruli sjálfstæður og frjáls að nýju, og minnti á sig með tölvupósti eftir að blaðamaður fjallaði á dögun- um um Norlan-viskíglasið vinsæla í ViðskiptaMogganum. Sruli hannaði glasið á sínum tíma og lagði þannig grunninn að merkilegu fyrirtæki sem í dag býður upp á heila línu af fal- legum ílátum og aukahlutum fyrir viskíunnendur. Norlan-glasið var fyrst kynnt til sögunnar fyrir fimm árum á hópfjár- mögnunarvefsíðunni Kickstarter og fóru viðtökurnar fram úr björtustu vonum en um 808.000 dalir söfnuðust fyrir framleiðslunni. „Ég held að í dag sé Norlan búið að selja um það bil hálfa milljón glasa, sem er algjör bil- un,“ segir Sruli. Listin að skapa athöfn Lesendur geta reynt að reikna það út frá þessum sölutölum hversu verð- mætur reksturinn í kringum Norlan- vörurnar er orðinn. Fyrirtækið hefur mjög litla yfirbyggingu og selur glös- in beint til kaupenda í gegnum vefsíð- una Norlanglass.com auk þess að starfa með um og yfir 30 minni versl- unum víðs vegar um heiminn. Lykillinn að árangrinum, segir Sruli, var að skapa nýja upplifun í kringum viskídrykkju. „Ég er mjög hrifinn af hefðum og helgisiðum og gengur hönnun Norlan-glassins út á að skapa ákveðna athöfn og upplifun sem snýst um meira en bara áfengið í glasinu,“ segir hann. „Sjálfur hef ég aldrei verið mikill drykkjumaður en hef mjög gaman af því að búa til eitt- hvað fallegt úr hversdagslegum at- höfnum.“ Óhætt er að segja að hvert smáat- riði í Norlan-vörulínunni sé úthugsað og Sruli búinn að velta því mikið fyrir sér hvernig fólk upplifir viskí; allt frá því hvernig drykkurinn hreyfist um glasið yfir í hvernig sessunautar halda augnsambandi í ánægjulegu samtali yfir góðum drykk. Og kannski er þar komin önnur ástæða fyrir vel- gengni verkefnisins: það var ekki lagt af stað með því hugarfari að græða sem mest á sem skemmstum tíma og fara stystu leið í mark, heldur var markmiðið að hanna grip sem hefði dýpra gildi. „Fyrir stóran hóp fólks snýst hönnun öðru fremur um skreyt- ingu, og þó mér gangi ekki til að gagn- rýna það hvernig markaðurinn starf- ar, þá eru mörkin á milli hönnunar og tísku orðin óljós, og markmiðið virðist einkum að fylla heimkynni fólks af alls kyns gripum. Hönnun er orðin að ferli sem bregst við (e. reactive) til að skaffa það sem neytandinn vill þá stundina,“ útskýrir Sruli. Jafnmikið lagt í umbúðirnar Og þar er hönnuðurinn kannski kominn að kjarna þess sem drífur ár- angur Norlan: að aðstandendur verk- efnisins þorðu að búa til djúpa upp- lifun og sérstaka sögu í kringum vöruna. „Norlan selur ekki viskíglös heldur ákveðinn lífsstíl, og gerir það með því að segja vissa sögu sem kaup- andinn getur séð sjálfan sig í,“ segir Sruli og líkir árangursríkri vöruhönn- un við það að gera stiklu fyrir kvik- mynd þar sem koma þarf til skila í knöppu formi hver er hetjan, hver skúrkurinn og vekja nægilegan áhuga á söguþræðinum til að laða að fleiri áhorfendur. „Þegar upp er staðið finnst fáum viskí sérstaklega bragð- góður drykkur en ánægjan sprettur upp úr athöfninni í kringum drykk- inn: að heyra ísmolann smella ofan í glasið og líða eitt augnablik eins og söguhetju í glæpasögu.“ Það var út af mikilvægi sögunnar í kringum vöruna að aðstandendur Norlan ákváðu að kosta jafnmiklu til við hönnun og framleiðslu um- búðanna og glassins sjálfs. Par af Norlan-glösum berst kaupendum í snotrum sívalningum sem kallast á við hönnun glasanna og öllu pakkað inn af kostgæfni. „Þó svo að það eigi líklega við um 99% af öllum kaupend- um að þeir losa sig fljótt við umbúð- irnar þá felst í því mikilvæg athöfn að taka glösin upp úr pakkanum þegar hann berst heim að dyrum. Upplif- unin er nánast leikræn, þar sem kaupandinn flettir burtu hverju lag- inu á fætur öðru og verður þannig um leið hluti af þeirri sögu sem varan seg- ir.“ Vörur samfléttaðar hefðum og menningu Hér grunar Sruli að megi finna einn helsta styrkleika íslenskra hönn- uða og framleiðenda. Hann nefnir hvað það er mikill kostur við íslenskt hönnunarsamfélag og atvinnulíf að boðleiðir eru stuttar og óformlegar, og fólk og fyrirtæki óhrædd við að taka áhættu með nýjar lausnir og frumlegar vörur. Þá segir hann engan standa Íslendingum á sporði þegar kemur að því að segja sögur, og að sjá megi hvernig sögur hafa leikið stórt hlutverk í árangri íslenskrar vöru á erlendum mörkuðum: „Skyr er mjög gott dæmi. Þar hefur tekist að tengja vöruna við þúsund ár af harðri lífsbar- áttu Íslendinga og flétta saman við menningu og aldagamlar hefðir,“ seg- ir hann og minnir á hvernig viskí- framleiðendur beiti svipuðum aðferð- um þegar þeir undirstrika uppruna og sérkenni eigin vöru svo að drykk- urinn verður samofinn sögu, menn- ingu og náttúrufari hvers héraðs. „Með því að hafa bæði góða hönnun og góða sögu að segja er árangurinn vís.“ Aðalatriði að geta sagt sögu Handverk Glerblásari mótar Norlan-glasið. Meira en 800.000 dalir söfnuðust á Kickstarter þegar glasið var kynnt.  Sruli Recht náði ævintýralegum árangri með Norlan-viskíglasinu og lagði hönnun hans grunninn að stöndugum rekstri  Hann leggur áherslu að flétta vandaða vöruhönnun saman við sögu sem hrífur Sruli Recht Þróun Undanfarið hefur Sruli leitað á óvenjulegar slóð- ir í sköpun sinni og gert forvitnilega tilraun með „vörum“ sem tengjast þeirri athöfn að taka eigið líf. Upplifun Norlan-glasið varð síðar að heilli línu af fögr- um gripum sem gera viskídrykkju að upplifun. Norlan hefur selt um hálfa milljón glasa á fimm árum. Gangi allt að óskum mun Virgin Or- bit takast að afla allt að 200 millj- óna dala í fjármögnunarlotu þar sem fyrirtækið er verðmetið á um það bil einn milljarð dala. Virgin Orbit er hluti af viðskiptaveldi Richards Bransons og sérhæfir sig í að koma gervihnöttum út í geim með eldlflaugum sem risaþotur bera upp í 35.000 feta hæð og sleppa síðan lausum. Wall Street Journal greinir frá þessu og minnir á að rekstur Virgin Orbit hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig á þessu ári en í maí mis- heppnaðist tilraun félagsins til að koma eldflaug á sporbaug. Áætla markaðsgreinendur að um 400 milljónum dala hafi verið varið í að þróa eldflaugatækni Virgin Or- bit en félagið tilheyrir smáum en vaxandi hópi öflugra fyrirtækja sem sjá mikil tækifæri fólgin í því að koma minni gervihnöttum á lág- an sporbaug með mun ódýrari hætti en ef notaðar væru hefð- bundnar eldflaugar. ai@mbl.is AFP Metnaður Richard Branson hefur varið miklu í reksturinn. Eldflaugafélag Bran- sons leitar fjármagns Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.