Morgunblaðið - 12.10.2020, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2020
Haust Fagurt var um að litast í haustveðrinu um helgina og útivistarfólk gat notið blankalogns við Langavatn.
Ingó
Gróðurríki lands
okkar hefur lengst af
mátt þola gífurlegt
álag vegna rányrkju í
formi beitar og skóg-
arhöggs sem bættist
við náttúrulegar
sveiflur vegna eld-
gosa og kólnandi
loftslags. Sú vakning
sem hófst nálægt
aldamótunum 1900
um endurreisn jarðvegs og gróð-
urs og birtist í setningu „laga um
skógrækt og varnir gegn upp-
blæstri lands“ árið 1907 (lög nr.
54, 22. nóv. 1907) var mörgum
fagnaðarefni og margt hefur áunn-
ist á þeirri öld sem síðan er að
baki. Deilur um landnýtingu eru
þó ekki úr sögunni og enn við-
gengst tilfinnanleg ofbeit á vissum
landsvæðum. Nýleg og löngu
tímabær endurskoðun laga um
landgræðslu og skógrækt var
framfaraspor, þótt réttast hefði
verið að sameina þá málaflokka í
einni heildarlöggjöf um gróður- og
jarðvegsvernd líkt og gert var í
árdaga.
Vandamálin af
ágengum tegundum
Mikið hefur verið um innflutn-
ing plöntutegunda til landsins allt
frá því um 1900 með það að mark-
miði að auka fjölbreytni í skóg-
rækt og garðyrkju. Voru Íslend-
ingar þar samferða flestum öðrum
sem uggðu ekki að sér um skað-
vænlegar afleiðingar sem fylgt
gætu í kjölfarið. Nú blasa hins
vegar við stórfelld vandamál hér
sem annars staðar af völdum inn-
fluttra tegunda sem gerast ágeng-
ar í nýju umhverfi. Alþjóðlega hef-
ur verið reynt að
bregðast við þessu
m.a. undir merkjum
Samningsins um
verndun líffjölbreytni
(Convention of bio-
logical diversity) sem
Ísland staðfesti 1994
en sinnti lítið sem
ekkert um langt
skeið. Inn í lögin um
náttúruvernd var þó
1999 tekið inn ákvæði
um ágengar tegundir
og síðan hafa m.a.
alaskalúpína og skógarkerfill verið
felld undir þá skilgreiningu. Á
heimasíðu Náttúrufræðistofnunar
Íslands segir um innfluttar teg-
undir m.a.: „Flestar þessara fram-
andi tegunda hafa lítil sem engin
áhrif í nýjum heimkynnum. Lítill
hluti þeirra hefur orðið ágengur í
nýjum heimkynnum og í þeim til-
fellum valda tegundirnar breyt-
ingum á vistkerfum og ógna líf-
fræðilegum fjölbreytileika. Einnig
geta þær valdið verulegu umhverf-
islegu, efnahagslegu eða heilsu-
farslegu tjóni. Þær ágengu teg-
undir sem hafa náð fótfestu
hérlendis eru jafnt og þétt að
leggja undir sig ný landsvæði og
valda bæði almenningi og stjórn-
völdum sífellt auknum áhyggjum.
– Einnig er óheimilt að rækta út-
lendar tegundir á friðlýstum
svæðum, á landslagsgerðum er
njóta sérstakrar verndar og alls
staðar ofan 400 metra hæðar yfir
sjó.“
Hraðfara breytingar
í ásýnd landsins
Ég hef fylgst með þróun
gróðurfars við alfaraleiðir í meira
en hálfa öld. Um 1970 mátti sjá
lúpínu vaxa á smáblettum á stöku
stað við þjóðvegi landsins. Þeir
fóru hægt stækkandi en síðan um
aldamót hefur orðið sprenging í
útbreiðslu þessarar öflugu plöntu,
sem nú er að kaffæra umhverfi
flestra þéttbýlisstaða, að ekki sé
talað um hraðfara stækkun svæða
þar sem henni hefur verið sáð til
uppgræðslu. Lengi vel var það trú
margra að lúpínan bærist ekki yfir
á gróin svæði, en nú blasir við að
hún dreifir sér um mólendi og
kjarr auk þess að berast fram með
ám og lækjum allt til ósa. Lyng-
brekkur og berjalönd hverfa undir
þykkan feld hennar og um leið
lokast landið kirfilega gestum og
gangandi. Það er átakanlegt að sjá
umhverfi þéttbýlisstaða lokast af
og hyljast í hávöxnum og ógeng-
um lúpínubreiðum og fjölbreyttar
jarðmyndanir hverfa jafnframt
sjónum manna. Skógarkerfillinn
ágengi kemur svo stundum í kjöl-
farið eins og sjá má m.a. í Esju-
hlíðum. Spurningin sem ráðamenn
og náttúruunnendur um land allt
standa frammi fyrir hljóðar: Hvað
er til ráða?
Stykkishólmur vísar veginn
Höfuðborgin og nágrenni var
lengi sofandi gagnvart þeim ófarn-
aði sem hlýst af ágengum tegund-
um eins og lúpínu. Hins vegar
tóku íbúar í Stykkishólmi einna
fyrstir við sér vegna útbreiðslu
vágestsins þar um slóðir og leit-
uðu árið 2007 til bæjarstjórnar
sinnar. Sneri hún sér til Nátt-
úrustofu Vesturlands sem gerði
úttekt á útbreiðslunni. Sýndi sig
að lúpína óx þá á 148 stöðum þar
um slóðir. Lagði náttúrustofan til
að sveitarfélagið reyndi að upp-
ræta lúpínu og aðrar ágengar teg-
undir á svæðinu. Fylgdi Stykk-
ishólmsbær þessum ráðum og
síðan hefur verið unnið markvisst
að því að halda lúpínu og öðrum
slíkum tegundum í skefjum.
Ákveðið var að kanna og bera
saman árangur tveggja mismun-
andi aðferða til að eyða lúpínunni,
þ.e. með árlegum slætti og eitrun.
Var hópur sérfróðra undir forystu
Kristínar Svavarsdóttur fenginn í
verkið (Náttúrufræðingurinn árg.
86, 1-2, 2016). Í niðurstöðum hóps-
ins um aðgerðir gegn alaskalúpínu
segir m.a., að því fyrr sem ráðist
er í aðgerðir, þeim mun ódýrari
séu þær og líklegri til að skila ár-
angri. Sláttur sé æskilegri en eitr-
un og slá ætti plönturnar árlega í
hámarki blómgunartíma, að jafn-
aði í júlímánuði. Nauðsynlegt sé
að endurtaka aðgerðirnar þar til
lúpína hættir að vaxa á viðkom-
andi svæði. – Að sögn forstöðu-
manns Náttúrustofu Vesturlands
hafa þessar aðgerðir skilað já-
kvæðum árangri á heildina litið,
en þó misjöfnum eftir árferði.
Lúpínan er horfin sums staðar og
þéttleiki og útbreiðsla hennar hef-
ur minnkað. Ljóst er að hér skipt-
ir eftirfylgni og úthald mestu máli.
Brýnt að marka
stefnu til frambúðar
Staðan varðandi lúpínu, kerfil
og aðrar ágengar tegundir kallar
á skýra stefnu um aðgerðir sam-
hliða rannsóknum á árangri. Ljóst
er jafnframt að loftslagsbreyt-
ingar geta haft veruleg áhrif á út-
breiðslu ágengra tegunda sem og
annarra, þar á meðal á hálendi Ís-
lands. Hafa ber í huga að fleiri
tegundir plantna en nú eru taldar
ágengar geta bæst við í þann hóp,
þar á meðal innfluttar trjáteg-
undir og runnar. Hér er ekki
fjallað um vágesti úr dýraríkinu
eða áhrif ágengra plantna á fugla-
líf og fleiri umhverfisþætti, sem
auðvitað eru samtengdir. Að und-
anförnu hefur fjölgað þeim sveit-
arstjórnum sem ræða af alvöru vá
af ágengum tegundum og hyggjast
grípa til aðgerða, m.a. við Eyja-
fjörð. Á vegum umhverfisráðu-
neytisins hefur undanfarið verið
að störfum verkefnisstjórn um
landsáætlun í skógrækt undir for-
ystu skógræktarstjóra, þar sem
m.a. er lögð áhersla á nátt-
úruskóga og líffræðilega fjöl-
breytni og að tryggt verði að ekki
verði notaðar ágengar framandi
tegundir. Jafnhliða er unnið að
landgræðsluáætlun með svipuðum
áherslum og tryggja á samráð og
samræmingu í störfum og stefnu
þessara aðila. Er mikið undir því
komið að vel takist til í þeim efn-
um.
Lífríkið og aukin kennsla
Nýlega hefur komið fram að
menntamálaráðherra hyggst auka
kennslu í náttúrufræði á grunn-
skólastigi úr tveimur tímum á viku
í fjóra. Sem kennari í nátt-
úrufræði forðum tíð tel ég þetta
skynsamlega hugmynd. Þýðing
góðs skilnings og þekkingar á
náttúrufræði er mikilvægari nú en
nokkru sinni, auk þeirrar lífsfyll-
ingar sem góð þekking á umhverf-
inu gefur hverjum og einum. Sam-
hliða þarf að tryggja góða
kennsluhætti á þessu sviði og rúm
til fræðslu við breytilegar að-
stæður úti í náttúrunni.
Eftir Hjörleif
Guttormsson » Spurningin sem ráða-
menn og náttúru-
unnendur um land allt
standa frammi fyrir
hljóðar: Hvað er til ráða?
Hjörleifur Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Gróðurríki Íslands í mikilli hættu
vegna ágengra plöntutegunda
Nú á miðvikudaginn
er haldinn umhverfis-
dagur atvinnulífsins þar
sem sagðar verða sögur
af árangri fjölmargra
fyrirtækja í umhverf-
ismálum og flutt áhuga-
verð erindi. Auk þess
verða veitt umhverf-
isverðlaun atvinnulífsins
fyrir framtak ársins og
til umhverfisfyrirtækis
ársins.
Þetta er í fimmta sinn sem Samtök
atvinnulífsins og öll aðildarsamtök
þeirra standa fyrir umhverfisdeginum
sem hefur öðlast sess sem einn mik-
ilvægasti árlegi viðburður samtak-
anna. Í ljósi aðstæðna mun dagskráin
fara fram á vefnum og ég hvet sem
flesta til að fylgjast með en allar upp-
lýsingar má nálgast á heimasíðum
samtakanna.
Um áratugaskeið hafa umhverf-
ismál verið eitt meginstefið í starfi
allra samtakanna í atvinnulífinu sem
endurspegla þannig áherslur félags-
manna sinna. Liður í öllum ábatasöm-
um rekstri er að gæta að sjálfbærri
nýtingu auðlinda, góðri nýtingu að-
fanga og að draga úr myndun úr-
gangs.
Við búum svo vel Íslendingar að
hafa aðgang að miklum auðlindum til
lands og sjávar. Samstaða hefur ríkt
um að viðhalda og efla fiskistofna og
aðrar auðlindir sjávar. Sama á við um
orkulindirnar. Ferðaþjónustan þarf
sömuleiðis að varðveita sterka upp-
lifun og viðhald áfangastaða um land
allt þannig að ferðamenn geti komið
aftur og aftur og sagt frá
einstakri náttúru lands-
ins og sögu fólks sem
hér býr. Aðrar atvinnu-
greinar tengjast auð-
lindagreinunum beint og
óbeint hvort sem það er
iðnaður eða þjónusta.
Umhverfi er hér
hreinna en víðast, and-
rúmsloftið tært og það
eru hagsmunir fyrir-
tækjanna að svo megi
haldast. Nýsköpun og
tækniþróun ásamt frum-
kvæði einstaklinga og fyrirtækja mun
leiða til þess að áfram mun draga úr
umhverfisáhrifum í atvinnulífinu og
mengun minnka. Lausnir sem hér
verða til munu einnig skapa aukin út-
flutningsverðmæti. Þekking Íslend-
inga á orkunýtingu og sífellt meiri
verðmæti úr sjávarfangi og framfarir
á þessum sviðum og öðrum mun eftir
sem áður leggja grunn að góðum lífs-
kjörum hér á landi. Framfarirnar
byggjast á kunnáttu, reynslu og
menntun og því skiptir höfuðmáli að
skólakerfið sé framúrskarandi og að
samstarf fyrirtækja, skóla og stofnana
sé í öndvegi við nýsköpun og þekking-
aruppbyggingu. Allt er þetta samofið
og ekkert má án hins vera.
Umhverfið
í öndvegi
Eftir Halldór
Benjamín
Þorbergsson
Halldór Benjamín
Þorbergsson
»Um áratugaskeið
hafa umhverfismál
verið eitt meginstefið í
starfi allra samtakanna í
atvinnulífinu.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins.