Morgunblaðið - 12.10.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.10.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2020 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum PLÍ-SÓL GARDÍNUR alnabaer.is Fjölskylda Eiginkona Rúnars er Sunna Eir Haraldsdóttir, f. 11.10. 1986, hjúkr- unardeildarstjóri Hornbrekku á Ólafsfirði. Foreldrar hennar eru hjónin Haraldur Gunnlaugsson, f. 26.7. 1959, útvegstæknir og Alda María Traustadóttir, f. 21.10. 1964, stuðningsfulltrúi. Þau eru búsett í Ólafsfirði. Áður var Rúnar giftur Ingu Björk Harðardóttur, f. 12.11. 1964, kennara og gullsmið. Börn Rúnars eru: 1) Þór Adam, f. 23.12. 1986, tölvunarfræðingur í sam- búð með Telmu Glóeyju Jónsdóttur hjúkrunarfræðingi. Sonur Þórs og Telmu er Máni, f. 13.7. 2017. Þau eru búsett í Svíþjóð; 2) Tinna Ósk Ompi, f. 18.3. 2000, nemi í Svíþjóð; 3) Sóley Dögg, f. 2.9. 2001, nemi í Svíþjóð; 4) Sigmundur Elvar, f. 15.2. 2012 og 5) Kamilla Sigríður, f. 5.5. 2017. Systkini Rúnars eru Kristjana Sig- urðardóttir, f. 15.11. 1953, d. 6.7. 1973; Unnur Blomfeldt, f. 13.5. 1967; Sæ- mundur Andrés Friðriksson, f. 22.3. 1962, d. 3.5. 1990; Ásvaldur Frið- riksson, f. 29.7. 1959; Guðrún Sigríður Friðriksdóttir, f. 10.8. 1957 og Friðrik Júlíus Friðriksson, f. 9.2. 1956. Foreldrar Rúnars eru Friðrik Sig- mundur Friðriksson, f. 4.5. 1932, sjó- maður lengst af og verkstjóri hjá Norðurverki á Akureyri, og Sigur- veig Ásvaldsdóttir, f. 16.8. 1931, saumakona og húsmóðir. Þau bjuggu á Akureyri en búa nú á Hornbrekku á Ólafsfirði við góða heilsu og héldu upp á 65 ára brúðkaupsafmæli sitt 16. ágúst sl. Rúnar Friðriksson Sigurbjörg Jónatansdóttir vinnukona fráGrímsstöðum, Reykjahlíðarsókn Jón Sigurðsson á Litlu-Reykjum,Grenjaðar- staðarsókn, S.-Þing. Kristjana Jónsdóttir húsfreyja í Múla íAðaldal Ásvaldur Jónatansson bóndi, síðast í Múla íAðaldal Sigurveig Ásvaldsdóttir frá Norðurhlíð íAðaldal, saumakona og húsmóðir, Akureyri Herborg Jónsdóttir húsfreyja í Tumsu í Aðaldal, S.-Þing. Jónatan Ágúst Jónatansson síðast bóndi í Tumsu íAðaldal, S.-Þing. Guðrún Markúsdóttir húsfreyja á Glerá í Kræklingahlíð, Eyjafirði Andrés Kristjánsson bóndi á Glerá í Kræklingahlíð, Eyjafirði Júlíana Andrésdóttir húsfreyja á Höfða í Glerárþorpi Friðrik Sæmundsson vélamaður á Höfða í Glerárþorpi Sigríður Ólöf Jónsdóttir húsfreyja áAkureyri Sæmundur Friðriksson sjómaður í Grímsey og áAkureyri Úr frændgarði Rúnars Friðrikssonar Friðrik Sigmundur Friðriksson frá Akureyri, sjómaður og verkstjóri hjá Norðurverki,Akureyri „ÞETTA ER ATHYGLISVERT. ALLT SEM VIÐ VITUM ER AÐ HÚN VAR EKKI HÉR Í GÆR.” „ÉG KEM EKKI HEIM Á FÖSTUDAGINN. ÞEIR ERU BÚNIR AÐ SKIPTA ÚT ÖLLUM LÁSUNUM.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að elska kjánaskapinn í honum. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann „LIFA, HLÆJA, ELSKA”… LÍFSMOTTÓ TIL AÐ LIFA EFTIR, GRETTIR KANNSKI FYRIR ÞIG ÉG KANN BETUR VIÐ „éta, sofa, endurtaka” HRÓFLUR! HELGA! ÉG HEF EKKI SÉÐ YKKUR FRÁ ÞVÍ Í BRÚÐKAUPINU YKKAR! MIKIÐ ER GOTT AÐ EIRÍKUR ER EKKI JAFNLYGINN OG MIG MINNTI … HELGA, ÞÚ HEFUR EKKERT ELST! HANN ER ENN SAMI LYGAHUNDURINN! OH, TAKK, EIRÍKUR! Nú er nýútkomin bókin „140vísnagátur“ eftir skáldbónd- ann Pál Jónasson í Hlíð á Langa- nesi, þar sem hann er fæddur og hefur dvalið mestan hluta ævinnar. Hann hefur unnið ýmis störf, var kúabóndi í 20 ár, en nú býr hann að- allega við æðarkollur og orð eins og segir á bókarkápu. Þetta er fjórða bók Páls. „Hananú. Fugla- limrur“ kom út 2007, en síðan vísnagátur þrívegis 2012, 2018 og 2020. Gátur Páls eru með ýmsum hætti. Í síðustu bók sinni byrjar hann á 14 léttum gátum af sama toga til að koma mönnum á bragðið: Aldur minn er ansi Óli hefur glóbjart Villi minn er voða Nú veistu svarið upp á Hér er önnur gáta: Eftir bílslys brotið nú, bítast um það hundar. Verkfæri og kennt við kú, hvergi hlykkjótt brautin sú. Og hér er þriðja gátan: Uppnefni sem aular fá, einn í burt er snjólaus. Kyngetu var sviptur sá, svartur finnst í ættum, já. Hananú er bráðskemmtileg bók og kennir þar margra fugla. Mér þykir síðasta limran skemmtileg og vel við hæfi, – „Ráðgjöf“ heitir hún: Það kom til mín eldgömul ugla sem eflaust er gáfuðust fugla, leit á mig og þagði – en loks þó hún sagði: „Æ, hættu nú ræfill að rugla.“ Ástandskolla Æðarkolla sem einum unni svartbak í meinum. Hún vakti í nótt hún veit það er ljótt og vill ekki segja það neinum. „Fyrirgefðu K.N.“ kallar Páll þessa limru: Nú flórgoðar fá að standa fyrir náð heilags anda oní frjálshyggjuflór sem er feiknlega stór, og ætla hver öðrum að granda. Rétt er að láta limruna „Frjáls- hyggja“ fylgja: Á árlegu haustþingi hrafna skal hröfnum á bæina jafna, en nú hættu þeir við þennan þjóðlega sið svo frjálshyggja fengi að dafna. Og svo er hér „Frjáls fjölmiðlun“: Á friðarráðstefnu fugla funduðu Skúmur og Ugla, Svartbakur, Kjói og síðan einn spói, hann var fulltrúi vopnlausra fugla. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af skáldbóndanum í Hlíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.