Morgunblaðið - 12.10.2020, Blaðsíða 32
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Vatnsleikfimi er allra meina bót.
Það vita þeir sem reynt hafa.
„Hreyfingin er lífsnauðsynleg því
hún er svo heilsusamleg,“ segir
Bjarni Ellert Bjarnason, sem hefur
stundað leikfimi reglulega í
Seltjarnarneslaug síðan 1998 eftir
að hafa unnið þar áður í 11 ár. Nýtil-
komið samkomubann vegna kórónu-
veirunnar veldur þó því að hann má
ekki fara í laugina að minnsta kosti
út vikuna. „Vatnsleikfimin er sem
vítamín í gamla skrokka og ég vona
að ég komist aftur í laugina sem
fyrst.“
Haukur Geirmundsson tók við
sem íþróttafulltrúi á Seltjarnarnesi
1997 og eitt af fyrstu verkunum var
að endurvekja vatnsleikfimina sem
lagðist af eftir að Margrét Jóns-
dóttir, sem hafði verið allt í öllu í
trimmklúbbnum og leikfimi í laug-
inni á Nesinu, hvarf til annarra
starfa. „Vatnsleikfimin er vel sótt og
fólk kann vel að meta þessa þjón-
ustu í boði bæjarins,“ segir Haukur,
en eftir tímana setjast þátttakendur
gjarnan niður saman, fá sér kaffi og
spjalla. „Við ræðum allan fjandann í
pottinum og kaffinu á eftir,“ segir
Bjarni. „Pólitík, grindarbotninn og
hvaðeina. Allt er tekið fyrir.“
Fólkið hreyfir sig í takt við tónlist
og fjörið leynir sér ekki. „Ég er allt-
af mættur í laugina klukkan sjö,
sama hvernig viðrar,“ segir Bjarni,
sem verður 90 ára í desember og
var lítið sem ekkert í íþróttum eða
líkamsrækt fyrr en hann byrjaði 68
ára í sundleikfiminni. „Vatnið er
miskalt á morgnana en þá er um að
gera að djöflast nógu mikið til þess
að halda á sér hita.“
Ferðalög og skemmtanir
Allir eru velkomnir en ákveðinn
kjarni mætir alltaf, svonefndir pott-
verjar, og hefur líka haldið hópinn
utan laugar. Meðal annars hafa þeir
farið saman til Skotlands, ferðast
um Suðurland með Guðna Ágústs-
syni og um Dalina með Guðna og
Svavari Gestssyni. „Maður var al-
veg úttroðinn af visku þegar maður
kom til baka,“ segir Bjarni. „Við
ætluðum til Siglufjarðar í sept-
ember en ferðin fór út um þúfur
vegna helvítis pestarinnar. Svo er-
um við með haustfagnað, þorrablót
og vorfagnað á Rauða ljóninu.“
Boðið er upp á tvo tíma á morgn-
ana og tvo á kvöldin. Morgun-
tímarnir byrja klukkan 7.10 á
þriðjudögum og fimmtudögum og
síðdegistímarnir klukkan 18.30
sömu daga. Þeir eru um 35 til 40
mínútna langir. Kolbeinn Pálsson,
fyrrverandi landsliðsmaður í körfu-
bolta, stjórnar ferðinni á morgnana
en Ísold Norðfjörð síðdegis.
„Ég hef hlaupið í skarðið í gegn-
um árin en séð mestmegnis um
þetta allt í ár,“ segir Kolbeinn og
leggur áherslu á að hann sé ekki
launaður starfsmaður heldur hluti
af hópnum og hafi lagt sig fram í
starfinu innan sem utan laugar.
„Þegar mjöðmin gaf sig í fyrsta
skipti fyrir 15 árum byrjaði ég að
mæta í þessa tíma. Þá var ég aðeins
sextugur og taldi vatnsleikfimi að-
eins vera fyrir gamlingja en annað
kom á daginn. Menn á svipuðum
aldri bættust fljótt við, því fjölgaði í
hópnum, þetta hefur verið mjög
skemmtilegt og fastur hluti tilver-
unnar.“
Kolbeinn er í nefnd á vegum
Íþróttasambands Íslands, 60+, sem
hefur það markmið að efla heilsuefl-
ingu „heldri borgara“. „Ég hvet alla
til að taka til hendinni með aukinni
hreyfingu og opinbera aðila til þess
að stórauka framboð fyrir þennan
hóp, það er fjárfesting sem marg-
borgar sig til baka.“
Grindarbotn og pólitík
Morgunblaðið/Eggert
Vatnsleikfimi Þátttakendur gera æfingar í takt við tónlistina.
Leikfimi fyrir heldri borgara í Seltjarnarneslaug
Heldri borgarar Kolbeinn Pálsson, Bjarni Ellert Bjarnason og Guðmundur
B. Sigurgeirsson í líkamsræktinni í lauginni í liðinni viku.
Tólf metra löng beinagrind af risaeðlu, Tyrannosaurus
rex, var boðin upp á myndlistaruppboði hjá Christie’s í
New York í liðinni viku og fékkst fyrir hana hærra verð
en fyrir málverk eftir meistarana Picasso, Pollock og
Monet sem einnig voru boðin upp. Beinagrindin hafði
lengi verið til sýnis hjá náttúrugripastofnun í Suður-
Dakóta og gekk undir nafninu Stan. Beinagrindin var
metin á allt að átta milljónir dala en margir buðu í hana
og á endanum var hún slegin ónafngreindum hæstbjóð-
anda fyrir 31,8 milljónir dala, um 4,4 milljarða króna.
Risaeðlan reyndist dýrari en mál-
verk eftir Picasso og Pollock
MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 286. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
„Skref til framdráttar væri að fara með deildina á gervi-
gras og flóðljós. Á gervigrasi gætum við lengt tímabilið
og það væri til bóta. Ef veðrið er slæmt væri hægt að
fresta leikjum. Í október er til dæmis oft frábært knatt-
spyrnuveður og stilla þótt það sé kalt. Oft er skítakuldi
á meginlandi Evrópu á veturna þegar deildirnar eru í
gangi,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs KA í
knattspyrnu, meðal annars í samtali við Morgunblaðið í
dag. Arnar tók við KA á miðju sumri en hefur nú gert
nýjan tveggja ára samning við félagið. »26
Væri til framdráttar að lengja tíma-
bilið ef aðstæður eru fyrir hendi
ÍÞRÓTTIR MENNING
Sýndu að þú
sért framúrskarandi
EKKI SPARA
KRAFTANA
Í KRAFTI CREDITINFO
Á hverju ári mælir Creditinfo hreysti íslenskra
fyrirtækja út frá lykiltölum í rekstri síðustu þriggja
ára. Að jafnaði standast aðeins 2% fyrirtækja þær
ströngu kröfur sem gerðar eru til Framúrskarandi
fyrirtækja sem þýðir að þau eru komin í
úrvalshóp, landsliðið í sinni grein, og eru líklegri
til að ná árangri og standast álag en önnur.
Ef þitt fyrirtæki er í þessum hópi getur þú pantað
vottun og sýnt að þú sért framúrskarandi.
Kynntu þér málið á creditinfo.is.
ER ÞITT FYRIRTÆKI
FRAMÚRSKARANDI?
PANTAÐU VOTTUN!