Morgunblaðið - 12.10.2020, Qupperneq 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2020
Baðinnréttingar
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is
2
0
0
0
—
2
0
2
0
Mán. – Fim. 10–18
Föstudaga 10–17
Laugardaga 11–15
Unglingspiltur hefur gengist við
nokkrum afbrotum á Siglufirði að
undanförnu, innbrotum, húsbroti,
þjófnaði og skemmdum á bifreið-
um. Lögreglumenn á Tröllaskaga
hafa undanfarna daga lagt nótt við
dag við rannsókn á nokkrum mál-
um á Siglufirði.
Meðal afbrota sem tilkynnt hafa
verið til lögreglu eru húsbrot,
þjófnaður, innbrot og þjófnaður í
grunnskóla og nytjataka og
skemmdir á bifreiðum. Í tilkynn-
ingu lögreglunnar kemur fram að í
fyrrakvöld barst ábending um ung-
ling á staðnum sem svaraði til lýs-
ingar á meintum geranda í um-
ræddum málum. Hann hljóp undan
þegar lögregla hugðist ræða við
hann en náðist skömmu síðar. Síðar
fundust sönnunargögn sem tengja
hann við málið og við skýrslutöku
gekkst hann við öllum brotunum.
Ungi maðurinn var látinn laus eftir
skýrslutöku en hann er sakhæfur.
Lögreglan segir að enn eigi eftir
að hnýta nokkra lausa enda í rann-
sókninni og ljúka skýrslugerð. Mál-
ið verði síðan sent ákæruvaldi.
Gekkst við
brotum
Öll Siglufjarðar-
málin talin upplýst
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Siglufjörður Unglingurinn hefur
játað innbrot og fleiri afbrot.
Ákveðið var á hluthafafundi Arn-
arlax AS að breyta heiti félagsins í
Icelandic Salmon AS. Kemur þetta
fram í tilkynningu stjórnar félagsins
til Notc-hlutabréfamarkaðarins í
kauphöllinni í Osló þar sem hluta-
bréf félagsins eru skráð. Kjartan
Ólafsson, formaður stjórnar Arn-
arlax, gefur þá skýringu í skila-
boðum að nafnbreytingin nái aðeins
til hins norska eignarhaldsfélags
Arnarlax.
Arnarlax vinnur að skráningu á
Merkur-hlutabréfamarkaðnum í
kauphöllinni í Osló og hyggst bjóða
út ný hlutabréf í því sambandi.
Aukningin er um 10% núverandi
hlutafjár. Verð hlutanna hefur ekki
verið ákveðið.
Hlutabréf félagsins standa nú í
130 norskum krónum á Notc-
markaðnum og er verðmæti skráðra
hlutabréfa þar um 3,5 milljarðar
norskra króna. Samsvarar það um
52 milljörðum íslenskra króna. Er
verðmæti bréfanna nærri tvöfalt
meira en bréf Icelandair og Eim-
skips í íslensku kauphöllinni og að-
eins 10 milljörðum undir verðmæti
Haga sem lengi hafa verið í hópi
verðmætari fyrirtækja. Langt er þó
í Arion banka og þó sérstaklega
Marel sem er langverðmætasta fé-
lagið í íslensku kauphöllinni.
Í tilkynningu Arnarlax til norsku
kauphallarinnar kemur fram að Leif
Inge Nordhammer, forstjóri SalMar,
hafi á fundinum í vikunni verið kos-
inn í stjórn. SalMar er langstærsti
eigandi Arnarlax með tæplega 60%
hlut.
helgi@mbl.is
Nafnbreyting hjá eiganda
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sláturhús Lax unninn fyrir pökkun í laxasláturhúsi Arnarlax á Bíldudal.
Arnarlax tvöfalt verðmætari en Icelandair og Eimskip
Alexandra Ýr van
Erven gefur kost
á sér í embætti
ritara Samfylk-
ingarinnar. Þetta
kemur fram í til-
kynningu frá
henni.
Alexandra er
26 ára nemi í
stjórnmálafræði
og ensku við Há-
skóla Íslands, en hún hefur tekið
virkan þátt í starfi flokksins undan-
farin ár og meðal annars setið í mið-
stjórn Ungra jafnaðarmanna og
framkvæmdastjórn hreyfingar-
innar. Hún hefur einnig verið virk
innan Röskvu, samtaka félags-
hyggjufólks við Háskólann, verið
oddviti Stúdentaráðs á hugvísinda-
sviði og setið í kennslumálanefnd
Háskólaráðs.
Kosið verður í embætti ritara á
landsfundi 6.-7. nóvember.
Býður sig
fram í emb-
ætti ritara
Alexandra Ýr
van Erven