Morgunblaðið - 12.10.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2020
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI
Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á.
Fjandskapurinn gegn fjöl-skyldubílnum kemur fram á
ýmsan hátt þessi misserin. Í Reykja-
víkurborg með lokun gatna, fækkun
bílastæða og andstöðu við vegabætur,
svo nokkuð sé nefnt, og í stærra sam-
hengi með fjarstæðu-
kenndum áformum
um ofurstrætisvagna,
sem andstæðingar
fjölskyldubílsins láta
sig dreyma um að
leysi hann af hólmi,
að hluta til að
minnsta kosti. Ein
helsta þráhyggjan
gegn fjölskyldubíln-
um kemur þó fram í
þingsályktunartillögu
tveggja þingmanna
Vinstri grænna sem
leggja hana nú fram í
sjötta sinn!
Tillagan gengur út á að leggjaenn frekari skatta á fjölskyldu-
bílinn og er afsökunin að sú viðbót-
arskattlagning sé í þágu umhverf-
isins. Sú röksemd er iðulega notuð
til að reyna að leggja auknar álögur
á borgarana eða þrengja að þeim á
annan hátt, sem er miður. Umhverf-
ið á betra skilið.
Þingmennirnir með þráhyggjunavilja að ofan á háa skatta rík-
isins á bifreiðar verði sveitarfélög-
unum veitt heimild til að leggja á
„umhverfisgjöld“. Þessi viðbót kæmi
líka ofan á bílastæðagjöld og gatna-
gerðargjöld sem sveitarfélögin inn-
heimta, jafnvel sveitarfélög eins og
Reykjavíkurborg þar sem gatna-
gerð er ekki sinnt, nema þá helst til
að hefta umferð.
Almenningur ætti að vera á varð-bergi gagnvart þessari tillögu
þó að henni hafi í raun ítrekað verið
hafnað. Jarðvegurinn fyrir svona lag-
að er frjór meðal stjórnmálamanna
þó að bifreiðaeigendur viti fullvel að
þeir greiða þegar allt of há gjöld.
Fjandskapur
gegn fjölskyldubíl
STAKSTEINAR
Bjarkey Olsen
Gunnarsdóttir
Ólafur Þór
Gunnarsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Samfélagsverðlaun Skagafjarðar
voru veitt í fimmta sinn á föstudag.
Verðlaunin eru veitt þeim ein-
staklingi, fyrirtæki, stofnun eða fé-
lagasamtökum í Sveitarfélaginu
Skagafirði sem þykja standa sig af-
burða vel í að efla skagfirskt sam-
félag, eins og fram kemur á vef
sveitarfélagsins.
Alls bárust rúmlega 20 tilnefn-
ingar um verðlaunahafa. Sú sem
hlaut samfélagsverðlaunin að þessu
sinni var Helga Sigurbjörnsdóttir.
Helga hefur lagt drjúgan skerf til
félags- og framfaramála á Sauð-
árkróki í marga áratugi. Starfaði
hún hjá sveitarfélaginu í rúmlega
40 ár, lengst af sem leikskólastjóri.
Auk langs og farsæls starfsferils í
þágu barna á Sauðárkróki var
Helga formaður Kvenfélags Sauð-
árkróks um árabil. Núna er hún
formaður Félags eldri borgara í
Skagafirði.
Samfélagsverðlaun
Skagafjarðar til Helgu
Ljósmynd/Skagafjordur.is
Verðlaun Helga Sigurbjörnsdóttir tekur við samfélagsverðlaunum Skaga-
fjarðar úr hendi Gunnsteins Björnssonar sveitarstjórnarmanns.
„Því fylgdi feginleiki að sjá kirkjuna
setta niður á hólnum og stundin var
tilfinningaþrungin,“ segir Jónatan
Garðarsson, formaður Vinafélags
Krýsuvíkurkirkju. „Næst á dagskrá
er að kirkjan verði vígð af biskupi
Íslands, sem verður þá helst að ger-
ast þegar reglur um fjöldatakmark-
anir og sóttvarnir verða rýmkaðar.
Tímarnir nú eru sérstakir.“
Allt gekk eins og í sögu þegar nýja
kirkjan í Krýsuvík var sett á sinn
stað á laugardagsmorgun. Á þeim
tíma var stillt veður á staðnum, eins
og þurfti svo hífa mætti kirkjuna af
vörubílspalli á sökkla sína. Þar
smellapassaði guðshúsið, enda smíð-
að eftir nákvæmum mælingum af
kirkjunni sem þar stóð fyrir og
brann til grunna fyrir um tíu árum.
Nemendur í trésmíði við Tækniskól-
ann í Hafnarfirði önnuðust smíðina,
alls um 140 manns. Hrafnkell Mar-
inósson, kennari við skólann, stýrði
verkefninu, sem margir fleiri komu
að. sbs@mbl.is
Ljósmynd/Sigurjón Pétursson
Híft Verkið var vel undirbúið og framkvæmdin gekk fullkomlega upp.
Krýsuvíkurkirkja
komin á grunn