Morgunblaðið - 12.10.2020, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2020
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Utanríkisþjónustan hvetur nú ís-
lenska ríkisborgara sem búsettir eru
í Bretlandi, eða stefna á að setjast
þar að til lengri eða skemmri tíma,
að tryggja réttindi sín í landinu með
tilliti til þess að um áramót lýkur að-
lögunartímabili í kjölfar útgöngu
Breta úr Evrópusambandinu. Í nýju
innflytjendakerfi Bretlands sem tek-
ur við um áramótin, það er 1. janúar
2021, felst að námsmenn og aðrir
sem vilja starfa í Bretlandi þurfa að
sækja um vegabréfsáritun til þess og
uppfylla tiltekin skilyrði um mennt-
un, tungumálakunnáttu og að hafa
fengið tilboð um starf eða námsvist
eftir því sem við á.
1.500 hafa sótt um réttindi
Fólk sem setur stefnuna á Bret-
land og vill falla undir núverandi
kerfi þarf því að flytja til Bretlands
fyrir lok árs til að geta sótt um þessi
réttindi. Þau kallast á ensku pre-
settled status. Umsóknarfrestur,
fyrir þá sem eru komnir til Bret-
lands fyrir áramót, er formlega til
30. júní á næsta ári en fólk er ein-
dregið hvatt til
þess engu að síð-
ur að sækja um
fyrir áramótin til
að tryggja rétt-
indi sín í Bret-
landi sem best.
Samkvæmt tölum
frá innanríkis-
ráðuneyti Bret-
lands höfðu um
1.500 Íslendingar
sótt um og fengið réttindi aðfluttra í
júní síðastliðnum, að sögn Stefáns
Hauks Jóhannessonar, sendiherra
Íslands í Lundúnum.
„Rétt er að leggja áherslu á að
námsmenn, sem hófu nám í Bret-
landi núna í haust en hafa ekki enn
ekki haldið utan og eru í fjarnámi
heima vegna heimsfaraldursins,
verða að vega og meta aðstæður þar
sem ekki er hægt að sækja um þessi
réttindi, „pre-settled status“, fyrr en
þeir koma hingað út,“ segir sendi-
herrann og heldur áfram:
„Slíkt er mjög nauðsynlegt enda
eru engar undanþágur í boði fyrir
þann hóp. Sendiráðið hefur ekki
upplýsingar um hversu margir ís-
lenskir námsmenn eru væntanlegir
til Bretlands í nám á næstunni en
gera má ráð fyrir að fjöldinn sé eitt-
hvað minni en vanalega vegna
heimsfaraldursins.“
Gangi frá tryggingamálum
Eitt af því sem útganga Bretlands
úr ESB leiðir til er að Evrópska
sjúkratryggingakortið, sem Íslend-
ingar þekkja vel, gildir ekki þar í
landi frá næstu áramótum. Því er
nauðsynlegt að íslenskir ríkisborg-
arar gangi frá málum gagnvart sínu
tryggingafélagi komi þeir til Bret-
lands, jafnvel þótt aðeins standi til að
millilenda þar. Bendir Stefán Hauk-
ur á að sjúkrahúsvist og læknisþjón-
usta geti því orðið ansi dýr ef fólk er
ekki með viðeigandi tryggingar.
Mikilvægt sé því að ganga frá öllu í
tíma.“
Allt sem viðvíkur brotthvarfi
Breta úr ESB hefur verið forgangs-
mál í starfi íslensku utanríkisþjón-
ustunnar og starfi sendiráðsins í
Lundúnum á síðustu misserum.
Hnýta hefur þurft marga lausa enda
enda eru miklir hagsmunir í húfi,
hvað varðar viðskipti, borgararétt-
indi, flugsamgöngur og fleira.
„Við höfum átt mikil samskipti við
Breta í gegnum allt ferlið og metum
stöðugt þróun mála og miðlum til
okkar stjórnvalda. Við höfum mótað
sameiginlega sýn með Bretum um
samskiptin næstu tíu árin með sam-
starfsyfirlýsingu. Þá hafa farið fram
fjölþættar viðræður til að leysa úr
málum sem hafa komið upp í ferlinu.
Við bætist svo öflug upplýsingagjöf
og samráð við okkar hagsmuna-
aðila.“
Íslendingar
tryggi réttindi
sín í Bretlandi
Nýtt innflytjendakerfi í gildi um ára-
mót Námsmenn fá ekki undanþágu
AFP
Lundúnir Margar leiðir víða frá liggja til þessarar stóru heimsborgar. Frá næstu áramótum þarf að huga að ýmsu.
Stefán Haukur
Jóhannesson
Skemmtiskip Siglt á Thamesfljóti.
Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður
- Við erum hér til að aðstoða þig! -
• Sérsmíðaðir skór
• Skóbreytingar
• Göngugreiningar
• Innleggjasmíði
• Skóviðgerðir
Erum með samning við
sjúkratryggingar Íslands
Tímapantanir
í síma 533 1314