Morgunblaðið - 12.10.2020, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.10.2020, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Alþýðu-samband Ís-lands gaf fyrir helgi út skýrsluna Íslensk- ur vinnumarkaður 2020 og þó að kápan sé rauð og innihaldið að sumu leyti einnig er nær lagi að segja að skýrslan sé svört. Meðal helstu atriða er að atvinnuleysi sé í sögulegum hæðum, 9% árs- tíðaleiðrétt í ágúst síðastliðnum, atvinnuhorfur séu dökkar og viðbúið að atvinnulausum fari fjölgandi í vetur. Þá segir að mikil fjölgun hafi orðið í hópi langtímaatvinnulausra og að er- lent launafólk sé sá hópur á vinnumarkaði sem orðið hafi fyrir þyngstu höggi vegna far- sóttarinnar. Innflytjendur séu tæplega 20% af starfandi fólki í landinu en yfir 40% atvinnu- lausra og langtímaatvinnu- lausra. Í þessu felst að atvinnu- leysi er meira en tvöfalt algengara meðal útlendinga en Íslendinga, sem er sérstakt áhyggjuefni og hlýtur að þurfa að koma til sérstakrar skoðunar. Annar hópur sem bersýnilega er afar viðkvæmur eru ung- menni, en hlutfall ungmenna sem eru hvorki í námi né starf- andi hefur farið vaxandi, mest meðal 19 ára. Í þessum hópi eru líka útlendingar og þar er aftur sláandi munur á þeim og ís- lenskum ungmennum, en er- lendu ungmennin eru um fimm- falt líklegri til að vera hvorki í skóla né í starfi en þau íslensku. Þetta getur hæglega skapað al- varleg vandamál af ýmsu tagi sem brýnt er að reyna að forð- ast. Í þessari fróðlegu skýrslu Al- þýðusambandsins eru nefndar aðgerðir sem geti dregið úr skaða kreppunnar sem nú geng- ur yfir. Lagt er til að efla þurfi atvinnuleysistryggingakerfið, að hlutabætur verði virkt úrræði að minnsta kosti fram á næsta sumar, að ráðist verði í stórfella atvinnusköpun og að brugðist verði við brotthvarfi af vinnu- markaði og hugað sérstaklega að þeim hópi ungmenna sem hvorki eru í námi né starfandi. Athyglisvert er hve vel Al- þýðusambandið gerir sér grein fyrir umfangi vandans og tekur fram í skýrslu sinni að hann sé nú verri og útlitið dekkra en tal- ið var í vor. Um leið er umhugs- unarvert að Alþýðusambandið skuli einvörðungu horfa til ríkis- valdsins í leit að lausnum á þess- um vanda. Ríkisvaldið hefur komið myndarlega inn í það efnahagsáfall sem hér hefur orð- ið og það er rétt sem fram kem- ur í skýrslu Alþýðusambandsins að hlutabæturnar milduðu högg- ið á vinnumarkaði. Íslendingar bjuggu svo vel að ríkisvaldinu var kleift að grípa til kostn- aðarsamra aðgerða í þeirri von að þær myndu fleyta þjóð- inni í gegnum vand- ann. En þó að stað- an hafi verið góð eru takmörk fyrir því hvaða byrðar ríkisvaldið, með öðrum orðum skattgreið- endur nútíðar og framtíðar, get- ur borið um langt skeið. Aug- ljóst er að fleiri þurfa að koma að lausn þessa vanda og ríkið getur ekki fjármagnað mikið at- vinnuleysi um langa framtíð eða skapað fjölda starfa umfram þann fjölda sem þegar starfar á vegum hins opinbera. Alþýðusambandið bendir í skýrslunni á að atvinnuleysi hafi í gegnum tíðina verið lágt á Ís- landi og áföll í efnahagslífi frem- ur komið fram í aukinni verð- bólgu. „Núverandi efnahagsáfall kemur hins vegar að mestu leyti fram í neikvæðum afleiðingum á vinnumarkaði,“ segir þar. Bent er á að atvinnuleysi hafi vaxið í fyrra og aftur á vormánuðum vegna farsóttarinnar með þeim afleiðingum „að atvinnuleysi er ekki lengur lægst á Íslandi sé litið til allra Norðurlandanna“. Þetta er vitaskuld verulegt áhyggjuefni og skiljanlegt að Al- þýðusambandið veki athygli á þessari neikvæðu þróun. Viðbrögð Alþýðusambands- ins eru síður skiljanleg. Ríkis- valdið eitt getur ekki leyst þann vanda sem upp er kominn, með- al annars vegna þess að hann er ekki skammtímavandi eins og margir töldu í vor að hann væri. Ríkisvaldið getur áfram gert sitt til að styðja við og aðstoða fólk og fyrirtæki að komast í gegnum næstu mánuði og miss- eri, ekki síst með því að örva at- vinnusköpun með almennum að- gerðum á borð við lækkun skatta. En aðilar vinnumarkaðarins geta líka haft mikil áhrif, eink- um þegar kemur að baráttunni við atvinnuleysið. Alþýðu- sambandið hefur því miður ekki sýnt þessu hlutverki sínu nokk- urn skilning, þvert á móti hefur það knúið viðsemjendur sína til að halda í kjarasamnings- bundnar launahækkanir sem enginn grundvöllur er fyrir lengur, eins og glöggt sést í þessari ágætu skýrslu Alþýðu- sambandsins. Það er verulegt áhyggjuefni fyrir landsmenn að á þessum erfiðu tímum í efnahag þjóð- arinnar skuli forystumenn Al- þýðusambandsins ófærir um að viðurkenna við samningaborðið, aðeins í skýrsluformi, að for- sendur kjarasamninga séu löngu brostnar og þar með að þær hækkanir sem framundan eru muni auka á atvinnuleysið og íþyngja launamönnum enn frek- ar en orðið er. Skýrsla Alþýðu- sambandsins staðfestir for- sendubrestinn} Svört skýrsla á rauðum grunni H vað er að á þessu Alþingi? Svarið er mjög einfalt. Það er endur- tekinn krókur á móti bragði. Í hvert einasta sinn sem einhver finnur upp bragð til þess að koma málstað sínum á framfæri þá er því svarað með krók. Næst þarf þá nýtt bragð og nýjan krók og svo framvegis. Afleiðingin er löng röð af brögðum og krókum í einhverjum hliðarveru- leika sem enginn utanaðkomandi skilur hvernig virkar. Fólk sem kemur nýtt inn á þing þarf fyrst að læra hvernig þetta allt virkar. Allar óskrifuðu reglurnar. Alla útúrsúningana á reglunum sem breyta því hvað þær þýða í raun og veru. Ekki nóg með að þau sem koma ný inn á þing þurfi að læra þetta allt, þau þurfa að gera það á mettíma. Án kennara. Af því að í upphafi þings eru teknar fjölmargar ákvarðanir sem gilda út kjörtímabilið. Þetta fyrirkomulag hentar þeim flokkum sem kunna á kerfið. Þeim flokkum sem bera ábyrgð á því hvernig kerfið virkar af því að þetta eru þeirra brögð og þeirra krókar, sem hafa komið okkur á þann stað þar sem við erum. Þess vegna er nauðsynlegt að endurnýja allt af og til. Til þess að gera óskrifuðu reglurnar aðgengilegar. Til þess að laga útúrsnúninga í reglunum. Til þess að uppfæra í takt við nýja tíð og tíma. Þetta á ekki bara við um reglurnar heldur líka fólkið, því það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Nýjar og upp- færðar reglur breyta nefnilega ekki sjálfkrafa þeirri hegðun sem birtist bak við tjöldin. Brögðin og krókarnir eru enda yfirleitt hluti af þeim mannlegu sam- skiptum sem reglurnar ná ekki til. Tökum klassískt bragð sem dæmi. Flokkur í stjórnarandstöðu leggur fram breytingartillögu sem er í anda eins stjórnarflokkanna. Til þess að halda stjórnarsamstarfinu þá þarf stjórnar- flokkurinn hins vegar að segja nei við tillögu sem samt samræmist stefnu flokksins. Stjórnar- andstaðan fer þá í hneykslunargírinn yfir því að stjórnarflokkurinn sé að svíkja stefnuna sína og hvaðeina. Ekki beint sanngjarn málflutningur. En, hvað ef hver flokkur gæti bara fylgt sinni sannfæringu og stefnu óháð stjórnarsamstarfi? Hvað myndi gerast þá? Myndi allt hrynja? Nei. Alveg örugglega ekki. Það er nefnilega val að nota stjórnarsamstarfið sem gíslatökuaðferð þar sem stjórnarflokkarnir skiptast á að taka mál hver annars í gíslingu til þess að ná samstöðu í rík- isstjórnarmálum. Samt gæti verið meirihluti í öllu þinginu fyrir ákveðnum málum sem komast ekki fram hjá einum stjórnarflokki. Ástæðan fyrir þessu er fólk sem velur að beita þessari að- ferð. Fólk sem velur að láta stjórnarsamstarf og þingið virka á þennan hátt. Við erum með fólk á þingi sem velur að hóta samstarfsaðilum sínum. Hvað er þá eiginlega að á þessu Alþingi? Fólk. Björn Leví Gunnarsson Pistill Krókur á móti bragði Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Skúli Halldórsson sh@mbl.is Köll heyrast eftir meiri tak-mörkunum á ferðum oghegðun fólks, til að heftafrekari útbreiðslu farald- urs kórónuveirunnar. Á sama tíma kalla ýmsir eftir því að takmörk- unum verði aflétt, veirunni verði leyft að ganga sinn gang og þannig myndist hjarðónæmi í samfélaginu. Finna þarf milliveg þessara tveggja sjónarmiða, segir dr. David Nabarro, sérfræðingur í faralds- fræðum og sérstakur erindreki framkvæmdastjóra Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar í mál- efnum sem varða faraldur kórónu- veirunnar. Nabarro ritaði grein um þetta á vefinn 4SD.info um helgina. Áhersla á þrjú atriði Hann segir of miklar takmarkanir skaða lífsviðurværi fólks og magna upp óánægju á meðal almennings. En verði veirunni hleypt af stað án takmarkana muni það leiða til fjölda dauðsfalla og langvinnra veikinda hjá mörgu ungu fólki sem sýkist af veirunni. Í því skyni að finna milliveginn leggur hann til að áhersla verði lögð á þrjú atriði. Í fyrsta lagi verði fólk hvatt til að viðhafa allar varúðarráð- stafanir á öllum tímum. „Líkamleg fjarlægð, almennileg grímunotkun, hreinlæti á höndum, við hósta og á yfirborði, sóttkví þeg- ar maður er veikur og verja þá sem eru í mestri áhættu. Það ættu ekki að vera neinar undanþágur neins staðar,“ skrifar Nabarro. „Besta leiðin til að ná þessu er að virkja fólk og treysta því, frekar en að þvinga það, ef það er mögulegt.“ Næg skimunargeta mikilvæg Í öðru lagi þurfi almannaheil- brigðisþjónustur að skipuleggja sig til að bjóða svæðisbundinn stuðning við að brjóta upp smitleiðir og bæla niður hópsýkingar. „Það er mikilvægt að það sé næg skimunargeta til að finna hvar veir- an er og til að greina og meðhöndla skyndilega fjölgun smita. Af og til getur það reynst nauðsynlegt til skamms tíma að hefta ferðir fólks svæðisbundið til að auðvelda það að bæla útbreiðslu smita,“ skrifar hann. Í þriðja og síðasta lagi sé nauð- synlegt að samræmi sé í skilaboðum stjórnvalda, auk þess sem þau þurfa að vera skýr, bæði innan ríkja og á milli ríkja. „Ef leiðtogar eru ekki stöðugir í boðum sínum og bönnum, þá verður fólkið í löndum þeirra ráðvillt og kannski óánægt,“ skrifar hann og bendir á í því samhengi að veiran sé miskunnarlaus og geti breitt ógnar- hratt úr sér. „Raunveruleikinn er sá að veiran er sameiginlegur óvinur, hún er hér til að vera og við höfum öll hlutverki að gegna við að halda henni í skefj- um.“ Almenningur sé lausnin þegar komi að því að vinna bug á hraðri út- breiðslu veirunnar. Ef horft sé fram á við muni mannkynið á endanum finna út hvernig lifa megi með veir- unni. „Ég segi, því fyrr því betra.“ Ákvarðanir mikilvægar núna „Kemur bráðlega fram á sjónar- sviðið bóluefni sem mun bjarga okk- ur öllum?“ spyr Nabarro að lokum og svarar sjálfur: „Það væri frábært ef það gerðist. En jafnvel þó að örugg og árang- ursrík bóluefni birtist á næstu mán- uðum, þá mun það taka fleiri mánuði til viðbótar, jafnvel fleiri ár, að tryggja að þau verði aðgengileg öll- um. Það er þess vegna sem ákvarð- anir sem teknar eru núna eru virki- lega mikilvægar fyrir almenning, samfélög og hagkerfi alls staðar.“ Skilaboð stjórnvalda þurfi að vera skýr AFP París Gengið fram hjá barnum Au Chat Noir í París. Þar hefur börum og kaffihúsum verið skellt í lás í tvær vikur frá þriðjudeginum 6. október. Fleiri en sjö milljónir tilfella kór- ónuveirusmita hafa verið til- kynntar í Indlandi. Nálgast fjöldi staðfestra smita þar fjöldann í Bandaríkjunum, þar sem flest smit hafa mælst, eða 7,7 millj- ónir talsins. Tæplega 37,3 milljónir smita hafa verið opinberlega tilkynntar á heimsvísu. Af þessum fjölda er litið svo á að tæplega 25,7 millj- ónum manna sé batnað. Að minnsta kosti 214 þúsund hafa látist sökum veirunnar í Bandaríkjunum. Rúmlega 150 þúsund hafa látist í Brasilíu og rúmlega 108 þúsund í Indlandi. 37,3 milljónir hafa smitast FARALDUR Á FLEYGIFERÐ AFP Sydney Baðstrandargestir í mak- indum á Bondi-ströndinni í Ástralíu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.