Morgunblaðið - 12.10.2020, Page 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2020
Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is
Airpop Light SE
öndunargríma
• Gríman er létt og situr vel á andlitinu
• Hindrar móðumyndun upp á gleraugu
• Það er léttara að anda í gegnum Airpop Lig
• Hægt að nota í allt að 40 klst (samtals notk
• Endurlokanlegar umbúðir til að geyma hana milli
þess sem þú notar hana
ht SE
un)
28. september síð-
astliðinn birtist góð
grein í Morg-
unblaðinu undir heit-
inu „Útihurðina af
hjörunum“. Höfund-
urinn er Örn Gunn-
laugsson. Í greininni
er fjallað um þá vit-
leysu sem uppi er í
móttöku „flótta-
manna“ hér á landi
og þá minnihlutahópa sem fara
fram í nafni pólitískrar rétthugs-
unar kallandi sig rödd meirihluta
almennings hér í landi, þó að þeir
hafi ekki snefil af umboði til slíks.
Einnig er rætt um hlut ýmissa að-
ila, svo sem Rauða krossins og
lögfræðinga. Þessu gerir höfundur
greinagóð skil. Við hefði mátt
bæta döngunarleysi yfirvalda, sem
heykjast á því að framfylgja lög-
bundnum ákvæðum og missa allt í
brók í ótta sínum við uppdiktaðan
„almannavilja“. Þannig beygja þau
sig lúalega fyrir hinni innantómu
og fáránlegu „pólitísku rétt-
hugsun“.
Í þessu efni er ekki úr vegi að
rifja upp hvað það er, sem veldur
því, að hingað upp á klakann koma
„flóttamenn“, sem oftlega er rétt-
ara að kalla ólöglega innflytj-
endur. Menn, sem jafnvel eru skil-
ríkjalausir, hafa ekki sótt um
hvort heldur dvalarleyfi eða land-
vist, en ætlast til þess, og njóta til
þess fulltingis „góðmenna“, að fá
hér annað þessa og helst hið síð-
ara.
Schengen-sáttmálinn
Í suðausturhorni smáríkisins
Lúxemborgar er lítil víngerð-
arborg, sem heitir Schengen. Árið
1985 komu þar saman hug-
sjónamenn á vegum ESB, sem þá
hét reyndar „Evrópska efnahags-
svæðið“ EES (Evrópusambandið,
ESB, varð til upp úr efnahags-
svæðinu árið 1993), og undirrituðu
hinn svokallaða „Schengen-
sáttmála“, en hann náði á þeim
tíma til Þýskalands, Frakklands,
Belgíu, Hollands og Lúxemborgar.
Hugsjónamennirnir, sem ætíð
hafa í raun ráðið för á öllum ferli
þess fyrirbæris sem í
samtímanum kallast
Evrópusambandið,
litu á sáttmálann sem
skref í áttina að hin-
um stóra draumi um
sambandsríki Evrópu
í anda Bandaríkja
Norður-Ameríku, þar
sem hin einstöku
þjóðríki mundu heyra
sögunni til og við tæki
ein allsherjarvald-
stjórn yfir öllum þeim
ríkjum sem gengið hefðu undir
stjörnufána sambandsins. Að því
að koma þessari draumsýn í verk
hafði verið unnið – mest með
leynd – allt frá því að fyrsta fyr-
irbærið, Kola- og stálsambandið,
varð til árið 1951, en það stóð til
ársins 1957, þegar EES varð til,
formlega árið 1958.
Schengen-sáttmálinn snýr fram-
ar öðru að afnámi landamæra og
landamæraeftirlits á milli þeirra
ríkja sem eru aðilar að honum og
þar með frjálsri för þegna þessara
ríkja á milli og innan þeirra. Einn-
ig kveður hann á um það að
tryggja skuli öryggi borgaranna
innan ríkjanna. Með þessu átti að
fylgja samvinna löggæsluaðila
þátttökuríkjanna og um leið við-
hlítandi gæsla á ytri landamærum
alls Schengen-svæðisins og þar
með talið á hafsvæðum. Hið síð-
astnefnda hefur aldrei verið annað
en í skötulíki. Því hefur reyndin
orðið sú, að eiginleg landamæra-
gæsla, einkum á Miðjarðarhafi og
Eyjahafi, hefur engan veginn ver-
ið fyrir hendi, heldur hefur verið
miklu frekar um að ræða frjálsa
för fólks inn á Schengen-svæðið;
tíðast með fyrirgreiðslu fólks-
smyglara og aðstoð „mannvina-
samtaka“ af ýmsum toga.
Hafi þessir menn, sem frétta-
miðlar ástunda að kalla „flótta-
menn“, drepið tá á „schengenska“
grund, eiga þeir rétt á uppihaldi
og málsmeðferð á kostnað mót-
tökuríkisins í samræmi við hina
svokölluðu „Dyflinnar-reglugerð“
(frá árinu 1997 með áorðnum
breytingum).
Ísland
Árið 1996, í tíð annars ráðu-
neytis Davíðs Oddssonar, gerðist
Ísland þátttakandi í Schengen-
samstarfinu. Ekki er ljóst í raun
hvað olli, en ef til vill hefur verið
um að ræða þá þjónkun eða und-
anlátssemi sem því miður hefur
allt of oft einkennt viðbrögð ís-
lenskra ráðamanna þegar ESB
hefur átt í hlut, svo sem mýmörg
dæmi sanna bæði í nútíð og fortíð.
Hver sem ástæðan hefur verið var
ákvörðunin um þátttöku hrap-
allega vanhugsuð og illa grunduð.
Með henni varð smáríkið Ísland
landamæravörður Schengen-
svæðisins í vestri og átti að af-
greiða alla, sem úr þeirri átt
komu, en um leið varð landið opið
fyrir óhindruðu flæði fólks af ýms-
um og iðulega óæskilegum toga úr
austri í samræmi við ákvæðin sem
undir var gengist.
Hvað hefur gerst hér?
Hvað hefur af hlotist? Jú, til
landsins hefur átt frjálsa för fólk
án skilríkja; iðulega fólk sem hef-
ur flækst á ólöglegan hátt og án
eftirlits um lönd innan Schengen-
svæðisins (samanber frétt í Morg-
unblaðinu 16. sept. sl.). Í samræmi
við ákvæði Dyflinnar-reglugerð-
arinnar á það rétt á uppihaldi og
málsmeðferð, eins og Örn Gunn-
laugsson rekur í grein sinni. Einn-
ig hefur okkur borist ýmis mis-
heiðarlegur lýður sem hefur valdið
usla með mörgum hætti innan
okkar samfélags, svo sem skipu-
lögðum ránum og jafnvel bar-
smíðum og ýmsu verra.
Það verður ekki séð að aðild að
Schengen-svæðinu hafi orðið okk-
ur Íslendingum til heilla. Miklu
frekar hið gagnstæða. Þessa aðild
ætti því að endurskoða niður í
kjölinn. Verði það gert ítarlega og
fordómalaust af mönnum sem ekki
eru haldnir hugsjóna- eða eig-
inhagsmunaviðhorfum er allt eins
líklegt að niðurstaðan verði sú að
aðildin hafi verið yfirsjón og að
fyrir hana skuli bæta með því að
slíta samstarfinu hið snarasta.
Schengen – og Ísland
Eftir Hauk
Ágústsson
» Aðild að Schengen-
svæðinu hefur tæp-
ast verið til heilla.
Haukur Ágústsson
Höfundur er fv. kennari.
Í hinum svokallaða
þingstubbi í sept-
ember var samþykkt
að lengja tímabil
tekjutengingar at-
vinnuleysisbóta úr
þremur mánuðum í
sex. Þetta var auðvitað
mikilvægt mál fyrir
allan þann fjölda sem
missti vinnuna nánast
fyrirvaralaust vegna
covid 19, en svo virðist sem það vel-
viljaða fólk sem samþykkti þetta
hafi ekki haft fullan skilning á mis-
munandi stöðu fólksins sem missti
starfið. Staðan var tvískipt og sér-
staklega í ferðamannageiranum.
Svo háttar til að fjöldi fólks sem
hefur starfað í ferðamannageiranum
var ekki með fastráðningu. Svo ég
taki dæmi, þá eru mjög margir leið-
sögumenn ferðaráðnir en ekki fast-
ráðnir. Sumir þeirra lausráðnu
flakka á milli atvinnurekenda og enn
aðrir vinna eingöngu fyrir einn og
sama atvinnurekandann en skila
samt fullu starfi. Stærri fyrirtækin
hafa oft ákveðinn fjölda fastráðinna
leiðsögumanna og skapa sér síðan
nauðsynlegan sveigjanleika með
ferðaráðnum leiðsögumönnum. Ég
hef ekki tölur um hlutfall þeirra
ferðaráðnu, en mér kæmi ekki á
óvart að þeir væru fleiri en fastráðn-
ir.
Og þá kemur að því hvernig þessi
samþykkt virkar í raun. Þar er aðal-
atriðið að einungis þeir sem fengu
greiddar tekjutengdar atvinnuleys-
isbætur 1. september eiga rétt á
þessu. Tökum sem dæmi ferðaráð-
inn leiðsögumann sem missti vinn-
una 16. mars og sótti
um atvinnuleysisbætur
17. mars. Hann fékk
tekjutengdar atvinnu-
leysisbætur til og með
16. júní eða í þrjá mán-
uði. Fastráðinn leið-
sögumaður fór hins
vegar á uppsagnarfrest,
sem oftast er þrír mán-
uðir, og það þýddi að
hann var á launum í
uppsagnarfresti í apríl,
maí og júní. Hann sæk-
ir um atvinnuleys-
isbætur frá og með 1. júlí og nýtur
tekjutengdra bóta í sex mánuði, en
þeirra tekjutengda tímabil nær yfir
1. september.
Á meðan ferðaráðni leiðsögumað-
urinn missti sín laun strax naut því
sá fastráðni launa í uppsagnarfresti í
þrjá mánuði. Hann lengir réttinn til
atvinnuleysisbóta um þrjá og hálfan
mánuð (uppsögn miðast við mán-
aðamót) og nýtur síðan tekjuteng-
ingar atvinnuleysisbóta í þrjá mán-
uði umfram þann ferðaráðna!
Ég trúi ekki öðru en þetta verði
leiðrétt í nafni þess að eigi skal mis-
muna og jafnræðis gætt í hvívetna.
Ég tók hér dæmi af ferðaráðnum
leiðsögumanni, en vissulega getur
þetta átt við um fleiri stéttir.
Eftir Dagþór
Haraldsson
Dagþór Haraldsson
»Ég trúi ekki öðru en
þetta verði leiðrétt í
nafni þess að eigi skal
mismuna og jafnræðis
gætt í hvívetna.
Höfundur er leiðsögumaður.
daggiharalds@gmail.com
Tekjutenging
atvinnuleysisbóta –
gleymda fólkið
Undanfarið hefur
mikið verið skrifað í
aðsendum greinum
hér um það hneyksl-
anlega uppátæki þjóð-
kirkjunnar að líða
birtingu málverks af
Jesú Kristi í kven-
mannsgervi! Við í
Ásatrúarfélaginu
grátum slíkt þurrum
tárum, enda megum
við muna er Ása-Þór brá sér í
kvenmannsgervi til að plata jötna.
Eða er Loki brá sér í merarlíki. Og
að goð virtust geta komið fyrir í
tveimur kynjaútgáfum, svo sem
gæti virst með frjósemisgoðin Frey
og Freyju!
Þó er auðvitað stóra andsvarið að
finna í kvennaguðfræði seinni tíma,
þar sem hinn kristni Guð faðir al-
máttugur, Jahve/Jehóva, er látinn
vera kvenkyns en ekki karlkyns!
Þegar á menntaskólaárum mínum í
kringum 1973 hafði ég pata af þess-
ari hugmynd, því ég skrifaði svo
um slíkt í einni skáldagnatilraun
minni í þá daga:
„Jú, sjáið þið; þannig hefur Guð
gert teikningu lífsins: það er ekkert
nema kona! Konan ein er raunveru-
leg. Guð er ekki Guð; hann er
Gyðja! Og Gyðjan heldur jarðkúl-
unni eins og eggi á milli brjósta
sér!
Gyðjan hefur tvö augu: sólina og
tunglið! Og hlýja jarðarinnar stafar
frá brjóstum hennar! Straumur
blóðs hennar heldur okkur hlýjum!
Heyrið þið ekki hjartslátt hennar í
heiminum; stafandi frá
plöntunum og ykkur
sjálfum? Lokið aug-
unum og heyrið hjart-
slátt! Það er ekki
hjartslátturinn í ykkur
sjálfum!“ (Ritað 14.
apríl 1974.)
Og er varðar hefðina
fyrir að gera Jesú helst
til kvenlegan í útliti á
biblíumyndum og jafn-
vel í höggmyndum
Thorvaldsens, þá þykir
okkur mörgum körl-
unum fulllangt gengið, samanber
ljóð mitt frá því í kringum 1985 er
heitir: Jesús í rökkrinu fer. Þar
yrki ég m.a. svo:
Og á leið minni á morgunvaktina
með svefnperlur á enni
sé ég hann laumast yfir veginn
eftir skuggum húsanna;
í hvítum líkklæðum sínum
sendir hann mér fingurkoss.
Og ég neita að svara augliti hans
fyrir tímann, því ég
er ekki af hjarta lítillátur.
Eftir Tryggva
V. Líndal
Tryggvi V. Líndal
» Við í Ásatrúarfélag-
inu grátum slíkt
þurrum tárum, enda
megum við muna er
Ása-Þór brá sér í kven-
mannsgervi til að plata
jötna.
Höfundur er skáld og menningar-
mannfræðingur.
Um kvenásýnd
karlguða