Morgunblaðið - 12.10.2020, Side 26

Morgunblaðið - 12.10.2020, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2020 Þjóðadeild UEFA A-deild, 1. riðill: Bosnía – Holland ...................................... 0:0 Pólland – Ítalía ......................................... 0:0  Ítalía 5, Holland 4, Pólland 4, Bosnía 2. A-deild, 2. riðill: Ísland – Danmörk..................................... 0:3 England – Belgía ...................................... 2:1 Staðan: England 3 2 1 0 3:1 7 Belgía 3 2 0 1 8:3 6 Danmörk 3 1 1 1 3:2 4 Ísland 3 0 0 3 1:9 0 A-deild, 3. riðill: Króatía – Svíþjóð...................................... 2:1 Frakkland – Portúgal .............................. 0:0  Portúgal 7, Frakkland 7, Króatía 3, Sví- þjóð 0. A-deild, 4. riðill: Spánn – Sviss ............................................ 1:0 Úkraína – Þýskaland ............................... 1:2  Spánn 7, Þýskaland 5, Úkraína 3, Sviss 1. B-deild: Noregur – Rúmenía ................................. 4:0 Norður-Írland – Austurríki..................... 0:1 Ísrael – Tékkland ..................................... 1:2 Skotland – Slóvakía.................................. 1:0 Rússland – Tyrkland................................ 1:1 Serbía – Ungverjaland............................. 0:1 Írland – Wales .......................................... 0:0 Finnland – Búlgaría ................................. 2:0 D-deild: Liechtenstein – Gíbraltar ....................... 0:1  Helgi Kolviðsson þjálfar Liechtenstein. Frakkland Lyon – Dijon ............................................. 2:0  Sara Björk Gunnarsdóttir var ekki í leik- mannahópi Lyon. Le Havre – Reims .................................... 0:1  Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir léku allan leikinn með Le Havre. Þýskaland Leverkusen – Werder Bremen .............. 3:0  Sandra María Jessen var á varamanna- bekk Leverkusen. Danmörk Nordsjælland – AaB ................................ 2:0  Amanda Andradóttir kom inn á sem varamaður hjá Nordsjælland á 62. mínútu. Svíþjóð Rosengård – Kristianstad ...................... 1:2  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Rosengård.  Svava Rós Guðmundsdóttir var ekki í leikmannahópi Kristianstad. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið. Örebro – Djurgården.............................. 2:0  Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn með Djurgården. Guðbjörg Gunnarsdóttir var ekki í leikmannahópnum. Gautaborg – Uppsala .............................. 3:0  Anna Rakel Pétursdóttir lék allan leik- inn með Uppsala.  Þýskaland RN Löwen – Essen .............................. 33:27  Alexander Petersson skoraði 1 mark fyr- ir Löwen og Ýmir Örn Gíslason 1. Erlangen – Melsungen........................ 31:21  Arnar Freyr Arnarsson skoraði 3 mörk fyrir Melsungen. Guðmundur Þ. Guð- mundsson er þjálfari liðsins. Nordhorn – Bergischer ...................... 26:31  Arnór Þór Gunnarsson skoraði 2 mörk fyrir Bergischer en Ragnar Jóhannsson skoraði ekki. Balingen – Stuttgart ........................... 28:30  Oddur Gretarsson skoraði 2 mörk fyrir Balingen.  Viggó Kristjánsson skoraði 10 mörk fyr- ir Stuttgart en Elvar Ásgeirsson skoraði ekki. Buxtehuder – Leverkusen ................. 17:16  Hildigunnur Einarsdóttir skoraði ekki fyrir Leverkusen. Spánn Barcelona – Valladolid ....................... 50:24  Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk fyrir Barcelona. Danmörk Aalborg – GOG .................................... 33:33 Viktor Gísli Hallgrímsson varði 4 skot í marki GOG. Ringsted – Skjern................................ 19:22  Elvar Örn Jónsson skoraði 4 mörk fyrir Skjern. Lemvig – SönderjyskE ....................... 25:28  Sveinn Jóhannsson skoraði ekki fyrir SönderjyskE. Noregur Drammen – Stavanger ....................... 25:23  Óskar Ólafsson skoraði 1 mark fyrir Drammen. Svíþjóð Aranäs – Kristianstad......................... 26:27  Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 2 mörk fyrir Kristianstad og Teitur Örn Ein- arsson 3. Lugi – Guif............................................ 38:29  Daníel Freyr Ágústsson varði 5 skot í marki Guif.   Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hafnaði í 36. sæti á heimsbikarmóti í þríþraut á Ítalíu á laugardag þar sem bestu þríþraut- arkonur heims voru mættar til leiks. Guðlaug synti frábærlega og var í fimmta sæti eftir sundið en tapaði dýrmætum tíma á hjólinu þegar keðjan fór af og festist. Um var að ræða sprettþraut þar sem syntir voru 750 metrar í sjó. Þá hjólaðir 20 km í krefjandi braut með um 112 metra hækkun í hverj- um hring, samtals þrír hringir, og að lokum 5 km hlaup, tveir hringir. Keppti gegn þeim bestu Ljósmynd/Þríþrautasambandið Ítalía Guðlaug Edda Hannesdóttir synti virkilega vel í mótinu. Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, var í aðalhlutverki hjá Stuttgart sem vann 30:29-sigur á Bailingen í þýsku efstu deildinni á laugardaginn. Viggó skoraði tíu mörk í leiknum og var langmarkahæstur en næsti maður skoraði helmingi minna. Elvar Ásgeirsson náði ekki að skora fyrir liðið en Oddur Gret- arsson gerði tvö mörk fyrir heima- menn í Bailingen. Stuttgart er með fjögur stig eftir þrjár umferðir en Viggó skoraði átta mörk í síðasta leik og hefur byrjað mótið vel. Viggó með annan stórleik Morgunblaðið/Eggert Öflugur Viggó Kristjánsson hefur byrjað mótið í Þýskalandi ansi vel. FÓTBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Knattspyrnuþjálfarinn Arnar Grétarsson tók við liði KA á miðju sumri og ákvað þá að stýra liðinu út tímabilið. Arnar kann vel við sig hjá KA og gerði á dögunum nýjan samning sem gildir næstu tvö árin. „Mér líst bara mjög vel á þetta. Þegar maður fór norður í júlí þá horfði maður á verkefnið til skamms tíma til að byrja með. Svo kæmi í ljós hvernig manni myndi lítast á þetta. Hvernig samvinnan myndi ganga og fleira. Ég kynntist yndislegu fólki á Akureyri og hef haft gaman af því að vinna með því,“ sagði Arnar þegar Morg- unblaðið spjallaði við hann í gær en fjölskylduaðstæður voru það sem Arnar þurfti helst að velta fyrir sér varðandi búferlaflutningana. „Ég skil fjölskylduna eftir á höfuðborgarsvæðinu. Börnin eru reyndar farin að heiman en ég skil konu og þrjú dýr eftir. Það verður meira álag á henni fyrir vikið. Hún er í góðu starfi og því kom ekki til greina fyrir hana að koma með norður. Það gerði ákvörðunina vissulega erfiðari. Varðandi liðið og leikmannahópinn þá eru margir ungir og efnilegir strákar í hópnum í bland við aðra sem hafa reynslu. Það verða einhverjar breytingar á hópnum eins og er alltaf í þessu og við munum líklega reyna að sækja einhverja þrjá leikmenn. Við erum með töluvert af leikmönnum sem hafa burði til að gera flotta hluti. Það er svo hlutverk okkar þjálf- aranna að búa til gott lið.“ Hefur trú á félaginu Úrslitin í sumar sýna að ekki er heiglum hent að leggja KA-menn að velli því liðið hefur aðeins tapað þremur leikjum af átján og aðeins einum af þrettán undir stjórn Arn- ars. Jafnteflin eru hins vegar tólf og er liðið í 7. sæti með 21 stig. Hvað sér Arnar fyrir sér varðandi næsta keppnistímabil? „Erfitt er að segja til um það. Mér finnst skipta miklu máli í því samhengi hvort við verðum á Greifavelli eða á gervigrasi. Það myndi breyta miklu fyrir félagið að fá slíkan völl og myndi gera hlutina miklu skemmtilegri að fara í þann- ig umhverfi. Ég tel óraunhæft að spila á Greifavellinum og ætla sér stóra hluti og ég hef sagt það við stjórnarmenn. Sá möguleiki er fyr- ir hendi að við fáum gervigrasvöll á næsta ári en það er ekki eitthvað sem liggur fyrir. Ef það gerist ekki þá verður maður bara að taka því. Með gervigrasvelli gætu mark- miðin breyst. Ég sé fyrir mér að það gæti verið erfitt að blanda sér í efri hlutann á Greifavelli. Ef við fáum gervigrasvöll og tvo til þrjá leikmenn þá væru mun meiri líkur á því að við gætum blandað okkur í baráttuna í efri hlutanum og gert eitthvað skemmtilegt. En þar spil- ar auðvitað fleira inn í eins og hvernig hópurinn verður settur saman. Ég er ekki farinn að hugsa það langt fram í tímann að setja mér einhver markmið fyrir 2021 en ég væri ekki að semja við KA nema hægt væri að gera spennandi hluti. Ég hef trú á liðinu og félaginu.“ Metnaður fyrir norðan Í sögu KA hefur liðið náð topp- árangri eins og að verða Íslands- meistari og hefur auk þess leikið til úrslita í bikarnum. Hvernig eru væntingarnar í baklandinu? „Þegar við ræddum saman um framlengingu þá var ekki talað um nein markmið en KA-menn eru mjög metnaðarfullir og ég er það einnig. Við viljum vinna alla leiki sama hver mótherjinn er og hvort sem spilað er heima eða að heiman. Mér þætti ekki skemmtilegt að stefna á að vera um miðja deild en um leið þarf maður að vera raun- sær. Maður sér muninn hjá liðum sem hafa fengið gervigras á síðustu árum hvað varðar fótboltann sjálf- an. Maður sér framfarir til dæmis hjá Víkingi og Fylki auk þess sem Valsmenn hafa unnið marga titla eftir að þeir fóru á gervigras. Óvissan sem fylgir faraldrinum gerir einnig erfiðara fyrir menn að spá í spilin varðandi næsta ár. Hvað gerist varðandi íþrótta- félögin? Hafa þau fjármuni til að sækja leikmenn og í hve miklum mæli? Þegar illa gengur hjá fyr- irtækjum þá er auðvitað erfiðara fyrir knattspyrnufélögin að fá sam- starfsaðila. Við getum alla vega sagt að þetta eru ekki góðir tímar en hvernig eða hvaða áhrif það mun hafa á íþróttirnar á eftir að koma í ljós.“ Í hvað er best að eyða? Arnar þjálfaði áður Breiðablik en hann hefur einnig starfað í Belgíu og Grikklandi. Hann hefur því ágætan samanburð við knatt- spyrnu í öðrum löndum. Hvað finnst honum um efstu deildina á Íslandi? Hafa liðin tekið fram- förum? „Ég held að það sé alveg klárt að við erum taka skref fram á við ef maður fer tíu ár aftur í tímann og ber þetta saman. En málið er að það hefur einnig gerst erlendis. Erlendis er meiri fagmennska varðandi líkamlegt atgervi og ýms- ar fleiri upplýsingar í boði fyrir þjálfarana varðandi leikmennina og þeirra framlag. Er þetta að- allega vegna þess að erlendis eru fleiri starfsmenn í kringum liðin. Til dæmis er teymi sem tekur upp æfingar og klippir þær til. Hér heima erum við stundum eftir á þegar við höfum ekki mannafla og fjármuni. Það sem félögin ættu að hafa í huga er að bæta umgjörðina ef mögulegt er. Sérstaklega varð- andi aðbúnað. Hér hefur margt breyst til batnaðar en ennþá er hægt að gera betur. Ef til vill væri hægt að eyða peningunum í aðbún- að frekar en að borga há laun. Ef hægt væri að vera með heitar mál- tíðir fyrir leikmenn og ávexti eftir æfingar til að nefna eitthvað. Slíkt skiptir máli fyrir frammistöðu og árangur en er líka fjárfesting fram í tímann. En menn hugsa svo mikið um leikmannakaup og hugsa stundum bara um næsta tímabil. Stundum finnst mér að hægt væri að horfa meira fram í tímann,“ sagði Arnar og hann myndi vilja sjá lengra keppnistímabil á Íslandi. Lengra tímabil til bóta „Skref til framdráttar væri að fara með deildina á gervigras og flóðljós. Á gervigrasi gætum við lengt tímabilið og það væri til bóta. Ef veðrið er slæmt væri hægt að fresta leikjum. Í október er til dæmis oft frábært knattspyrnu- veður og stilla þótt það sé kalt. Oft er skítakuldi á meginlandi Evrópu á veturna þegar deildirnar eru í gangi.“ Arnar bætti því við að eitt hefur ekki breyst og það er að ungir leik- menn sem standa sig vel eru fljót- lega keyptir af erlendum liðum. „Um leið og ungir strákar standa sig vel hér heima þá eru þeir keyptir um leið. Við erum sílin ef við skoðum fæðukerfið í sjónum. Allir geta gleypt okkur ef þeir vilja. Erfitt er fyrir félögin að halda ungum strákum og segja þeim að spila frekar á Íslandi. Að undan- förnu hafa þrír Skagamenn farið út og tveir Víkingar. Þarna man ég eftir fimm leikmönnum í fljótu bragði og sjálfsagt eru fleiri sem ég man ekki eftir. Þetta er dæmi- gert. Fyrir vikið eiga íslensku liðin erfiðara með að byggja liðin á sömu mönnum eða svipuðum leik- mannahópi og stöðugleikinn verður þá kannski minni. En þetta er líka hluti af því að reka deildirnar. Sala á leikmanni getur skipt sköpum í rekstrinum. Í þeim tilfellum sem félagið þarf ekki nauðsynlega að selja leikmanninn þá vill leikmað- urinn samt fara út. Ekki viltu hafa ósáttan leikmann eða standa í vegi fyrir því að hann fái tækifæri er- lendis. Þá tapa allir aðilar,“ sagði Arnar Grétarsson ennfremur. Myndi breyta miklu fyrir KA að fá gervigras  Arnar Grétarsson telur að lengja ætti keppnistímabilið á Íslandi Morgunblaðið/Árni Sæberg KA Knattspyrnuþjálfarinn Arnar Grétarsson gerði nýjan tveggja ára samn- ing við KA fyrir helgi. Hann hefur trú á liðinu og félaginu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.