Morgunblaðið - 13.10.2020, Síða 12
Robert WilsonPaul R. Milgrom
Konunglega sænska vísindaaka-
demían hefur ákveðið að tveir
Bandaríkjamenn hljóti Nóbels-
verðlaun Seðlabanka Svíþjóðar í
hagfræði árið 2020. Það eru hag-
fræðingarnir dr. Robert Wilson (f.
1937), fyrrverandi prófessor við
Stanford-háskóla, og dr. Paul R.
Milgrom (f. 1948), prófessor við
sama skóla. Hljóta þeir hvor um sig
5 milljónir sænskra króna í verð-
launafé, jafnvirði tæplega 79 millj-
óna króna.
Þeir deila verðlaununum vegna
rannsókna á uppboðskenningu sem
er hluti af svokallaðri leikjafræði.
Þá hafa þeir einnig þróað nýja teg-
und aðferðar við uppboð sem fyrst
var notuð árið 1994 af bandarískum
stjórnvöldum þar sem boðin voru
upp tíðnisvið til símafyrirtækja.
Frá þeim tíma hafa mörg þjóðríki
fetað sömu braut og notast við að-
ferð Milgroms og Wilsons. Peter
Fredriksson, formaður Nóbels-
nefndarinnar, sagði að þeir hefðu í
fyrstu unnið með kenningar er lutu
að eðli uppboða en nýtt niðurstöður
sínar til þess að útfæra uppboðs-
aðferðir á grunni þeirra. „Uppgötv-
anir þeirra hafa reynst samfélaginu
afar hagfelldar.“ Enn fremur segir
í úrskurðarorðum nefndarinnar að
aðferðirnar hafi orðið til hagsbóta
fyrir seljendur, kaupendur og
skattgreiðendur.
Hljóta Nób-
elsverðlaun
í hagfræði
Hafa þróað nýjar
uppboðsaðferðir
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
„Við munum fara yfir það hver
kostnaður Íslandspósts er af al-
þjónustubyrðinni á næsta ári þegar
fyrirtækið hefur skilað uppgjöri
fyrir þetta ár.“ Þetta segir Hrafn-
kell V. Gíslason, forstjóri Póst- og
fjarskiptastofnunar (PFS).
Morgunblaðið leitaði viðbragða hjá
honum í kjölfar viðtals við Birgi
Jónsson, for-
stjóra Íslands-
pósts, sem birt
var á laugardag
en þar kom fram
að hann teldi enn
vanta um 240
milljónir króna
upp á að ríkið
bætti fyrir-
tækinu upp þann
kostnað sem það
hefði af alþjón-
ustubyrði. Fyrirtækið hefur frá
áramótum, þegar ný póstlög tóku
gildi, haldið úti svokallaðri alþjón-
ustu um landið sem lýtur að dreif-
ingu og söfnun bréfa- og pakka-
sendinga. Hvílir sú skylda á
fyrirtækinu í kjölfar bráðbirgða-
ákvörðunar PFS að tilnefna fyrir-
tækið til þjónustunnar en skv. fyrr-
nefndum lögum gat ráðherra
málaflokksins, Sigurður Ingi Jó-
hannsson, falið stofnuninni slíka til-
nefningu. Kaus hann að gera það í
stað þess að bjóða þjónustuna út.
Þriðja leiðin sem ráðherra er fær
felst í að semja beint við ákveðið
fyrirtæki um veitingu þjónustunnar
en þreifingar milli Póstsins og
ráðuneytisins í þá veru höfðu ekki
borið árangur þegar hin nýju lög
tóku gildi.
„Þetta er leið sem ráðherra
ákvað að fara og við töldum rétt að
taka bráðabirgðaákvörðun um til-
nefningu Póstsins. Þeirri ákvörðun
fylgdi fjármagn upp á 250 milljónir.
Við getum ekki endurskoðað þá
fjárhæð fyrr en við höfum farið yfir
rekstur Póstsins og hvað alþjón-
ustan hefur kostað fyrirtækið fyrr
en reikningur ársins liggur fyrir.
Hins vegar er boltinn hjá fjárlaga-
nefnd þingsins í millitíðinni. Hún
getur að sjálfsögðu ákveðið að
hækka þetta framlag þar til niður-
staða hjá okkur fæst,“ segir Hrafn-
kell. Verði niðurstaða PF á þá lund
að Íslandspóstur hafi borið meiri
kostnað en sem nemur 250 millj-
ónum króna vegna alþjónustunnar,
þá er það í höndum þingsins að
gera ráðstafanir til að koma til
móts við Póstinn, hafi það ekki
þegar verið gert við afgreiðslu fjár-
laga, að sögn Hrafnkels og vísar
hann þar til nýrra póstlaga.
Falið verkið til 10 ára
Hann segir að stefnt sé að því
fyrir áramót að endanleg niður-
staða um tilnefningu liggi fyrir.
Það verður þá ekki bráðabirgða-
ákvörðun eins og sú sem er í gildi
núna. Tilnefningin mun gilda til
næstu 10 ára. Spurður út í það af
hverju ekki hafi verið farin útboðs-
leið varðandi veitingu alþjónust-
unnar vísar Hrafnkell á ráðuneytið.
Verði niðurstaða PF um það hver
raunkostnaður Íslandspósts af al-
þjónustunni er ekki í samræmi við
væntingar stjórnenda Íslandspósts
getur fyrirtækið leitað úrskurðar
um niðurstöðu stofnunarinnar. Er
kveðið á um það í póstlögum. Þann-
ig getur Íslandspóstur vísað
ákvörðuninni til úrskurðarnefndar
póst- og fjarskiptamála eða hrein-
lega skotið málinu beint til dóm-
stóla.
Greiða núna þjónustuna niður
Í framhaldsúttekt Ríkisendur-
skoðunar á starfsemi Íslandspósts,
sem birt var í liðinni viku og fjallað
var um í Morgunblaðinu á laugar-
dag kom fram að rekstur Íslands-
pósts hefði batnað til muna á árinu
en þó þyrfti eigandi fyrirtækisins,
ríkissjóður, að fylgjast með gangi
mála og ekki væri loku fyrir það
skotið að viðbótarframlag þyrfti til
rekstrarins ef fram héldi sem
horfði. Í sömu umfjöllun var rætt
við Birgi Jónsson, forstjóra fyrir-
tækisins. Segir hann fyrirtækið á
réttri braut og að fjárhagsstaða
þess sé með því móti að það geti
um eitthvert skeið staðið undir
þeim kostnaði sem hljótist af al-
þjónustubyrðinni en það sé hins
vegar ekki gerlegt til lengdar. Ann-
aðhvort þurfi framlag ríkisins til
þjónustunnar að hækka eða breyta
þurfi þjónustustiginu og laga að
þeirri fjárveitingu sem fyrirtækinu
er úthlutað.
Boltinn í raun hjá fjárlaga-
nefnd fram á næsta ár
Morgunblaðið/Eggert
Pósturinn Fyrirtækið hefur átt í miklum rekstrarerfiðleikum en starfsemin
hefur verið stokkuð upp og vonir standa til að tekist hafi að snúa málum við.
Póst- og fjarskiptastofnun endurmetur fjárþörf Íslandspósts á næsta ári
Hrafnkell V.
Gíslason
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2020
Vefsíðufyrirtækið Dress Up Games
á Ísafirði, sem er alfarið í eigu Ingu
Maríu Guðmundsdóttur, hagnaðist
um 6,3 milljónir króna á síðasta ári.
Hagnaðurinn minnkar um tæp níu
prósent á milli ára, en hann var 6,9
milljónir króna árið 2018.
Eignir félagsins námu 108 millj-
ónum króna í lok síðasta árs og dróg-
ust saman milli ára, en þær voru 126
milljónir í lok árs 2018. Eigið fé fé-
lagsins er 101 milljón, en var 118
milljónir króna árið 2018.
Eiginfjárhlutfall Dress Up Games
er 93%.
Tekjur fyrirtækisins námu tæpum
16 milljónum króna á síðasta ári og
drógust saman um 25% milli ára, en
þær voru tæplega 21 milljón króna
árið 2018. Tekjurnar hafa farið
minnkandi síðustu ár, en árið 2016
voru þær 38 milljónir króna.
Samsafn dúkkulísuleikja
Dress Up Games var stofnað árið
1998 og hefur frá upphafi boðið upp á
samsafn af dúkkulísuleikjum sem
hægt er spila ókeypis á vefnum, eins
og áður hefur verið fjallað um í
Morgunblaðinu. Tekjur vefjarins
koma af auglýsingum, en aðsókn hef-
ur frá upphafi verið mjög góð, þó hún
hafi tekið að dala á síðustu árum,
eins og fram kom í samtali Morgun-
blaðsins við Ingu í byrjun árs 2018.
Ástæðan er að hennar sögn að mestu
sú að yngri krakkar eru mikið til
farnir að nota spjaldtölvur og síma.
Þau tæki spili ekki flash-leiki, en það
leikjaformat hefur verið algengast
meðal vefleikja sem eru spilaðir í
netvöfrum.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Leikir Inga María Guðmundsdóttir
stofnaði fyrirtækið árið 1998.
Minni hagnaður
Dress Up Games
Eiginfjárhlutfall
er 93% Tekjur
af auglýsingum