Morgunblaðið - 13.10.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.10.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2020 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Miðaldra nefnist nýútkomin breið- skífa hljómsveitarinnar Tveggja dónalegra hausta, ellefu laga þema- plata þar sem fjallað er um ferðalag manns sem áttar sig á því, einn góðan veðurdag, að hann er orðinn mið- aldra. „Því fylgja alls konar agnúar og tilfinningar sem hellast yfir og þarf að vinna úr: Frústrasjón yfir því að vera hálfnaður með lífið og bara ellin eftir. Börnin orðin stór og eng- inn þarf á þér að halda lengur. Grái fiðringurinn og niðurbrotið sem fylgir því að horfast í augu við eigin dauð- leika og rísa upp sem hinn sátti mað- ur, sem tekur því sem eftir er af lífinu með yfirvegun og æðruleysi í fartesk- inu,“ segir um umfjöllunarefnið í til- kynningu. Gráhærðir með gigt Guðmundur Ingi Þorvaldsson er söngvari sveitarinnar og segist hann sem ungur maður ekki hafa þolað miðaldra karla sem voru orðnir full- komlega sáttir við lífið og sjálfa sig. 12 spora menn sem töluðu um æðri mátt og æðruleysi í öðru hverju orði, eins og hann orðar það. Fyrir honum hafi þessir menn verið búnir að missa lífsviljann og metnaðinn, orðnir mið- aldra og leiðinlegir. Nú er Guðmundur orðinn miðaldra og er spurður hvers vegna þetta tímabil ævinnar hafi veitt honum og vinum hans í hljómsveitinni inn- blástur með þeim afleiðingum að úr varð þemaplata. „Við erum búnir að vera vinir síðan við vorum 16 ára og við fórum í mjög merkilega bústað- arferð árið 2016 þar sem þetta allt hófst, byrjuðum þar að semja þessa plötu. Það er bara ógeðslega fyndið – þegar maður hefur þekkt menn svona lengi og allir fara í bústað og eru komnir allsberir í pottinn og aðeins búnir að fá sér – þegar þú sérð bara allt í einu hvað allir eru orðnir gamlir! Líkamarnir eru orðnir gamlir, menn eru grá- hærðir og tala um að þeir séu komn- ir með gigt og heilsuna hjá mæðrum sínum. Börnin eru komin í menntaskóla og það er kominn annar fasi. Þá byrjuðum við að ræða þessa hugmynd,“ segir Guðmundur. Allt í einu miðaldra Guðmundur segir þessa hugmynd hafa kveikt í sér að semja plötu um þennan vinahóp sem væri nú orðinn miðaldra og tína til nokkrar sögur sem sagðar eru í lagatextum. Hann nefnir sem dæmi annað lag plötunnar sem fjallar um tvo menn sem ætluðu að hrinda af stað byltingu sem ungir menn en nú talar annar þeirra bara um hundinn sinn og hvað hundurinn eigi erfitt. „Allt í einu verða menn bara miðaldra,“ segir Guðmundur og að þeir vinirnir hafi farið að gera upp þær hugmyndir sem þeir höfðu sem ungir menn um lífið og tilveruna og þá hörmung að vera miðaldra. – Nú er þetta orðið svo jákvætt sem þú segist ekki hafa þolað sem ungur maður, að vera miðaldra karl og fullkomlega sáttur við lífið og tala um æðri mátt og æðruleysi. Nú þykir sjálfsagt mál að tala um slíka hluti og það eru allir að leita að þessari sátt. „Ég veit það,“ segir Guðmundur og hlær, „það er svolítið svoleiðis og kannski er bara í tísku að vera mið- aldra?“ Neikvætt hugtak – Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá titil plötunnar var að þetta væri svo neikvætt hugtak, mið- aldra hvítir karlar eru orðnir sam- nefnari fyrir allt sem er slæmt í heim- inum, virðist vera. Eruð þið að reyna að snúa því við? Pælduð þið eitthvað í því? „Já, já, já, við pældum í því og ég hef mikið pælt í þessu. Ég hef mikið verið í feminískum leiksýningum með hópum eins og Ratatam sem er að fjalla um ástalíf kvenna, heimilis- ofbeldi og annað slíkt frá sjónarhóli kvenna og mitt „take“ á þetta er að leyfa stelpunum að eiga sviðið. Ég má alveg tala um mitt tilfinningalíf en ég ætla ekkert að fara að semja plötu núna um það sem mér finnst um metoo-byltinguna. Ég yrði tekinn af lífi sem miðaldra hvítur karlmaður að semja um hana. Mér finnst frábært að stelpurnar eigi sviðið,“ svarar Guðmundur. Hann segir merkilegt að átta sig á því, um miðjan aldur, hvert maður sé kominn í lífinu. „Allt í einu eru börnin orðin svo stór að þau nenna ekki að hanga með þér og þú þarft mögulega að kynnast konunni þinni aftur því þið hafið verið að vinna saman í því að koma upp börnum, húsi og sumar- bústað. Þetta er bara heilmikið sjokk, þú hefur allt í einu heilmikinn tíma og þarft að fara að setja þig aftur í sam- band við vini þína,“ segir Guðmundur kíminn og ítrekar að þeir vinirnir í Tveimur dónalegum haustum eigi auðvelt með að sjá þetta ástand í spaugilegu ljósi. Melódískt popp með stílbrigðum Miðaldra var tekin upp í hljóðveri Borgarleikhússins á árunum 2016- 2020 og stýrði Þórður Gunnar Þor- valdsson upptökum og aðstoðaði við útsetningar. Hljómsveitin sótti við plötugerðina innblástur í popp frá áttunda og níunda áratugnum, til sveita á borð við Spandau Ballet, Deacon Blue og Johnny Hates Jazz. „Mér finnst þetta vera melódískt popp með alls konar stílbrigðum,“ segir Guðmundur um tónlistarstíl hljómsveitarinnar sem hafi yfirgefið pönskotna poppið sem einkenndi fyrri plötu hennar. Hann segir hljóm- sveitarmeðlimi afar sátta við afrakst- urinn og bendir að lokum á útgáfu- tónleika Tveggja dónalegra hausta sem stendur til að halda á Hard Rock Café 7. nóvember kl. 21. Miðasala á þá fer fram á tix.is. Hljómsveitin Frá vinstri Tryggvi M. Gunnarsson, Stefán Gunnarsson, Ómar Örn Magnússon, Sigfús Ólafsson, Skúli Magnús Þorvaldsson og Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Á myndina vantar Halldór Má Stefánsson sem býr erlendis. „Þetta er bara heilmikið sjokk“  Hugmyndin að nýútkominni plötu Tveggja dónalegra hausta, Miðaldra, kviknaði í heitum potti í sumarbústaðarferð  „Allt í einu verða menn bara miðaldra,“ segir söngvari hljómsveitarinnar 664 starfsmenn í danskri kvikmyndagerð, þar á meðal þekktir leikarar, framleiðendur og leikstjórar, skrifa nafn sitt undir yfirlýsingu þar sem karlremba og áreitni í faginu eru fordæmd. Meðal þeirra sem skrifa undir eru leikstjórinn Susanne Bier og leikararnir Pilou Asbæk, Sofie Gråbøl, Trine Dyrholm og Lars Mikkelsen. Þeir sem vinna við kvikmynda- og sjónvarps- þáttagerð á Norðurlöndum hafa talað um að í Dan- mörku sé áreitni af slíku tagi algengari en annars staðar á Norðurlöndunum en yfirlýsingin nú kemur fram, samkvæmt dagblaðinu Politiken, eftir að fyrrverandi aðstoðar- kona framleiðanda við heimildarkvikmynd sakaði leikstjórann Feras Fayyad um áreitni. Fordæma áreitni við kvikmyndagerð Sofie Gråbøl Ásmundarsafn við Sigtún, með verk- um Ásmundar Sveinssonar mynd- höggvara (1893-1982), verður lokað næstu mánuði. Til stendur að bæta aðstöðu gesta og sinna nauðsynlegu viðhaldi hússins. Samkvæmt upplýs- ingum frá Listasafni Reykjavíkur er stefnt að því að opna safnið fljótlega á næsta ári „með nýjum og spenn- andi sýningum og betra aðgengi fyr- ir alla“. Garðurinn umhverfis Ásmundar- safn er áfram öllum opinn en þar er að finna stækkanir og afsteypur af verkum Ásmundar, en hann kom mörgum þeirra þar fyrir sjálfur. Ásmundarsafn var opnað árið 1983. Safnið er í hinni einstæðu byggingu sem var heimili og vinnu- stofa listamannsins. Þar eru ávallt sýningar á verkum Ásmundar en hann ánafnaði Reykjavíkurborg stóru safni listaverka sinna auk byggingarinnar. Þá eru reglulega haldnar þar sýningar á verkum ann- arra listamanna. Ásmundur hannaði bygginguna að mestu leyti sjálfur á árunum 1942-1959. Hann byggði meðal annars bogalaga byggingu aftan við húsið sem var hugsuð sem vinnustofa og sýningarsalur. Form- hugmyndir hússins eru sóttar í kúlu- hús Mið-Austurlanda og píramída Egyptalands. Mannfreð Vilhjálms- son arkitekt hannaði tengibygg- inguna sem tengir saman aðalhúsið og bogabygginguna. Gert við Ásmundarsafn Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Listamaðurinn Ásmundur Sveinsson við vinnustofuna um miðja síðustu öld. Abstrakt málverk eftir þýska myndlistarmanninn Gerhard Richt- er var slegið hæstbjóðanda í Hong kong á vefuppboði Sotheby’s fyrir 29,2 milljónir dala, rúma fjóra millj- arða króna. Hefur aldrei jafn hátt verð verið greitt fyrir vestrænt listaverk á uppboði í Asíu. Í frétt The Art Newspaper segir að Covid-19 virðist ekki hafa dregið úr áhuga listaverkasafnara í Asíu á síðustu mánuðum og hefur hátt verð fengist fyrir fjölda verka á uppboðum. Málverk Richters, sem heitir Abstraktes Bild (649-2), mál- að árið 1987, var keypt af einka- safni í Hakone í Japan, The Pola Museum of Art, og var greitt fyrir það nær tvöfalt matsverð. Hæsta verð sem áður hafði verið greitt á uppboði í Asíu fyrir verk vestræns listamanns var 14,8 millj- ónir dala en þar var málverkið 30 Sunflowers (1996) eftir David Hockney sem var selt á uppboði Sotheby’s í júlí síðastliðnum. Verk Richters dýrasta vestræna í Asíu Ljósmynd/Sotheby’s Verðmætt Málverkið Abstraktes Bild (649-2) eftir Gerhard Richter. Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.