Morgunblaðið - 13.10.2020, Page 32

Morgunblaðið - 13.10.2020, Page 32
Hljómsveitin Mammút mun halda tíu klukku- stunda langa tónleika í Gamla bíói 7. nóvember, ef samkomutakmarkanir leyfa, og flytja efni af væntanlegri breiðskífu sinni, Ride the Fire, í bland við eldri lög. Dag- skránni verður skipt í tvennt þannig að hægt verður að kaupa miða á fyrri eða seinni hluta tónleikana en frítt er inn fyrir 15 ára og yngri á fyrri hlutann og aldurs- takmark 20 ár á þann seinni. Ride the Fire kemur út 23. október og var hún tekin upp í London og á Íslandi í fyrra. Ýtrustu sóttvarna verður gætt á tónleikunum og vel fylgst með fjölda gesta. Lengdin á tónleikunum er „kómískt svar við heimsástandi og skorti á lifandi tón- listarflutningi, í bland við einhverja sjálfseyðingar- hvöt“, eins og segir í tilkynningu og er sveitin með maraþoninu að binda enda á langt, frjótt og snúið plötuferli og mun hljómsveitin taka einhverjum form- og áherslubreytingum í kjölfar útgáfu plötunnar. Mammút heldur 10 klst. tónleika Tæplega helmingur leikmanna í úrvalsdeild kvenna vill aflýsa Íslandsmótinu í knattspyrnu og tæplega fjörutíu prósent leikmanna í úrvalsdeild karla. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að markmiðið sé alfar- ið að ljúka mótinu sem þó megi ekki ná lengra en til 1. desember. Rætt er við Guðna, landsliðskonuna Dag- nýju Brynjarsdóttur og Almar Ormarsson, fyrirliða KA, um stöðuna. »27 Er rétt að aflýsa Íslandsmótinu? Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Undanfarin tíu haust hefur Helga Aðalsteinsdóttir staðið vaktina fyrir framan Nettó í yfirbyggða ganginum í Mjódd alla virka daga og selt veg- farendum afrakstur líðandi árs. „Ég prjóna frá áramótum fram á haust og er svo hérna frá 1. október til jóla,“ segir afmælisbarn dagsins, en Helga er 86 ára í dag. „Þetta hefur verið lífsstarfið mitt fyrir utan að þjóna heimilisfólkinu, ég hef prjónað í rúm 60 ár eða síðan ég gifti mig,“ segir Helga. Eigin- maður hennar var Einar Marinó Magnússon járnsmiður, sem lést fyr- ir um þremur árum, og eiga þau tvo fóstursyni. Gekk úti eins og féð Helga ólst upp í Krossamýri, að- eins fyrir neðan þar sem Húsgagna- höllin er uppi á Höfða. Hún er næst- elst ellefu systkina og eru tíu á lífi. „Pabbi keypti hús og flutti það á holt- ið. Engin hús voru fyrir ofan byggð- ina og þar gengum við úti eins og féð, fórum inn til þess að borða og svo út aftur, í berjamó eða hvað sem var.“ Áhyggjulaust líf nema hvað hún þurfti að hafa auga með yngri systk- inum sínum. „Ég slapp ekki við það og svo var svolítið langt að fara eftir mjólkinni og fiskinum. Það var fiskur í alla mata nema á sunnudögum. Þá fengum við kjöt í hádeginu og kannski graut í kvöldmat.“ Eftir fermingu vann Helga í sjö ár í Sænska frystihúsinu, sem var þar sem Seðlabankinn er nú til húsa, og síðan í tvö ár hjá prjónastofunni Feld- inum í Skipholti. „Konurnar máttu ekki vinna úti eftir að þær giftu sig, því þá fengu karlagreyin svo háan skatt auk þess sem þeir þurftu að sýna fram á að þeir gætu séð fyrir konunum. Þá keypti ég mér gamla prjónavél og fór að prjóna heima fyrir fólk. Vinnan breyttist eftir að heim- ilisvélarnar komu, að ég tali ekki um þegar mótorinn kom á þær.“ Helga var með vörur sínar á úti- markaðnum í Austurstræti, á meðan hann var og hét, og í Kolaportinu á veturna. Síðan var hún á horni Veltu- sunds og Hafnarstrætis í áratug. „Þá stoppaði ég í rúmt ár en sá að það dygði ekki, þá legðist ég bara í kör.“ Þegar Helga byrjaði að selja vörur sínar í Mjóddinni var þar vísir að markaði. „Nú er ég bara ein eftir,“ segir hún. „Það var lítil eftirspurn eftir markaðsvörum í fyrra og enn minni núna, en fólk veit af mér, bíður eftir að ég komi, svo ég kvarta ekki.“ Úrvalið er fjölbreytt en Helga prjónar fyrst og fremst barnafatnað. „Svo er ég líka með dömuboli og herranærbuxur og sokka á karlana,“ bendir hún á. „Föðurlandið er reynd- ar ekki úr íslensku ullinni, bara úr garni, en þeir eru ánægðir með það.“ Leggur áherslu á að eftirspurn sé eft- ir öllum fatnaði, burtséð frá stærð og kyni. „Ég er hætt að keyra,“ segir Helga sem býr á Dalbraut og fer allra sinna ferða með strætó. Kórónuveiran truflar hana ekki. Hún passar vel upp á allar sóttvarnir, heldur hæfilegri fjarlægð frá viðskiptavinum, er með grímu og sprittar sig reglulega. Hún er spræk og ber sig vel. „En það fer nú að líða að lokum. Ég finn það á skrokknum eftir að ég varð áttræð.“ Föðurlandið í Mjóddinni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon  Helga Aðalsteinsdóttir er 86 ára í dag og gefur ekkert eftir í prjónaskapnum  Fjölbreytnin er í fyrirrúmi Hannyrðir Fjölbreytnin er mikil í prjónaskapnum hjá Helgu. Afmælisbarnið Helga Aðal- steinsdóttir stendur vaktina fyrir utan Nettó í Mjódd. STAN model 3035 L 170 cm Leður ct. 10 Verð 369.000,- L 206 cm Leður ct. 10 Verð 399.000,- DUCA model 2959 L 215 cm Leður ct. 10 Verð 529.000,- L 241 cm Leður ct. 10 Verð 549.000,- ESTRO model 3042 L 164cm Leður ct. 10 Verð 339.000,- L 198 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,- GOLF model 2945 L 176 cm Áklæði ct. 70 Verð 239.000,- L 216 cm Áklæði ct. 70 Verð 259.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla AVANA model 2570 L 224 cm Leður ct. 10 Verð 459.000,- L 244 cm Leður ct. 10 Verð 489.000,- CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði. Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 287. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.