Morgunblaðið - 13.10.2020, Page 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2020
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur
beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann.
Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum.
Blettaþolið SýruþoliðHögg- og
rispuþolið
HÁTT
HITAÞOL
„ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ ÉG VÆRI
UPPTEKINN!” „UPP OG TIL VINSTRI.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vita að hann
styður við bakið á þér.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
KETTIR FINNA Á SÉR ÞEGAR
VANDRÆÐI ERU Í NÁND OG HÉR NÁLGAST ÞAU
(PSST … HVAÐ ER MÁLIÐ
MEÐ ÞESSA HEFÐ AÐ BUGTA
SIG SVONA OG BEYGJA?)
(HANN ER KOMINN AF MJÖG
LÁGVÖXNUM KONUNGUM!)
meistaraflokk kvenna og karla í ÍR,
auk þess að þjálfa meistaraflokk
Fram og ÍS. Það eru ekki margir
íþróttamenn sem komast í fremstu
víglínu í tveimur íþróttagreinum, en
Kristinn er einn af þeim. Hann æfði
fótbolta með Fram á sumrin eftir að
hann hætti í sveit fjórtán ára og spil-
aði sinn fyrsta meistaraflokksleik vor-
ið 1970. Með Fram varð hann Íslands-
meistari 1972 og bikarmeistari
þrisvar. Kristinn spilaði 208 leiki með
meistaraflokki Fram og skoraði 69
mörk í efstu deild. Ekki nóg með það,
heldur lék Kristinn einnig tvo lands-
leiki í knattspyrnu á ferlinum. Krist-
inn keppti einnig við stórveldið Real
Madrid í Evrópukeppni bæði í körfu-
bolta og fótbolta. Geri aðrir betur!
Það kemur því væntanlega engum á
óvart að íþróttir séu aðaláhugamálið,
en núna segist Kristinn mest vera í
golfinu, einnig hefur hann unnið fyrir
íþróttahreyfinguna frá því hann hætti
að keppa. Síðan hefur hann gaman af
stangveiði og að fara í ferðalög. Þá er
hann gallharður Liverpool-aðdáandi,
enda búinn að halda með þeim frá
árinu 1963.
Eiginkona Kristins er Steinunn
Helgadóttir, f. 27.5. 1953, bókari. For-
eldrar hennar eru hjónin Helgi Jón-
asson, f. 31.8. 1915, d. 15.9. 1997,
verkstjóri bifv.verkst. MS, og Eyrún
Lilja Guðmundsdóttir, f. 6.8. 1920, d.
18.2. 2015, húsmóðir. Þau voru búsett
í Reykjavík. Sonur Kristins og Stein-
unnar er Jörundur, f. 9.9. 1975, hóp-
stjóri í Kópavogi. Eiginkona hans er
Erna Hrönn Ólafsdóttir söngkona.
Afabörnin eru Herdís Ósk, f. 1997;
Steinunn María, f. 2000; Máni Steinn,
f. 2001; Silja Sól, f. 2003; Margrét
Lilja, f. 2005, og Júlía Dís, f. 2012.
Systkini Kristins eru 1) Kristín Bára,
f. 22.12. 1953, hjúkrunarfræðingur í
Kópavogi; 2) Jón Sævar, f. 19.4. 1955,
skrifstofumaður í Kópavogi; 3) Alda
Guðrún, f. 25.3. 1957, hjúkrunarfræð-
ingur í Garðabæ; 4) Anna Sigríður, f.
22.11. 1958, fjármálastjóri í Bolung-
arvík og 5) Jörundur, f. 3.10. 1968,
framkvæmdastjóri í Garðabæ.
Foreldrar Kristins eru hjónin Jör-
undur Kristinsson, f. 16.8. 1930, d.
24.4. 2005, skipstjóri og Auður Waag-
fjörð Jónsdóttir, f. 15.2. 1929, d. 15.9.
2010. Þau voru búsett í Garðabæ.
Kristinn
Jörundsson
Hróbjartur Hróbjartsson
sjómaður á Eyrarbakka
Guðrún Björnsdóttir
húsfreyja á Eyrarbakka
Kristinn Hróbjartsson
bifreiðastjóri í Reykjavík
Kristín Guðrún Guðmundsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Jörundur Kristinsson
skipstjóri frá Reykjavík,
lengst af búsettur í Garðabæ
Guðmundur Sigurðsson
húsbóndi og sjómaður í Reykjavík
Sigríður Bergsteinsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Vigfús Kjartansson
snikkari á Seyðisfirði
Jónína Lilja Jónsdóttir
vinnukona í Vestmannaeyjum
Jón VigfússonWaagfjörð
málara- og bakarameistari frá Vestmannaeyjum
Kristín Jónsdóttir Waagfjörð
húsmóðir frá Vestmannaeyjum
Jón Sighvatsson
kaupmaður í Vestmannaeyjum
Karólína Kristín Oddsdóttir
húsfreyja Vestmannaeyjum
Úr frændgarði Kristins Jörundssonar
Auður Waagfjörð Jónsdóttir
húsmóðir frá Vestmannaeyjum
lengst af búsett í Garðabæ
Maðurinn með hattinn“ er nýr áBoðnarmiði eða síðan 10.
október. Hann gerir þannig grein
fyrir sér:
Fagna ég að taktföst tifi
tungan okkar snjöll og þjál.
Ferskeytt stefin lengi lifi,
þau létta oki af hverri sál.
Ort hef stundum arfa slakt
eins og sjálfur skrattinn.
Má ég kynna mig með prakt;
Maðurinn með hattinn.
Orti þessa í morgun þegar ég
skreið á fætur:
Uppúr rúmi ferskur fer,
frjáls úr húmi nætur,
fjarri kúm og kindaher
kemst á gúmmífætur.
Hann segist nýr á þessum slóðum
og vonar að yrkingarnar taki fram-
förum. – „Svo lengi lærir sem lifir.“
Ég hitti karlinn á Laugaveginum
á sunnudaginn og fór með þessar
vísur fyrir hann. Ég sagði honum
auk heldur, að Maðurinn með hatt-
inn væri vinur kerlingarinnar á
Skólavörðuholtinu. Þá skaut karlinn
höfðinu aftur og upp eilítið til vinstri
og tautaði:
Af háttum hans undan og ofan
fyrir eitt vil ég prísa ’ann og lofa ’ann
ef hann kerlingu sér
í holtinu hér
hattkúfinn tekur hann ofan.
Og snerist á hæli.
Helgi R. Einarsson sendi mér póst
með þeirri athugasemd, að æskan
léki sér hér í bæ, sem annars staðar.
Og bætti við: „Á!“:
Þeir lambakjötið líta’ á,
svo línur öngla hnýta’ á.
Á þeim má
merkja þrá.
Bara’ að þær nú bíti’ á.
Karl G. Smith skrifaði mér „svo
ekki gleymist“: „Heill og sæll.
Sveinn Jónsson (1895-1977) húsa-
smíðameistari frá Seglbúðum kom
áratugum saman til sjóbirtingsveiða
í Baugsstaðaósi. Gisti þá jafnan hjá
vini sínum, Ólafi Gunnarssyni bónda
á Baugsstöðum (1896-1984). Ólafur
átti létt með að gera vísur og hér er
ein um Svein, sem lýsir honum vel,
rétt eins og ég minnist hans:
Frá Seglbúðum svinnur Sveinn,
sýnist jafnan glaður,
hæglátur og hjartahreinn,
heppinn veiðimaður.
Ingólfur Ómar gaukaði að mér
þessari vísu um sólsetrið sem skart-
aði sínu fegursta að kvöldi dags hinn
9. október:
Skreyta glæður skýjaslóð
skarlatsslæðu mynda.
Sól að græði rennur rjóð
roðar hæð og tinda.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Maðurinn með hattinn