Morgunblaðið - 13.10.2020, Side 10

Morgunblaðið - 13.10.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2020 Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Þú finnur gæðin! Skoðaðu úrvalið í netverslun isleifur.is Ágúast Ingi Jónsson aij@mbl.is Niðurstöður meistararitgerðar frá læknadeild Háskóla Íslands gefa til kynna að skammtímahækkun á styrk köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) tengist bráðakomum á spítala vegna hjartasjúkdóma, sérstaklega vegna gáttatifs, gáttaflökts og annarra hjartsláttartruflana. Þetta mun vera fyrsta rannsóknin á Íslandi sem finnur samband milli loftmengunar og hjartsláttartruflana. Sólveig Haldórsdóttir er höfundur ritgerðarinnar og var markmið rannsóknarinnar að meta samband skammtíma hækkunar á um- ferðarmengun við bráðakomur á spítala vegna hjartasjúkdóma, öndunarfæra- sjúkdóma og heilablóðfalla. Gögn frá 12 ára tímabili, 2006- 2017, voru skoðuð. Á þeim tíma voru 9.500 komur á Landspítalann vegna gáttatifs og gáttaflökts, en sumir einstaklinganna komu oftar en einu sinni. Sterkara samband hjá konum Sólveig segir að sterkara sam- band hafi verið hjá konum heldur en körlum. Sterkasta sambandið hafi fundist milli aukins styrks köfnunar- efnisdíoxíðs og koma á spítala vegna gáttatifs og gáttaflökts hjá konum yngri en 70 ára. Í kjölfar 10 míkró- gramma hækkunar á köfnunarefnis- díoxíði hafi verið 11% meiri líkur á að konur í þessum hópi kæmu sam- dægurs á spítala vegna gáttatifs eða gáttaflökts og 7% meiri líkur á að þær kæmu daginn eftir á spítala vegna gáttatifs og gáttaflökts. Hjá eldri konum hafi verið 4% meiri lík- ur á komum vegna gáttatifs og gáttaflökts þegar köfnunarefnis- díoxíð hafði hækkað um 10 míkró- grömm daginn áður. Einnig hafi fundist marktæk aukning í komum vegna annarra hjartsláttartruflana. Umferðarmengunarefnin sem voru skoðuð í rannsókninni voru köfnunarefnisdíoxíð, gróft svifryk, fínt svifryk og brennisteinsdíoxíð. Leiðrétt var fyrir áhrifum hitastigs, rakastigs og brennisteinsvetnis. Brennisteinsvetni er efni sem eink- um berst til höfuðborgarsvæðisins frá jarðvarmavirkjununum á Hellis- heiði og Nesjavöllum. Sólveig segir að marktækar niðurstöður hafi einn- ig fundist fyrir tengsl annarra mengunarefna og bráðakoma á spít- ala, en þau sambönd hafi verið veik- ari og ekki sýnt ákveðið mynstur eins og hvað varðar köfnunarefnis- díoxíð. Neikvæð áhrif á lýðheilsu Í útdrætti ritgerðarinnar segir að loftmengun sé talin eitt helsta um- hverfisvandamál heimsins í dag. Niðurstöðurnar bendi til neikvæðra áhrifa loftmengunar á lýðheilsu Ís- lendinga. Á Íslandi séu loftgæði yf- irleitt mikil en þó geti mælst meng- un yfir heilsuverndarmörkum í þéttbýli. Fyrri rannsóknir hafi sýnt samband milli loftmengunar í Reykjavík og neikvæðra heilsufars- áhrifa. Sólveig er hjúkrunarfræðingur í grunninn og útskrifast sem um- hverfis- og auðlindafræðingur frá HÍ 23. október og hefur nýlega hafið störf á Umhverfisstofnun. Hún og leiðbeinendur hennar í meistara- verkefninu, þau Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir og Vilhjálmur Rafnsson, stefna að því að birta nið- urstöður rannsóknarinnar í erlendu ritrýndu vísindariti. Getur haft áhrif á gátta- tif og -flökt  Rannsókn sýnir samband milli loft- mengunar og hjartsláttartruflana Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Heilsa Efni sem fylgja mengun frá umferð voru skoðuð í rannsókninni. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Vinnutími hefur styst og vinnustund- um fækkað umtalsvert á tímum kór- ónuveirufaraldursins. Eurostat, Hag- stofa Evrópusambandsins, ber þetta saman í nýlegum samanburði Evr- ópulanda, þar sem fram kemur að heildarvinnustundum fólks í aðal- starfi hér á landi fækkaði um 7,7% á öðrum ársfjórðungi yfirstandandi árs frá fyrstu þremur mánuðum ársins. Vinnustundum hefur fækkað um tæp tíu prósent miðað við sama tíma í fyrra. Fækkun unninna vinnustunda er þó mjög breytileg milli landa. Að meðaltali fækkaði vinnustundum í löndum Evrópusambandsins um 11,2% á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við fyrsta ársfjórðung og samdrátturinn er tæp 15% ef litið er á annan ársfjórðung 2019. Eurostat ber einnig saman tíma- bundnar fjarvistir starfsmanna frá vinnu, sem þó halda ráðningarsam- bandi. Ástæður þessara skammtíma- fjarvista geta verið ýmsar, s.s. orlof, veikindi og tímabundnar uppsagnir. Hafa tímabundnar fjarvistir aukist mikið í löndum Evrópu á tímum veirufaraldursins eða um rúmlega 80% ef litið er á fjölgun þeirra starfs- manna sem hafa verið tímabundið fjarverandi frá vinnu á öðrum árs- fjórðungi þessa árs. Í langflestum til- vikum er tímabundin uppsögn starfs- manna aðalástæða fjarveru frá vinnu. Hér á landi er hlutfallið þó mun lægra en í öllum öðrum löndum Evr- ópu sem samanburðurinn nær til eða 9,6% af heildarfjölda þeirra sem voru við störf á vinnumarkaðinum. Meðal- talið meðal ESB-landa er 21,8%. Í Danmörku voru 20,6% tímabundið frá vinnu á öðrum ársfjórðungi yfirstand- andi árs, í Svíþjóð var hlutfallið 16,9% og í Noregi 19,2% svo dæmi séu tekin. Sífellt fleiri einstaklingar sem eru á vinnufærum aldri hafa horfið á brott af vinnumarkaði að undanförnu og koma ekki fram í tölum um atvinnu- leysi. Eurostat reynir að ná utan um þennan hóp þegar lagt er mat á slaka á vinnumarkaði. Þá eru flokkaðir saman þeir sem eru atvinnulausir, þeir sem eru vinnulitlir eða í skertu starfshlutfalli, einstaklingar sem eru í atvinnuleit en geta ekki strax hafið störf og loks einstaklingar sem segj- ast ekki vera að leita sér að atvinnu og gætu því hafa gefist upp á atvinnuleit. Þessi hópur var 11,7% af vinnuaflinu hér á landi á öðrum ársfjórðungi og hefur fjölgað úr 7,4% frá sama tíma í fyrra. Til samanburðar er meðaltalið 14% í löndum ESB. Morgunblaðið/Eggert Við störf Vinnustundir í ágúst sl. voru tveimur stundum færri að jafnaði að mati Hagstofunnar en í ágúst í fyrra. Færri tímabundið frá vinnu hér en í Evrópu  Vinnustundum hefur fækkað mikið í faraldri kórónuveiru Þrátt fyrir mikið og vaxandi at- vinnuleysi er staðan á vinnu- markaði hér á landi nokkru skárri en í meirihluta aðild- arlanda OECD. Yfirlit OECD sem birt var í gær yfir atvinnuleysi í löndum OECD í ágústmánuði sýnir að atvinnuleysi mældist lægra en hér á landi í átta lönd- um, en meira atvinnuleysi var að finna í 20 aðildarlöndum OECD. Hér á landi mældist atvinnuleys- ið 5% af vinnuaflinu. Þessi tala er nokkru lægri en mæling Hag- stofunnar á atvinnuleysi leiddi í ljós fyrir ágúst, sem var 6% at- vinnuleysi, og er skýringin sú að OECD styðst við útreikninga Hagstofunnar á árstíðaleiðréttri leitni atvinnuleysis, sem á að sýna minna flökt á þróun at- vinnuleysistalna en beinar út- komur mælinga á hverjum tíma í vinnumarkaðskönnunum. 20 lönd fyrir ofan Ísland ATVINNULEYSI Í OECD Fá því grunn- skólar á höf- uðborgarsvæð- inu tóku aftur til starfa í ágúst hefur lögreglan verið með aukið eftirlit við skólana í um- dæminu og þar sem þekkt er að börn þurfi að þvera veg til að komast til og frá skóla. Meðal annars hefur verið notast við ómerkta lögreglubifreið með hraðamyndavélabúnaði við eftirlitið. Fram að þessu hefur hraða- myndavélin skráð 597 hraðakst- ursbrot þar sem ökumenn mega bú- ast við sekt og í sumum tilfellum að verða sviptir ökuleyfi. Á þessum stöðum, þar sem leyfður hámarks- hraði er 30, hefur meðalhraði hinna brotlegu verið 43 km/klst. Við fyrr- nefndar hraðamælingar hefur enn fremur 47 ökutækjum verið ekið á 50 km hraða eða meira. Um 600 hraðakst- ursbrot við skólana Ekið er of hratt við grunnskólana. Sólveig Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.