Morgunblaðið - 14.10.2020, Page 2

Morgunblaðið - 14.10.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2020 Klettagörðum 11 | 104 Reykjavík | Sími 568 2130 | verslun@et.is | Opið mánud.-föstud. kl. 8.00-18.00 Mikið úrval af KÖSTURUM OG AUKALJÓSUM fyrir allar gerðir bíla Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Starfshópur um uppbyggingu snjó- flóðasafns á Flateyri hefur óskað eft- ir samtali við Ísafjarðarbæ um að finna varðskipinu Ægi stað á Flat- eyri. Ætlunin er að koma upp snjó- flóðasafni í skipinu en einnig nýta það fyrir gisti- og veitingaþjónustu. Forsvarsmaður hópsins, Eyþór Jó- vinsson, telur að skipið sjálft myndi hafa mikið aðdráttarafl. Starfshópurinn hefur leitað að húsnæði fyrir snjóflóðasafn á Flat- eyri. „Við höfum ekki náð að festa neitt. Við höfum verið að horfa til þess að setja safnið í húsnæði sem tengist snjóflóðasögunni. Þar sem lítið framboð er á slíku húsnæði fór- um við að hugsa um aðrar lausnir og datt í hug að fá varðskipið Ægi. Við vitum að það er búið að þjóna sínu hlutverki hjá Landhelgisgæslunni. Ægir kom mikið við sögu eftir snjó- flóðin á Flateyri 1995, hann ferjaði björgunarmenn vestur og Flateyr- inga suður. Þetta smellpassaði inn í hugmyndina,“ segir Eyþór. Hann segir að Gæslunni hafi litist vel á hugmyndin en tekur fram að ekki sé búið að ganga frá neinu. Fyrst þurfi að kanna hug Ísafjarð- arbæjar til þess að fá aðstöðu fyrir varðskipið á Flateyri. Lítil snjóflóðasýning er ekki nóg til að fylla það mikla rými sem er í varðskipi. Þess vegna er hugmyndin að koma þar upp gistiheimili, veit- ingastað og aðstöðu til sýninga og skemmtana. „Svona sérstök aðstaða myndi hafa mikið aðdráttarafl fyrir gesti. Við erum fiskveiðiþjóð með mikil tengsl við hafið en getum hvergi boðið upp á gistingu um borð í skipi. Ég tel að skipið myndi ger- breyta ferðaþjónustunni á Flateyri og skapa mörg skemmtileg tæki- færi,“ segir Eyþór. Vilja fá Ægi fyr- ir snjóflóðasafn  Yrði jafnframt gisti- og veitingahús Morgunblaðið/Eggert Á safn? Varðskipið Ægir kemur til hafnar í Reykjavík fánum skrýtt. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Skráð heildaratvinnuleysi á landinu fór upp í 9,8% í seinasta mánuði sam- kvæmt nýju yfirliti Vinnumálastofn- unar (VMST). Atvinnuleysi í al- menna kerfinu mældist 9% en tengt minnkuðu starfshlutfalli minnkaði það lítið eitt á milli mánaða og var 0,8%. Atvinnuleysi í einstökum lands- hlutum er hvergi meira en á Suður- nesjum. Fór það enn vaxandi í sein- asta mánuði þar sem skráð var 19,6% heildaratvinnuleysi í september. Jókst það um 1,6 prósentustig á milli mánaða og nú er því spáð að atvinnu- leysi á Suðurnesjum fari í um 19,8% í október. Ekki hefur mælst svo mikið atvinnuleysi í einstökum landshlut- um hér á landi um áratugaskeið. Hæst fór það á Suðurnesjum eftir fjármálahrunið í febrúar árið 2010 þegar mældist 15% atvinnuleysi á svæðinu. Í talnagögnum VMST sem vísað er til á vef stofnunarinnar eru birtar spátölur fyrir næstu mánuði þar sem fram kemur að mögulega verði atvinnuleysi á Suðurnesjum í desember komið í 21,9%. Gæti orðið 24,6% í Reykjanesbæ í desember skv. spá Í Reykjanesbæ hefur því verið spáð að atvinnuleysið gæti náð 24,6% í seinasta mánuði ársins. Á Suður- nesjum er atvinnuleysið mun meira meðal kvenna en karla, eða 22,5% í seinasta mánuði hjá konum en 17,7% meðal karla. Í spátölum VMST kem- ur fram að atvinnuleysið muni fara vaxandi í hverjum mánuði fram að áramótum og gæti þá orðið um 26,5% meðal kvenna í Reykjanesbæ. Í einstökum sveitarfélögum lands- ins eru hvergi hlutfallslega fleiri án atvinnu en í Mýrdalshreppi en þar var um einn af hverjum fjórum at- vinnulaus í ágúst. Skv. spátölum VMST má búast við að það geti veru- lega aukist þegar líður á veturinn og farið yfir 40% í desember. Á vinnumarkaðsyfirliti VMST kemur fram að reikna megi með 10,5% heildaratvinnuleysi á landinu í október og 11,3% í nóvember. ,,Alls voru 18.443 einstaklingar atvinnu- lausir í almenna bótakerfinu í lok septembermánaðar og 3.319 í minnk- aða starfshlutfallinu, eða samtals 21.762 manns,“ segir þar. Atvinnu- lausum á landinu öllu fjölgaði í öllum atvinnugreinum. 7.671 erlendur ríkisborgari var á almennu atvinnuleysisskránni í sept- ember sem er um 20% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara. Heildaratvinnuleysi jókst lítið á höfuðborgarsvæðinu í seinasta mán- uði og fór úr 9,9% í 10,1%. Atvinnuleysi nálgast 20% á Suðurnesjum  Heildaratvinnuleysi jókst umtalsvert á landinu í september og fór upp í 9,8%  Jókst í öllum atvinnugreinum  Spáð er 11,3% atvinnuleysi í nóvember Almennt atvinnuleysi Þróun eftir svæðum, mars-okt. 2020 Alls 9,0% 9,6% Höfuð- borgarsv. 9,2% 9,8% Suðurnes 18,6% 19,8% Vesturland 5,6% 5,9% Vestfirðir 3,3% 3,5% Norðurl. vestra 3,1% 3,3% Norðurl. eystra 6,1% 6,5% Austur- land 4,3% 4,6% Suðurland 7,4% 7,9% mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. sept. okt. Heimild: Vinnumálastofnun Morgunblaðið/Frikki Atvinnulíf Atvinnuleysi tengt hluta- bótakerfinu minnkaði í september. Sænska jólageitin er risin við versl- un Ikea í Kauptúni í Garðabæ. Geit- in var sett upp í gær og er áminning um að nú styttist í jólin. Í dag er 71 dagur til jóla. Síðustu ár hefur geitin verið und- ir ströngu eftirliti því oftar en einu sinni hafa óprúttnir aðilar reynt að kveikja í henni, eða tekist ætlunar- verk sitt og kveikt í henni. Þá hefur kuldaboli einnig herjað á geitina. Árið 2013 steypti hann henni af stalli en árið 2016 hafði hún betur í baráttunni. Það var eina árið sem geitin hefur staðið af sér veður, vind og varga sem vilja leggja eld að henni. Í Svíþjóð er sá siður, eða frekar sá ósiður, land- lægur að kveikja í jólageitum sem reistar eru víða um Svíþjóð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólageit Ikea komin á sinn stað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.