Morgunblaðið - 14.10.2020, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2020
Bókhald & ráðgjöf
- Eignaskiptayfirlýsingar
& skráningartöflur
Numerus – bókhald og ráðgjöf / Suðurlandsbraut 22 / S. 896 4040
fasteignaverdmat.is
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Eineggja tvíburasysturnar Hlað-
gerður og Svanhildur Snæbjörns-
dætur eru 98 ára í dag. Þær eru
einu tvíburar landsins sem hafa
náð þessum aldri, en metið á undan
þeim var 96 ár og 292 dagar.
„Við erum orðnar hundgamlar,
en lífið hefur sinn vanagang og ég
er úti að ganga kringum
eldriborgarahúsin hérna á Sléttu-
vegi, reyni að halda mér ungri,“
sagði Svanhildur, þegar Morg-
unblaðið náði tali af henni í blíð-
unni í gær.
Frá Svartárkoti
Systurnar fæddust í Svartárkoti
í Bárðardal í Suður-Þingeyjar-
sýslu, þar sem þær ólust upp til
1930. Þær bjuggu í um áratug í
Kræklingahlíð í Eyjafirði og fluttu
tvítugar til Reykjavíkur. Foreldrar
þeirra voru Snæbjörn Þórðarson
bóndi og Guðrún Árnadóttir.
Systkinin voru sjö og varð Árný
elst þeirra, 101 árs. Hlaðgerður
hefur alltaf búið ein og var verka-
kona og saumakona en Svanhildur
húsmóðir. Maður hennar var Guð-
björn Þorsteinsson skipstjóri. Þau
eignuðust fjögur börn. „Við vorum
búin að panta okkur íbúð hérna í
nýju eldriborgarahúsi á Sléttuveg-
inum, en tveimur mánuðum áður
en við áttum að flytja dó hann svo
ég hef búið hér ein síðan 1991,“
segir Svanhildur.
Ekki eru margir á ferli utan
húss á Sléttuveginum. Svanhildur
segir að fáir eða enginn sé í dag-
vistinni vegna kórónuveirunnar.
„Ég held að flestir séu heima,“ seg-
ir hún og bætir við að hún hafi
sloppið við veiruna. „Ég er sæmi-
leg andlega og hef aldrei verið
veikindasækin, verið mjög hraust
þannig, enda lifir maður ekki lengi
nema vera hraustur.“ Hún segir
líka mikilvægt að borða hollan mat
en lítið af honum. „Eitt sinn var
karl nokkur spurður hvernig hann
færi að því að ná svona háum aldri
og þá sagðist hann aldrei hafa
borðað sig saddan á ævinni. Ég hef
fylgt þessu, ekkert verið að of-
reyna magann.“
Ferðalög voru tíð á árum áður
en Svanhildur hefur aldrei farið
vestur um haf. „Biddu fyrir þér, ég
hef aldrei farið til Ameríku, en ég
var í Spánarferðunum, fór til Spán-
ar í sólina þar til ég varð áttræð.“
Til stóð að fara út að borða með
nánustu fjölskyldu í kvöld í tilefni
dagsins, en faraldurinn kemur í
veg fyrir það. „Við höfum alltaf
verið með veislu á fimm ára fresti
og farið út að borða þess á milli, en
sumir eru með undirliggjandi sjúk-
dóma og við tökum enga áhættu,
sleppum því bara.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Elstu tvíburarnir Hlaðgerður og Svanhildur Snæbjörnsdætur eru hressar.
Ofreyna ekki magann
þrátt fyrir veislumat
Hlaðgerður og Svanhildur elstu tvíburar landsins
Tveir af þeim fimm íbúum á hjúkr-
unarheimilinu Eir í Grafarvogi í
Reykjavík sem smituðust af CO-
VID-19 losnuðu í dag úr einangrun
en fyrsta smitið kom upp á Eir þann
23. september. Vænst er að hinir þrír
íbúarnir sem enn eru í einangrun
losni þaðan á næstu dögum en lok
einangrunar er alltaf í samráði við
lækna Covid-deildar Landspítala.
Smitin á Eir komu öll upp á sömu
deildinni og voru allir aðrir sem þar
búa, alls 20 manns, sett í sóttkví.
Rúm vika er síðan henni var aflétt og
því er daglegt líf á hjúkrunarheim-
ilinu smám saman að færast nær eðli-
legu ástandi. Enn er þó höfð góð gát
á öllu á Eir, með smitvörnum, tak-
mörkuð heimsóknum aðstandenda
og svo framvegis.
„Allir sem hér starfa gera sitt
besta – og rúmlega það til þess að
halda í skefjum þeim vonda vágesti
sem kórónaveiran er. Eigi að síður
tekst henni að smjúga í gegnum
varnarnarmúrana sem herðir okkur í
baráttunni,“ segir Þórdís Hulda
Tómasdóttir verkefnisstjóri hjúkr-
unar á Eir.
Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá
almannavörnum smitaður
Alls greindust 83 kórónuveirusmit
innanlands sl. mánudag. Af þeim
voru 49 í sóttkví. Umræddan dag
voru 1.071 í einangrun eftir að hafa
sýkst af veirunni, sem var fjölgun um
49 manns frá deginum á undan. Þá
eru alls 3.436 í sóttkví og 1.752 í skim-
unarsóttkví. Á höfuðborgarsvæðinu
eru 920 í einangrun og 3.040 í sóttkví.
Á Suðurlandi eru 58 í einangrun og
105 í sóttkví. Smit eru í öllum lands-
hlutum en þó aðeins eitt á Austur-
landi, aðeins eitt auk þess sem fimm
eru í sóttkví þar.
Í gær var greint frá því að Rögn-
valdur Ólafsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn almannavarnadeildar,
hefði greinst smitaður af kórónuveir-
unni. Rögnvaldur er nú í einangrun
ásamt eiginkonu sinni og barni, en
aðrir í fjölskyldunni eru í sóttkví.
Í samtali við blaðamann í gær
sagðist Rögnvaldur hafa það ágætt í
einangruninni.
„Við erum með bara klassísk ein-
kenni og höfum það ágætt, við hjónin
greindumst á sama tíma,“ segir
Rögnvaldur.
„Konan mín fékk greiningu á
fimmtudagskvöld og ég á föstudags-
morgun svo við erum á fjórða,
fimmta degi. Við erum alveg með ein-
kenni en okkur líður bærilega. Ég
var með mikla vöðvaverki á fyrsta
degi, leið eins og ég hefði verið að
lyfta flutningabíl daginn áður. En
það hefur farið svona hægt minnk-
andi síðan. Við erum fimm hérna í
fjölskyldunni, þrjú í einangrun og
svo eru tveir í sóttkví.“
Rögnvaldur segir það ekki staðfest
hvernig hann hafi smitast af veir-
unni.
„Við erum ekki með það staðfest
en vitum allavega að það er ekki
tengt Landspítalanum. Konan mín er
að vinna á bráðadeildinni svo það var
mikilvægt að vita hvort okkar smit
tengdust smiti sem kom upp þar. Við
raðgreiningu kom í ljós að það var
ekki svo þetta smit er bara úr nær-
samfélagi okkar,“ segir Rögnvaldur.
sbs@mbl.is liljahrund@mbl.is
Tveir af fimm á Eir
komnir úr einangrun
83 ný innanlands-
smit Smit hjá al-
mannavörnum
Kórónuveirusmit á Íslandi
Staðfest smit frá 30. júní
3.668 staðfest smit
Heimild: covid.is
Nýgengi innanlands 12. október:
253,9 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa
22 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar af 3 á gjörgæslu
83 ný inn an lands smit greindust 12. október
313.834 sýni hafa verið tekin
Þar af í landamæraskimun
158.834
sýni, samtals í skimun 1 og 2
1.752 einstaklingar eru í skimunarsóttkví
100
80
60
40
20
0
99
75
16
3.436 einstaklingar eru í sóttkví
1.071 eru með virkt smit og í einangrun
júlí ágúst september október
Fjöldi smita
innanlands
Fjöldi smita á
landamærum
Í gærkvöldi skrifaði Verkalýðsfélag Akraness undir nýjan kjarasamning
við Norðurál eftir afar langar og strangar samningaviðræður sem höfðu
staðið yfir í hartnær 10 mánuði. Kjarasamningurinn felur í sér sömu launa-
breytingar og lífskjarasamningurinn kvað á um, að sögn Vilhjálms Birg-
issonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, sem tilkynnti undirritun
samningsins. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. janúar 2020 sem þýðir
að vaktamenn munu eiga rétt á greiðslu vegna afturvirkninnar sem nemur
um 6,9% af heildarlaunum frá 1. janúar 2020. Sú upphæð getur í sumum til-
fellum numið um 500 þúsund krónum hjá vaktamönnum.
VA og Norðurál skrifuðu undir samning
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta skilar betri og hraðvirkari
þjónustu og léttir álagi af þjónustu-
verinu til lengri tíma,“ segir Margrét
Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Ís-
lands.
Þjóðskrá er ein þeirra stofnana sem
nýlega hafa tekið svokölluð snjall-
menni í sína þágu. Gervigreind er nýtt
við þróun netspjalls þannig að snjall-
mennið geti hjálpað viðskiptavinum
að nálgast upplýsingar og svör við ein-
földum erindum á fljótlegan hátt.
Snjallmennið er hugsað sem viðbót við
þjónustuver stofnunarinnar og getur
fólk fengið að ræða við ráðgjafa á af-
greiðslutíma skrifstofunnar, ef það
kýs svo. Utan afgreiðslutíma tekur
snjallmenni við fyrirspurnum og svar-
ar eftir fremstu getu.
Margrét segir að enn sé verið að
bæta í upplýsingabankann fyrir
snjallmennið og stöðugt bætist við
svörin. Reynslan til þessa lofi góðu.
Hún segir að yngra fólk hafi tekið
þessari nýjung sérstaklega vel.
Sigurður Óli Árnason, ráðgjafi hjá
Advania, segir að fyrsta alvörusnjall-
mennið, eða spjallmennið (e. chatbot)
eins og hann kallar það, sem tekið var
í notkun hér á landi hafi verið hjá
Menntasjóði námsmanna. Það var í
lok síðasta árs og síðan þá hafa fleiri
fyrirtæki og stofnanir bæst við. Má
þar nefna Vinnumálastofnun og Ís-
landsbanka.
„Við lítum á þetta sem þjónustu-
viðbót fremur en sparnað,“ segir Sig-
urður og bendir á að aldrei sé verið að
ýta notendanum frá mannlegri þjón-
ustu, alltaf sé að hægt að biðja um að
fá að tala við manneskju. Hann segir
að flestum finnist betra að fá úrlausn
sinna mála hjá spjallmenni strax en
að þurfa kannski að bíða lengi eftir
lausum þjónustufulltrúa.
„Sumum finnst reyndar betra að
tala við tölvu um viðkvæm mál, þá er
ekki verið að dæma þá. Fólk getur
jafnvel fengið útrás fyrir alls konar
tilfinningar á spjallmennið,“ segir
hann í léttum dúr.
Hann kveðst skynja mikinn áhuga
hjá stofnunum og fyrirtækjum á
þessari lausn og býst við að fleiri bæt-
ist í hópinn á næstunni. Ýmis tæki-
færi séu auk þess enn ókönnuð.
„Í Finnlandi hefur til að mynda
verið prófað að tengja saman spjall-
menni frá mismunandi stofnunum. Þá
ertu sendur á milli án þess að þú þurf-
ir að skipta um vefsíðu.“
Ljósmynd/Pixabay
Þjónusta Svokölluð snjallmenni spjalla við viðskiptavini í netspjalli.
Snjallmenni leysa
einföldustu erindin