Morgunblaðið - 14.10.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2020
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Kolibri trönur
í miklu úrvali, gæða-
vara á góðu verði
Kolibri penslar
Handgerðir þýskir penslar
í hæsta gæðaflokki
á afar hagstæðu verði
Ennþá meira úrval af
listavörum
WorkPlus
Strigar frá kr. 195
3+1 TILBOÐ
af 120 ml
Amsterdam akrýl
Þú kaupir 3 færð 1 frítt
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Mikil óvissa er um það hvernig vertíð
jólatónleika verður hér á landi þetta
árið – og hvort af henni verður yfir-
höfuð. Kórónuveiran hefur þegar
sett allt viðburðahald úr skorðum frá
því snemma á árinu og nú er útlit fyr-
ir að svo verði til ársloka hið minnsta.
„Það er allt í óvissu og enginn veit
neitt. Það verður í það minnsta mjög
erfitt að ætla að halda stóra jóla-
tónleika,“ segir Hrefna Sif Jóns-
dóttir, framkvæmdastjóri Tix.is.
Jólatónleikar hafa verið stór tekju-
lind íslenskra tónlistarmanna síð-
ustu ár. Framboð hefur verið gíf-
urlegt og mikið hefur verið lagt í
undirbúning. Núna er óvíst að tón-
leikahald verði yfirhöfuð leyft í des-
ember en fari svo að slakað verði á
samkomutakmörkunum er alls ekki
öruggt að tónlistarmenn sjái sér fært
að skipuleggja slíka tónleika.
Reynslan hefur sýnt að skjótt skip-
ast veður í lofti og því ekki á vísan að
róa með tilliti til undir-
búningskostnaðar.
Geta skipulagt minni tónleika
„Það eru margir sem geta ekki
tekið áhættuna á að byrja undirbún-
ing með tilheyrandi kostnaði. Ein-
hverjir eru þegar búnir að ákveða að
slaufa jólatónleikum í ár,“ segir
Hrefna.
Hún segir aðspurð að auðvitað
haldi flestir í vonina að desember
verði sæmilegur. Fari svo megi búast
við að ýmsir minni aðilar með litla yf-
irbyggingu geti skipulagt tónleika
með stuttum fyrirvara.
JólaBó með breyttu sniði
„Það er ljóst að tónleikarnir fara
ekki fram í núverandi mynd, það
verða engir áhorfendur í sal,“ segir
Ísleifur B. Þórhallsson, fram-
kvæmdastjóri Senu Live, um Jóla-
gesti Björgvins sem verið hafa einn
stærsti viðburður ársins um árabil.
Sena Live hefur að sögn Ísleifs
brugðist við nýjum veruleika af völd-
um kórónuveirufaraldursins með því
að leita nýrra lausna við viðburða-
hald. Vænta megi frétta af Jólagest-
um á næstunni. „Við erum að skoða
nýja lausn. Hugmyndin er að halda
tónleikana í fullri stærð fyrir framan
myndavélar og að hægt verði að sjá
þá á öllum heimilum.“
Bjartsýnir Baggalútar
Ekki eru þó allir búnir að gefa upp
von um vertíð í ár. Miðasala er hafin
á tónleika Baggalúts í Háskólabíói.
„Það er erfitt að sjá fyrir hvað verður
en við erum fullir bjartsýni að
ástandið verði komið á þann stað í
desember að það verði hægt að halda
tónleikana,“ segir Karl Sigurðsson
söngvari. Hann segir að Háskólabíói
verði skipt í tvö sóttvarnahólf. Því
verður hægt að fylla salinn ef sam-
komutakmörk verða aftur rýmkuð í
500 manns.
Bubbi hvergi banginn
Fleiri horfa bjartsýnir fram á veg-
inn. Þar á meðal er Geir Ólafsson
sem ætlar að vera með Las Vegas-
jólasýningu í Gamla bíói í byrjun des-
ember. Þar kemur fram stór-
hljómsveit Don Randi ásamt íslensk-
um og erlendum söngvurum og
gestastjörnum.
Eins stefnir Friðrik Ómar Hjör-
leifsson að því að vera með árlega
jólatónleika sína í Hofi á Akureyri.
Þá er Bubbi Morthens hvergi bang-
inn og hefur bókað fimm Þorláks-
messutónleika, þá stærstu í Eldborg-
arsal Hörpu sem rúmar yfir tvö
þúsund áhorfendur. Bubbi hefur
haldið Þorláksmessutónleika síðustu
35 ár en er meira en tilbúinn í slaginn
að þessu sinni enda hefur hann lík-
lega aldrei komið jafn sjaldan fram
og í ár, eins og segir í kynningu tón-
leikanna.
Þegar veiran stal jólavertíðinni
Óvissa meðal tónlistarfólks um hvort hægt verður að halda jólatónleika í ár Fáir leggja í undir-
búning og kostnað sem gæti farið í súginn Jólagestir Björgvins verða haldnir með nýju sniði
„Loksins þegar útlit var fyrir að
við félagar í Karlakór Reykjavík-
ur gætum komið saman að nýju
eftir langt hlé og hafið vetrar-
starfið, reis þriðja bylgja kó-
viðsins hærra en þær fyrri og
kaffærði þau áform í einni svip-
an,“ segir í tilkynningu Karla-
kórs Reykjavíkur þar sem til-
kynnt er að fella þurfi niður
aðventutónleika kórsins í Hall-
grímskirkju. Sökum samkomu-
takmarkana verða engar æfing-
ar á næstunni.
Sömu sögu er að segja af
jólatónleikum Fóstbræðra. „Ég
tel nánast öruggt að ekkert
verði af neinu þetta árið,“ segir
Arnlaugur Helgason, stjórnar-
maður í Fóstbræðrum.
Karlakórar
kaffærðir
FELLA NIÐUR TÓNLEIKA
Morgunblaðið/Eggert
Fagmennska Björgvin Halldórsson hefur haldið Jólagesti síðustu þrettán ár og Svala er sjaldnast langt undan.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Vinsældir Jólatónleikar Baggalúts hafa notið vinsælda undanfarin ár.
„Efling þekkir mörg dæmi um at-
vinnurekendur sem hlunnfara fjöl-
menna hópa starfsfólks ítrekað um
launagreiðslur, til dæmis orlofs-
greiðslur og desemberuppbætur. […]
Efling hefur áhyggjur af því að upp
séu að rísa kynslóðir síbrota-atvinnu-
rekenda sem hafi vanist því að stunda
launaþjófnað óáreittir.“ Þetta segir í
minnisblaði stéttarfélagsins Eflingar
sem hefur skorið upp herör gegn
launaþjófnaði á vinnumarkaði og
krefst þess að launaþjófnaður at-
vinnurekenda verði gerður refsiverð-
ur.
Milljarður á síðustu 5 árum
Fram kemur í fréttatilkynningu
Eflingar sem send var út í gær að
heildarkröfur stéttarfélagsins vegna
vangoldinna launa félagsmanna hafi
numið ríflega milljarði á síðustu fimm
árum. Launaþjófnaður sé mun viða-
meira vandamál en þessar tölur gefi
til kynna enda fleiri stéttarfélög sem
taki við erindum félagsmanna um
vangoldin laun. Þá leiti ekki nándar
nærri allt launafólk réttar síns.
Fram kemur að kröfum Kjara-
málasviðs Eflingar fyrir hönd fé-
lagsmanna hafi fjölgað úr 200 á ári í
700 frá 2015. Að sama skapi hefur
heildarupphæð krafna farið stig-
hækkandi og nam 345 milljónum
króna á síðasta ári. Kröfur stéttar-
félagsins fyrir hönd einstakra fé-
lagsmanna nema oftast á bilinu 380 til
490 þúsund kr. og langan tíma getur
tekið að innheimta hverja kröfu fyrir
sig. Á meðan situr launamaðurinn
uppi með skaðann af því að geta ekki
séð sér fyrir nauðþurftum og staðið
skil á skuldbindingum eins og leigu,“
segir í tilkynningunni.
Bent er á að engin sekt eða bóta-
upphæð bætist ofan á launakröfur.
Atvinnurekendur hafi engan hvata til
að leiðrétta vangoldin laun annarra
en þeirra sem leita réttar síns. Félag-
ið hafi sett kröfu um heimildir til
sekta eða bótagreiðslna á oddinn í
kjaraviðræðum við SA veturinn 2018-
2019 en SA ekki viljað ræða tillöguna.
Fram kemur á minnisblaðinu að fé-
lagsmálaráðherra hafi lofað samn-
inganefnd ASÍ efndum á loforði um
févíti vegna launaþjófnaðar á fundi
25. ágúst sl. Unnið hafi verið að end-
urskoðun starfskjaralaga og fyrir
liggi frumvarpsdrög dagsett 18. sept-
ember en í þeim sé ekkert ákvæði um
févíti. omfr@mbl.is
Hlunnfara fjöl-
menna hópa
Efling í herferð gegn launaþjófnaði