Morgunblaðið - 14.10.2020, Síða 10

Morgunblaðið - 14.10.2020, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2020 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Áhrif hertra samkomutakmarkana og þriðju bylgju kórónuveirufarald- ursins eru farin að koma glöggt í ljós í minni bílaumferð á höfuðborgar- svæðinu. Vegagerðin bendir á í frétt að umferðin á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 21 prósenti minni en í sömu viku fyrir ári og átta prósent- um minni en í vikunni þar á undan. Umferð ökutækja hefur sveiflast í takt við bylgjur faraldursins. Þannig var t.d. metsamdráttur umferðar á höfuðborgarsvæðinu í aprílmánuði en hún dróst þá saman um nærri 28 prósent frá sama tíma á síðasta ári. Í maí þegar samkomubann hafði verið rýmkað tók umferðin við sér og var um miðjan mánuðinn farin að nálg- ast umferðina í sömu viku á árinu á undan en var þó 9,5 prósentum minni yfir allan mánuðinn en í maí í fyrra. Í júní varð svo óvænt aukning á umferðinni, sem varð meiri en í sama mánuði á síðasta ári. Í júlí minnkaði umferð og enn meira í ágúst eða um rúm sjö prósent á milli mánaða. Nýjustu tölur Vegagerð- arinnar um umferðina í september sýna mikinn samdrátt, sérstaklega í í síðustu viku. „Nýliðin vika, eða vika 41, er fyrsta heila vikan með auknum sam- komutakmörkunum vegna Covid-19- faraldursins og reyndist umferðin í þremur lykilmælisniðum á höfuð- borgarsvæðinu tæplega 21% minni en hún var í sömu viku á síðasta ári. En í vikunni á undan núna í ár, eða viku 40, varð hins vegar tæplega 8% samdráttur. Mest dróst umferðin saman í sniði á Hafnarfjarðarvegi eða um tæp 30% en minnst í sniði á Reykjanes- braut eða um tæp 17%,“ segir í frétt Vegagerðarinnar, sem ætlar að birta umferðartölur af höfuðborgarsvæð- inu vikulega á næstunni til að meta áhrif veirufaraldursins á umferðina. Ef litið er á tölur úr mælisniðum fyrir einstakar vikur og sveiflurnar á árinu má sjá að ef borið er saman við umferðina á seinasta ári hefur verið samdráttur í öllum vikum síðan í viku 24, þ.e. frá því í lok júní, og um- ferðin hefur dregist saman í lang- flestum vikum ársins. Bendir Vega- gerðin á að aðeins í vikum 4-6, 8 og 24 jókst umferðin á árinu. omfr@mbl.is Umferðin minnkar í þriðju bylgju  Umferðin á höfuðborgarsvæðinu sveiflast í takt við sóttvarnaaðgerðir  Var átta prósentum minni í seinustu viku en í vikunni þar á undan  Dróst saman um tæp 30% á Hafnarfjarðarvegi janúar mars apríl júní september okt.maí júlí ágústjanúar Umferð á höfuðborgarsvæðinu og nýgengi kórónuveirusmita innanlands Vika 1-41 2020 (1. janúar til 11. október) Heimild: Vegagerðin og covid.is 0% -10% -20% -30% -40% -50% 250 200 150 100 50 0 Breyting á umferð Nýgengi innanlands Breyting á umferð um mæli- svæði Vegagerðarinnar 2020 miðað við sama tíma 2019 Nýgengi smita innanlands, 14 daga nýgengi á hverja 100.000 íbúa Sala eldsneytis náði nýju há- marki í júlí sl. og var rúmmál eldsneytis sem selt var af dælu vegna ökutækja á vegum lands- ins 31 þúsund rúmmetrar í þeim mánuði. Aukning var um 8,6% miðað við sama mánuð fyrir ári. Þetta kemur fram í umfjöllun Hagstofunnar. Þar segir að hlut- ur eldsneytis sem greitt var fyr- ir með erlendum greiðslukort- um hafi lækkað mikið í júlí frá sama tíma í fyrra. Sé gert ráð fyrir að önnur sala en með er- lendum greiðslukortum hafi verið til íslenskra heimila og fyrirtækja megi ætla að elds- neytisnotkun Íslendinga hafi verið 30% hærri í júlí. 8,6% aukn- ing í júlí ELDSNEYTI OG UMFERÐ Morgunblaðið/Golli Umferð Sala eldsneytis jókst í júlí. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Umsóknir um alþjóðlega vernd hér á landi frá síðustu mánaðamótum voru orðnar 44 þann 12. október, sam- kvæmt upplýsingum frá Útlendinga- stofnun. Til samanburðar hefur fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd verið á bilinu 65 til 105 á mán- uði undanfarna þrjá mánuði. „Töluverð breyting hefur orðið á samsetningu umsækjenda frá því á fyrri hluta ársins. Stærstur hluti þeirra sem sótt hafa um vernd und- anfarna þrjá mánuði eru einstakling- ar sem þegar hafi fengið vernd í öðru Evrópulandi (um 70%). Flestir koma frá Írak og Palestínu og er algengast að þeim hafi verið veitt vernd á Grikklandi eða í Ungverjalandi. Um- sækjendum frá Venesúela, sem voru fjölmennasti hópurinn á síðasta ári og framan af þessu ári, hefur hins vegar snarfækkað,“ segir í svari Þór- hildar Óskar Hagalín, upplýsinga- fulltrúa Útlendingastofnunar. Stór hluti farþega sækir um Bergþór Ólason alþingismaður spurði Áslaugu Örnu Sigurbjörns- dóttur dómsmálaráðherra um mál- efni hælisleitenda á Alþingi í fyrra- dag. Töluverður straumur hafi verið af hælisleitendum til landsins þrátt fyrir að mjög hafi dregið úr ferðalög- um vegna sóttvarnasjónarmiða. Fréttir hafi borist af því að 40% far- þega í tiltekinni flugvél hafi óskað eftir alþjóðlegri vernd hér. Bergþór bar fjölda umsókna um alþjóðlega vernd hér í fyrra saman við það sem var hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Umsóknir á hverja 10.000 íbúa voru 24 á Íslandi, 22 í Svíþjóð, 8 í Finn- landi, 5 í Danmörku og 4 í Noregi. Dómsmálaráðherra sagði það rétt að stór hluti þeirra sem kæmi hingað þessa dagana væri fólk í leit að al- þjóðlegri vernd. Hún sagði reynt að vinna að því að stytta málsmeðferð- artíma. Umsóknir árið 2019 hafi ver- ið gríðarlega margar og aldrei hafi fleirum verið veitt vernd en það ár. Varðandi það hvers vegna hælis- leitendur leita frekar hingað en ann- að sagði dómsmálaráðherrann meðal annars að hér sé kerfið varðandi það að veita fólki vernd sem fengið hefur vernd í öðrum Evrópuríki talsvert frábrugðið því sem er í nágranna- löndunum. Margir farþegar leita hælis  Stór hluti umsækjenda hefur þegar fengið vernd í öðru Evrópulandi Fjöldi umsókna um vernd eftir mánuðum 2017 2018 2019 Janúar-október 2020* jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. 125 100 75 50 25 0 88 88 59 6 4 19 106 80 44 Heimild: Útlendingastofnun *Til 12. október 64 2017-2020 Loftrýmisgæsla Bandaríkjanna hér á landi er hafin, en sl. mánudag fór flugherinn í æfinga- og vottunar- flug frá Keflavíkurflugvelli. Alls eru hingað komar 14 orrustuþotur af gerðinni F-15 en birgða- og fólksflutningar fóru fram með her- flutningavélum af gerðinni C-17 og Boeing 747-breiðþotu. Hópurinn kom hingað til lands frá Bretlandi. Loftrýmisgæsla Bandaríkjanna er gjarnan umfangsmeiri en gæsla annarra NATO-þjóða, þannig má t.a.m. nefna að fyrir tveimur árum síðan sendu þeir hingað einnig 14 orrustuþotur. Búast má við að- flugsæfingum á Akureyri og Egils- stöðum til 16. október næstkom- andi, ef veður leyfir. Bandaríkin gæta nú loftrýmis Íslands NATO F-15 standa nú vaktina hér við land.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.