Morgunblaðið - 14.10.2020, Síða 11

Morgunblaðið - 14.10.2020, Síða 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2020 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Bandaríkjamenn og Þjóðverjar hvöttu í gær tyrknesk stjórnvöld til þess að kalla til baka rannsóknaskip sitt Oruc Reis, sem hélt úr höfn á sunnudaginn til að kanna olíu- og jarðgasauðlindir á hafsbotni í aust- urhluta Miðjarðarhafsins. Í tilkynningu bandaríska utanrík- isráðuneytisins sagði að Bandaríkja- stjórn fordæmdi ákvörðun Tyrkja, þar sem Grikkir gerðu tilkall til þeirra svæða sem skipið hygðist sigla um. „Við skorum á Tyrkland að binda enda á þessa úthugsuðu ögrun og hefja könnunarviðræður við Grikkland þegar í stað,“ sagði í til- kynningunni. Þá sagði einnig að þvinganir, hótanir og hernaðarbrölt myndu ekki draga úr þeirri spennu sem nú ríkti á austanverðu Miðjarð- arhafi. Munu ekki hefja viðræður Grísk stjórnvöld fordæmdu þegar um helgina ákvörðun tyrkneskra stjórnvalda, og ítrekuðu í yfirlýsingu í gær að engar viðræður myndu fara fram fyrr en skipið hefði snúið aftur til Tyrklands ásamt þeim herskipum sem fylgdu því. George Gerapetritis, utanríkisráðherra Grikklands, sagði að Grikkir myndu enn fremur taka málið upp á leiðtogafundi Evrópu- sambandsins, sem á að hefjast á morgun. Lýsir yfir samstöðu ESB Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hugðist heimsækja bæði Grikkland og Kýpur í gær vegna málsins. Sagði hann að Tyrkir yrðu að láta af ögrandi hegðun sinni ef þeir vildu að viðræður færu fram, en þýsk stjórnvöld hafa boðist til þess að vera með milligöngu í þeim. Ítrekaði Maas að Grikkland og Kýpur nytu óskoraðrar samstöðu Þýskalands og Evrópusambandsins. Samskipti Evrópusambandsins og Tyrkja hafa verið til umræðu þar að undanförnu, og er spennan á milli Grikkja og Tyrkja einungis eitt af nokkrum málum, sem valdið hafa áhyggjum meðal forsvarsmanna Evrópusambandsins, en afskipti Tyrkja af deilum Armena og Asera hafa einnig þótt umdeild, sem og hernaðaríhlutun Tyrkja í Sýrlandi og Líbíu. AFP Spenna Rannsóknaskipið Oruc Reis sést hér í tyrkneskri höfn í ágúst. Vara Tyrki við ögrunum  Bandaríkjamenn og Þjóðverjar hvetja tyrknesk stjórnvöld til að kalla rann- sóknaskip sitt til baka  Grikkir hyggjast taka málið upp á leiðtogafundi ESB Alríkisdómarinn Amy Coney Bar- rett sagði við meðlimi dómsmála- nefndar öldungadeildar Banda- ríkjaþings í gær að hún myndi setja persónulegar og trúarlegar skoð- anir sínar til hliðar þegar hún dæmdi í fordæmisgefandi málum, verði hún skipuð í Hæstarétt Bandaríkjanna. Barrett sagði þó ekki hvernig hún myndi dæma ef málefni eins og fóstureyðingar kæmu til kasta réttarins. Barrett var í gær spurð út í skoð- anir sínar á hinum ýmsu málefnum sem varðað gætu hæfi hennar til þess að sitja sem dómari í Hæsta- rétti, en Barrett hafnaði því alfarið að hún væri með einhvers konar stefnuskrá sem hún myndi fylgja ef öldungadeildin samþykkir skipan hennar. Þá neitaði Barrett að svara því hvort hún myndi segja sig frá málum sem myndu snúa að fram- kvæmd forsetakosninganna í haust. „Ég hef ekki lofað neinum neinu, hvorki í öldungadeildinni né í Hvíta húsinu, um hvernig ég myndi dæma í nokkru máli,“ sagði Barrett. BANDARÍKIN AFP Hæstiréttur Barrett svaraði spurn- ingum þingmanna nefndarinnar í gær. Segist setja skoð- anir sínar til hliðar Bandaríska lyfjafyrirtækið John- son & Johnson tilkynnti í gær að það hefði sett prófanir á bóluefni sínu gegn kórónuveirunni í bið- stöðu á meðan veikindi eins þátt- takandans væru könnuð. Mun óháð- ur aðili fara yfir einkenni hans og reyna að skera úr um hvort þau tengdust bóluefninu. Fyrr í haust varð að gera tíma- bundið hlé á prófunum Oxford- háskóla á sínu bóluefni, en þær hóf- ust svo aftur að lokinni rannsókn. BANDARÍKIN Prófanir settar á ís vegna veikinda Enn var barist í Nagornó-Karabak- héraði í gær, þrátt fyrir ítrekuð áköll helstu stórvelda heims um að stjórnvöld í Armeníu og Aserbaíd- sjan myndu virða vopnahléssam- komulag sem þau undirrituðu um helgina. Samkvæmt staðfestum töl- um hafa nærri 600 manns nú fallið í átökunum, þar af 73 óbreyttir borgarar, en Rauði krossinn varaði við því í gær að átökin hefðu nú þegar haft áhrif á hundruð þús- unda manna, og að heilbrigðisþjón- usta í héraðinu væri nú á fallanda fæti. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallaði í gær eftir því að báðar þjóðir myndu virða samkomulagið, en því var ætlað að gefa þeim tækifæri til þess að skiptast á föngum og sækja lík. Skoraði Pompeo jafnframt á báða aðila að hætta að skjóta á svæði þar sem óbreyttir borgarar hefðust við. Þá sendu fulltrúar Frakklands, Rússlands og Bandaríkjanna í Minsk-hópnum svonefnda frá sér yfirlýsingu þar sem Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsjan, og Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Arme- níu, voru hvattir til þess að virða vopnahléið þegar í stað. Sagði í yf- irlýsingu hópsins að afleiðingarnar gætu annars orðið geigvænlegar. Mannfall meðal vígamannanna Spurningar hafa vaknað um þátt Tyrkja í átökunum, en þeir hafa meðal annars verið sakaðir um að hafa greitt leið sýrlenskra víga- manna til átakasvæðanna til stuðn- ings stjórnvöldum í Aserbaídsjan. Bresku mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights áætlar að um 1.450 slíkir hafi farið til Aserbaídsjan, þar af 250 í þessari viku. Þá eru 119 þeirra sagðir hafa fallið í átökun- um, en 78 lík hafa verið send aftur til Sýrlands. Enn barist þrátt fyrir vopnahlé  Pompeo hvetur Armena og Asera til að virða samkomulag helgarinnar AFP Í skjóli Þessar konur í borginni Ter- ter í Aserbaídsjan leituðu skjóls undan sprengjuregni í kjallara. WWW.LIFSTYKKJABUDIN.IS Sláum nýjan tón í Hörpu Við óskum bæði eftir áhugasömum rekstraraðilum og hugmyndum einstaklinga að skemmtilegum nýjungum á neðri hæðum í Hörpu Nánar á harpa.is/nyr-tonn . ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.