Morgunblaðið - 14.10.2020, Page 12

Morgunblaðið - 14.10.2020, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þrjár vikureru nú tilforseta- kosninganna í Bandaríkjunum og benda skoð- anakannanir nú til þess að bilið á milli Joe Biden, fram- bjóðanda demókrata, og Do- nalds Trump Bandaríkja- forseta sé á bilinu 10 til 12 prósentustig á landsvísu. Þrátt fyrir ýmsar tilraunir Trumps til þess að draga úr þeim mun virðist munurinn frekar hafa aukist en hitt. Þetta kann að skýra að Bi- den keppist ekki beinlínis við að fá að komast í kappræður gegn Trump, hann telur sennilega vænlegast fyrir sig að taka minni áhættu en meiri. Trump, nýrisinn úr veik- indum sínum, er þó öruggur með sig að vanda og telur sig hafa ærið efni til, enda gleymist oft að kosningarnar í Bandaríkjunum eru flóknar og að niðurstaðan ræðst ekki endilega af því hvor fram- bjóðandinn halar inn fleiri atkvæði í heildina heldur hvor fær fleiri kjörmenn, en þeim er útdeilt á ríkin eftir íbúafjölda. Myndin þar er þó væntanlega ekki eins og for- setinn vildi hafa hana, en þar munar nú að meðaltali tæp- um fimm prósentustigum á honum og Biden. Ýmislegt getur þó gerst á þremur vikum og endur- speglast það í ferðalögum frambjóðendanna. Ríki er ekki það sama og ríki, líkt og Nixon fékk að kynnast árið 1960, þegar hann eyddi dýr- mætum tíma í baráttunni í að heimsækja hvert einasta ríki Bandaríkjanna, og skipti þá engu máli þó að það væri tal- ið nær öruggt í vasa hans eða Kennedys. Fyrir vikið fengu þau ríki sem gátu ráðið úr- slitum ekki þá athygli sem frambjóðandinn hefði átt að veita þeim. Segja má að Hillary Clin- ton hafi líka misreiknað þýð- ingu ólíkra ríkja fyrir fjórum árum, þegar hún taldi tímasóun að heimsækja nokkur ríki, þá sérstaklega Wisconsin, sem talin voru svo örugg vígi demókrata að útilokað væri að þau féllu. Það voru því henni og demó- krötum sár vonbrigði þegar Trump felldi þau vígi eitt af öðru á kosninganóttinni. Þó að Biden hafi þótt sein- þreyttur til ferðalaga í kosn- ingabaráttunni til þessa og hafi dvalið lang- dvölum undir yf- irborði jarðar hefur hann lært af mistökum Clinton og gætt þess vandlega að heimsækja ríki eins og Wisconsin og Michigan, í þeirri von að þeir kjósendur þar sem kusu Trump samþykki að snúa aftur í faðm demókrata. En Wisconsin og Michigan geta líklega ekki tryggt Bi- den Hvíta húsið, þótt mik- ilvæg séu. Lykilinn að Hvíta húsinu er sennilega að finna í Pennsylvaníu-ríki að þessu sinni, en þar er rík blanda af kjósendum bæði demókrata og repúblikana, auk þess sem ríkið býr yfir 20 kjör- mönnum, sem gætu farið langleiðina með tryggja kosningarnar fyrir þann sem hreppir hnossið. Það er því ekki að undra að báðir frambjóðendur leggja nú ofurkapp á að laða kjós- endur í Pennsylvaníu til fylgis við sig, og verður það líklega mest „heimsótta“ rík- ið í kosningabaráttunni að þessu sinni. Það segir líka sína sögu að Trump hefur á forsetatíð sinni heimsótt rík- ið 24 sinnum, og sömuleiðis að þar hóf Biden kosninga- baráttu sína í forvali Demó- krataflokksins. Þá hafa báðir flokkar lagt ríka áherslu á að bera út boðskap sinn í ríkinu, og reynt að sækja í kjósendur hinna af meiri krafti en jafn- an tíðkast í Bandaríkjunum. Lögfræðingar beggja flokka hafa enn fremur farið mikinn í Pennsylvaníu til þess að tryggja að talning utankjör- fundaratkvæða verði þeim sem hagfelldust. Gert er ráð fyrir að sú barátta muni standa fram á og jafnvel fram yfir kjördag. Sem stendur er útlitið dökkt fyrir Trump í Penn- sylvaníu, þar sem Biden leið- ir í ríkinu með sjö prósentu- stiga mun. En þrjár vikur eru stundum sem heil eilífð í stjórnmálum og forsetinn telur sig hafa gæfuna með sér í liði, líkt og fyrir fjórum árum, fullur af orku á ný eft- ir persónulegan sigur á kór- ónuveirunni. Og vissulega er það svo að reynslan frá því fyrir fjórum árum hlýtur að kenna keppinauti Trumps að bóka ekki sigurinn fyrir fram. Ræður Pennsylvanía næsta íbúa Penn- sylvaníu-strætis?} Harður slagur í mögulegu úrslitaríki Á undanförnum árum hafa komið upp fjölmörg mál þar sem ein- staklingar hafa verið beittir of- beldi, sætt ofsóknum eða hót- unum og í framhaldi óskað eftir nálgunarbanni á þann sem ofbeldinu beitir. Um sum þessara mála hefur verið fjallað í fjöl- miðlum en þau eru þó talsvert fleiri en fólk ger- ir sér almennt grein fyrir. Nálgunarbannið er ráðstöfun en ekki eig- inleg refsing og erfitt hefur reynst að fella fjöl- breytta háttsemi undir ákveðin hegning- arlagabrot. Fram til þessa hefur úrræðið því ekki veitt þolendum ofbeldis nægilega vernd fyrir síendurteknum friðhelgisbrotum eða of- sóknum sem skert hefur frelsi þess sem fyrir ofbeldinu verður. Til að styrkja þessa vernd er mikilvægt að lögfesta sérstakt refsiákvæði. Ég hef lagt fram frumvarp um „umsáturseinelti“ (e. stalking) sem ég tel mikilvægt til að veita einstaklingum þá vernd sem þeir þurfa og þá friðhelgi sem þeir eiga rétt á. Með frumvarp- inu er lagt til að nýrri lagagrein verði bætt við almenn hegningarlög sem geri það refsivert að hóta, fylgjast með, setja sig í samband við eða með öðrum sambærilegum hætti sitja um annan einstakling ef háttsemin er end- urtekin og til þess fallin að valda ótta eða kvíða. Lagt er til að brot gegn ákvæðinu varði sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Með þessu nýja ákvæði erum við að stíga mikilvægt skref í aukinni réttarvernd þeirra sem verða fyrir ofbeldi. Ákvæðið kemur til viðbótar ákvæðum um nálgunarbann og brottvísun af heimili og er sambærilegt ákvæði í hegningarlögum flestra Norðurlandaþjóðanna. Eftir að Ísland gerðist aðili að Istanbúl- samningi Evrópuráðsins um forvarnir og bar- áttu gegn ofbeldi gegn konum og á heimilum voru árið 2016 gerðar breytingar á íslenskum hegningarlögum til að tryggja að íslensk refsi- löggjöf uppfyllti ákvæði samningsins. Þá var ekki talin þörf á refsiákvæði um umsát- urseinelti en af dómaframkvæmd og reynslu er ljóst að núverandi rammi laganna nær ekki nægjanlega vel utan um þessa háttsemi sem á grófan hátt skerðir frelsi og friðhelgi annarra. Í frumvarpinu eru algengustu aðferðir sem beitt er við umsáturseinelti taldar upp. Sú upp- talning er þó ekki tæmandi og aðrar aðferðir sem eru til þess fallnar að valda öðrum hræðslu eða kvíða falla einnig undir ákvæðið. Ákvæðið gerir engar kröfur til tengsla geranda og þolanda enda getur umsáturseinelti bæði beinst að einhverjum sem ger- andi þekkir vel sem og bláókunnugum. Það eru sjálfsögð mannréttindi að einstaklingum sé tryggður sá réttur í lögum að ganga um í samfélaginu óá- reittir. Með ákvæðinu treystum við þann rétt okkar allra og stígum mikilvægt skref í átt að aukinni réttarvernd þeirra sem verða fyrir ofbeldi. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Vernd gegn umsátri Höfundur er dómsmálaráðherra. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Umframeftirspurn er eftirhlutabréfum í Arnarlaxi íútboði á nýju hlutafé.Fyrirhugað er að útboðið standi í tvo daga en klukkan 10 í gær- morgun var tilkynnt að borist hefðu áskriftir fyrir allri fjárhæðinni. Ís- lenskum fjárfestum fjölgar í hluthafa- hópnum. Þannig mun Gildi lífeyris- sjóður eiga rúmlega þriggja milljarða króna hlut og Stefnir sem er sjóða- stýringarfélag Arion banka fjárfestir fyrir milljarð. Nýr hluthafalisti hefur ekki verið gefinn út en Gildi verður væntanlega næststærsti hluthafinn, á eftir SalMar sem eftir sem áður mun eiga meirihluta hlutafjár. Icelandic Salmon sem er norskt eignarhaldsfélag Arnarlax og skráð á Notc-markaðinn í kauphöllinni í Osló hefur ákveðið að færa sig á Merkur- markaðinn í kauphöllinni. Fyrsti við- skiptadagur á Merkur-markaðnum er áætlaður 27. október. Jafnframt er boðið út nýtt hlutafé á genginu 115 sem er heldur lægra verð en myndast í kauphöllinni. Gildi kaupir fyrir 3 milljarða Aukna hlutaféð sem boðið var út í gær skilar félaginu um 6,5 millj- örðum íslenskra króna brúttó. Fjár- festar skrifuðu sig fyrir þeirri upp- hæð strax í gærmorgun auk rúmlega tveggja milljarða sem tveir eldri hlut- hafar ákváðu að selja. Kemur það í hlut stjórnar félagsins að ákveða hverjir fá að kaupa. Áður en sjálft útboðið hófst höfðu þrír nýir kjölfestufjárfestar skuldbundið sig til að kaupa hlutabréf fyrir rúma fimm milljarða íslenskra króna. Það eru Gildi lífeyrissjóður sem fjárfestir fyrir rúma þrjá millj- arða, Stefnir sem keypti fyrir tæplega 1,5 milljarða og norski fjárfestinum Edvin Austbø sem keypti fyrir hálfan milljarð kr. „Áhersla Icelandic Salmon á sjálfbærni í starfsemi sinni, gæði og vottanir í framleiðslunni og virðingu fyrir umhverfinu gera félagið að áhugaverðum fjárfestingarkosti að mati sjóðsins,“ segir í svari Gildis við fyrirspurn Morgunblaðsins og áfram: „Icelandic Salmon er öflugt og vax- andi framleiðslufyrirtæki sem nær til allrar virðiskeðju laxeldis á Íslandi. Þetta er fjárfesting í vaxandi grein sem við höfum væntingar um að skili sjóðnum góðri ávöxtun til lengri tíma.“ Þarna er vísað til þess að Arnar- lax fékk ASC-vottun á eldissvæðinu við Tjaldanes í síðustu viku og hafa nú fimm eldissvæði félagsins fengið þessa eftirsóttu vottun. Kjartan Ólafsson, stjórnarfor- maður Arnarlax, er ánægður með þátttöku íslenskra fjárfesta. „Gildi vandar mjög aðkomu sína að fjárfest- ingum og er það viðurkenning fyrir félagið að standast kröfur hans. Mér virðist einnig að flestir lífeyrissjóðir landsins og fagfjárfestar sýni útboð- inu áhuga þótt ég viti ekki hverjir hafi skráð sig fyrir hlutum.“ Spurður um þýðingu þess fyrir Arnarlax að íslenskir fjárfestar komi sterkir inn í félagið segir Kjartan að mikilvægt sé að fá stuðning úr nær- samfélaginu þannig að unnið sé að uppbyggingunni á Vestfjörðum með sameiginlegu átaki. Fjárfest í innviðum Fjármunirnir sem útboðið skilar til félagsins verða meðal annars nýtt- ir í markaðs- og sölumál. Þá er ætl- unin að fjárfesta fyrir rúma ellefu milljarða króna á næstu þremur til fjórum árum í seiðafram- leiðslu, uppbyggingu líf- massa í sjókvíum og upp- færslu vinnslustöðvar á Bíldudal. Umframeftirspurn eftir bréfum Arnarlax Tvö fyrirtæki selja hluti í Arn- arlaxi í tengslum við útboðið. Gyða ehf., félag Kjartans Ólafs- sonar stjórnarformanns, selur 22% af eignarhlut sínum sem fyrir var 4,8% og norski fjárfest- ingarsjóðurinn Pactum selur 55% af hlut sínum sem var 6,8%. Söluandvirði seldra hluta er rúmlega tveir milljarðar króna og gafst nýjum hluthöfum kost- ur að kaupa hlutabréfin í útboð- inu í gær. „Það er aldrei góður tími fyrir stjórnarformann að selja af hlut sínum en ég ákvað að dreifa áhættu minni. Ég bætti við hlut minn í fyrra og tók til þess lán. Ég nota hluta andvirðis bréfanna til að kaupa hlutabréf í SalMar, móðurfélagi Arnarlax, og hluta til að greiða niður lánin,“ segir Kjartan. Minnkuðu hluti sína STJÓRNARMENN Kjartan Ólafsson Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Bíldudalur Arnarlax er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins. Nú sækjast inn- lendir fjárfestar í auknum mæli eftir því að taka þátt í uppbyggingunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.