Morgunblaðið - 14.10.2020, Síða 17

Morgunblaðið - 14.10.2020, Síða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2020 um atburðum. Hún rifjaði upp árin á Bráðræðisholtinu þar sem hún ólst upp hjá móðurafa sínum, Sveini Jóni, og ömmu sinni, Helgu, frá árinu 1925. Á kreppu- árunum bjó hún með þeim vestur í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Jörðina keyptu þau hjónin full bjartsýni en misstu hana að fjór- um árum liðnum vegna þess að þau fengu ekki nógu mikið fyrir afurðirnar til að geta staðið í skil- um. Þá fluttust þau aftur í Bráð- ræði í Reykjavík þar sem Sveinn Jón var með lítinn búrekstur, meðal annars hænur, og seldi egg og fisk. Um tíma leigði hann Akurey þar sem hann heyjaði og þangað fór Helga með afa og ömmu með nesti og tjald. Af þeim ferðum hafði hún yndi og naut útiverunnar. Um tvítugt flutti Helga á heimili Hans Þórðarsonar föður síns og Hönnu, seinni konu hans, sem þá bjuggu á Grenimel. Það var mikið menningar- heimili þar sem tónlist, myndlist, leiklist og bókmenntir höfðu mót- andi áhrif á hana. Stundum feng- um við líka að heyra Helgu segja frá námsárunum í Bandaríkjun- um á eftirstríðsárunum sem voru henni greinilega minnisstæð. Það er komið að kveðjustund. Ég kveð mína ágætu tengdamóð- ur og þakka henni samfylgdina í næstum hálfa öld. Friðrik G. Olgeirsson. Fullkomnar pönnukökur með rjóma og jarðarberjasultu og ljúffeng súkkulaðikaka í borð- stofunni á Flókagötunni er ein fyrsta minningin sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um ömmu Helgu. Við fjölskyldan fórum í kaffi til ömmu og afa flestar helgar þegar ég var lítil og þar var alltaf jafn gaman. Þegar ég var búin að háma í mig kræsingarnar var fjör að kíkja út á svalirnar, horfa á erlendu sjón- varpsstöðvarnar, prófa alla mjúku og fínu stólana og sófana eða glamra á píanóið. Fjölskyldu- jólaboðið hjá ömmu og afa var alltaf einn af hápunktum jólanna hjá mér. Þar borðaði maður góð- an mat og allar dýrindis smákök- urnar sem amma var búin að baka. Loftkökurnar voru í al- gjöru uppáhaldi hjá mér. Amma hlýtur að hafa verið búin að baka í marga mánuði. Síðan voru amma og afi örugglega með þeim fyrstu á Íslandi til að eiga Pic- tionary-spilið og það var setið og spilað í marga klukkutíma í jóla- boðinu. En jafnvel þó að amma hafi verið svona dugleg að baka þá var hún aldeilis ekki búttuð eldri kona í kámugri svuntu stanslaust inni í eldhúsi. Síður en svo. Hún var þvílíkur heilsugarpur sem var sífellt í göngutúrum og fór daglega í sund. Oft þegar við komum í heimsókn var amma ekki búin að skila sér heim úr sundferð dagsins. Amma var líka mikil ævintýra- kona. Hún hafði gaman af því að ferðast til útlanda og sagði mér oft sögur frá því þegar hún stundaði nám í Boston. Síðast þegar ég hitti ömmu vorum við einmitt að tala saman um tímann sem hún átti í Bandaríkjunum. Það lifnaði yfir henni þegar hún sagði mér frá ævintýralegu flug- ferðinni til Bandaríkjanna árið 1945, þá rétt eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk. Þá flaug hún með bandarískri herflugvél sem hafði stoppað á Íslandi á leiði sinn frá meginlandi Evrópu til New York. Þarna flaug hún samferða bandarískum her- mönnum sem voru á leiðinni heim. Það ríkti mikil leynd yfir staðsetningu þessarar flugvélar því stríðinu í Kyrrahafinu var ekki fyllilega lokið. Frændi ömmu sem bjó í Bandaríkjunum á þessum tíma og ætlaði að að- stoða hana gat ekki fengið að vita hvar vélin lenti og amma þurfti því að bjarga sér í stórborginni og útvega sér sjálf gistingu fyrstu dagana. Amma var afar brosmild kona. Hún var alltaf jákvæð og mjög áhugasöm þegar ég sagði henni frá því sem var að gerast í mínu lífi. Eyrun voru sperrt og augn- sambandið algjört þegar ég sagði henni frá einhverju sem hafði gerst í skólanum eða í íþróttum. Mér fannst ég alltaf vera að segja hinar merkustu fregnir. Hún var líka alltaf með húm- orinn í lagi. Þegar hún var orðin níræð var hún enn að grínast og gantast. Hún sat við hliðina á mér í brúðkaupi eldri bróður míns og þegar ég spurði yngri bróður minn hvort hann ætlaði ekki að fara að heimsækja mig til Ástralíu hélt amma að ég væri að spyrja sig. Þá sagðist hún vera orðin allt of gömul til að ferðast svona langt og að eini möguleik- inn á að hún myndi koma í heim- sókn væri ef hún kæmi sem vofa. Þetta sagði hún um leið og hún rétti út handleggina og lét sem hún væri að fljúga. Þetta fannst mér fyndið. Helga Friðriksdóttir. ✝ Guðlaug Sig-urgeirsdóttir fæddist á Ísafirði 16. febrúar 1927. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Grund 5. október 2020. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Péturs- dóttir frá Hrólfs- skála á Seltjarn- arnesi, f. 5.10. 1893, d. 20.7. 1979, og Sigurgeir Sigurðsson, prófastur á Ísafirði, síðar biskup Íslands, f. 3.8. 1890, d. 13.10. 1953. Systkini Guð- laugar voru: 1) Pétur, prestur á Akureyri, síðar biskup Íslands, f. 2.6. 1919, d. 4.6 2010. Eig- inkona hans var Sólveig Ás- geirsdóttir, f. 1926, d. 2013. 2) Sigurður, deildarstjóri í Útvegs- banka Íslands, f. 6.7. 1920, d. 8.11. 1986. Eiginkona hans Pál- ína Guðmundsdóttir, f. 1928, d. 2018. 3) Svanhildur, deild- arstjóri í utanríkisráðuneytinu, f. 18.3. 1925, d. 5.10. 1998. Guðlaug giftist Sigmundi Magnússyni, yfirlækni í blóð- meinafræði, 31.10. 1957. Sig- mundur fæddist í Vestmanna- eyjum 22.12. 1927 og lést 26.3. 2017. Foreldrar Sigmundar voru hjónin Magnús Þórðarson verkamaður, f. 5.3. 1895, d. 2.1. Harpa, f. 1994. 3) Guðrún, yf- irlæknir hjá sóttvarnalækni, f. 30.8. 1961, gift Gylfa Óskarssyni barnahjartalækni, f. 12.6. 1961. Börn þeirra eru: a) Guðlaug, f. 1988, gift Hlyni Daða Sævars- syni. Börn þeirra eru Egill Arn- ar og Guðrún Freyja. b) Hólm- fríður, f. 1992. Unnusti hennar er Einar Sigurvinsson. c) Magn- ús Atli, f. 2000. Unnusta hans er Daria Lind Einarsdóttir. Guðlaug ólst upp á Ísafirði en flutti til Reykjavíkur 1939. Hún stundaði nám við Kvennaskól- ann og fór 19 ára í Berkley- háskólann þar sem hún lagði stund á ensku og heimilisfræði. Hún lauk prófi frá Húsmæðra- skóla Íslands og næringar- ráðgjöf frá University of Minne- sota. Í kjölfarið starfaði hún við næringarráðgjöf í Minneapolis og Boston. Þegar heim var kom- ið var hún einn fyrsti, ef ekki fyrsti, næringarráðgjafinn á Ís- landi. Guðlaug kenndi heim- ilisfræði við Melaskóla og Hús- mæðrakennaraskóla Íslands. Hún stofnsetti deild í næring- arráðgjöf á Borgarspítalanum. Guðlaug lauk stúdentsprófi frá MH 1980. Hún starfaði á lækna- stofu Sigmundar eiginmanns síns 1977-1997 og við næring- arráðgjöf á Landspítalanum 1992-1997. 1983, og Sigríður Sigmundsdóttir, f. 18.3. 1897, d. 18.5. 1982. Bræður Sig- mundar voru Þórð- ur Eydal, f. 1931, d. 2019, og Þórarinn, f. 1921, d. 1999. Börn Guðlaugar og Sigmundar eru: 1) Sigurgeir, tónlist- armaður og við- skiptafræðingur, f. 8.9. 1958, kvæntur Hildi Ástu Viggósdóttur deildarstjóra, f. 10.6. 1966. Börn Sigurgeirs eru: a) Sandra, f. 1986, í sambúð með Þórði Ólafssyni. Dóttir Söndru er Erla Talía Einarsdóttir, dótt- ir Þórðar er Brynhildur Nadía, börn Söndru og Þórðar eru Ólafur Tryggvi og Dynja Sig- urdís. b) Davíð, f. 1987, kvæntur Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur. Börn þeirra eru Margrét Lilja og Jón Geir. Synir Hildar eru: Arnar Geir og Daníel Freyr, kvæntur Karen Keller, dætur þeirra eru Klara og Ellen. 2) Sigríður sjúkraliði, f. 16.8. 1960, gift Hermanni Ársælssyni fram- kvæmdastjóra, f. 21.5. 1965. Börn þeirra eru: a) Sigmundur Grétar, f. 1985, í sambúð með Evu Rún Guðmundsdóttur. Börn þeirra eru Jónatan, Sigríður Lóa og Sóllilja. b) Guðlaug Það er margt sem flýgur í gegnum hugann þegar ég sest niður til þess að minnast mömmu. Hún var skynsöm, góð og skilningsrík móðir sem fyrir- gaf allt, dæmdi aldrei, en gaf góð ráð. Hún hafði skoðanir og fór svo sem ekkert leynt með þær, en þröngvaði þeim aldrei upp á fólk. Mamma setti sig alltaf í annað sæti og tók hagsmuni annarra fram yfir sína eigin. Heimili for- eldra minna var þannig oft eins og brautarstöð, alltaf fullt af fólki og ef eitthvað bjátaði á í stórfjöl- skyldunni var gott að eiga Sig- mund og Laugu að. Pabbi var læknir allan sólarhringinn og mamma alltaf tilbúin til að að- stoða og bjóða fólki heim í mat og eða gistingu. En mamma stóð nú samt með sjálfri sér þegar á þurfti að halda og þegar yfirmaður hennar á Borgarspítalanum neitaði henni um kauphækkun með þeim rök- um að hún væri ekki með stúd- entspróf sagði hún upp, dreif sig í menntaskóla og útskrifaðist 4 ár- um seinna rúmlega fimmtug. Þess má geta að yfirmaðurinn var ekki stúdent. Pabbi og mamma voru gríðar- lega samheldin og góð hjón, eig- inlega fyrirmyndarhjón. Við systkinin fengum fyrirmyndar- uppeldi og það má segja að þau hafi haft okkur í bómull og bjugg- um við þannig við ást og öryggi. Þau vildu okkur allt það besta og að við sæktum okkur menntun við hæfi og voru þannig ekkert að kafna úr hrifningu þegar sonur- inn fór að spila á sveitaböllum, en það átti nú eftir að breytast. Þau ferðuðust mikið saman, gerðu eiginlega allt saman og voru dugleg við hvers kyns heilsurækt, ferðalög og að rækta andann saman á allan mögulegan máta. Árum saman ferðuðust þau saman á fjallajeppum inn á há- lendi, gengu á fjöll og þveruðu jökulár. Einu skiptin sem faðir minn var ósáttur við konuna sína var þegar hún stytti sér leið fyrir golfvöllinn á Seltjarnarnesi í dag- legum göngutúrum þeirra. Þau ferðuðust mikið erlendis og heim- ili þeirra var fullt af gripum úr þeim ferðum. Þau áttu frábært líf saman og voru okkur systkinun- um frábær fyrirmynd í lífi og starfi. Þau voru að sjálfsögðu ekki fullkomin frekar en aðrir, en fullkomin fyrir okkur. Mamma fékk alzheimer á efri árum en sjúkdómurinn var hæg- fara og mamma var sérlega dug- leg að koma sér upp kerfum til þess að muna alla mögulega og ómögulega hluti. Síðustu fimm árin reyndust henni samt erfið, sérstaklega eftir andlát pabba, en skapferlið var alltaf jafn gott og æðruleysið á sínum stað. Það er ekki hægt annað en að gleðjast yfir ævi mömmu. Hún gerði það sem hana langaði að gera, var hamingjusöm og lét verkin tala. Hún sótti sér mennt- un erlendis þegar slíkt var ekki normið, átti fjölbreyttan starfs- ferill eftir nám, hélt stórt og glæsilegt heimili og kom upp þremur frábærum börnum. Hvað er hægt að biðja um meira? Takk, elsku mamma. Sigurgeir. Það hefur örugglega ekki verið auðvelt að fara utan til náms sem ung stúlka árið 1946, en það gerði Lauga með góðum stuðningi Svönu systur sinnar. Það voru konur eins og þær sem ruddu brautina fyrir okkur hinar, því megum við aldrei gleyma. Lauga hélt áfram að mennta sig langt fram á efri ár, og var komin yfir áttrætt þegar hún var með heima- vinnu úr endurmenntunaráfanga við Háskóla Íslands þar sem þau hjónin lásu Íslendingasögur. Þeg- ar gleymskan fór að láta á sér kræla skráði hún allt hjá sér og „gúgglað“ upp á gamla mátann í alls kyns uppflettiritum þegar hana vantaði upplýsingar. Mér þótti afar vænt um tengdamóður mína. Hún hafði hlýja og notalega nærveru og glaðlega framkomu. Laugu var annt um að taka vel á móti okkur öllum og öllu tjaldað til þegar matarboð voru annars vegar. Tengdaforeldrar mínir voru samstillt og samhent hjón. Það var augljóst að kærleikur ríkti milli þeirra og að þau báru virð- ingu hvort fyrir öðru. Ég dáðist að því hve sjálfstæð þau voru í lífi sínu, voru ekki upp á neina komin og ætluðust ekki til neins af fólk- inu sínu annars en heilbrigðra og góðra samskipta. Það var nota- legt að vera boðin velkomin í fjöl- skylduna og dásamleg tilfinning að fá að tilheyra þeim. Við yljum okkur við góðar minningar um ferðalög, glaðleg símtöl og góðar samverustundir, það var alltaf gaman að kíkja við í Steinavörinni eða fá þau hjónin í heimsókn. Lauga var ásamt Sig- mundi sannarlega frábær fyrir- mynd í starfi og leik, en fyrst og fremst sem manneskja. Hildur Ásta Viggósdóttir. Guðlaug Sigurgeirsdóttir Lífið er ekki alltaf auðvelt en þú naust þess. Þú naust þess að ferðast, liggja í sólinni, sinna garðinum, elda mat og þá meina ég ekki að útbúa máltíð fyrir tvo, þrjá. Nei, að halda boð fyrir yfir 20 manns á jóladag eins og þú hef- ur gert síðan ég man eftir mér, gerðir þú með stæl og án þess að blása úr nös. Ég man t.d. bara síð- ustu jól, þá kom ég að þér í eld- húsinu að klifra upp á skápa til að ná í eitthvað sem vantaði. Það sýndi bara hversu hress og ung í anda þú varst. Þess vegna þykir mér enn erfiðara að þú skyldir fara svo snögglega frá okkur og án allra viðvarana. En það lýsir þér kannski líka ágætlega. Þú varst ekkert að tvínóna við hlut- ina eða hangsa og liggja í leti. Ég man bara eftir þér þar sem þú hafðir alltaf eitthvað fyrir stafni. Prjónaðir eins og vindurinn, í göngutúr, brasa í fallega garðin- um þínum eða bara með tvær síg- arettur í gangi hér í gamla daga. En þú gast líka notið þess að lesa bækur eða horfa á sjónvarpið. Eins og þegar ég var svo mikið hjá ykkur þegar ég var lítil og horfði á Olsen-bræður og þættina um Indiana Jones. Þá fékk ég líka að dýfa sykurmola í kaffið þitt og borða. Það var líka alltaf til ís heima hjá þér og afa, það brást held ég ekki. Á kvöldin svaf ég svo á gólfinu við hliðina á þér. Margar yndislegar minningar úr hólun- um. Þegar ég fór að eldast fór ég að sækjast aftur eftir að koma meira til þín, þótt ég vissulega vildi að ég hefði gert enn meira af því. Mig langaði til að kynnast persónunni „Stellu“ betur og þeirri sögu sem hún hafði að segja. Ég hefði viljað hafa þekkt þig á þínum yngri ár- um og hefði líklega sóst eftir því að vera vinkona þín þá. Enda hef- ur maður heyrt hversu vel liðin og skemmtileg þú varst hvar sem þú komst. Ég hef sagt svo mörgum frá þér, hvað mér þykir þú frábær fyrirmynd. Ég meina hvað geta margir sagt frá því að amma þeirra á áttræðisaldri hafi skellt sér á froðudiskó á Kúbu! Það eru líklega ekki margir. Þú heldur áfram að vera mín fyrirmynd þó svo þú sért ekki lengur með okk- ur, þú verður með mér í anda og ég ætla að passa að njóta og lifa eins og þú. Ég ætla líka að reyna að verða jafngóð húsmóðir og þú varst og halda vel utan um fjöl- skylduna þegar ég verð amma og passa að mín barnabörn muni eiga jafn góðar minningar um mig og ég á um þig. Í dag kveð ég þig í bili, elsku amma. Ég ætla að skella mér í hlébarðamunstur og skála fyrir þér og fagna frekar en að vera sorgmædd. Við hittumst svo aftur einn daginn og þá dönsum við saman við Brúsa frænda. „Even if we‘re just dancing in the dark.“ Þín sonardóttir, Sæbjörg Guðjónsdóttir. Elsku amma Stella. Það er svo sárt að sakna en við hugsum með hlýju til allra góðra stunda sem við áttum saman. Við frænkur erum svo þakklátar fyrir tímann sem við fengum með ykk- ur afa þegar við vorum litlar. Að koma upp í Starrahóla var alltaf mikið stuð. Þar tókst þú á móti okkur með faðmlögum, besta rist- aða brauði í heimi og kakómalti. Hlýja, frjálslega andrúmsloftið þar sem við gátum leikið um allt húsið þar sem hvert herbergi bauð upp á ný ævintýri. Stóri fal- legi garðurinn ykkar þar sem við gátum plokkað ýmislegt ætilegt eins og graslauk, rabarbara og jarðarber. Í hólunum gátum við gleymt okkur tímunum saman. Í dag eigum við börn og það vekur svo hlýjar minningar að fylgjast með þeim uppgötva ævintýri hólanna þó stundirnar hafa verið færri en við höfum viljað síðustu ár. Þegar við rifjum upp gamla tíma má alls ekki gleyma öllum þeim ferðalögum sem við frænkur höfum fengið að fara í með ykkur. Ferðunum norður á Hofsós og ferðinni góða til Danmerkur þar sem þú fórst með okkur í rússí- bana í Legolandi þér til mikillar skelfingar. Þú sem hélst að við værum aðeins að fara í rólega skoðunarferð. Þú varst svo umhyggjusöm, hreinskilin og beinskeytt, með mikið jafnaðargeð. Þrátt fyrir óteljandi prakkarastrikin okkar frænkna þá hækkaðir þú aldrei róminn. Að vísu reyndir þú það tvisvar en ég held að við höfum sjaldan hlegið jafn mikið því það var svo ólíkt þér. Elsku amma, þú varst alveg einstök kona og maður vissi aldrei hvað gæti komið næst frá þér. Þú sagðir hlutina alveg eins og þér fannst þeir vera og varst ekkert að fegra þá neitt. Það sem við höf- um hlegið með þér og að þér í gegnum árin. Minningarnar og sögurnar eru endalausar. Amma, þú varst sú sem hélt fjölskyldunni saman. Þú hélst öll fjölskylduboðin og það var ekki annað hægt en að dást að gest- risni þinni. Þú passaðir svo vel upp á að enginn færi svangur úr hólunum og að allir fengju nóg við sitt hæfi. Þú varst svo ótrú- lega opin fyrir því að útbúa mat fyrir alla. Grænmetis- og vegan- fæði fyrir þá sem kusu og slaufu- pasta fyrir matvöndu börnin. Það er skrýtið að halda áfram án þín. Það er sárt að hafa ekki fengið að kveðja þig og svo margt sem við hefðum vilja segja þér áður en þú kvaddir þennan heim. Amma Stella, inni í eldhúsinu sínu, dansandi og sönglandi með lögunum í útvarpinu. Þín verður sárt saknað. Stella og Jóhanna.  Fleiri minningargreinar um Stellu Stefánsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS BJARNASON, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, lést miðvikudaginn 30. september. Vegna samkomutakmarkana verða einungis nánustu ættingjar og aðstandendur viðstaddir útförina, sem verður gerð frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 15. október klukkan 13. Athöfninni verður streymt á https://youtu.be/YkjMojT7fyQ og einnig er hlekkur á heimasíðu Bústaðakirkju, kirkja.is. Lilja Jónasdóttir Stefán Atli Halldórsson Gunnar Örn Jónasson Sigrún Jónasdóttir Óskar Jónasson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI HALLGRÍMSSON, fyrrv. vegamálastjóri, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. október klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Athöfninni verður streymt á YouTube undir: Útför Helga Hallgrímssonar. Margrét G. Schram Hallgrímur Helgason Þorgerður Agla Magnúsdóttir Nína Helgadóttir Kjartan Valgarðsson Ásmundur Helgason Elín G. Ragnarsdóttir Gunnar Helgason Björk Jakobsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.