Morgunblaðið - 14.10.2020, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 14.10.2020, Qupperneq 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2020 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er engin ástæða til að gera of mikið úr hlutunum þótt eitthvað fari öðru- vísi en þú ætlaðir. Njóttu daðurs og ástar- sambanda í dag, það veit á gott! 20. apríl - 20. maí  Naut Það er ekki hægt að komast hjá því að veita iðni þinni athylgi. Leyfðu mál- unum að jafna sig áður en þú ræðir þau við félaga þinn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú gætir fundið til einmanaleika í dag. Aðrir þarfnast þín og þú ert nógu sterkur til að deila með þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Rasaðu ekki um ráð fram og skoð- aðu málin frá öllum hliðum áður en þú tekur ákvörðun sem varðar framtíðina. Taktu við því sem að þér er rétt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Láttu ekki gráma hversdagslífsins ná tökum á þér. Ef takmark þitt er að tengjast einhverjum, svo dæmi sé tekið, ættirðu að setja markið hærra, kannski snúa veröld viðkomandi á haus. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur mikla löngun til þess að víkka út heim þinn og læra nýja hluti. Farðu þér því hægt og undirbúðu vandlega hvert skref áður en þú stígur það. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur haldið nógu lengi aftur af sterkum tilfinningum þínum í garð mann- eskju sem heillar þig. Reyndu að hugsa ekki of mikið um þetta. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Dagurinn í dag er kjörinn til þess að losa sig við drasl sem safnast hef- ur fyrir í kjöllurum, geymslum og háa- loftum. Hafðu hugfast að þú ert með hug- aróra. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú átt ekki annars úrkosti en taka því sem að þér er rétt þessa dagana. Ef þú býst við því besta af öðrum er lík- legra að þeir hneigist til þess en ella. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú færð óvæntar gleðifréttir svo full ástæða er til að gera sér glaðan dag. Aðrir veita því eftirtekt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Láttu aðfinnslur annarra ekki draga þig niður. Gakktu hiklaust fram og léttir þinn verður óseigjanlegur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Grundvallarlexíurnar hafa með þol- inmæði og þrautseigju að gera. Að elska er vinátta en ekki valdbeiting. Hildur vann hjá Landlæknisem- bættinu í ellefu ár og var m.a. verk- efnisstjóri um klínískar leiðbeiningar um meðgönguvernd. „Það var tíma- mótarit á sínum tíma og unnið í þver- faglegri sameiningu og virkilega mikilvægt verkefni.“ Hildur hefur verið mjög virk í starfi Ljósmæðrafélags Íslands fram á þennan dag. Hún hefur birt fjölda rit- rýndra greina og pistla, viðtöl og ræð- ur í íslenskum og erlendum tímaritum skólanum árið 1986 og fékk fram- haldsskólakennararéttindi árið 1991. Seinna lauk Hildur meistaraprófi frá KÍ árið 2004 og fékk diplómu í lýð- heilsufræðum frá Norræna lýðheilsu- skólanum í Gautaborg sama ár. „Ég hef lengst af starfsævinni unn- ið við ljósmóðurstörf á ýmsum vett- vangi, á sjúkrahúsum, í heilsugæslu, hjá embætti landlæknis auk þess að sinna kennslu í Ljósmæðraskóla Ís- lands og Háskóla Íslands.“ H ildur Kristjánsdóttir fæddist 14. október 1950 á Húsavík og fyrsta árið bjó hún í Garði í Mývatnssveit, ásamt móður sinni, hjá afa sínum og ömmu. „Fyrstu fimm árin bjó ég aðal- lega í Reykjavík, en þá lauk faðir minn læknanámi og við fluttum fyrst á Hvammstanga og síðar til Blönduóss en þaðan fórum við til Svíþjóðar og bjuggum þar til ársins 1961 þegar við fluttum á Patreksfjörð þar sem við vorum í fimm ár eða til 1966. Eftir það hef ég búið í Reykjavík.“ Hildur var hjá afa sínum og ömmu flest sumur nema þegar hún var í Svíþjóð. „Það var yndislegt og ég var fordekrað elsta barnabarn,“ segir hún og rifjar upp þegar rafmagnið kom í sveitina og öll sveitin hlustaði á línunni þegar hringt var milli bæja. „Jakobína föðursystir mín var gift Þorgrími Starra Björgvinssyni, bónda og hag- yrðingi, og Björgvin pabbi hans og Halldór afi minn voru bræður. Föður- ættin mín tengdist þannig móðurætt minni, og ég var þannig tengd báðum ættum á bænum, því það var tvíbýlt í Garði.“ Hildur gekk í barnaskóla í Svíþjóð og á Patreksfirði og var svo í tvö ár á Laugum í Þingeyjarsýslu í gagn- fræðaskóla. Hún lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar við Vonarstræti og prófi frá Verslunar- skóla Íslands í hagnýtum verslunar- störfum ári síðar. Öll systkini Hildar, fyrir utan einn bróður, hafa farið í heilbrigðisstörf. Hún segir að í gegnum störf föður síns hafi þau alltaf lifað og hrærst í heim- ilislæknastörfum. „Við bjuggum á Hvammstanga um tíma og þá var læknastofan á íbúðarhæðinni og á Blönduósi bjuggum við í íbúð á fyrstu hæð spítalans en á efstu hæðinni var ellideildin og þar bjó Halldóra Bjarna- dóttir, sú merka kona.“ Hildur vann í nokkur ár við skrif- stofu- og verslunarstörf áður en hún fann sína hillu. „Mér fannst ljós- mæður svo fallegar og langaði til að vera ein af hópnum sem bæri þetta fallega starfsheiti.“ Hildur hóf nám í ljósmóðurfræði haustið 1977 og lauk því 1979, þá 29 ára gömul. Hún lauk hjúkrunarprófi frá Nýja hjúkrunar- auk þess að flytja ræður og fræðileg erindi á fagráðstefnum heima og er- lendis. Hún hefur verið í Norðurlandasam- tökum ljósmæðra frá árinu 1987 og var formaður samtakanna frá 2007-2019. Hildur var gerð að heiðursfélaga Ljós- mæðrafélags Íslands 2014 og sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálka- orðu 17. júní 2019. „Ég hef verið mjög lánsöm og átt gott líf. Ég hef alltaf unnið mikið og haft gaman af.“ Hildur er ekkert hætt að vinna því hún vinnur enn í hluta- starfi í Heilsugæslunni í Lágmúla. „Svo er ég stöðugt að taka að mér ein- hver skemmtileg verkefni.“ Hildur hefur ferðast mikið með fjöl- skyldunni. „Fram til sextugs var ég mikið í gönguferðum og ég hef t.d. far- ið í þessa frægu píslargöngu í kringum Mývatn á föstudaginn langa. Þegar ég fór fyrst á Hornstrandir hlakkaði ég til að koma í Hælavík þar sem faðir minn fæddist. Þegar þangað var komið og ég stóð við eldavél ömmu minnar, sá handverk afa míns í bæjarlæknum og gekk á jörð sem enn var frost í um miðjan júlí, fylltist ég lotningu og ég gleymi þessu aldrei.“ Hildur Kristjánsdóttir ljósmóðir og dósent emerita – 70 ára Ljósmóðir er fallegasta starfsheitið Hornstrandir Hildur við eldavél ömmu sinnar í Hælavík á Hornströndum. Stórfjölskyldan Hildur með Ingibirni, börnum og barnabörnum 17. júní 2019 þegar hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Á myndina vantar Söru og Kristófer, börn Evu Ásmundsdóttur. Til hamingju með daginn Reykjavík Lilja Benediktsdóttir fæddist í Reykjavík 28. nóvember 2019 sl. Hún vó 333 g og var 49 cm. Foreldrar Lilju eru Benedikt Skúlason og Ragnheið- ur Jónsdóttir. Nýr borgari 30 ára Sævar Örn ólst upp á Siglufirði og býr þar enn. Sævar Örn er smiður og vinnur hjá Byggingafélaginu Bergi. Sævar Örn hefur áhuga á skotveiði á veturna og golfi á sumrin. Maki: Bryndís Þorsteinsdóttir, f. 1986, vinnur við umönnun á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði. Dætur: Sandra Rós, f. 2006, Jósefína Mirra, f. 2012, og Andrea Helga, f. 2015. Foreldrar: Hjónin Kári Freyr Hreinsson, 1963, sér um skíða- og golfsvæði, og Helga Guðrún Sverrisdóttir, f. 1965, stuðningsfulltrúi. Þau búa á Siglufirði. Sævar Örn Kárason 30 ára Þórhildur ólst upp í Keflavík en býr núna í Reykjavík. Hún er í meistaranámi í hagfræði í HÍ. Þórhild- ur er hamingjuaktí- visti, stundar jóga og miðlar gleði og ein- faldara lífi á instagramminu kyrra.lifsstill. Maki: Kjartan Ágústsson, f. 1990, læknir á Landspítalanum. Synir: Esjar, f. 2012, og Eldar, f. 2016. Foreldrar: Melkorka Sigurðardóttir, f. 1969, hefur unnið í banka, og Magnús Þórsson, f. 1968, prófessor í hagfræði. Stjúpfaðir Þórhildar er Valtýr Guðbrands- son, f. 1968, rafvirki. Valtýr og Melkorka búa í Keflavík. Þórhildur Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.