Morgunblaðið - 14.10.2020, Blaðsíða 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2020
Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
NJÓTUM ÞESS AÐ VERA HEIMA
BARÁHÖLD FYRIR
FALLEGA DRYKKI
Skoðaðu úrvalið á fastus.is/barvörur
„ÝTTU Á EINN FYRIR HUGGUN. ÝTTU Á
TVO FYRIR SAMÚÐ. ÝTTU Á ÞRJÁ EF ÞÚ
VILT EINHVERN TIL AÐ TALA VIÐ.”
„ÉG ER AÐ SKEMMTA MÉR FRÁBÆRLEGA
VEL, EN ÉG ÞARF AÐ VERA KOMINN HEIM
FYRIR KLUKKAN ÁTTA.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að finnast tíminn
standa í stað án þín.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HVAR ER
ÉG?
ÞÚ ERT
TÝNDUR
EINS OG ÉG
ÞURFI SKILTI
ÞERNU?
ÉG ER BÚIN AÐ RÁÐA MANNESKJU TIL AÐ
HJÁLPA TIL MEÐ HÚSVERKIN!
NEI,
DÁVALD!
ÞÚ ÆTLAR AÐ ÞURRKA AF, VASKA UPP,
BÚA UM RÚMIÐ OG STRAUJA …
HJÁLPARLÍNAN
Fjölskylda
Eiginmaður Hildar er Ingibjörn T.
Hafsteinsson, f. 2.7. 1944, kaupmaður.
Foreldrar hans eru Guðný Hulda
Steingrímsdóttir, f. 14.8. 1924, d. 13.1.
2013, húsmóðir og vann við verslunar-
störf, gift Hafsteini S. Tómassyni tré-
smíðameistara, f. 27.2. 1922, d. 27.5.
1967.
Börn Hildar og Ingibjörns eru: 1)
Hafdís, f.d. 30.10. 1968; 2) Hafsteinn, f.
17.10. 1970, framkvæmdastjóri, giftur
Þórönnu Rósu Ólafsdóttur skólastjóra.
Búsett í Mosfellsbæ. 3) Kristján Örn, f.
14.8. 1973, aðstoðarsölustjóri. Maki:
Helga Kristjánsdóttir verkefnastjóri.
Þau búa í Mosfellsbæ. 4) Ingibjörg, f.d.
20.3. 1976; 5) Ingibjörn, f. 7.2. 1981,
framkvæmdastjóri, giftur Evu Ás-
mundsdóttur kennara. Þau eru búsett
í Danmörku. 6) Guðný Hulda, f. 12.4.
1983, kennari, gift Kristni V. Kjart-
anssyni vörustjóra. Þau eru búsett í
Mosfellsbæ. Barnabörnin eru níu og
stjúpbarnabörn eru tvö.
Systkini Hildar eru Halldór, fram-
kvæmdastjóri, MBA, f. 29.5. 1952, bú-
settur í Hafnarfirði; Sigurður, barna-
læknir PHd, f. 23.2. 1955, búsettur í
Reykjavík; Hjalti, heimilislæknir, f.
23.11. 1958, búsettur í Vestmanna-
eyjum, og Guðrún Þura sjúkraþjálf-
ari, f. 28.1. 1966, búsett í Reykjavík.
Foreldrar Hildar eru Kristján
Stefán Sigurðsson, f. 14.11. 1924, d. 9.
11. 1997, yfirlæknir og Valgerður
Guðrún Halldórsdóttir, f. 20.4. 1929,
d. 24.4. 2000, húsfreyja. Þau bjuggu
lengst af í Keflavík og Reykjavík.
Hildur
Kristjánsdóttir
Guðný Anna Jónsdóttir
húsfr. í Blöndudalshólum, síðar Mýrarkoti,A-Hún.
Jón Kristvinsson
bóndi í Blöndudalshólum,
síðar Mýrarkoti,A-Hún.
Sigríður Jónsdóttir
húsfreyja í Garði í Mývatnssveit
Halldór Árnason
bóndi í Garði í Mývatnssveit
Valgerður Guðrún Halldórsdóttir
frá Garði í Mývatnssveit, húsfreyja
Guðbjörg Stefánsdóttir
frá Haganesi, húsfreyja
í Garði í Mývatnssveit
Árni Jónsson
bóndi í Garði í Mývatnssveit
Sigríður Kristín
Þorgrímsdóttir
rithöfundur
Fríða Áslaug Sigurðardóttir skáld
Anna Jónsdóttir
húsfreyja
í Reykjavík
Þórleifur Bjarnason
rithöfundur og kennari
Ingibjörg Guðnadóttir
Jakobína Sigurðardóttir skáld
Þura í Garði Árnadóttir skáldkona
Ólafur Jóhann
Ólafsson
rithöfundur
Jón Árnason
læknir
á Kópaskeri
Hjálmfríður Ísleifsdóttir
húsfreyja í Hælavík
Guðni Kjartansson
bóndi í Hælavík
Stefanía Halldóra Guðnadóttir
húsfreyja í Hælavík, síðar á Hesteyri
Sigurður Sigurðsson
b. í Hælavík og símstöðvarstj. á Hesteyri. Síðast í Keflavík
Kristín Arnórsdóttir
húsfreyja á Læk
íAðalvík og víðar
Guðmundur Sigurður Friðriksson
bóndi á Læk íAðalvík og víðar, af Pálsætt eldri
Úr frændgarði Hildar Kristjánsdóttur
Kristján Stefán Sigurðsson
yfirlæknir við sjúkrahúsið í Keflavík
Ámánudaginn var hér í Vísna-horni fjallað um bækur skáld-
bóndans Páls Jónassonar í Hlíð á
Langanesi. Fyrir misskilning féllu
niður þrír punktar á eftir hverri
hendingu í þessari gátu svo að úr því
skal bætt um leið og Páll er beðinn
velvirðingar:
Aldur minn er ansi
Óli hefur glóbjart
Villi minn er voða
Nú veistu svarið upp á
Rétt er að láta tvær fuglalimrur
eftir Pál fylgja, sú fyrri um frjálsa
fjölmiðlun:
Skallaörninn er iðinn
ennþá við gamla siðinn,
hann ofan sér steypir
og ungana gleypir.
Og gerir það fyrir friðinn.
Lítill fugl
Fuglinn á laufteig var lítill,
líklega stepputrítill
en sportlegur vel
og sperrti sitt stél
og söng eins og sextugur bítill.
Í gær var hér í Vísnahorni sagt
frá „Manninum með hattinn“ sem
nýr er á Boðnarmiði:
Að kunna reglur Braga er brýnt
og bögur geta samið.
Að yrkja ljóðin finnst mér fínt
sem falla vel í kramið.
Og enn yrkir hann:
Þorgerður Katrín er geysi góð,
golfkúlum óralangt skýtur.
Brosmild á svipinn, sælleg og rjóð
sóttvarnarreglurnar brýtur.
Og enn:
Alls staðar er efnis gnótt
og yrkingarnar brýnar.
Um Trump er kveðið títt og ótt,
í taugarnar fer það mínar.
Og spyr síðan: „Er ekki komið
nóg af þessum Trump?“
Sturla Friðriksson orti um beit-
arfræðing:
Hann hélt úti fjárhóp á fjöllum
með fóðrunarsöltum í döllum,
en er lömb urðu of feit
af lystugri beit
þá hefur hann Ó-beit á öllum.
Sennilega er þetta fyrsta limran
sem ég lærði eftir Kristján Karlsson:
Sagði María litla frá Læk,
„ég er ljóðelsk og hefi þann kæk
að svipta mig fötum
og þar fram eftir götum.
En á fáguðum prósa er ég tæk.“
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Skallaörn, lítill fugl
og yrkingar