Morgunblaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020 Laugavegi 178,105 Rvk. | Sími 551 3366 | www.misty.is Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 Bianca NÁTTSETT Stærðir: S-XXL Verð: 11.950,- SLOPPUR Stærðir: S-XXL Verð: 12.950,- Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hugmyndir að deiliskipulagi nýrrar skátamiðstöðvar við Hádegismóa norðan Rauðavatns eru til kynn- ingar í borgarkerfinu. Eins og fram kom í frétt í Morgunblaðinu í mars sl. fékk Bandalag íslenskra skáta vilyrði hjá Reykjavíkurborg fyrir lóð undir nýjar höfuðstöðvar við Hádegismóa 3. Lóðin er talin henta skátahreyf- ingunni afar vel til næstu áratuga. „Skátahreyfingin er uppeldis- hreyfing sem stefnir að því að hver skáti læri smám saman á þroska- ferli sínum frá barnsaldri til fullorð- insára að vera sjálfstæður, virkur, ábyrgur og að láta gott af sér leiða í samfélaginu,“ eins og segir í kynn- ingu á skátastarfinu. 28 starfandi skátafélög eru í landinu með um 2.500 virka félaga. Höfuðstöðvar Bandalags íslenskra skáta eru nú við Hraunbæ í Reykjavík en þar er orðið þröngt um starfsemina. Hið nýja svæði er við bakka Rauðavatns og jaðar Hólmsheiðar. Það er tæplega 24 þúsund fermetr- ar að stærð, hallar á móti suðri að vatninu og er hæðarmunur tæpir 10 metrar. Þetta eru talin mikilvæg svæði til útivistar og yfirlýst stefna borgarinnar að þróa þau áfram á þann hátt. Útivist, íþróttir og leikir eru þungamiðja skátastarfsins og því fellur sú starfsemi vel að mark- miðum aðalskipulags á þessu svæði. Svæðið tengist vel útivistarsvæð- inu á Hólmsheiði, sem hefur átt auknum vinsældum að fagna. Í brekkunni við Rauðavatn hafa stað- ið sumarhús og gróðurinn myndar því ferköntuð form sem fylgja fyrr- verandi lóðamörkum. Talsverður trjágróður er á svæðinu, aðallega víðir, greni og birki. Gunnar Bergmann Stefánsson arkitekt hjá gb Design og Björn Jó- hannsson, landslagsarkitekt hjá Urban Beat, hafa unnið hugmyndir að deiluskipulagi svæðisins. Bygg- ingar og landslag eru útfærð sam- tímis þannig að gróðurinn heldur sér að langmestu leyti og svæðið getur því nýst skátunum afar vel við leiki og störf og auðvelt verður að setja upp tjaldbúðir. Á myndinum hér að ofan sést vel hvernig arkitektarnir hafa látið landslagið og bygging- arnar mynda eina samfellda heild. Fimm byggingar á svæðinu Gert er ráð fyrir fimm bygg- ingum á svæðinu. Í aðalbyggingu verða höfuðstöðvar Bandalags ís- lenkra skáta. Þetta verður tveggja hæða hús, að hámarki 600 fermetr- ar. Þarna verða skrifstofur, kaffi- hús og verslun. Sunnar á svæðinu verða tveir svefnskálar fyrir 20 manns hvor, allt að 150 fermetrar. Skemma, allt að 300 fermetrar. Þar verður geymsla og ýmiss konar úti- vistarstarfsemi. Og loks fjölnota- hús, allt að 200 fermetrar. Þarna verður eldhús, baðaðstaða ásamt fjölnotasal. „Ný aðstaða breytir mjög miklu fyrir skáta. Nálægð við gróin úti- vistarsvæði gefur mikla möguleika og Skátaskólinn getur boðið upp á mjög fjölbreytta fræðslu. Aðstaðan mun einnig geta nýst fyrir útilegur og dagsferðir yngstu skáta,“ segir Marta Magnúsdóttir skátahöfðingi. Skátar sjái einnig fyrir sér að geta boðið skólabörnum í útinám á svæð- inu til að upplifa ævintýri og tengsl við náttúruna og þjálfa félagsfærni þar sem skátar séu jú snillingar í slíkri dagskrá. Útilífsmiðstöðin skáta á Úlfljótsvatni, sem er opin öllum, sé í raun ekki svo langt frá Hádegismóum og það bjóði upp á marga möguleika. „Nálægð við náttúruna er skátastarfi alltaf til góða svo við vonum svo sannarlega að þetta gangi allt saman upp og við getum byggt látlaust og vistvænt í sátt við náttúruna á svæðinu,“ segir Marta. Deiliskipulagstillaga er enn í vinnslu og eftir að skipulagshöf- undar hennar hafa skilað henni inn verður hún lögð fyrir ráð borg- arinnar til samþykktar, samkvæmt upplýsingum frá borginni. Staðfesti borgarráð tillöguna verður hún auglýst og þá tekur við hefðbundinn sex vikna tími þar sem tillagan verður formlega kynnt almenningi og hagsmunaaðilum. Að þessu ferli loknu þurfa borgin og Bandalag íslenskra skáta að ganga til samninga um lóðina, segir Marta skáthöfðingi. Einnig er þá eftir að leysa húsnæðisþörf skátafé- lagsins í Árbænum. Engar fram- kvæmdir hefjast fyrr en búið er að hnýta alla hnúta. Uppbygging verð- ur fjármögnuð með sölu á núver- andi aðstöðu í Hraunbæ. Við Rauðavatn Myndin til vinstri sýnir lóðina eins og hún er í dag og sú til hægri hvernig byggingunum verður komið fyrir. Efst á myndunum sjást byggingar Morgunblaðsins og miðla Árvakurs. Myndir/gb Design og Urban beat Skátar nema land við Rauðavatn  Vilyrði fyrir lóð undir miðstöð  Nálægð við útivistarsvæði gefur mikla möguleika í leik og starfi Uppsetningu á kantlýsingu í Hval- fjarðargöngum er lokið og verður gerð lokaúttekt á þeim í næstu viku. Orkuvirki ehf. í Reykjavík átti lægsta tilboð í verkið. „Kantljós eru tákn nýrra tíma og er að finna í flestum nýjum jarð- göngum,“ segir á heimasíðu Vega- gerðarinnar. Kantljósin, sem eru LED-ljós, eru með 25 metra milli- bili í göngunum. Ljósin hafa gefið góða raun í öðrum göngum og koma í stað vegstika, sem hafa ver- ið í göngunum frá upphafi árið 1998. Þetta sparar bæði tíma og fyrirhöfn því þrífa hefur þurft veg- stikur mánaðarlega með sérstökum vélum í göngunum. Vegstikurnar urðu fljótt skítugar og sáust þá ekki vel þegar ekið var með lágu ljósin. Ljósin bæta einnig öryggi og gagnast líka sem rýmingarlýsing ef reykur kemur í göngin. Til stóð að þrífa Hvalfjarðar- göngin sl. nótt. Vegstikurnar verða teknar niður að loknum þvottinum. sisi@mbl.is Ljósmynd/Vegagerðin Göngin Nýju LED-ljósin eru með 25 metra millibili og munu bæta öryggið. Bætt kantlýsing í Hvalfjarðargöngum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.