Morgunblaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Passamyndir
Tímapantanir
í síma 568 0150
eða á rut@rut.is
Tryggjum
tveggja metra fjarlægð
og gætum ítrustu
ráðstafana
Skipholti 29b • S. 551 4422
Fylgdu okkur á facebook
SKOÐIÐNETVERSLUNLAXDAL.IS
TRAUST
Í 80 ÁR
ÞÚ FÆRÐ
YFIRHÖFNINA
HJÁ LAXDAL
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Gallabuxur Kakí buxur
Str. 36-52
Beinar skálmar – Breiðar skálmar
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna
Netverslun á www.belladonna.is
Flottar yfirhafnir fyrir flottar konur
Fæst í
netverslun
belladonna.is
Héraðsdómur Norðurlands vestra
hefur sýknað Svein Margeirsson,
sveitarstjóra Skútustaðahrepps og
fyrrverandi forstjóra Matís, af
ákæru fyrir brot gegn lögum um
slátrun og sláturafurðir með því að
hafa staðið að sölu og dreifingu á
fersku lambakjöti af gripum sem
hafði verið slátrað utan löggilts
sláturhúss.
Byggðist sýknudómurinn á því,
að enga refsiheimild var að finna í
lögum fyrir þeirri háttsemi, sem
Sveini var gefin að sök.
Málið á rætur sínar að rekja til
þess að í september árið 2018 fór
fram bændamarkaður á Hofsósi í
Skagafirði. Var þar meðal annars
selt kjöt af lömbum, sem hafði verið
slátrað í samstarfi við Matís og var
það gert í samræmi við verklag sem
Matís hafði lagt til að gilti um ör-
sláturhús.
Sveinn stóð meðal annars að söl-
unni á markaðinum og bar fyrir
dómi, að hann hefði sem forstjóri
Matís ásamt samstarfsfólki sínu og
í samræmi við tilgang stofnunar-
innar ákveðið að gera tilraun varð-
andi það hvort bændur gætu slátr-
að á eigin býli og um leið hvort
áhugi væri hjá almenningi á að
kaupa slíkt kjöt.
Matvælastofnun innkallaði í kjöl-
farið afurðirnar sem voru seldar á
bændamarkaðnum og óskaði eftir
því að lögreglan á Norðurlandi
vestra tæki málið til rannsóknar og
lyki málinu ef tilefni væri til. Eftir
rannsókn lögreglunnar gaf lög-
reglustjóri Norðurlands vestra út
ákæru.
Á heimasíðu Matvælastofnunar
segir að stofnunin muni taka málið
upp við atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneytið varðandi viðbrögð
við niðurstöðu dómsins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ær með lömb Sýknað hefur verið af
ákæru fyrir að selja af heimaslátruðu.
Ekki refsi-
vert að selja
sláturafurðir
Sótt um tvö stöðugildi
Ríkissaksóknari óskaði í upphafi árs
eftir auknum fjárheimildum til að
geta ráðið einn saksóknara og einn
skrifstofumann til viðbótar núver-
andi starfsliði. Í bréfi embættisins til
dómsmálaráðherra kom fram að
vegna aukinna verkefni væri þörf á
að bæta við þremur og hálfu stöðu-
gildi saksóknara og einu stöðugildi
skrifstofumanns. Beiðni embættis-
ins var þó aðeins um fjárheimildir til
að bæta við einu stöðugildi saksókn-
ara, ekki þremur og hálfu stöðugildi,
eins og misritaðist í frétt Morgun-
blaðsins í gær. Beðist er velvirð-
ingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is
Allt um sjávarútveg
Starfsmenn Norðuráls hafa sam-
þykkt nýgerðan kjarasamning.
Tæp 90% þeirra sem kusu sam-
þykktu kjarasamninginn.
88,9% þeirra sem voru á kjör-
skrá kusu. Þannig kusu 356 starfs-
menn með samningi, 32 á móti og
11 starfsmenn tóku ekki afsöðu.
Vilhjálmur Birgisson, formaður
VLFA, segir þetta ásættanlega nið-
urstöðu á erfiðum tímum. Þakkar
hann stuðning og samstöðu meðal
félagsmanna.
Samþykktu samn-
ing við Norðurál