Morgunblaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Svíar og Kín-verjar erukomnir í hár saman eftir að sænsk stjórnvöld ákváðu að banna fjarskiptabúnað frá kín- versku fyrirtækjunum Hua- wei og ZTE. Sænsk fyrirtæki verða að vera búin að fjar- lægja búnað frá fyrirtækj- unum fyrir 2025. Þá verða fyrirtæki, sem nota búnað frá kínversku framleiðendunum, útilokuð frá næsta útboði á fjarskiptatíðni vegna upp- byggingar 5G-fjarskiptakerf- is í Svíþjóð. Í fréttum kom fram að ákvörðunin hefði ver- ið tekin að höfðu samráði við sænsku öryggislögregluna, Säpo, og sænska herinn. Tvö af þremur stærstu fjar- skiptafyrirtækjum á Íslandi nota fjarskiptabúnað frá Huawei. Í frétt í Morg- unblaðinu í gær kemur fram að talsmenn þeirra líti svo á að mál Huawei séu mjög óþægileg fyrir fjarskiptageir- ann. Huawei standi fram- arlega í tækninni, en pólitíkin þvælist fyrir. Ljóst er að hér er stórt mál á ferðinni. Kínverjar brugð- ust þegar við ákvörðun Svía með hótunum um viðskipta- þvinganir. Svía virðast ætla að láta sér það í léttu rúmi liggja. Nú mun sænska fyrirtækið Ericsson ráða ferðinni í upp- byggingu 5G-kerfisins í Sví- þjóð. Það er þó ekki eina ástæðan fyrir þessari ákvörð- un. Mikillar tortryggni gætir í garð kínverska fyrir- tækisins, enda erfitt að sjá hvar kínverska ríkinu sleppir í kínversku atvinnulífi. Við- skipti hafa ef til vill fengið lausan tauminn og velmegun farið vaxandi, en kínverski kommúnistaflokkurinn legg- ur annan skilning í hugtakið einkarekstur en almennt ger- ist. Í Kína hafa stjórnvöld purkunarlaust beitt hinni stafrænu tækni til þess að koma á alltumlykjandi eft- irliti með borgurunum. Þeir hafa notað þessa tækni al- mennt með ískyggilegum hætti, en sýnu svakalegra er hvernig hún er notuð til að hafa eftirlit með ákveðnum hópum. Andófsmenn hafa fengið að finna fyrir því og úigúrar, múslimskur minni- hlutahópur, hafa sætt kúgun og mismunun um árabil. Það þarf ekki mikið ímynd- unarafl til að sjá fyrir sér að það geti verið freistandi fyrir kínversk stjórnvöld að færa sér það í nyt verði kínversk fyrirtæki og tækni þeirra burð- arþáttur í staf- rænum innviðum á Vesturlöndum. Bandaríkja- menn telja drjúga ástæðu til að hafa varann á og grunnt er á því góða milli Bandaríkj- anna og Kína. Ekki er langt síðan William Barr, dóms- málaráðherra Bandaríkj- anna, sagði að Kínverjar ætl- uðu sér að verða „ráðandi í stafrænum innviðum heims- ins“ og Mike Pompeo sagði að „Orwellskt eftirlitsríki“ væri handan við hornið með vísan til Kína. Bandaríkjamenn hafa brugðist við með því að setja höft á viðskipti með tækni- búnað við Kínverja. Nú geta fyrirtæki ekki selt kínversk- um fyrirtækjum örflögur án leyfis frá bandarískum stjórnvöldum. Kínverjar ráða ekki við að búa til fullkomn- ustu flögurnar. Þetta gæti orðið til þess að Huawei missi tæknilegt forskot sitt og er þá komin ástæða til að leita annað á tæknilegum for- sendum. Ákvörðun um það hvort skipta eigi við Huawei er þó ekki einvörðungu tæknileg. Hún er líka pólitísk. Íslensk stjórnvöld þurfa að taka af skarið um það hvað leið þau hyggist fara. Í frumvarpi til nýrra fjar- skiptalaga, sem nú eru rædd á þingi, eru ekki heimildir til að útiloka búnað einstakra fyrirtækja, aðeins ákvæði um að afstýra megi því að eitt fyrirtæki verði of ráðandi. Í þessu máli er ekki hægt að ýta öryggissjónarmiðum til hliðar. Þar má hafa í huga hversu afdráttarlausir Svíar voru um að þjóðaröryggi væri í húfi um leið og þeir for- dæmdu njósnir Kínverja og stuld á hugverkum. Það væri ráðlegt fyrir þá sem fara með íslensk öryggismál að fá nán- ari upplýsingar frá Svíum. Einnig hljóta þessi mál að hafa verið rækilega greind á vettvangi Atlantshafs- bandalagsins. Spyrja má hvort Ísland yrði talið veikur hlekkur í vestrænu öryggis- samstarfi að óbreyttu. Þessi slagur er rétt að hefj- ast. Svíar fylgja í kjölfar vest- rænna landa á borð við Ástr- alíu, Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Ítalíu, sem sett hafa skorður við aðkomu Huawei og ZTE að uppbygg- ingu nýja fjarskiptakerfisins. Í þessum átökum verður ekki hægt að standa á hliðarlín- unni til frambúðar. Svíar útiloka Huawei vegna ógnar við þjóðaröryggi} Í hart við Kína V eirufaraldurinn hefur heldur betur sett strik í reikninginn. Fyrir- tækin eru á mjög mismunandi stað í sínum rekstri í þessari þriðju bylgju; sum finna lítið fyrir áhrifum veirunnar en önnur hafa orðið fyrir verulegu höggi. Það verður ekki hægt að bjarga þeim öllum, sér í lagi ekki þeim sem voru illa stödd fyrir faraldur, en stjórnvöldum ber skylda til að stíga kröftuglega inn og þá með sértækum aðgerðum. Enn ber um of á stórum og mjög fjárfrekum aðgerðum fyrir fá stórfyrirtæki en kjarkleysi stjórnvalda birtist þegar kemur að litlum fyr- irtækjum um allt land. Lítil fyrirtæki eru iðu- lega rekin rétt eins og heimilisbókhaldið, án digurra sjóða heldur frekar með meginþorra rekstrarkostnaðar í launakostnaði fárra starfs- manna. Þessi stærð á fyrirtækjum er algengust hér á landi og þau eru nauðsynleg til að halda samfélaginu gangandi. Fámenn, fjölbreytt fyrirtæki um land allt sem halda úti mikilvægri þjónustu og tryggja jafnframt heimilum og fjölskyldum um allt land framfærslu frá degi til dags. Ákveðnir hópar eru frekar að verða fyrir atvinnuleysi en ungt fólk og konur eru þar sérstaklega áberandi. Það þarf að gera meira en að fjölga á atvinnuleysisskrá heldur frekar að fara í sértækar aðgerðir til stuðnings fyrir- tækjum við að fjölga störfum og koma í veg fyrir gjald- þrot. Hlutastarfaleiðin var mikilvæg aðgerð en því miður þá tóku stjórnvöld ákvörðun í byrjun sumars um að veikja þá björg verulega. Lokunarstyrkir gilda eingöngu fyrir þau fyrirtæki sem verða að loka vegna sóttvarna- tilskipana en ekki fyrir þau fjölmörgu sem hafa engin viðskipti vegna sóttvarnareglna. Veitingahúsin hringinn í kringum landið hafa til dæmis verið skilin eftir og þótt það sé ekki skemmtilegt að vera boðberi válegra tíðinda þá verða stjórnvöld að bregðast strax við til að stöðva þá hrinu gjaldþrota í þeim geira og ferðamannageiranum öllum sem þegar er haf- in. Ekkert okkar vill vakna upp að vori með tóm hús um allt land og ekkert líf. Þarna er hvort tveggja stór hópur starfsfólks en líka menningarleg verðmæti. Sértækur stuðningur fyrir lítil fyrirtæki er þannig lykilatriði. Í Ábyrgu leiðinni sem við í Samfylkingunni kynntum á dögunum leggjum við til gjaldfrjálst tryggingagjaldsár 2021 fyrir einmitt þessi fyrirtæki. Þessu svipar til persónuafsláttar þar sem fyrstu tvær milljónir tryggingagjalds á árinu verða gjaldfrjálsar. Þetta mun án nokkurs vafa koma fjöl- mörgum fyrirtækjum yfir erfiðasta hjallann, er sértækt og gagnast einmitt þeim minnstu. Svo er það blessuð krónan sem verður að ræða. Krónan er örgjaldmiðill sem sveiflast eins og lauf en þetta ástand er því miður gömul saga og ný. Almenningur tapar á hærra vöruverði af innfluttum vörum en stjórnvöld þora ekki í umræðuna. Helga Vala Helgadóttir Pistill Fjölbreytt atvinnulíf er lykillinn Höfundur er þingman Samfylkingarinnar helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Að óbreyttu fellur MSC-vottun á norsk-íslenskrisíld og kolmunna úr gildi ánæstunni, en í byrjun síð- asta árs missti makríll þessa vottun. Meginástæða þessa er að kröfur um úrbætur í vottuninni hafa ekki verið uppfylltar þar sem veiðar hafa verið umfram ráðgjöf Alþjóðahafrannsókn- aráðsins, ICES. Ekki eru í gildi heild- arsamningar um stjórnun veiða á deilistofnum í NA-Atlantshafi. Gísli Gísla- son, svæðisstjóri Marine Stew- ardship Council (MSC) fyrir Ís- land, Færeyjar og Grænland, segir það dapurlegt að þessi staða sé komin upp og þjóðirnar skuli ekki geta komið sér saman og tryggt að heildarveiði sé í samræmi við ráðgjöf. Um sé að ræða ríkar þjóðir á heimsmælikvarða, þró- aðar fiskveiðar og stöndugar útgerð- ir. Ísland var með eitt hæsta ef ekki hæsta hlutfall af lönduðum afla vottað í MSC-kerfinu eða um 97% fyrir aft- urköllun á makrílvottuninni, sam- kvæmt útreikningum Iceland Sustai- nable Fisheries. Tryggi sjálfbærni fiskstofna Hann segir að síðustu ár hafi hrygningastofnar makríls, norsk- íslenskrar síldar og kolmunna minnk- að, sem endurspegli veiðar umfram ráðgjöf. Í MSC-kerfinu þurfi þjóðir að standast lágmarkseinkunn en oft- ar en ekki þarf að gera frekari um- bætur til að veiðarnar viðhaldi vott- un. Á meðal skilyrða í þessu tilviki sé að fiskveiðiþjóðir viðhafi stjórnunar- aðgerðir sem tryggi að heildarafli tryggi sjálfbærni fiskstofnanna. Rík- in sem einkum veiða fyrrnefndar teg- undir við norðanvert Atlantshaf eru Evrópusambandið, Bretland, Nor- egur, Færeyjar, Ísland, Rússland og Grænland. Stjórnun veiðanna hefur verið rædd á fjarfundum síðustu daga. Gísli segir að kröfur frá neytend- um hafi síðustu ár gert vottun nauð- synlegri en áður og stórmarkaðir geri margir vaxandi kröfu um vottun. Umhverfisvitund almennings hafi vaxið og kröfur aukist um ábyrgð og sjálfbærni. Þannig veiti vottun greiðari aðgang að mörkuðum. Hann segir að umhverfissamtök hafi sent erindi á stjórnvöld í strand- ríkjunum vegna veiða á síld, kol- munna og makríl. Einnig samtök í smásölu í Evrópu og eins fyrirtæki. Þá hafa ný samtök North Atlantic Pelagic Advocacy (NAPA) hvatt til lausnar. Þau samtök eru upprunnin í Bretlandi en óska eftir aðild og stuðn- ingi frá öðrum löndum. Spurður um áhrif þess að veiðar á tilteknum tegundum missi vottun segir Gísli að það geti verið misjafnt eftir markaðslöndum. Mest verði trú- lega áhrifin í Vestur-Evrópu. Vottunarstofur hafa birt erindi þess efnis að 30. nóvember verði til- kynnt um að veiðar á norsk-íslenskri síld og kolmunna missi vottunar- skírteini 30 dögum síðar, það er um næstu áramót. Handhafar vottunar- skírteinis hafa síðan tíma til loka febrúar til að tilkynna um áætlun um úrbætur sem vottunarstofa getur metið fullnægjandi. Verði það ekki gert þarf að byrja frá grunni til að afla vottunarskírteinis að nýju. Marine Stewardship Council er sjálfseignarstofnun með höfuð- stöðvar í London og er MSC- staðallinn alþjóðlegur. Í hverju landi halda samtök í sjávarútvegi utan um MSC-fiskveiðivottanir og hér á landi er það Iceland Sustainable Fisheries (www.isf.is). Þar eru tæplega 60 að- ildarfyrirtæki, en alls hafa 190 starfs- stöðvar á Íslandi, vinnslur og sölufyr- irtæki hafa vottun samkvæmt MSC-rekjanleikastaðlinum. Faggilt- ar vottunarstofur sjá síðan um út- tektir bæði á fiskveiði- og rekjan- leikavottun. Dapurlegt að þjóð- irnar nái ekki saman Grásleppa frá Íslandi missti MSC-vottun í ársbyrjun 2018 vegna meðafla við veiðarnar, en nú er útlit fyrir að grásleppan verði endurvottuð í næsta mánuði. Gísli segir að þetta skipti miklu máli fyrir greinina og markaður- inn taki þessu fagnandi. Stór hluti afurða fer til Skandinavíu, Þýskalands og Frakklands. Íslendingar voru fyrstir til að fá MSC-vottun á grásleppuveiðar, en Grænlendingar og Norðmenn fylgdu í kjölfarið. Þá var um 95% af því sem veitt var af grásleppu í heiminum með MSC-vottun. Í kjölfar aftur- köllunarinnar lækkaði verð á grásleppuhrognum samanborið við sam- keppnislöndin. Nú hefur verið brugðist við athugasemdum meðal annars með lokunum á tilteknum svæðum í samráði við sjómenn og stefnir í að vottun á grásleppu við Ísland ljúki í næsta mánuði. Grásleppan endurvottuð ÚRBÆTUR GERÐAR Ljósmynd/Börkur Kjartansson Deilistofnar Á kolmunnaveiðum vestur af syðsta odda Írlands í fyrravetur. Útlit er fyrir að veiðar á norsk-íslenskri síld og kolmunna missi MSC-vottun. Gísli Gíslason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.