Morgunblaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 58
58 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020 ✝ Kristín ÞóraBirgisdóttir fæddist í Reykjavík 18. júní 1964. Hún lést á líknardeild- inni í Kópavogi 5. október 2020. Foreldrar Krist- ínar eru Birgir Birgisson, f. 24. mars 1946, og Guð- rún J. Gunnars- dóttir, f. 8. júní 1947. Systkini hennar eru Val- dís Guðrún, f. 9. júní 1967, og Helgi Bjarni, f. 17. janúar 1972. Fjölskyldan bjó lengst af í Geit- landi 2 í Reykjavík. Kristín útskrifaðist sem stúd- ent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og hélt þaðan í Iðn- skólann í Reykjavík þar sem um set í Garðabænum og fluttu þá á Markarflöt 25 þar sem þau hafa búið síðan. Börn Óðins og Kristínar eru: 1) Elsa Rut, f. 6. maí 1986, sam- býlismaður hennar er Stefán Logi Magnússon, f. 1980. Börn þeirra eru Ísabella Ósk, Emelía Björk og Alexander Þór. 2) Óskar Freyr, f. 3. ágúst 1989, sambýliskona hans er Bríet Birgisdóttir, f. 1988. 3) Birgir Orri, f. 27. júní 1996, sambýlis- kona hans er Auður Margrét Pálsdóttir, f. 1995. Útför Kristínar fer fram frá Vídalínskirkju 23. október 2020, klukkan 15. Vegna fjölda- takmarkana verða aðeins nán- ustu ættingjar og vinir við- staddir en útförinni verður streymt í hóp á Facebook sem heitir: Útför – Kristín Þóra Birgisdóttir. Slóðin á streymið: https://tinyurl.com/yy6ku86y Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á https://www.mbl.is/andlat hún lauk hár- greiðslunámi. Sam- hliða námi sínu vann Kristín í Hag- kaup þar sem hún kynntist eigin- manni sínum, Óðni Grímssyni, f. 7. apríl 1962. For- eldrar hans voru Jenný Jónsdóttir, f. 25. janúar 1930, d. 4. febrúar 2017, og Grímur Ormsson, f. 25. febrúar 1932, d. 23. maí 2020. Óðinn og Kristín hófu búskap í kjallara tengdaforeldra Krist- ínar en fluttu síðan í sína fyrstu eign í Löngumýri 26 í Garðabæ árið 1988. Þau giftu sig 5. mars þetta sama ár í Háteigskirkju. Árið 1999 færði fjölskyldan sig Það er dapurlegur tími fyrir mig að verða að kveðja Stínu, elskulega tengdamóður mína. Ég vissi að veikindi myndu að lokum sigra hana en ég var ekki tilbúin, ég er ekki tilbúin. Stína er besta kona sem ég hef kynnst og hún hefur gert mig að betri manneskju en ég var. Stína skilur eftir margar góð- ar minningar sem ég mun varð- veita um ókominn tíma. Við kynntumst fyrir þrettán árum og það geislaði af henni vinsemd og hlýja, hún hafði svo notalega nærveru. Ég sá Stínu fyrst að næturlagi þegar ég læddist með Óskari mínum heim til hennar og hún kíkti fram á náttkjólnum sínum rétt aðeins til að sjá okk- ur og bjóða mig velkomna. Það var svo um morguninn að Óskar varð að skreppa frá til að sinna vinnu. Hann ætlaði að vera fljót- ur og ég ætlaði að halda kyrru fyrir í herberginu á meðan. Stína leyfði mér að hafa friðinn en sendi litla bróður Óskars inn til mín með mjólkurglas og kleinur. Svona var hún frá okk- ar fyrstu kynnum nærgætin og umhyggjusöm. Í fyrsta skipti sem mér var boðið í kvöldmat til Stínu og Óðins tók hún mér eins og ég væri ein af þeim og þann- ig var það allar götur síðan. Kvöldið var svo skemmtilegt og afslappað og ég man að ég hugsaði „vá hvað þetta er falleg fjölskylda, svo fallegt samband“. Ég fann frá fyrstu stund hvað Stínu þótti vænt um fjölskyld- una og hvað henni þótti líka vænt um mig. Hve alltaf var hlýtt hjá henni og hvernig alltaf var hægt að leita til hennar með alla hluti. Stína var brosmild og hafði háan smitandi hlátur, hún var dugleg, hún var föst fyrir og ákveðin en fyrst og síðast var hún umhyggjusöm og hlý. Rétt eins og þegar hún sjálf var mjög lasin á líknardeild skipti það hana mestu að vita hvernig mér liði og hvernig vinnudagurinn minn hefði gengið fyrir sig. Stína var sterkasta kona sem ég hef kynnst og ég leit alltaf upp til hennar. Elsku tengdamamma, þú ert fyrirmynd mín í einu og öllu. Takk fyrir allt. Bríet. „Hæ mamma, þetta er Auð- ur,“ sagði Birgir við þig og áður en ég vissi af var ég komin í faðm þinn. Ég skynjaði strax hlýjuna frá þér, bæði frá bros- inu og fallegu augunum þínum. Vissi um leið að ég var velkom- in, þrátt fyrir að ég væri að stela hjarta yngsta sonar þíns. Mér fannst ég líka vera komin inn á svipað heimili og mitt eig- ið, bakgrunnur okkar Birgis er afar líkur, reglur og gildin þau sömu. Enda var afar auðvelt fyrir okkur Birgi að stofna okk- ar eigið heimili, ekki þurfti að ræða mikið um hvernig hlutirnir ættu að vera, þökk sé góðum foreldrum. Ég áttaði mig líka fljótt á því hvers konar baráttukona þú varst, þú ætlaðir ekki að láta í minni pokann fyrir óvini þínum, barðist hetjulega alla tíð. En að lokum varð ekki við ráðið, við sáum hvert stefndi. Þakklæti er mér því efst í huga í dag er við kveðjum góða og fallega konu, konu sem ég á eftir að minnast allt mitt líf, konu sem ég er svo heppin af hafa kynnst og gaf mér svo margt. Takk fyrir allt elsku Stína mín. Auður Margrét Pálsdóttir. Í dag kveðjum við með djúpa sorg í hjarta allt of snemma og langt fyrir aldur fram elskulega systur, mágkonu og frænku. Stína laut í lægra haldi fyrir illvígum og óvægnum sjúkdómi hinn 5. október sl. eftir að hafa barist við hann af ótrúlegri ein- urð og æðruleysi í tæp þrjú ár. Það er óhætt að segja að hjá Stínu hafi hjarta fjölskyldunnar okkar slegið og heimili hennar ávallt öllum opið og allir vel- komnir. Minningarnar um hana hrúgast upp hvort sem það var hláturinn hennar sem fyllti heilu húsin, ógleymanlega ferðin okk- ar til Kína, áramótaveislurnar eða bara kaffisopinn í eldhúsinu. Stína var nefnilega hjartahlý, heimakær og hélt þétt utan um sitt fólk af alúð. Sérstaklega voru barnabörnin henni hugleik- in eftir að börnin voru vaxin úr grasi. Stórt skarð er höggvið í okk- ar fjölskyldu sem aldrei verður fyllt og þessi fáu og fátæklegu orð okkar fanga ekki missinn og söknuðinn og þess vegna gerum við orð skáldsins að okkar: Hjálpar alltaf að eiga í sínum hjartastað ljóselska minning ljúfa. (Einar Georg Einarsson) Elsku Óðinn, Elsa Rut, Óskar Freyr, Birgir Orri, tengdabörn og barnabörn, minningin um Stínu verður ljós í lífi ykkar og okkar allra. Valdís, Kári Valur, Hekla Xi og Hildur Luo. Nú á mildum haustdögum lýkur lífi elsku Stínu okkar sem við höfum verið með öll hennar æviár. Þegar hún fæddist bjuggu foreldrar hennar Guðrún og Birgir hjá ömmu og afa á Háaleitisbraut og allur systkina- hópurinn líka. Stína kom eins og lítil gleðisprengja með rauða hárið sitt inn í þessa fjölskyldu, móðursystkinin fjögur á heim- ilinu litu á hana sem litla systur og lítinn augastein. Guðrún og Biggi voru 17 og 18 ára þegar Stína fæddist og var hún dýrkuð og dekruð af öllum, fyrsta barnabarnið og fyrsta barnið í stóra vinahópnum sem heldur saman enn í dag. Samheldnin í þessari fjölskyldu skilaði sér í Stínu, enda var hún límið í sinni fjölskyldu með Óðni sínum. Þau voru einstaklega samhent og yndisleg hjón með fallegu fjöl- skyldunni sinni. Stína var svo heil og góð manneskja, alveg ótrúlega skemmtileg, hlátra- sköllin og hávaðinn var aldrei langt undan hjá Stínu og okkur öllum. Elsku besta okkar, takk fyrir allar yndislegu samveru- stundirnar og gleðina sem fylgdi þér alla tíð. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Elsku Óðinn, börn og tengda- börn og ömmumolarnir, elsku Guðrún, Biggi og fjölskylda, megi góður Guð vera með ykkur öllum. Hallgrímur og Kristbjörg, Margrét og Eyjólfur, Gunnar Ragnar. Dillandi, mjög smitandi hlát- ur, rautt hár, hlýr faðmur, fal- legt bros og umhyggjusemi. Þetta er Stína frænka og svo miklu, miklu meira. Öllum fannst þeir eiga í Stínu því hún hafði stórt hjarta og hafði ein- lægan áhuga á öðru fólki, hún var hreinskilin og það var gott að tala við hana. Það var alltaf gaman að hitta Stínu og ótelj- andi hlátrasköll, mörg verulega hávær, hafa heyrst þegar kven- leggurinn í þessari fjölskyldu kemur saman. Þar eigum við dýrmætar minningar um frænkuboð og ógleymanlega frænkuferð til Kaupmannahafn- ar þar sem kvartað var yfir há- vaða, klukkan varla orðin sjö og við enn að mála okkur og punta, langt frá því að vera orðnar há- værar að okkar mati. Það verð- ur tómlegt að heyra ekki hlát- urinn hennar Stínu aftur, en um leið dýrmætt að eiga allar þess- ar skemmtilegu minningar. Stína var límið í fjölskyld- unni, hún gaf sér tíma fyrir alla, var í miklu sambandi við fólkið sitt, fannst lítið mál að halda ýmis boð og mannfagnaði. Hún var boðin og búin að hlaupa undir bagga með fólkinu sínu, ekkert verkefni var henni of- viða, hún fann bara lausnir á hlutunum. Hún ætlaði sér svo sannarlega að ráða við þetta lokaverkefni sem henni var falið en því miður varð hún að játa sig sigraðra í því. Stína kvaddi 5. október en þann dag hefði afi Gunnar orðið 100 ára. Ég veit að amma og afi hafa tekið vel á móti elsta barnabarninu sínu í sumarland- inu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margt að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti ekki um hríð, þá minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Óðinn, Elsa, Óskar, Birgir og fjölskyldur, Guðrún, Biggi, Valdís, Helgi og fjöl- skyldur. Innilegar samúðar- kveðjur frá okkur öllum í Ás- búðinni. Stína var einstök og hennar verður sárt saknað. Takk fyrir allt elsku Stína, minning þín lifir. Þín frænka, Rakel Steinvör. Frá er fallin yndisleg frænka og vinkona, langt fyrir aldur fram. Stínu fylgdi alltaf gleði, hlátur og skemmtun, og maður fylltist vellíðan og orku eftir að hafa varið tíma með henni. Hlát- ur Stínu gat fengið mesta fýlu- poka til að skella upp úr, og vissulega fór það ekki framhjá neinum þegar Stína mætti á svæðið. Stína frænka sá um hárið á okkur systrum alveg frá því að við vorum börn. Ekki bara því við fengum alltaf nákvæmlega það sem við vildum hjá henni, heldur vegna þess að það var svo gaman að koma til hennar. Viðtökurnar voru alltaf þær allra bestu, faðmlagið þétt, kaffið gott og spjallið okkar innihaldsríkt og skemmtilegt. Einnig var þetta frábær leið til að fá helstu fregnir af stórfjöl- skyldunni. Það var með trega sem við systur skiptum um hár- greiðslukonu þegar Stína veikt- ist, og það er sárt að hugsa til þess að heyra ekki aftur dillandi hláturinn. Stína var mjög flink í hönd- unum og sést það vel á fallegum prjónaflíkum og alls kyns hlut- um heima hjá henni. Sérstak- lega minnisstætt er tímabilið þegar hún tók sér postulínsmál- un fyrir hendur og við vorum oft dolfallnar yfir hæfileikunum. Stína var boðin og búin að veita hjálp og leiðbeiningar um hin ýmsu prjónaverkefni og var okkur alltaf vel tekið. Verk sem hefðu tekið allan daginn tóku Stínu kannski klukkutíma og frágangurinn var óaðfinnanlegur. Elsku Stína, nú ertu farin og það er með miklum söknuði og hlýju sem við kveðjum þig. Þú munt lifa áfram í yndislegum börnum og barnabörnum, í fal- legum minningum og í hjarta okkar allra. Elsku Guðrún og Birgir, Óð- inn, Elsa Rut, Óskar Freyr, Birgir Orri og fjölskyldur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Ester Inga, Harpa Sif og Berglind Ösp Eyjólfsdætur. Það eru margar ljúfar minn- ingar sem koma fram í hugann þegar ég kveð Stínu frænku mína. Hún hafði sterka útgeisl- un sem fólst í lífsgleði, ljúfri lund, einlægni, jákvæðni og brosi með blik í augum. Hún var góð fyrirmynd, sá alltaf það fal- lega í kringum sig og hafði gam- an af að vera til. Hún var skemmtileg og stutt í smitandi hvellan hlátur hennar og aldrei nein lognmolla í kringum hana. Hugsaði vel um allt og alla, faðmaði mann þétt að sér og hlúði að sínum af öllu hjarta. Hún var kletturinn og límið í fjölskyldunni. Hafðu hjartans þökk elsku góða Stína mín. Það er svo margt sem ég hef þér að þakka, en það er líka svo ótalmargt sem við áttum eftir að gera. Við Bjössi sendum ykkur, kæra fjölskylda, hlýjar hugsanir á erfiðum tímum og minnumst stórkostlegrar konu. Við biðjum góðan Guð að blessa og varð- veita minningu hennar og styrkja Óðin, Guðrúnu, Bigga, börn, tengdabörn og barnabörn í sorg þeirra og missi. Nú vermir sólareldur rósina Stínu og eitt er víst að hún verður með fallegustu englun- um. Ég kveð yndislegu góðu frænku mína með sorg í hjarta. Blessuð sé minning einstakr- ar perlu, hún mun lifa með okk- ur alla tíð. Guð fylgi þér engill þá ferð sem þér ber. Þótt farin þú sért, þá veistu sem er. Að sorg okkar hjörtu nístir og sker. Við sjáumst á ný þegar kemur að mér. (KK) Guðbjörg. Yndislega Stína vinkona og hjartkær saumaklúbbssystir er fallin frá langt um aldur fram. Eftir sitja sorgmæddar vinkon- ur með harm í hjarta. Enn og aftur hefur saumaklúbbur okkar orðið fyrir þungu höggi. Við höf- um fylgst að frá menntaskóla- árum okkar í MH og sumar mun lengur. Saumaklúbbur var stofnaður vorið 1984 til að treysta vináttubönd sem höfðu myndast okkar á milli. Síðar stofnuðum við heimili og eign- uðumst börnin okkar. Vinkonur sem hafa fylgst að í gegnum líf- ið í gegnum gleði og sorg, vin- átta sem eflist ár frá ári. Við áttum eftir að upplifa svo margt með elsku Stínu okkar og henn- ar verður sárt saknað. Vinkonur í áratugi, sameinaðar í sauma- klúbbi, sumarbústaðaferðum, árshátíðum og á öðrum tíma- mótum. Við þökkum fyrir dásamlegan tíma saman í Sitges 2014 og Berlín 2018. Við leitum huggunar í fjöldamörgum myndum sem eftir liggja og við sjáum hversu dýrmæt vinátta okkar er. Það er þyngra en tárum taki að hafa ekki getað knúsað elsku Stínu okkar síðustu vikur og mánuði en við nýttum tæknina og hittumst í rafrænum sauma- klúbbum á árinu sem urðu samt alltof fáir undir það síðasta. Sorgin nístir hjörtu okkar og minningarnar streyma fram. Við söknum dillandi hláturs Stínu, einstakrar vináttu og lífsgleði. Hún var hrókur alls fagnaðar og ekki möguleiki að láta sér leið- ast í kringum hana. Stína setti alltaf saumaklúbbsferðir í for- gang en jafnframt var hún fegin að komast aftur heim í kotið sitt þar sem henni leið alltaf best. Stína bjó yfir góðum ráðum á öllum sviðum handavinnu. Þar var hún á heimavelli og taldi aldrei eftir sér að leiðbeina okk- ur þegar við lentum í vandræð- um. Skipti þá engu máli hvort um var að ræða sauma, prjón, hekl eða útsaum, alltaf gat hún rétt okkur hjálparhönd. Hún var snillingur að lesa uppskrift- ir, kom fljótt auga á ef þær voru ekki réttar og stundum þurfti að rekja upp við lítinn fögnuð. En það fannst Stínu nú ekkert tiltökumál. Hún var alltaf fyrst til að bjóða fram aðstoð sína, var drífandi og ráðagóð. Stína var einstaklega handlagin og mikill dugnaðarforkur og skilur eftir sig fjölbreytt handverk. Stína var algjör nagli, kvart- aði ekki og tókst alltaf með undraverðum hætti að gera lítið úr veikindum sínum. Hún við- urkenndi að vísu á erfiðum stundum að hún gæti haft það betra en kaus ætíð frekar að horfa á að ástandið gæti líka verið mun verra. Stínu var ætíð umhugað um að öðrum liði vel. Hún ræktaði af alúð samband sitt við fjölskyldu og vini. Þegar barnabörnin fæddust skipuðu þau strax stóran sess í hjarta Stínu og hún umvafði þau ást og hlýju. Elsku Óðinn, Elsa Rut, Óskar Freyr, Birgi Orri, Guðrún, Birg- ir og fjölskyldur, harmur ykkar er mikill og sárin djúp en minn- ingin um okkar ástkæru Stínu mun lifa áfram. Anna Sigríður, Guðný, Jóhanna, Sigþrúður Erla, Valgerður, Vil- borg Rósa og Þórunn. Stína snerti líf okkar allra í uppvextinum í Garðabænum. Við handboltastelpurnar og æskuvinkonur Elsu vorum svo heppnar að eignast Stínu sem vinkonu. Elsa og Stína áttu ein- staklega fallegt mæðgnasam- band og voru alla tíð bestu vin- konur. Okkur leið því alltaf eins og Stína væri ein af okkur stelp- unum og mikið var gaman þegar hún slóst í hópinn. Stína hafði einstakan hlátur og það er hægt að heyra hann ef maður hugsar til þess. Það var bara ekki ann- að hægt en að hlæja með henni svo smitandi var hann. Við eigum ótal minningar úr Löngumýrinni og síðar úr Markarflötinni að ógleymdum öllum minningunum í kringum handboltann. Stína hafði svo bjarta og innilega nærveru. Þegar við rifjum upp minningar þá nefnum við allar hvað hún vildi alltaf allt fyrir okkur gera og að heimili þeirra Óðins stóð okkur alltaf opið. Stína var ávallt boðin og búin, hvort sem það var að skutlast með okkur út um allan bæ hér í denn eða að hafa okkur allar heima við þegar við vorum að taka okkur til fyrir skólaball. Það var allt svo sjálfsagt hjá henni Stínu og hún var alltaf til í að leggja fram hjálparhönd. Það er okkur einnig öllum of- arlega í huga sá stuðningur sem hún sýndi okkur í handboltan- um. Stína var okkar helsti stuðningsmaður og var alltaf mætt í stúkuna til að hvetja okkur áfram og engu máli skipti hvar það var eða hvenær, Stína var á sínum stað. Við æskuvinkonur Elsu kveðjum Stínu með mikilli hlýju í hjarta og getum svo sann- arlega yljað okkur við góðar minningar um frábæra mann- eskju. Elsku Óðinn, Elsa Rut, Óskar Freyr og Birgir Orri, sem og öll stórfjölskyldan, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Arna, Árný Nanna, Björk, Harpa Sif, Helga, Lilja Lind og Tinna. Ég man eftir því eins og það hafi verið í gær þegar Óðinn vinur minn sagði mér að hann hefði kynnst stelpu. „Hún heitir Stína og vinnur líka í Hagkaup,“ sagði hann. Óðinn var á leið heim til hennar og hann vildi endilega að ég kæmi með sér, svona sér til stuðnings. Ég sagði honum að hann þyrfti að af- greiða þetta einn, annað gengi ekki. Á þessum tíma leit Óðinn fremur ófrýnilega út, kinnin öll útblásin og bólgin, hann var með tannrótarbólgu, það dró víst aðeins úr honum kjarkinn, en hann fór. Síðan eru liðin um 40 ár. Stína var ekki lengi að setja sitt mark á Óðin og aga hann til, hún á mikinn þátt í því hvernig maður Óðinn er í dag. Við vor- um fremur óstýrilátir á okkar yngri árum og hefðum getað tekið ranga beygju eins og varð Kristín Þóra Birgisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.