Morgunblaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 59
MINNINGAR 59 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020 raunin um einn af okkar fé- lögum. Stína sá til þess að hinn beini og breiði vegur var farinn. Eftir að Stína kom til sögunnar voru hún og Óðinn eitt, það var nánast sama hvað við gerðum eða fórum félagarnir, alltaf var Stína með. Samhentari hjón þekki ég ekki, þau áttu einkar vel saman og var henni tekið fagnandi af vinum Óðins, hún féll strax inn í hópinn. Stína var ein af þessum manneskjum sem öllum líkar við, hún náði einkar vel til allra og gaf alltaf af sér, vandaðri og betri manneskja er vandfundin. Þegar manni lá eitthvað á hjarta var hún alltaf tilbúin til að hlusta og koma með tillögur. Stína var stúdent frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð og spil- aði handbolta með Fram á sín- um yngri árum. Hún sagði mér fyrir alllöngu að hún hefði haft áhuga á líffræði, en iðnnám varð fyrir valinu. Hún hefði örugg- lega orðið góður líffræðingur, hún var nákvæm og vann sitt verk af mikilli samviskusemi. Eftir að hafa þekkt og um- gengist Stínu síðan hún var 16 ára finnst mér ég eiga svolítið í henni, það er því með mikilli eftirsjá og sorg í hjarta sem ég kveð mína góðu vinkonu, Krist- ínu Þóru Birgisdóttur. Vil ég votta fjölskyldu og nánustu ættingjum mína dýpstu samúð. Rachid. Í dag kveð ég vinkonu mína og trúnaðarvin Kristínu Þóru Birgisdóttur og langar að minn- ast hennar. Stínu kynnist ég þegar við vorum 12 ára að æfa saman handbolta í Fram. Stína kom alltaf við hjá mér til að ná í mig á æfingar. Upp frá þessu varð vinskapur sem hélst allt fram á þennan dag. Stína var einstaklega glaðleg, hlý og góð manneskja, sá alltaf það góða í öllum. Hún var þó skipulögð og þorði að segja sín- ar skoðanir á hlutunum. Þrátt fyrir það hlustaði hún alltaf skoðanir annarra og tók tillit til þeirra. Fyrir mig var þessi vinátta okkar ómetanleg og Stína var mín fyrirmynd mín í svo ótal mörgu. Stína var einstaklega listræn og það lék allt í höndunum á henni. Hún var ung byrjuð að prjóna og sauma. Hún málaði á postulín í mörg ár og seinni árin á striga og liggja eftir hana mörg listaverk. Það kom því ekki á óvart þegar hún ákvað að læra hár- greiðslu en það gerði hún með tvö lítil börn að auki. Þetta var mikil vinna en að sjálfsögðu með góðu skipulagi kláraði hún það með stæl. Sextán ára kynntist Stína kynnist Óðni, hrokkinhærðum og hressum strák. Þrátt fyrir það hélst náin vinátta okkar og ég eignaðist þannig góðan við í Óðni líka. Við stofnuðum fjölskyldu á sama tíma og fylgdust því að í gegnum þann þroska að eignast börn og stofna heimili. Fyrir rúmlega tvítugar stelpur var það ærið verkefni en þar komu í ljós skipulagshæfileikar Stínu og það voru ófáir sendibílastöðv- arminnismiðarnir skrifaðir sem listar yfir verkefni dagsins. Stínu féll sjaldan verk úr hendi og sá aldrei vandamál í hlut- unum. Verkefnin varð bara að vinna. Stína var einkar náin börn- unum sínum og þau áttu traust- an bandamann í henni. Með röð og reglu ásamt ástúð bar hún velferð þeirra og síðar tengda- barnanna og barnabarnanna alltaf fyrir brjósti. Emilía og Alexander voru mikið með ömmu sinni og pass- aði hún þau oft og bjó þannig til ótal góðar minningar sem eru þeim nú ómetanlegar. Stína á stóra, háværa og sam- heldna fjölskyldu. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þessum yndislega hópi sem gleðst, hlær og styður hvert annað. Þegar Stína greindist með krabbamein árið 2017 tók hún því með ótrúlegu æðruleysi. Hún reyndi alltaf að sjá það já- kvæða, það sem hægt var að gera fyrir hana, og barðist hetjulega eins lengi og hún gat með mikilli hjálp Óðins. Hún umvafði fjölskylduna eins og hún var vön og hughreysti þau og hvatti. Það var mér erfitt og sárt að geta ekki stutt við bakið á henni eins og ég hefði viljað gera vegna Covid-faraldursins. Ég á eftir að sakna Stínu minnar óskaplega mikið, stórt skarð hefur myndast í hóp minna nánustu en þá ég nota það sem hún kenndi mér; að sjá það jákvæða. Ég á allar góðu minningarnar og ég er einstak- lega heppin að hafa átt hana að vinkonu. Ég er þakklát fyrir allt það sem hún kenndi mér og alla væntumþykjuna sem hún sýndi mér, Matta og börnum. Elsku Óðinn, Elsa, Óskar, Birgir, Guðrún, Biggi, Stefán, Bríet, Auður, Emelía og Alex- ander, guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Minning Stínu minnar lifir í hjarta okkar. Þórunn Ólafsdóttir. Það er þyngra en tárum taki að setja þessi orð niður á blað, sérstaklega þegar kona á besta aldri er tekin frá eiginmanni, börnum og barnabörnum. Eftir hetjulega baráttu við krabba- mein yfirgaf Stína okkur nú í byrjun október og ferðaðist yfir í Sumarlandið. Eftir sitja fal- legar minningar um yndislega manneskju og glæddi líf okkar allra sem eftir sitjum. Stína var fyrsta barnið sem fæddist í okkar vinahóp og eftir að fleiri börn fæddust var oft fjörugt í Fossvoginum þar sem Stína ólst upp með systkinum sínum, Valdísi og Helga Bjarna, en ekki síður í Skorradalnum þar sem Birgir og Guðrún eiga sumarbústað. Það var mikið æv- intýri fyrir krakkana að fá að alast upp saman og ferðalög voru algeng á þessum árum. Hvort sem það voru fjallgöngur eða veiði í Skorradalsvatni þá nutu sín allir eins og um eina stórfjölskyldu væri að ræða. Fyrsta og stærsta minningin sem kemur upp í hugann þegar við hugsum til Stínu er hlát- urinn hennar. Stína hafði einn mest smitandi hlátur sem nokk- ur hefur heyrt fyrr eða síðar. Þegar hún byrjaði að hlæja þá var ekki annað hægt en að smit- ast af hlátrinum hennar. Og þegar hún brosti, þá brosti hún með öllu andlitinu. Það virtist alltaf vera gleði í kringum Stínu og þannig minnumst við hennar. Stína flutti snemma að heim- an og kynntist Óðni sem hún svo giftist. Þau eignuðust þrjú yndisleg börn, Elsu, Óskar og Birgi. Stína lærði hárgreiðslu sem Þórður naut góðs af því hann kom reglulega í klippingu til hennar í Garðabæinn í hart- nær tuttugu ár. Elsku Biggi og Guðrún, þessi fátæklegu orð lina lítið þann missi og þjáningu sem þið gang- ið í gegnum núna. Engum er ætlað að lifa sín eigin börn og við getum ekki ímyndað okkur þá tilfinningu sem bærist um í hjörtum ykkar. En eftir sitja fallegar minningar um Stínu og þær er aldrei hægt að taka í burtu og þeirra munum við njóta um aldur og ævi. Við viljum senda okkar inni- legustu samúðarkveðjur til Óð- ins, Elsu, Óskars og Birgis, auk Bigga, Guðrúnar, Valdísar og Helga Bjarna og barnabarna. Þórður, Edda, Kristinn, Guðfinna, Sigurgeir og Edda Björg. ✝ Stefán Þór-hallsson fædd- ist 17. apríl 1931 á Ánastöðum á Vatnsnesi. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- urlands Akranesi 8. október 2020. Foreldrar Stef- áns voru Ólöf Ingi- björg Ólafsdóttir, f. 21. júlí 1903, d. 11. apríl 1997, og Þórhallur Lárus Jakobsson, f. 21. október 1896, d. 24. mars 1984. Systkini Stef- áns eru Ólafur, f. 1924, d. 2013, Eggert, f. 1926, Jakob, f. 1928, d. 2019, Ingibjörg, f. 1933, d. 2004, Steinar, f. 1936, d. 1989, Jón Þór, f. 1939, d. 1978, og Björn, f. 1940. Hinn 8. desember 1957 kvæntist Stefán Björgu Stefaníu Sigurðardóttur, f. 20. mars 1937. Foreldrar hennar voru Sigurður Emil Jónsson, f. 1912, vinnu, þ.á m. húsbyggingar. Hann flytur svo norður á Hvammstanga, byggir þar íbúð- arhús þeirra hjóna á Hvamms- tangabraut 1 og þar býr hann allt til dauðadags. Á Hvamms- tanga starfaði hann lengi við trésmíðar og verkstjórn, m.a. hjá Meleyri hf. þar sem hann átti farsælan starfsferil. Hann var um árabil slökkviliðsstjóri Brunavarna Vestur-Húnavatns- sýslu, einnig var hann formaður Björgunarsveitarinnar Kára- borgar um nokkurt skeið. Starfsferlinum lauk Stefán sem starfsmaður sveitarfélagsins, meðal annars sem hafnar- vörður. Stefán tók virkan þátt í ýmsum félagsstörfum, hann sat um tíma í sveitarstjórn Hvammstangahrepps, bygging- arnefndum hreppsins, Verk- stjórafélagi Norðurlands vestra auk þess sem hann var einn af stofnfélögum Lionsklúbbsins Bjarma á Hvammstanga. Útför Stefáns fór fram í kyrr- þey hinn 16. október 2020 frá Hvammstangakirkju. Jarðsett var í Kirkjuhvammskirkjugarði. d. 1972, og Björn- laug Marta Alberts- dóttir, f. 1906, d. 1986. Börn Stefáns og Bjargar eru tvö: 1) Emilía Marta, f. 1958, gift Þrándi Óðni Baldurssyni, f. 1956. Þeirra börn eru Arna, f. 1985, og Baldur, f. 1989. Sonur Emilíu frá fyrra sambandi er Óttar, f. 1976. 2) Ólafur Hallur, f. 1960, kvæntur Huldu Ein- arsdóttur, f. 1963. Þeirra börn eru Sara, f. 1988, Aron Stefán, f. 1989, og Rakel Ósk, f. 1996. Barnabarnabörnin eru níu. Stefán ólst upp á Ánastöðum á Vatnsnesi. Hann var í farskóla í sveitinni og einn vetur í hér- aðsskóla á Reykjum í Hrútafirði. Þegar hann fer að heiman sem ungur maður dvelur hann um tíma fyrir sunnan og starfar þar við sjómennsku og trésmíða- Kæri mágur. Örfá minningar- og þakkarorð til þín. Þú fórst allt of snöggt en við erum heldur aldr- ei tilbúin að fá svona fréttir. Mig langar að minnast og þakka fyrir allar okkar samverustundir. Stundir sem við systurnar og makar höfum átt á ferðalögum hérlendis og erlendis og alla aðra daga. Við höfum búið hlið við hlið í meira en hálfa öld. Alltaf varst þú tilbúinn að rétta hjálparhönd og aldrei sagðir þú styggðaryrði við mín börn. Þau hafa alltaf verið velkomin á ykkar heimili. Fætur þínir gáfu sig allt of snemma en hendurnar sköpuðu fram á síðasta dag. Ég bið um styrk fyrir systur mína og hennar fjölskyldu. Fjölskyldan frá Hvamms- tangabraut 3 sendir samúðar- kveðjur. Minningin um þig lifir með okkur öllum. Helena Svanlaug. Mig langar með nokkrum orð- um að minnast Stefáns afa. Ég kynntist Stefáni fyrst sumarið 1996 þegar við Óttar fórum að vera saman. Stefán var Óttari mínum miklu meira en bara afi, hann var honum sem faðir og þeirra samband var alveg ein- stakt. Stefán var mikið ljúfmenni, hann hafði svo gaman af því að stússast með börnum okkar Ótt- ars, fara með þeim niður á bryggju að veiða, út á bát í Vest- urhópsvatni og margt fleira. Við fórum margar útilegur með Böggu ömmu og Stebba afa, sum- arbústaðaferðir og svo fórum við æðislega ferð með þeim til Al- mería og Benidorm. Stefán var rosalega hjálpsamur og hjálpaði okkur Óttari mikið, smíðaði með okkur pall við litla íbúð sem við keyptum, hann hjálpaði til við byggingu á parhúsi sem við byggðum og margt fleira. Það eru ófáar góðu stundirnar sem við fjölskyldan áttum með Stefáni og Björgu. Ég er svo þakklát að hafa fengið að kynnast Stefáni og börnin mín eru svo rík af minn- ingum um Stefán langafa. Elsku Stefán, takk fyrir allt. Elsku Bögga mín, missir þinn er mikill en við munum standa saman og halda utan um hvert annað í sorg- inni. Guð blessi minningu Stefáns. Eva Dís Björgvinsdóttir. Elsku afi, Stefán afi. Nú hefur þú kvatt og ert geng- inn á vit feðra þinna. Hver veit hve löng sú leið er og hvert hún liggur en ég veit að við vorum samferða á lífsins leið í rúm þrjá- tíu ár. Þetta var mikilvæg sam- fylgd og ég sé það nú, betur og betur, hversu mikil og góð fyrir- mynd þú varst mér. Hvort sem litið sé til persónueiginleika eða verklags þíns í lífsins störfum, þá varstu alltaf til fyrirmyndar. Hver er sinnar gæfu smiður, já þú varst sannkallaður gæfusmið- ur, handbragð þitt bar ætíð af. Natni og gott auga fyrir úrlausn- um einkenna vönduð verk, hvort sem það er heimili þitt, Hvamms- tangabraut 1, eða smátt bátslíkan. Ég dáist af þeim fallegu smíðis- gripum sem þú skilur eftir þig, ekki síst vegna þeirra verkfæra sem þú varst búinn, nútíma smiði þætti kannski ekki mikið til þeirra koma. Þú bara vannst úr því sem þú hafðir. Þetta lýsir því best hversu ótrúlega flinkur þú varst í höndunum, sannur fagmaður. Afi tilheyrði þeirri kynslóð sem ólst upp við að bjarga sér, nýta það sem náttúran hafði upp á að bjóða. Hann var veiðimaður, sjó- maður, hann naut sín best á sjó. Mín fyrstu kynni af veiðimennsku voru í gegnum þig. Við fórum saman á sjó á Ráninni þinni, dróg- um þorsk og ýsu, við lögðum net í Sandvíkinni og alltaf var aflinn góður. Á seinni árum naustu þess að fylgjast með veiðum annarra, þegar bátarnir reru til fiskjar á Miðfirði, fylgdist þú spenntur með úr eldhúsglugganum og varst svo mættur niður á bryggju þegar bátarnir snéru aftur heim. Einnig hafðiru mikinn áhuga á að heyra frá manni veiðisögur og njóta aflans, ef einhver var. Þú hafðir einstakt geðslag, í dag er það kallað jafnaðargeð, ósköp fátt gat raskað þinni léttu lund. Það var aldrei neitt vesen, aðrir sáu um það. Þú stóðst samt fastur á þínu og t.d. ef þið amma voruð ekki alveg sömu skoðunar, voru málin oft sjötnuð með eft- irfarandi orðum: „Jæja góða mín.“ Þú varst glettinn og stutt var í brosið. Þú varst afi eins og afar eiga að vera. Ætíð hafðiru áhuga á því sem maður var að fást við í smíða- vinnunni, hlustaðir og gafst oft góð ráð. Það var oft eins og þú hefðir verið með manni á bygg- ingarstað, því þú vissir nákvæm- lega um hvað hlutirnir snérust þegar maður var að lýsa einstaka verkefnum fyrir þér. Elsku afi, nú er sár í hjarta mínu en það grær með þeim ótal- mörgu minningum sem þú skilur eftir. Minningum um kærleiks- mann sem ég ætla að hafa til fyr- irmyndar allt mitt líf. Takk fyrir samfylgdina elsku afi, hvíldu í friði. Þinn Aron Stefán. Elsku frábæri afi, tengdaafi og langafi. Við vorum svo heppin að fá að hafa þig í lífi okkar í mörg góð ár. Ég er ekki viss um að allir séu svo lánsamir að fá að kynnast manni eins og þér. Þú varst ein- stakur maður, í raun varst þú holdi klæddur kærleikur. Líkt og segir í fyrra bréfi Páls til Korintu- manna, þá er kærleikurinn lang- lyndur og góðviljaður, hann öf- undar ekki og hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, er ekki langrækinn. Kærleikurinn vonar allt og umber allt. Mér finnst í raun ótrúlegt að geta sagt að þú bjóst yfir öllum þessum kostum og meira til. Þú vildir öllum vel, sama hvað lífið færði þér þá tókstu á við verkefnin af æðruleysi og þraut- seigju. Góðvilji, jákvæðni og ekki má gleyma skopskyninu gerðu þig að einstaklega góðum manni sem gaf í hvívetna af sér yndis- lega og uppbyggjandi nærveru. Einlægar þakkir fyrir allar minn- ingarnar, góðu ráðin og glæsilega handverkið þitt sem þú skilur eft- ir hjá okkur. Ég vildi óska að ég gæti ein- faldlega fengið að sitja með þér og njóta þagnarinnar einu sinni enn, elsku afi. Við elskum þig og geymum í hjarta okkar. Hvíldu í friði og ró. Rakel Ósk, Sara, Daníel Reynir og Óliver Uni. Stefán Þórhallsson Lúlli frændi er fallinn frá eftir stutta baráttu við erfið veikindi. Lúlli var að upplagi og í anda sterkur einstaklingur sem kallaði ekki allt ömmu sína. Að eiga skoð- anaskipti við Lúlla var dásamlegt og ekki var kurteisin við þá iðju notuð. Skemmtilegar samræður um allt á milli himins og jarðar en oftast sögulega tengd og urðu svo að rökræðum sem enduðu á hlátrasköllum sem voru aðal ein- kenni Lúlla frænda. Seinustu heimsóknirnar voru nýttar í þaula, þar var reifað eins og alltaf en Lúlli vissi að tíminn sem eftir var væri stuttur og þá er hver mínúta notuð með meðvit- und allra. Lúlli var höfðingi elskaður af öllum, mönnum, börnum og dýr- Lúðvík Vilhjálmsson ✝ Lúðvík Vil-hjálmsson fæddist 26. október 1945. Hann lést 12. október 2020. Útför Lúðvíks fór fram 23. októ- ber 2020. um, hans verður sárt saknað. Elsku Inga, Kristín, Villi og fjöl- skyldur, við sendum okkar einlægu sam- úðarkveðju. Vilhjálmur (Villi) og Helga. Í lífinu hittir mað- ur alls konar fólk sem hefur mismikil áhrif á mann. Í desember 1987 hitti ég Lúðvík Vilhjálmsson, Lúlla. Ég var í að- flugsþjálfun fyrir Keflavík og Reykjavík. Lúlli var að koma heim til Íslands eftir 8 ár að vinna sem flugumferðarstjóri í Dubai, svo hann var settur á námskeiðið með mér og Davíð félaga mínum. Það tók mann ekki langan tíma að átta sig á að Lúlli var ótrúlega skemmtilegur, hann var einn af þessum mönnum sem hlæja þann- ig að lífið verður miklu betra. Sögurnar hans frá Dubai kveiktu strax áhuga minn á því að það gæti verið gaman að vinna annars staðar en á Íslandi. Lúlli varð félagi minn á vakt- inni í Keflavík, frábær flugum- ferðarstjóri og vinnufélagi, það eina sem var skrítið var að hann hélt með Crystal Palace í enska boltanum. Lúlli hafði verið knatt- spyrnudómari á sínum yngri ár- um svo það var annað sem við átt- um sameiginlegt. Við unnum saman í 20 ár í Keflavík, hann fór á eftirlaun ári áður en ég gerði það sama og hann hafði gert, ég flutti í „sand- inn“. Lét drauminn rætast sem Lúlli hafði sagt mér allt um, hef oft hugsað til hans hérna, þetta ævintýri okkar hér er eiginlega honum að þakka. Í vor varð þriggja daga fríið mitt á Íslandi að þriggja mánaða fríi, þökk sé Covid-19. En það varð þó til þess að ég hitti Lúlla í fyrsta skipti í rúm 10 ár. Á ynd- islega litla Íslandi vill það svo skemmtilega til að Kristín dóttir Lúlla er nágranni okkar, garð- arnir okkar liggja saman. Lúlli og Inga voru í mat hjá Kristínu og við hittumst fyrir tilviljun í garð- inum. Lúlli var eins og alltaf kát- ur og hló hátt en sagði okkur líka að heilsan væri eitthvað að gefa sig. Ekki grunaði mig þá að þetta yrði í síðasta sinn sem ég hitti hann en mikið svakalega er ég glaður að hafa getað sagt honum hvað hann hafði haft mikil áhrif á líf mitt. Lúlli hefði orðið 75 ára 26. októ- ber og ég lofa að við munum fagna afmælinu hans hér í sandinum. Hláturinn og gleðin hans Lúlla er góð minning á þessum skrýtnu Covid-19-tímum. Ég votta Ingu, Kristínu, Guð- rúnu,Villa og öðrum ættingjum og vinum Lúlla mínar innilegustu samúðarkveðjur. Egill Már Markússon. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.