Morgunblaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Stjórnvöld í Aserbaídsjan lýstu því
yfir í gær að þau hefðu náð fullu valdi
á landamærum sínum að Íran, eftir
að Armenar höfðu áður hertekið
nokkur þorp og bæi við landamærin í
átökum ríkjanna um Nagornó-Kar-
abak-hérað.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti
lýsti því yfir í gær að samkvæmt
þeim gögnum sem Rússar hefðu,
hefðu rúmlega 2.000 manns fallið hjá
báðum þjóðum síðan átökin hófust
fyrir þremur vikum, og væri tala fall-
inna því ört að nálgast 5.000 manns.
Armenskar hersveitir höfðu fyrr í
átökunum náð á sitt vald sjö öðrum
héruðum í nágrenni Nagornó-Kar-
abak, þar á meðal stórum hluta
landamæranna við Íran. Ilham Al-
iyev, forseti Aserbaídsjan, lýsti því
hins vegar yfir í gær að hersveitir
Asera hefðu tekið á ný yfirráð yfir
þorpinu Agbend, og réðu þar með
aftur yfir landamærum sínum. Degi
fyrr hafði Nikol Pashinyan, forsætis-
ráðherra Armeníu, viðurkennt að
Armenar færu nú halloka í bardög-
um innan Aserbaídsjan.
Lítil von um þriðja vopnahléið
Útilokaði Pashinyan að hægt væri
að finna friðsama lausn á deilunum
„um langan tíma“. Virðist það hið
eina sem Armenar og Aserar geta
verið sammála um, en nú þegar hef-
ur verið samið tvisvar um hlé á átök-
unum, og í bæði skiptin hefur það
verið rofið nánast samstundis.
Helstu stórveldi heims hafa þrátt
fyrir það haldið áfram að reyna að
stilla til friðar. Þannig munu utan-
ríkisráðherrar rikjanna funda í dag
með Mike Pompeo, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, í Washington,
og Pútín Rússlandsforseti lýsti því
yfir í gær að hann væri í „stöðugum
samskiptum“ við bæði Aliyev og
Pashinyan. „Ég tala við þá í síma
nokkrum sinnum á dag,“ sagði Pútín.
Greindi hann þar einnig frá því
mati Rússa að nærri því 5.000 manns
hefðu fallið í átökunum til þessa. Eru
Lét Stoltenberg ummæli sín falla
við heimsókn Armens Sarkisan, for-
seta Armeníu, til höfuðstöðva banda-
lagsins í Brussel, en Armenar hafa
krafist þess að bandalagið setji
hömlur á Tyrki, eina af bandalags-
þjóðunum.
Stoltenberg sagði hins vegar að
bæði Armenía og Aserbaídsjan væru
dyggir samstarfsaðilar bandalags-
ins, en þau tilheyra bæði hinu svo-
nefnda „Samstarfi í þágu friðar“,
sem sett var á laggirnar eftir lok
kalda stríðsins.
„Við þurfum vopnahlé án tafar og
að vopnahléið sé virt, og við skorum
því bæði á Armeníu og Aserbaídsjan
að láta af átökunum,“ sagði Stolten-
berg á blaðamannafundi sínum.
Tyrkir séu hluti af lausninni
Átökin milli Asera og Armena
hafa valdið áhyggjum um að þau
gætu breiðst út og dregið að sér
bandamenn ríkjanna, en Rússar eru
í bandalagi við Armena og Tyrkir í
bandalagi við Aserbaídsjan. Hafa
Tyrkir verið sakaðir um að hafa stutt
Asera, meðal annars með því að
greiða leið sýrlenskra vígamanna til
átakasvæðanna í gegnum Tyrkland.
Jens Stoltenberg, framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins, lýsti
því yfir í gær að hann vænti þess að
Tyrkir myndu beita sínum töluverðu
ítökum til þess að reyna að stöðva
átökin á milli Armeníu og Aserbaíd-
sjan og draga úr spennunni þar.
þær mannfallstölur nokkru hærri en
opinberar tölur frá bæði Armeníu og
Aserbaídsjan, sem segjast bæði hafa
misst innan við þúsund manns.
Gerardo Moloeznik, fulltrúi Rauða
krossins í Nagornó-Karabak, sagði í
gær í viðtali við AFP-fréttastofuna,
að báðar þjóðir yrðu að hætta að
skjóta á almenna borgara og virða
alþjóðalög. Um hundrað óbreyttir
borgarar eru sagðir hafa fallið til
þessa samkvæmt hinum opinberu
tölum, en óttast er að rétt tala sé
mun hærri.
Varaði Moloeznik um leið við því
að vetur gengi nú í garð, og því gæti
ástandið orðið virkilega slæmt á
næstu vikum, ef ekki fyndist lausn á
átökunum hið fyrsta.
Ráða yfir landamærunum
Nærri því 5.000 manns sagðir hafa fallið í átökunum um Nagornó-Karabak
NATO hvetur Tyrki til þess að beita áhrifum sínum til þess að draga úr spennu
AFP
Nagornó-Karabak Armenskir sjálfboðaliðar í heimavarnarliði Nagornó-Karabak-héraðs sjást hér æfa vopnaburð í
Jerevan, höfuðborg Armeníu, í gær. Áætlað er að um 5.000 manns hafi látist í átökum Armena og Asera til þessa.
Amy Coney Bar-
rett, sem tilnefnd
hefur verið í
Hæstarétt
Bandaríkjanna,
var í gær sam-
þykkt sem dóm-
araefni af dóms-
málanefnd
öldungadeildar
Bandaríkjaþings.
Gert er ráð fyrir
að öldungadeildin í heild sinni muni
greiða atkvæði um endanlega skip-
un hennar í réttinn á mánudaginn.
Barrett var samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum, en fulltrúar
demókrata í dómsmálanefndinni
gengu út áður en atkvæðagreiðslan
var haldin, þar sem þeir segja út-
nefningu hennar vera of nálægt
forsetakosningunum.
Lindsey Graham, formaður
nefndarinnar, sagði hins vegar að
demókratar myndu ekki fá að taka
yfir dagskrá nefndarinnar. Líklegt
er að meirihluti þingmanna sé með
því að staðfesta skipan Barrett.
Málið úr nefnd eftir
útgöngu demókrata
Amy Coney
Barrett
BANDARÍKIN
Ghislaine Max-
well, sem sökuð
er um að hafa að-
stoðað barnaníð-
inginn Jeffrey
Epstein við glæpi
hans, neitar allri
sök í skriflegum
vitnisburði sín-
um, sem gerður
var opinber í
gær. Til stendur
að Maxwell fari fyrir rétt í New
York-borg á næsta ári, en hún er
sökuð um að hafa lokkað til sín
stúlkur undir lögaldri og fært þær
til Epstein. Allt að 35 ára fangelsi
liggur við sakargiftunum.
Í vitnisburði Maxwells, sem er
rúmlega 460 blaðsíður, segir hún
meðal annars að hún hafi aldrei
fengið neinn undir lögaldri til fylgi-
lags við sig, og að hún hafi aldrei
orðið vitni að ólöglegu athæfi af
hálfu Epsteins.
Neitaði vitneskju
um glæpi Epsteins
Ghislaine
Maxwell
BANDARÍKIN
Rudy Giuliani, lögfræðingur Don-
alds Trumps Bandaríkjaforseta og
fyrrverandi borgarstjóri í New
York, neitaði í gær ásökunum um að
hann hefði reynt að áreita leikkonu í
annarri kvikmynd Sacha Baron Co-
hen um hinn seinheppna Borat, sem
verður frumsýnd í dag.
Í fyrradag láku út myndir af
meintu atviki, sem virðast sýna
Giuliani snerta sjálfan sig, en hann
sagði í gær að hann hefði einungis
verið að laga skyrtu sína eftir að hafa
tekið af sér míkrófón. „Ég sýndi
hvorki fyrir, eftir né á meðan viðtal-
inu stóð af mér óviðeigandi hegðun,“
sagði Giuliani á Twitter-síðu sinni og
bætti við að ef Cohen héldi öðru fram
væri hann „ískaldur lygari“.
Cohen er m.a. þekktur fyrir per-
sónur sínar, Ali G og Borat, sem hafa
tekið viðtöl við ýmsar frægar per-
sónur án þess að þær hafi áttað sig á
því að um grín væri að ræða. Sagði
Giuliani í viðtali við New York Post
að hann hefði í fyrstu haldið að um
alvöru viðtal væri að ræða um heims-
faraldurinn og Trump, en síðar áttað
sig á því að þarna hlyti Sacha Baron
Cohen að hafa verið á ferðinni.
Giuliani neitar
öllum ásökunum
Borat veldur fjaðrafoki enn á ný
AFP
Borat Uppblásin blaðra í líki Borats sveif niður Thames-ána í Lundúnum í
gær vegna frumsýningar seinni myndarinnar um Kasakkann seinheppna.
Þú getur
verslað linsur
og margt
fleira á
eyesland.is
Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu!
Linsurnar heim!
Eyesland gleraugnaverslun
www.eyesland.is