Morgunblaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 74
74 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020 Modal náttfötin komin! Frí heimsending um land allt Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 • Vefverslun: selena.is Vefverslunselena.is AF BÓKMENNTUM Árni Matthíasson arnim@mbl.is Bókmenntaverðlaun Norð-urlandaráðs verða afhentnæstkomandi þriðjudag, 27. október. Í gær var fjallað um þær skáldsögur sem tilnefndar eru en nú beini ég sjónum ljóða- bókunum þremur. Johan Jönson - Marginalia/ Xterminalia Fyrir nokkrum árum kallaði Aftonbladet Johan Jönson „sér- kennilegasta“ rithöfund Svía og vísaði til þess að hann fór eigin leiðir í textavinnslu og ljóðagerð, braut upp hefðbundna framsetn- ingu texta, tvinnaði saman ljóðum, hugleiðingum, hugsanastreymi og hatrammri ádeilu á kapítalismann. Það síðastnefnda er og rauður þráður í gegnum bókatvennuna Ljóð, ljóðbrot og ljóðræn uppreist Xterminalia/Marginalia, sér- staklega í Marginalia þar sem Jönson tætir í sig nútímann og sjálfan sig og skýtur inn á milli erindanna klifunarkenndu sífri um fjárskort og -þrá. Xterminalia er aftur á móti prósakennd; hug- myndastreymi, minningabrot, minnispunktar, athugasemdir um bækur og höfunda. Þar má finna setningu sem lýsir verkinu vel: „En bok måste vilja det omöjliga, det ogennomförbara, det extremt dialetiska.“ Yahya Hassan - YAHYA HASSAN 2 Fyrsta ljóðabók Yahya Hassan vakti gríðarlega athygli í Dan- mörku og seldist meira en dæmi eru um ljóðbækur eða dönsk skáldverk almennt. Hún vakti ekki síst athygli og fögnuð þeirra sem höfðu andúð á múslimum, enda gagnrýndi hann íslam harkalega, og þeirra sem ömuðust við inn- flytjendum, enda gagnrýndi hann innflytjendastefnu danskra stjórn- valda harkalega. Í viðtölum sagði hann að þótt ljóðin væru vissulega sprottin af reiði, væri líka í þeim sorg, gleði, kímni og ást á orðum. Hugmyndaheimur annarrar ljóða- bókar hans, sem heitir einfaldlega YAHYA HASSAN 2, er víðari en í fyrri bókinni. Hassan er fyrst og fremst að lýsa lífi sínu frá því fyrri bókin kom út, en gagnrýnir líka samtímann, hræsni danska samfélagsins gagnvart flótta- og farandfólki, hræsni heimsins gagn- vart Palestínu. Stundum sigar efn- ið nánast andann, til að mynda í lokaljóðinu GERNINGSTEDER, en í því eru samt magnaðir sprett- ir sem minna á höfuðljóð Amiri Baraka. Frábær bók. Mikaela Nyman - När vänd- krets läggs mot vändkrets Þessi fyrsta ljóðabók Mikaelu Nyman er tileinkuð Mariku systur hennar og fyrri hluti bókarinnar, Hvarfbaugur krabbans, hefst þar sem Nyman situr á eyju í hvarf- baugi krabbans, Álandseyjum, við dánarbeð systur sinnar. Ljóðin í þeim hluta eru þrungin sorg og söknuði: „Når man älskar någon så hårt/finns del altid risk att nå- got går sönder,“ en þau segja líka frá minningum um gleði. Í seinni hluta bókarinnar, Hvarfbaugur steingeitarinnar, er ljóðmælandi staddur á annarri eyju mun sunn- ar, eins og heitið ber með sér, í Vanuatu, en Nyman bjó í Port Vila í mörg ár. Í þeim hluta er sorgin enn til staðar, en líka áhyggjur af hnattrænni hlýnun aukinheldur sem hún fléttar inn í ljóðin orðum og hugtökum úr bisl- ama og maorískri þjóðtrú og þjóð- háttalýsingum. Fyrri hluti bók- arinnar er afbragð, en Nyman nær ekki að tengja hlutana nógu vel saman, nær ekki að leggja hvarfbaug við hvarfbaug.  Þrjár ljóðabækur tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Yaha Hassan Mikaela NymanJohan Jönson Paul McCartney mun senda frá sér nýja sólóplötu, McCartney III, 11. desember næstkomandi. Er það þriðja platan í útgáfuröð sem teyg- ist nú yfir hálfa öld (McCartney I kom út 1970 og McCartney II árið 1980) þar sem tónlistarmaðurinn dáði ekki bara semur lög og texta, heldur leikur líka á hljóðfærin, syngur, útsetur og hljóðritar aleinn í heimahljóðveri sínu. Hann dund- aði sér við upptökurnar á heimili sínu í Sussex á Bretlandi eftir að kóronuveirufaraldurinn brast á. Í lögunum á plötunni syngur McCartney við eigin gítar- eða pí- anóundirleik og bætti síðan bassa og trommum inn á upptökurnar. „Þetta snerist um að skapa tón- list fyrir mann sjálfan frekar en tónlist sem á að hafa eitthvert hlut- verk,“ er haft eftir McCartney í Loud and Quiet-tímaritinu um plöt- una. „Ég átti einhverja lagabúta sem hafa safnast upp yfir árin og ég hef unnið að en hafa samt dagað uppi ókláraðir og ég kom nú aftur að þeim. Ég byrjaði á hverjum degi að taka upp með hljóðfærinu sem ég samdi lögin á og hlóð smám sam- an ofan á það. Sem var gaman,“ segir McCartney sem er nú 78 ára. Afkastamikill Paul McCartney á sviði með Hofner-bassann fræga frá Bítlaárunum. Ný sólóplata frá McCartney
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.