Morgunblaðið - 28.10.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.10.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2020 Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is ælu ints élin ftur svörtu r 36-41 990 kr. ...betra fyrir umhverfið Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 TAUBLEIUR bambus.is Ný og endurbætt netverslun Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Helstu athugasemdir við drög að til- lögu að matsáætlun vegna Fjarðar- heiðarganga koma frá hagsmuna- aðilum við svokallaða norðurleið sem gerir ráð fyrir að hringvegurinn liggi norðan við Egilsstaði. Kemur þetta fram í tillögu Vegagerðarinnar að matsáætlun sem lögð hefur verið fyrir Skipulagsstofnun til athugun- ar. Þrír valkostir við tengingu vegar- ins úr Fjarðarheiðargöngum við veg- inn um Egilsstaði verða skoðaðir við mat á umhverfisáhrifum fram- kvæmdarinnar. Það eru miðleið sem fer í gegnum Egilsstaði á núverandi stað, ný leið sem tengist Austur- landsvegi sunnan Egilsstaða og er nefnd suðurleið og ný leið, norður- leið, sem liggur norðan Eyvindarár og tengist þjóðveginum við Egils- staðaflugvöll. Skemmdir á náttúru Í tillögu að matsáætlun kemur fram að þegar drög að áætlun voru kynnt bárust Vegagerðinni fimm at- hugasemdir. Tvær þeirra voru frá landeigendum og hagsmunaaðilum á norðurleiðinni, meðal annars frá eig- endum og ábúendum Miðhúsa og Steinholts en leiðin fer einnig yfir land Egilsstaðabæjar, Egilsstaða I, Eyvindarár, Dalhúsa og Kollsstaða- gerðis. Í athugasemdum Miðhúsa og Steinholts er vakin athygli á því að í matinu sé gert ráð fyrir því að hluti skógar sem plantað hefur verið verði ruddur og vegurinn skerði einnig ræktunarland vegna búskapar og tómstunda. Ónæði aukist vegna hljóð- og sjónmengunar. Þá muni náttúrusvæði skemmast, svo sem Myllufoss, og fiskræktarstarf spill- ast. Í tveimur athugasemdum er kost- um norðurleiðarinnar haldið fram, meðal annars vegna þess að miðleið og suðurleið muni frekar hafa nei- kvæð áhrif á þróun Egilsstaðaþorps. Almenningi og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á að gera athuga- semdir við tillöguna. Frestur til þess rennur út 10. nóvember næstkom- andi. Gera athugasemdir við tengingu jarðganganna  Ryðja þarf skóg til að tengja göngin norðan við Egilsstaði 1 1 93 93 94 95 EGILSSTAÐIR Hrin gveg ur Hrin gveg ur Reyðarfjörður Borgarfjörður Fel lab ær Se yð is - fjö rð ur Ko rt ag ru nn ur : O pe nS tr ee tM ap Suðurleið Miðleið Norðurleið Lagarfljót Möguleg vegtenging Fjarðarheiðarganga Tillaga um þrjár leiðir við Egilsstaði Þrír valkostir við tengingu vegarins Norðurleið Miðleið Suðurleið Fjarðarheiðargöng Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Um 90 smit kórónuveiru sem greinst hafa á síðustu dögum má rekja til Landakotsspítala. Tíu þeirra 59 inn- anlandssmita sem greindust á mánu- dag má rekja til Landakots. Þau smit sem standa út af eru samfélags- smit, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sem hefði viljað sjá hraðari fækkun daglegra smita. „Þetta er svona á svipuðu róli, get- um við sagt, eins og hefur verið,“ segir Þórólfur. Hann telur að sam- félagssmitum sé ekki að fækka eins og hann hafði vonast til. „Maður hefur ákveðnar áhyggjur af því að við séum jafnvel með aukn- ingu eða alla vega ekki fækkun á samfélagssmitum. Það vekur áhyggjur af því að við gætum fengið aðra svona hópsýkingu eins og við erum búin að vera að eiga við núna.“ Þórólfur segir að hnykkt hafi verið á því við heilbrigðisstofnanir að sér- staklega vel yrði vandað til verka hvað varðar sóttvarnir. 40 þeirra 59 sem greindust smit- aðir á mánudag voru í sóttkví við greiningu. Hinir 19 voru utan sóttkvíar. 1.048 smitaðir eru í ein- angrun og 53 eru á sjúkrahúsi með Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. 2.283 eru í sóttkví og 1.475 eru í skimunarsóttkví en í þeim hópi eru þeir sem þurfa að fara í sóttkví á milli skimana á landamærunum. Tæplega 2.300 sýni voru tekin inn- anlands á mánudag og rúmlega 400 við landamærin. Eitt virkt smit greindist við landa- mærin á mánudag og átta bíða mót- efnamælingar. Kórónuveirusmit á Íslandi Staðfest smit frá 30. júní 4.574 staðfest smit Heimild: covid.is Nýgengi innanlands 25. október: 221,2 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa Nýgengi, landamæri: 25,1 14 daga nýgengi 53 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar af 1 á gjörgæslu 59 ný inn an lands smit greindust 25. október 1.475 í skimunarsóttkví 100 80 60 40 20 0 2.283 einstaklingar eru í sóttkví 1.048 eru með virkt smit og í einangrun júlí ágúst september október Fjöldi smita innanlands Fjöldi smita á landamærum11 einstaklingar eru látnir Hefði viljað sjá hraðari fækkun  59 veirusmit greindust á mánudag Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað að ferðaþjónustu- fyrirtæki skuli endurgreiða spænskri fjölskyldu íslenska pakka- ferð þrátt fyrir að ferðin hafi verið farin á umsömdum tíma í apríl sl. en fjölskyldan hætt við Íslandsferð- ina vegna kórónuveirufaraldursins. Fram kemur í úrskurði nefndar- innar að um var að ræða þriggja daga rútuferð til ferðamannastaða á sunnanverðu Íslandi. Spænska fjölskyldan afpantaði hins vegar ferðina þremur vikum áður en hún var farin og bar við að vegna kór- ónuveirufaraldursins kæmist hún ekki til Íslands. Ferðaþjónustufyrirtækið bauðst til að endurgreiða helming verðsins og vísaði m.a. til þess að ferðin hefði verið farin á tilsettum tíma. Úrskurðarnefndin féllst hins vegar á það með Spánverjunum að þær aðstæður, sem voru uppi á þessum tíma, hefðu verið óviðráðanlegar, m.a. vegna mjög hertra samkomu- takmarka, og ekki yrði séð að hægt hefði verið að fara ferðina í sam- ræmi við samning aðila og eðlilegar væntingar ferðamannanna. Þá yrði ekki litið fram hjá því að fjölskyldan hefði þurft að fara í sóttkví í tvær vikur eftir komuna til Íslands og síðan aftur í sóttkví á Spáni að ferðalaginu loknu. karitas@mbl.is Pakkaferð endurgreidd Morgunblaðið/Ómar Upplifun Hverinn Strokkur gýs.  Full endurgreiðsla þrátt fyrir efndir Enn er unnið að lagningu vegarins á milli Odda á Rangárvöllum og Bakkabæja. Langt er síðan brúin á Þverá, Oddabrúin, var tilbúin. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangár- þings ytra, segir að þeirri vinnu sem nú stendur yfir verði lokið eftir um það bil hálfan mánuð og þá verði vegurinn vel fær. Þá verður samt sem áður eftir að leggja burðarlag og klæða veginn. Vonast Ágúst til að Vegagerðin muni gera það á næsta ári. Vegurinn og brúin eru annars framkvæmd á veg- um Rangárþings ytra með stuðningi Vegagerðarinnar. Unnið á hagkvæman hátt Allmargir mánuðir eru liðnir frá því brúin sjálf var tilbúin. Þá var eft- ir að leggja vegi að henni, sér- staklega tengingu við Oddaveg en einnig þarf að gera nýja tengingu við Bakkabæi. Að þessu hefur verið unn- ið undanfarna mánuði, með hléum, enda reynt að vinna verkið á sem hagvæmastan hátt að sögn Ágústs. Hefur meðal annars þurft að láta veginn síga nokkrum sinnum en nú sér fyrir endann á þessum áfanga framkvæmdarinnar. Opið þegar aðstæður leyfa Þótt unnið hafi verið að vegagerð hefur vegurinn verið hafður opinn fyrir umferð, eftir því sem aðstæður hafa leyft, enda segir Ágúst að heimamenn á bæjunum noti hann mikið. Efnt verður til formlegrar opn- unar þegar framkvæmdum verður lokið að fullu. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vegavinna Unnið er að lagningu vegar að Oddabrúnni nýju á Þverá. Enn unnið að vegi  Vegurinn að nýju Oddabrúnni verð- ur tilbúinn til notkunar á næstunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.