Morgunblaðið - 28.10.2020, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2020
✝ Atli Þór Ólafs-son fæddist 22.
apríl 1984 á sjúkra-
húsinu á Ísafirði.
Hann lést í Mexíkó
þann 18. september
2020. Foreldrar
hans eru Brynja
Höskuldsdóttir,
sambýlismaður
hennar er Þorgeir
Jónsson, og Ólafur
Þór Geirsson, kona
hans er Rannveig Eir Helgadótt-
ir. Systur Atla eru Hjördís Erna
og Íris Ösp. Unnusta hans var
Hedna Gallardo.
Árin 2004-2011
var Atli búsettur í
Danmörku og á
Spáni og frá 2017 í
Mexíkó.
Útför hans fer
fram í Digranes-
kirkju 28. október
2020 kl. 13 að við-
stöddum nánustu
fjölskyldu og vinum.
Athöfninni verður
streymt á slóðinni:
https://youtu.be/ucm9iJnUWxs
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á:
https://mbl.is/andlat
Elsku fallegi drengurinn
minn. Það er meira en tárum
taki að setjast niður og skrifa
minningarorð um þig. Þú þessi
góði drengur sem máttir ekkert
aumt sjá, sama hvort það voru
menn eða dýr. Það var alltaf
sterkur strengur á milli okkar.
Þú sagðir oft að ef eitthvað kom
upp á hjá þér brást það ekki að
síminn hringdi og mamma var í
símanum. Ég fann á mér ef þér
leið illa, þýddi ekkert að leyna
mig því. Svona vorum við elsku
karlinn minn. Ég á svo góðar
minningar um þig sem ég geymi
í hjarta mínu. Vona að þú sért
sáttur og líði vel.
Elska þig,
mamma.
Símtal snemma á laugardags-
morgni í september líður ekki úr
minni. Að fá þær fréttir að Atli
væri látinn. Elsku Atli sem mér
þykir svo óskaplega vænt um,
svo hlýr og hláturmildur, hann
hafði svo innilegan og smitandi
hlátur. Ég er búin að vera í lífi
hans frá því hann fæddist, auð-
vitað mismikið eins og gengur.
Við oft hvort í sínu landinu, hann
búinn að búa í Danmörku, Spáni
og nú síðast í Mexíkó. Minning-
arnar streyma fram. Dagurinn
sem hann fæddist sem bar upp á
páskadag það árið. Honum
fannst spennandi að gista hjá
okkur Sigga, þótt við byggjum
þá heima hjá mömmu og pabba.
Hann gat verið frekar fyrirferð-
armikill þegar hann svaf, kom
fyrir að Siggi flúði um miðja
nótt. Hann gat setið hjá okkur
tímunum saman og hlustað á
Dong dong-lagið (Járnkallinn).
Spánarferðin þegar ég og
mamma komum þangað. Atli var
svo glaður að hitta ömmu Gullu,
var stoltur af ömmu sinni, rúm-
lega áttræðri að koma í fyrsta
skipti til Spánar, hann snerist í
kringum okkur. Þegar Spánar-
ferðin var í undirbúningi spurði
ég Atla hvað hann langaði í frá
Íslandi. Hann var ekki lengi að
hugsa sig um, rúgbrauð, mar-
ineraða síld og matarkex. Hann
vantaði sárlega matarkex, það
sem hann ljómaði þegar ég kom
með þetta. Hann gaf sko engum
með sér, þetta átti bara hann.
Við áttum öll dásamlega daga í
þessari ferð. Atli flutti svo heim
til Íslands, hann var duglegur að
koma suður með sjó að heim-
sækja ömmu sína og mig. Síðasta
heimsóknin var nokkrum dögum
áður en hann fór til Mexíkó.
Ferlið þessar vikur hefur tekið á
en mig langar að geta Borgara-
þjónustu utanríkisráðuneytisins
sem hefur veitt ómetanlega
hjálp, án þeirra hefði allt verið
mun erfiðara og kann ég þeim
bestu þakkir fyrir.
Tárin flæða að skrifa þessi
orð, elsku Atli, ég trúi að þú sért
kominn á góðan stað, umvafinn
fólkinu okkar sem þú ert búinn
að sameinast í sumarlandinu.
Elsku Brynja, Óli, Hjördís og Ír-
is, missir ykkar og okkar allra er
mikill en minningin lifir.
Hrefna frænka.
Elsku vinur.
Ég trúi þessu varla enn þá.
Langar svo mikið til að hafa
samband við þig en get það ekki,
því nú er það orðið of seint.
Atli var góður vinur og á milli
okkar voru alltaf sterkar taugar.
Þó ólíkir værum var samband
okkar alltaf sterkt. Hann átti sér
stað í hjarta mínu og ég er viss
um það hafi verið gagnkvæmt.
Það rifjast upp margar gamlar
minningar frá æsku- og ung-
lingsárunum okkar saman hér á
Ísafirði. Ég bjó í Miðtúninu og
hann á Engi sem er rétt hjá.
Fyrstu kynni okkar voru á fót-
boltavellinum á Ísafirði og þá
hótaði ég að láta reka hann úr
bænum, og þar sem pabbi var
bæjarstjóri var Atli mjög smeyk-
ur. Við rifjuðum þetta oft upp
saman. Svo komu unglingsárin
og þá vorum við mjög mikið sam-
an. Græni volvoinn sem þú
keyptir af bílasölu í Reykjavík og
varst svo stoltur af. Það var mik-
ið rúntað á honum og dundað
sér. Eins og þegar við smíðuðum
bassabox í bíllinn í gamla póst-
húsinu, það er góð minning. Ég
átti amerískan dreka, Chevrolet
Camaro, sem var eilífðarverk-
efni. Eitt skiptið vorum við að
keyra Óshlíðina þegar lögreglan
stoppaði okkur, enda bíllinn al-
gjör drusla og tæplega löglegur
á götunni. Löggan segir okkur
að drepa á bílnum og biður um
ökuskírteini og ég færi henni
það. Löggan keyrir svo bara í
burtu en við reynum að starta
bílnum sem vill ekki fara í gang.
Þá voru góð ráð dýr, ekki gott að
skilja bíllinn eftir í þessari óg-
urlegu hlíð, því ekkert að annað
gera en að ýta bílnum alla leið út
í Hnífsdal. Já, Atli var svo sann-
arlega traustur vinur.
Einnig áttum við mjög gott
tímabil þegar við fórum báðir í
AA og huguðum mikið að and-
legum málefnum, tímabil sem
mótaði mig og gerði að þeim
manni sem ég er í dag. En því
miður féllst þú aftur og þá varð
bara ekki aftur snúið. Þú fluttir
frá Ísafirði til Reykjavíkur, til
Danmerkur, Barcelona, aftur til
Reykjavíkur og endaðir svo í
Mexíkó. Þú naust þín vel á nýj-
um stöðum en svo fljótlega virt-
ist allt fara í kaldakol.
Ég og Kristinn Orri Hjaltason
heimsóttum þig til Horsens í
Danmörku árið 2006, þar áttum
við saman 3ja vikna skemmtilegt
tímabil. Ætluðum reyndar að
finna okkur vinnu og vera þarna
allt sumarið en þar sem skrif-
stofunni sem sá um mannaráðn-
ingar var lokað klukkan 15 á
daginn hafðist það ekki. En í
staðinn var þetta kærkomið sum-
arfrí í yndislegri blíðu á Jótlandi.
Atli var alltaf í góðu skapi,
sætur og hress. Maður sem lifði
fyrir líðandi stundu. Þessir eig-
inleikar gerðu hann afar kven-
saman. Hann átti margar kær-
ustur og nokkrar vinkonur í
gegnum tíðina og margar þeirra
syrgja hann í dag. Núverandi
kærasta hans heitir Hedna Gal.
Vil ég sérstaklega votta henni
mína innstu samúð. Einnig votta
ég þeim Brynju, Óla, Hjördísi,
Írisi og þeirra fjölskyldum sam-
úð mína.
Guð blessi ykkur öll.
Friðrik Hagalín
Smárason.
Atli Þór Ólafsson
Nafna mín og
amma hefur kvatt
okkur, en hvar byrj-
ar maður minning-
argrein um jafn
stórkostlega konu og hana?
Byrjar maður að tala um hvers
konar dugnaðarforkur hún var
alla tíð, kom sex börnum á legg
oft við mjög erfiðar aðstæður, en
hún og afi bjuggu fyrstu árin með
fjölskylduna í húsi sem í dag
varla teldist nægilega stórt sem
sumarhús. Kona sem alla tíð vann
eins og skepna, hvort sem það
var á síldarvertíð á Siglufirði eða
Sláturhúsinu í Laugarási. Kona
sem löngu eftir að hún „hætti“ að
vinna bakaði kökur og keyrði og
Fríður Ester
Pétursdóttir
✝ Fríður varfædd 21. mars
1935. Hún lést 17.
október 2020.
Útför Fríðar fór
fram 23. október
2020.
seldi um allar sveit-
ir.
Eða byrjar mað-
ur svona minning-
argrein á mínum
fyrstu minningum,
allar ánægjustund-
irnar sem ég átti
hjá henni og afa í
Laugargerði, þar
sem ég m.a. kynnt-
ist í fyrsta skipti
morgunkaffi, mið-
degiskaffi og kvöldkaffi. Sumrin
sem ég eyddi í að skottast um
Laugarás, njóta náttúrunnar
sem bæði hún og afi elskuðu svo
mikið. Við amma vorum alnöfn-
ur, plús að ég var fyrsta stelpu-
barnabarnið og mér fannst við
alltaf eiga sérstakt samband og
ég var kannski ekki uppáhalds,
en mér leið alltaf þannig.
Þegar ég hugsa til baka, þá sit-
ur eftir faðmlagið sem hún gaf
mér þegar hún kom eftir nætur-
langa dvöl á sjúkrahúsinu af dán-
arbeði afa, þar sem hún tók utan
um mig og hvíslaði að mér „afi er
farinn“ og ég fann í fyrsta skipti
hversu brothætt þessi sterka
kona var í raun, þar áttum við
stund saman, grátandi fyrir utan
Gauksrima, tvær Fríðar að
syrgja.
Ég var alls ekki nógu dugleg
að heimsækja ömmu eftir að hún
flutti á Selfoss og í dag græt ég
það, en ég heyrði oft í henni í
síma og ég ylja mér við þær
minningar.
Amma á heilan helling af börn-
um og barnabörnum, en hún
passaði sig svo vel að hringja allt-
af og óska mér til hamingju með
bæði mitt afmæli og barnanna
minna og ég efa ekki að það hefur
bara verið hellingsvinna hjá
henni að halda utan um.
Amma mín var bara stórkost-
leg kona og hennar verður sárt
saknað og ég efast ekki um að afi
hafi tekið vel á móti henni í
blómahafinu sem hún á svo sann-
arlega skilið.
Sjá, hér brotnar tímans bára,
byltist fram með straumi ára,
geirar milli hærðra hára,
hrukkótt ennið nýtur sín.
- Þetta er hún amma mín.
Á myrku vetrar köldu kveldi
kveikir hún ljós og gerir að eldi,
hver athöfn greypt í æðra veldi,
engin mistök, léttúð, grín.
- Amma vandar verkin sín.
Hún les á kvöldin, segir sögur,
semur jafnvel stundum bögur.
Þá er hún í framan fögur,
fegri en nokkur blómarós.
- Þó fær amma aldrei hrós.
Þótt hún sömu verkin vinni,
vefi, tæti, kembi, spinni,
alltaf er hennar sama sinni,
sífelld vinnugleði og fjör.
- Svona eru ömmuævikjör.
Amma mín er fyrst á fætur,
flýr hún langar vökunætur.
Þegar barnabarnið grætur,
bregst hún þá við létt og ör.
- Amma forðast feigðarkjör
Amma er dáin, dagur liðinn,
Drottinn veitti henni friðinn.
Enn eru sömu sjónarmiðin,
sami áhuginn og fyrr
fyrir innan Drottins dyr.
(Haraldur Hjálmarsson)
Hvíl í friði elsku amma.
Þín nafna.
Fríður Esther Pétursdóttir.
Þakklæti er mér
efst í huga þegar ég
minnist Þrastar
frænda míns og
uppeldisbróður sem lést á hjúkr-
unarheimilinu Eir 11. október.
Allt í einu, án nokkurs fyr-
irvara, snerist tilvera hans á
hvolf þegar hann kom heim úr
vinnu einn daginn, hann féll við
og var fluttur á sjúkrahús með
blóðtappa við heilann sem hafði
dýrkeyptar afleiðingar.
Frá því að vinna alla daga,
sem sjálfstæður atvinnurekandi í
að vera algerlega öðrum háður
um allt, eins konar fangi í eigin
líkama. Það er meira en að segja
það. Ég veit að hann hefur verið
hvíldinni feginn þessi elska.
Tilvera Þrastar snerist oftar
en ekki um að hjálpa og styðja
aðra, meðal annars eiginkonu
sína Boggu sem lést úr alzheim-
er-sjúkdómi eftir mjög löng og
erfið veikindi. Hún lést í febrúar
2014. Maður dáðist að dugnaði
og þrautseigju hans varðandi
umönnun hennar.
Börn þeirra Lilja og Helga
Leifur hafa staðið eins og klettar
við hlið hans í gegnum þennan
erfiða tíma. Börn hans, barna-
börn og barnabarnabörn voru
honum allt og oft færði hann það
í orð hversu ríkur hann væri
með tilkomu þeirra. Fjölskyldan
Þröstur H.
Elíasson
✝ Þröstur H. Elí-asson fæddist
21. júní 1945. Hann
lést 11. október
2020.
Útför Þrastar
fór fram 23. októ-
ber 2020.
var honum allt.
Þegar við fæð-
umst í þennan heim
veit maður ekki
hvað bíður manns.
Tilvera Þrastar var
aðeins önnur en
gengur og gerist
hjá þeim börnum
sem fæðast inn í
venjubundið fjöl-
skyldumynstur. Það
markaði hann að
ákveðnu leyti og oft mátti greina
hjá honum ákveðna biturð vegna
þess. Hann átti einn hálfbróður
Ragnar sem ólst upp hjá móð-
urforeldrum sínum, einu og
hálfu ári eldri, leiðir þeirra lágu
ekki saman fyrr en þeir voru
orðnir fullorðnir menn. Eftir-
tektarvert var hversu vel þeir
náðu saman, líkir en samt ólíkir.
Þröstur ólst í fyrstu upp hjá
afa mínum og ömmu í Brekku-
koti sem einnig voru afi hans og
amma. Þegar mamma og pabbi
stofnuðu heimili á Akranesi flutti
hann til þeirra og síðar meir með
þeim í sveitina, þegar þau
keyptu jörðina Brekkukot.
Mamma og Þröstur áttu einstak-
lega fallegt samband sem ein-
kenndist af virðingu og vænt-
umþykju, hann leit alltaf á hana
sem sína móður. Leiðir okkar
hafa því alltaf legið saman, fyrir
það er ég þakklát.
Hann kynntist ástinni sinni og
flutti með henni til Patreksfjarð-
ar aðeins 18 ára gamall. Þar
stofnaði hann heimili og fjöl-
skyldu og vann við ýmis störf er
tengdust sjávarútvegi, síðar
vann hann við vöruflutninga
milli Reykjavíkur og Patreks-
fjarðar. Árið 1984 fluttust þau
suður og bjuggu eftir það á Sel-
tjarnarnesinu.
Þröstur var glaðvær, fé-
lagslyndur og hörkuduglegur
maður sem hugsaði vel um sína.
Hann gleymdi aldrei sveitinni og
sínum nánustu þar. Hann elskaði
fjárragið, mætti alltaf í réttirnar
á haustin til að draga og leggja
sitt af mörkum. Síðast þegar ég
heimsótti hann sagði hann: „Nú
komst ég ekki í réttirnar Inga
mín, en vonandi næst, nú fer ég
að koma í heimsókn til ykkar í
dalinn og hrella ykkur aðeins.“
Alltaf stutt í grínið og fallega
brosið.
Lífið leiðir okkur á misjafnar
slóðir, lífið gefur og lífið tekur en
hver stjórnar því er ráðgáta.
Hvíldu í friði elsku vinur ég
mun dansa við þig þegar við hitt-
umst í sumarlandinu.
Ást og kærleikur,
Ingibjörg Inga.
Hann Þröstur frændi er far-
inn í síðustu ferðina sína.
Þegar ég fór að muna eftir
var hann orðinn ungur maður,
átti bíl og keyrði um. Hann hafði
alist upp í Brekkukoti hjá ömmu
okkar og afa og Laufeyju föð-
ursystur okkar og Guðmundi.
Hann var alltaf einn af Brekku-
kotskrökkunum og leit á Lauf-
eyju sem sína móður og Brekku-
kot var hans „heima“. Hann var
svolítið töff stóri frændi.
Ég man hann koma á mitt
æskuheimili og færa þær fréttir
að hann væri að flytja vestur á
Patreksfjörð. Af hverju er
Þröstur að flytja? spurði ég.
„Hann er skotinn í stelpu sem
sem vann á símanum og á þar
heima,“ var svarið sem ég fékk.
Hún Bogga hans hafði unnið á
símanum í Reykholti og þau
settust að á Patró. Seinna fluttu
þau á Seltjarnarnesið, áttu þar
fallegt heimili og þar var gott að
koma.
Þrátt fyrir langa leið um
vonda vegi meðan þau bjuggu
fyrir vestan kom Þröstur eins oft
og hann gat í réttirnar og fjár-
rag á haustin í Brekkukoti var
hans líf og yndi.
Hann var sveitastrákurinn
sem sótti í heimahagana. Hann
var óhemju duglegur og ósérhlíf-
inn. Kannski þrjóskur í meira
lagi. Vildi standa sig.
Það kom vel í ljós þegar
Bogga missti heilsuna hvílíkt
tryggðatröll hann var. Hann
annaðist hana nætur og daga í
mörg ár nánast til síðustu stund-
ar og bar hana sjálfur síðasta
spölinn. Hann naut vissulega
mikils stuðnings krakkanna
sinna og hafði oft orð á því hvað
þau væru sér mikils virði.
Hann og Bogga höfðu yndi af
dansi og það er góð minning að
eiga, þau dansa léttfætt og bros-
andi. Hann með lyklana á belt-
inu á svörtum buxunum, hvíta
skyrtuna aðeins rúma og eilítið
uppúr því þau fara hratt yfir í
dansinum. Bogga í doppóttum
kjól með víðu pilsi og þau svífa
um gólfið og virðast hvergi
snerta það.
Þröstur veiktist alvarlega fyr-
ir rúmu ári og náði ekki heilsu á
ný en eins og hann sagði alltaf:
„Ég fer nú að koma upp eftir til
ykkar og hrella ykkur svolítið,
ég fer þetta á Brekkukots-
þrjóskunni.“ Elsku frændi minn
er nú laus úr þeim fjötrum sem
hann var í síðustu mánuðina og
getur keyrt um, verið svolítið
töff, dansað við Boggu, kíkt í
kaffi til okkar og farið í rétt-
irnar.
Kannski dönsum við línudans
þegar við hittumst aftur.
Hjartans þakkir fyrir sam-
fylgdina og tryggðina. Gott
geymi þig.
Kolbrún Sveinsdóttir.
Góður vinur hef-
ur kvatt að lokinni
langri og farsælli
ævi. Þeim fer ótt
fækkandi sem áttu sitt blóma-
Sigurður
Þorsteinsson
✝ Sigurður Þor-steinsson fædd-
ist 25. september
1924. Hann lést 11.
október 2020.
Útför Sigurðar
fór fram 23. októ-
ber 2020.
skeið seinni hluta
síðustu aldar og
fram yfir aldamótin.
Sigurður á Heiði
byggði sitt nýbýli
með eigin höndum
og byrjaði búskap-
inn rigningarsum-
arið mikla 1955.
Það þurfti ekki
að tefja sig við hey-
skapinn það sumar-
ið því að ekki þorn-
aði á steini fyrr en eftir höfuð-
dag. Þá var íbúðarhúsið reist og
svo koll af kolli allt sem þarf að
vera á hverju búi.
Þrátt fyrir að vera einyrki og
ganga í allt sjálfur var Siggi á
Heiði viljugur að hjálpa grönn-
um sínum og þess naut ég ára-
tugum saman að hann liðsinnti
mér í uppbyggingu á mínu býli
og verður það seint fullþakkað.
Það var líka svo skemmtilegt að
fá þá bræður og frændur frá
Vatnsleysu í skorpuvinnu að rífa
gróðurhús eða byggja ný. Fá
mannskap og fréttir, svona
dagsparta, og láta hlutina ganga.
Sigurður var alla tíð mikill
félagsmaður, kóramaður og
áhugaleikari á sviðinu í Ara-
tungu og áður í gamla samkomu-
húsinu á Vatnsleysu.
Lengi var hann í hreppsnefnd
og allskonar slíku stússi og var
sérlega létt um mannleg sam-
skipti eins og hann sagði reynd-
ar sjálfur með sinni eðlislægu
hreinskilni.
Seinast talaði ég við hann í
síma á afmælinu 25. september
þegar hann varð 96 ára. Það var
í fyrsta sinn sem hann sagði að
sér væri að fara aftur, en hann
var skýr og skemmtilegur að
vanda og með fullan áhuga á
daglegri önn í sveitinni og lands-
málunum.
Það er mikil gæfa að geta lifað
svona til enda sér og öðrum til
gagns og ánægju. Blessuð sé
minning Sigurðar á Heiði.
Bärbel og Ólafur
Syðri-Reykjum.