Morgunblaðið - 28.10.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2020
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is
Við erum sérhæfð í gluggatjöldum
alnabaer.is
PLÍ-SÓL GARDÍNUR
Ef tryggingagjaldið svokallaðahefði verið látið heita launa-
skattur eða starfaskattur, þá er
ekki víst að það
hefði lifað jafn vel
og lengi. Þá er alls
óvíst að vinstri
stjórnin hefði þor-
að að belgja gjald-
ið út fyrir rúmum
áratug og ekki úti-
lokað að síðari
stjórnir hefðu los-
að landsmenn við gjaldið eða í það
minnsta lækkað það verulega.
Gjaldið hefur að vísu lækkað áliðnum árum, en betur má ef
duga skal. Í blaðinu Framúrskar-
andi fyrirtæki sem Viðskiptamogg-
inn gaf út á dögunum í samstarfi
við Creditinfo birtist viðtal við
framkvæmdastjóra reiðhjólaversl-
unarinnar Arnarins og var það
fróðlegt spjall um farsælt fyrirtæki.
Athyglisvert var að fram-kvæmdastjórinn nefndi í við-
talinu að há launatengd gjöld
minnkuðu svigrúm hans til að
hækka laun eða fjölga starfsfólki:
„Tryggingagjaldið verðskuldar
sérstaka athygli enda gjald sem er
ætlað að fjármagna atvinnuleys-
istryggingasjóð ef skortur er á
störfum í landinu, nema hvað að ef
ekki væri fyrir þetta gjald væri
svigrúm hjá mínu fyrirtæki til að
bæta við tveimur stöðugildum.“
Er ekki kominn tími til að kallahlutina réttum nöfnum?
Tryggingagjaldið tryggir hvorki
störf né afkomu þeirra sem ekki
hafa störf. Tryggingagjaldið er ein-
faldlega skattur á laun og þar með
lækkar það laun og fækkar störf-
um. Í árferði eins og nú ríkir er sér-
staklega brýnt að lækka þennan
launaskatt verulega til að draga
sem mest úr fækkun starfa og
stuðla að fjölgun þeirra strax og
færi gefst.
Launaskattur
í gjaldagæru
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Hagnaður Símans nam 1.014 millj-
ónum króna á þriðja ársfjórðungi og
jókst um 117 milljónir miðað við
sama tímabil í fyrra. Tekjur námu
7.225 milljónum og jukust um 127
milljónir eða 1,8%. EBITDA nam
2.933 milljónum og jókst um 116
milljónir eða 4,1% frá þriðja fjórð-
ungi síðasta árs. EBITDA-hlutfallið
reyndist 40,6% og jókst úr 39,7%
miðað við fyrra ár.
Vaxtaberandi skuldir félagsins
námu 15,4 millj-
örðum í lok fjórð-
ungsins og hafa
lækkað um 800
milljónir frá ára-
mótum. Eigin-
fjárhlutfall Sím-
ans stóð í 57% í
lok fjórðungsins
og eigið fé var
36,6 milljarðar
króna.
Það sem af er ári nemur hagnaður
Símans 1.861 milljón og er 19,4%
lægri en yfir fyrstu níu mánuði síð-
asta árs. EBITDA er 2,3% lægri eða
7.606 milljónir. Rekstratekjur hafa
aukist um 2,7% og námu 21,7 millj-
örðum króna. Orri Hauksson, for-
stjóri Símans, segir rekstrarniður-
stöðuna ásættanlega um þessar
mundir. Bendir hann á að tekjur af
erlendum ferðamönnum séu hverf-
andi en að „tekjustraumar samstæð-
unnar innanlands fá fyrirsjáanlega
og að ýmsu leyti hagfellda framvindu
á fjórðunginum“. Bendir hann á að
stafræn afþreying og búnaðarsala
hafi aukist umtalsvert milli ára.
„Kostnaður vegna lögfræði og
málarekstrar var hár á þriðja fjórð-
ungi ársins, en ferðakostnaður, laun
og útgjöld vegna ýmissa hefðbund-
inna umsvifa í rekstrinum dragast
saman, m.a. vegna aukinnar fjar-
vinnu og samkomutakmarkana.“
Hagnaður Símans eykst milli ára
Starfsfólki móðurfélagsins hefur fækkað um 50 frá síðustu áramótum
Orri
Hauksson
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
Að jafnaði er gert ráð fyrir tveim-
ur vikum í starfsáætlun Alþingis,
einu sinni að hausti og einu sinni
að vori, fyrir þingmenn til þess að
hvíla sig á þingfundum, fara út á
örkina og hitta kjósendur.
Ýmist er fundað með sveitar-
stjórnum, landshlutasamtökum og
forsvarsmönnum fyrirtækja eða
kaffistofur heimsóttar á t.d. verk-
stæðum, frystihúsum eða jafnvel
heimili aldraðra. Í öllu falli eru
kjördæmavikur uppbrot á hinu
hefðbunda þingstarfi. Í ár verða
hins vegar allir fundir rafrænir
vegna samkomutakmarkana.
Kjördæmavika er heldur ekki
heil vika í starfsáætlun þetta árið
en gert er ráð fyrir kjördæmadög-
um að þingdögum Norðurlanda-
ráðs loknum, frá morgundeginum
til og með mánudegi 2. nóvember.
Mismunandi áherslur
Steingrímur J. Sigfússon, forseti
Alþingis og þingmaður VG, segir
fullt prógramm fjarfunda vera á
dagskrá hjá þingmönnum Norð-
austurkjördæmis. Þar sé löng hefð
fyrir því að þingmenn kjördæmisins
haldi saman fundi aðra kjör-
dæmavikuna með sveitarstjórna-
fólki og landshlutasamtökum.
Fimmtudagurinn sé tileinkaður
Norðurlandi og föstudagurinn
Austurlandi.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir,
þingmaður Pírata, segir þingmenn
Pírata einbeita sér að ýmsum fé-
lagasamtökum og grasrót flokksins
að þessu sinni. Píratar eigi fund
með Ungum umhverfissinnum og
Landvernd og sjálf ætlar hún að
funda með fulltrúum Geðhjálpar,
Þroskahjálpar og Öryrkjabanda-
lagsins í tengslum við endurskoðun
á lögræðislögum.
Kjördæmadagar
rafrænir í ár
Kjördæmadagar Alþingis hefjast
á morgun með óhefðbundnu sniði
Steingrímur J.
Sigfússon
Þórhildur Sunna
Ævarsdóttir