Morgunblaðið - 28.10.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.10.2020, Blaðsíða 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2020 Jón Þór Hauksson, þjálfari liðsins, var hugrakkur í liðsuppstillingu sinni en hann stillti Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Alexöndru Jó- hannsdóttur upp saman á miðsvæð- inu með landsliðsfyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur. Stóðu undir nafni Varnarmenn liðsins voru hins veg- ar ragir, mestallan leikinn, við að koma boltanum á miðjumenn liðsins og þótt liðið hafi gert ágætlega í að spila sig út úr fyrstu pressu tókst ís- lenska liðinu nánast aldrei að spila sig út úr annarri pressu sænska liðs- ins. Þar af leiðandi var íslenska liðið mikið að reyna langa bolta fram sem varnarmenn sænska liðsins réðu mjög auðveldlega við. Hafa ber í huga að stelpurnar voru að mæta bronsliði HM 2019 og Svíarnir mættu talsvert betur und- irbúnir til leiks í gær en á Laug- ardalsvöll 22. september síðastliðinn þegar liðin gerðu 1:1-jafntefli. Svíarnir lokuðu vel á kantspil ís- lenska liðsins og aðeins einu sinni, í stöðunni 0:0, tókst íslenska liðinu að koma með fyrirgjöf eftir gott uppspil upp kantinn. Þá náði Sveindís Jane Jónsdóttir sér ekki á strik enda var hún svo gott sem í gjörgæslu hjá varn- armönnum Svíþjóðar allan leikinn og fékk engan tíma á boltanum. Íslenska liðið varðist hins vegar, heilt yfir, mjög vel í leiknum en Sví- arnir sköpuðu sér nánast engin opin marktækifæri þótt þeir hafi vissu- lega refsað íslenska liðinu grimmi- lega fyrir eigin mistök, en það er akkúrat það sem frábær lið gera. Þjálfarateymi íslenska liðsins er að reyna byggja upp lið sem getur bæði haldið bolta, spilað hápressu og svo spilað sig út úr pressu. Þetta eru allt lykilþættir í alþjóðlegum kvennafótbolta í dag og ef liðið ætlar sér í fremstu röð þarf þetta að vera í lagi. Þú kennir ekki gömlum hundi að sitja sagði einhver, einhvern tímann. Það er kannski hægt, en það mun alltaf taka tíma. Innkoma þriggja frábærra ungra leikmanna í lið sem hefur spilað ákveðinn fótbolta í lang- an tíma, mun ekki breyta því í eitt best spilandi landslið á einni nóttu. Þetta er ferli sem mun taka tíma og Karólína Lea, sem er klárlega framtíðarmiðjumaður í liðinu, fékk mjög dýrmæta reynslu á miðsvæð- inu í gær gegn einu besta landsliði heims sem dæmi. Það er fullt af jákvæðum punktum sem þjálfarinn og stuðningsmenn liðsins geta tekið með sér út úr leiknum. Hefði íslenska liðinu til dæmis tekist betur til með að spila sig út úr annarri pressu Svía hefðu þær getað sótt á þær í yfirtölu, trekk í trekk, sem segir manni að liðið er á hárréttri leið. Ljósmynd/Bildbyran Einmana Sóknarmennirnir Elín Metta Jensen (t.v.) og Sveindís Jane Jónsdóttir (t.h.) fengu úr litlu að moða í fremstu víglínu íslenska liðsins. Þær eru á réttri leið  Möguleikarnir á að komast á EM eru enn ágætir þrátt fyrir tap gegn Svíum í Gautaborg  Reyndu allan tímann að spila fótbolta gegn bronsliði HM 2019 Undankeppni EM kvenna F-RIÐILL: Svíþjóð – Ísland........................................ 2:0 Slóvakía – Lettland.................................. 2:0 Staðan: Svíþjóð 7 6 1 0 34:2 19 Ísland 6 4 1 1 21:4 13 Slóvakía 6 3 1 2 6:10 10 Ungverjaland 7 2 1 4 11:19 7 Lettland 8 0 0 8 2:39 0  Svíþjóð hefur tryggt sér sæti á EM. A-RIÐILL: Rússland – Tyrkland ............................... 4:2 Kósóvó – Holland..................................... 0:6 Staðan: Holland 27, Rússland 18, Slóvenía 12, Kósóvó 10, Tyrkland 2, Eistland 1. Hol- land er komið á EM. B-RIÐILL: Georgía – Ísrael ....................................... 1:2 Ítalía – Danmörk...................................... 1:3 Staðan: Danmörk 27, Ítalía 21, Bosnía 15, Ísrael 7, Malta 4, Georgía 0. Danmörk er komin á EM. C-RIÐILL: Hvíta Rússland – N-Írland ..................... 0:1 Wales – Noregur...................................... 0:1 Staðan: Noregur 18, Wales 11, Norður-Ír- land 8, Hvíta-Rússland 6, Færeyjar 0.  Noregur er kominn á EM. D-RIÐILL: Moldóva – Pólland ................................... 0:3 Tékkland – Aserbaídsjan ........................ 3:0 Staðan: Pólland 14, Spánn 13, Tékkland 13, Moldóva 3, Aserbaídsjan 0. E-RIÐILL: Finnland – Skotland ................................ 1:0 Portúgal – Kýpur..................................... 1:0 Staðan: Finnland 13, Portúgal 10, Skotland 9, Albanía 3, Kýpur 0. G-RIÐILL: Austurríki – Frakkland........................... 0:0 Staðan: Frakkland 16, Austurríki 16, Serb- ía 12, Norður-Makedónía 3, Kasakstan 0. H-RIÐILL: Rúmenía– Sviss........................................ 0:2 Litháen – Belgía....................................... 0:9 Staðan: Sviss 19, Belgía 18, Rúmenía 9, Króatía 4, Litháen 0. I-RIÐILL: Grikkland – Úkraína................................ 0:4 Staðan: Þýskaland 18, Írland 13, Úkraína 12, Grikkland 7, Svartfjallaland 0.  Þýskaland er komið á EM. Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Lokomotiv Moskva – Bayern München 1:2 Atlético Madríd – RB Salzburg.............. 3:2 Staðan: Bayern 6, Atlético Madrid 3, Lokomotiv Moskva 1, Salzburg 1. B-RIÐILL: Shakhtar Donetsk – Inter....................... 0:0 Mönchengladbach – Real Madríd ......... 2:2 Staðan: Shakhtar 4, Mönchenbladbach 2, Inter 2, Real Madrid 1. C-RIÐILL: Porto – Olympiacos ................................ 2:0  Ögmundur Kristinsson var ekki í leik- mannahópi Olympiacos. Marseille – Manchester City .................. 0:3 Staðan: Manchester City 6, Porto 3, Olympiacos 3, Marseille 0. D-RIÐILL: Liverpool – Midtjylland.......................... 2:0  Mikael Anderson kom inn á sem vara- maður á 66. mínútu hjá Midtjylland. Atalanta – Ajax ........................................ 2:2 Staðan: Liverpool 6, Atalanta 4, Ajax 1, Midtjyll- and 0. KNATTSPYRNA Evrópudeild karla Kristianstad – Dinamo Búkarest....... 31:22  Teitur Örn Einarsson skoraði 4 mörk fyrir Kristianstad en Ólafur Andrés Guð- mundsson komst ekki á blað.. GOG – Pelister ..................................... 30:29  Viktor Gísli Hallgrímsson varði 5 skot í marki GOG. HANDBOLTI Evrópubikarinn Andorra – Lietkabelis......................... 76:66  Haukur Helgi Pálsson skoraði 9 stig fyr- ir Andorra, tók 7 fráköst, stal boltanum tvisvar og varði eitt skot. Spánn Obradorio – Valencia.......................... 77:78  Martin Hermannsson skoraði 7 stig og gaf 3 stoðsendingar fyrir Valencia. Litháen Bikarkeppni, 16-liða úrslit: Klaipedos Neptunas – Siauliai .............87:82  Elvar Már Friðriksson skoraði 19 stig, tók 4 fráköst og tók 3 stoðsendingar hjá Si- auliai.  Var þetta fyrri leikur liðanna en sam- anlögð úrslit úr leikjunum tveimur sker úr um hvort liðið kemst áfram. KÖRFUBOLTI SVÍÞJÓÐ – ÍSLAND 2:0 1:0 Sofia Jakobsson 25. 2:0 Olivia Schough 57. Svíþjóð: (4-3-3) Mark: Jennifer Falk. Vörn: Hanna Glas (Amanda Ilestedt 81), Linda Sembrant, Magdalena Er- iksson, Jonna Andersson. Miðja: Nat- halie Björn, Kosovare Asllani, Caroline Seger. Sókn: Sofia Jakobsson, Anna Anvegård (Stina Blackstenius 69), Olivia Schough (Julia Zigiotti Olme 89). Ísland: (4-3-3) Mark: Sandra Sigurð- ardóttir. Vörn: Gunnhildur Yrsa Jóns- dóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingi- björg Sigurðardóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir. Miðja: Karólína Lea Vil- hjálmsdóttir (Agla María Albertsdóttir 79), Sara Björk Gunnarsdóttir, Alex- andra Jóhannsdóttir. Sókn: Hlín Ei- ríksdóttir (Berglind Björg Þorvalds- dóttir 62), Elín Metta Jensen (Hólmfríður Magnúsdóttir 72), Sveind- ís Jane Jónsdóttir. M Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Elín Metta Jensen Dómari: Stéphanie Frappart, Frakk- landi Áhorfendur: Engir. UNDANKEPPNI EM Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu náði ekki að sýna sitt rétta andlit þegar liðið mætti Svíþjóð í uppgjöri tveggja efstu liðanna í F- riðli undankeppni EM á Ullevi- leikvanginum í Gautaborg í Svíþjóð í gær. Leiknum lauk með 2:0-sigri sænska liðsins en mörkin komu í sitthvorum hálfleiknum. Svíar tryggðu sér þar með sigur í riðl- inum og sæti í lokakeppni EM á Englandi sumarið 2022. Íslenska liðið stendur áfram ágætlega að vígi en takist því að vinna leikina tvo sem eftir eru, gegn Slóvakíu og Ungverjalandi, á það góða möguleika á að verða eitt þeirra þriggja liða sem komast beint á EM með bestan árangur í öðru sæti. Takist það ekki, bíða um- spilsleikir snemma á næsta ári. Sofia Jakobsson kom Svíþjóð yfir um miðjan fyrri hálfleikinn og Olivia Schough tvöfaldaði forystu sænska liðsins á 57. mínútu þegar hún smeygði sér fram hjá þremur varnarmönnum liðsins, og þrumaði knettinum upp undir þverslána, rétt utan vítateigs. Íslenska liðið byrjaði leikinn virkilega vel og var sterkari aðilinn fyrstu fimmtán mínútur leiksins. „Þetta voru ákveðin vonbrigði. Þær voru bara betri en við í dag,“ sagði svekkt Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins, eftir 0:2-tap fyrir Svíþjóð í toppbar- áttu F-riðils í undankeppni EM ytra í gærkvöld. Stór hluti íslenska liðs- ins hefur ekki spilað keppnisleik síðan í byrjun mánaðar þar sem hlé var gert á Íslandsmótinu. Ingibjörg er ekki viss hve mikil áhrif það hafði í gærkvöldi. „Það var klár- lega ekki sami taktur í sókn- arleiknum og í fyrri leiknum, en ég veit ekki hvort það er út af því að þær hafa ekki verið að spila mikið undanfarið. Við náðum alla vega ekki alveg takti.“ Þrátt fyrir tapið er Ingibjörg ekki í nokkrum vafa um að Ísland verði á meðal þátttökuþjóða á EM á Englandi 2022, en íslenska liðið á eftir leiki við Slóvakíu og Ung- verjaland á útivelli. „Sænska liðið var alltaf líklegast til að fara beint á EM og við vissum það alveg en við gerðum allt hvað við gátum til að vinna þær. Mögu- leikarnir okkar eru enn góðir og það eru tveir leikir eftir sem við þurfum að klára. Við erum alltaf að fara á EM, það er alveg á hreinu,“ sagði Ingibjörg ákveðin. „Lunginn af okkar leikmönnum í dag spilaði síðast 3. október og mér fannst það gera það að verkum að við vorum skrefinu á eftir á meðan á Laugardalsvelli vorum við skref- inu á undan. Það vantaði ekkert upp á vilja og baráttu hjá íslenska liðinu í dag, það var algjörlega til fyrirmyndar. Ég er stoltur og ánægður með það,“ sagði þjálf- arinn, Jón Þór Hauksson, m.a. við mbl.is. johanningi@mbl.is Ekki sami takturinn og í heimaleiknum Ljósmynd/Bildbyran Gautaborg Ingibjörg Sigurðardóttir í baráttunni í leiknum í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.