Morgunblaðið - 28.10.2020, Page 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2020
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Ekki er allt sem sýnist, sumt byrjar
vel en þegar að er gáð er ýmislegt sem
kraumar undir og spurning hvort þú eigir
ekki bara að bakka út.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert óvenju kraftmikil/l og þarft að
fá útrás fyrir orkuna. Forðastu tilboð þar
sem smáa letrið er ólæsilegt.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft að gæta þess að láta
ekki tilfinningarnar hlaupa með þig í gönur.
Yfirmaður þinn kann að ýta á viðkvæma
bletti, ekki stökkva upp á nef þér.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þér finnst þú vera að drukkna í alls
kyns misvísandi upplýsingum. Vandamálin
geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjái
þau nema þú.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Ástin er farin að líkjast ferð í parísar-
hjóli, hæðirnar og lægðirnar eru farnar að
vera dálítið fyrirsjáanlegar. Gefðu þér tíma til
að hitta vini og félaga þó þú sért bundin/n.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þegar við vitum hvað við viljum þá
fara allar tafir afskaplega í taugarnar á okk-
ur. Skilningur er mikilvægur í ástar-
samböndum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Farðu vel að því fólki sem þér er kært
því þú vilt hafa alla góða. Dropinn holar
bergið og einn góðan veðurdag ertu kom-
in/n þangað sem þig dreymdi alltaf um.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú finnur þig bæði í að vera
leiðtogi og hluti af hópnum. Þú finnur fyrir
óánægju með allt og alla sem ekki standast
væntingar þínar.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Stundum kemst þú ótrúlega vel
að orði og ert fyndnari en flestir aðrir. Not-
aðu krafta þína til þess að laða nýjan vin inn
í vinahópinn.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Dagurinn hentar vel til rann-
sókna. Hvert viltu fara, hvar viltu vera eftir
5 ár? Þér finnst vegurinn breiður sem fram-
undan er.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú átt það til að vantreysta þér
og ættir að reyna að forðast það og fylgja
sannfæringu þinni eftir. Allt sem þú gerir á
að færa þig skrefi nær takmarkinu.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Skipulagning er allt sem þarf til að
þú getir klárað þau verkefni sem bíða þín.
Sýndu bara þolinmæði.
fjögurra barna faðir í Árbæ og hljóm-
sveitalífinu fylgdi oft svolítil drykkja,
en árið 1978 sneri Jakob við blaðinu
og hefur ekki snert áfengi síðan.
Hljómsveit Jakobs Jónssonar starf-
aði allt til ársins 2016 og lék fyrir
dansi vítt og breitt um landið og var
oftast skipuð mörgum af færustu
tónlistarmönnum landsins. Hljóm-
sveitin dró að sér marga góða tónlist-
armenn og má þar nefna til dæmis
Sigtrygg Baldursson eða Bogomil
Font, Þórð Árnason Stuðmann,
Gunnar Þórðarson, Jóhann Ásmunds
og Gulla Briem úr Mezzoforte,
Þar með var Jakob kominn með
vinnu sex kvöld vikunnar, svo mikið
var að gera. Þegar Árni Ísleifs, Steini
Krupa og Gunnar Pálsson höfðu
samband við Jakob og buðu honum
myndarlega kauphækkun ef hann
vildi spila með þeim í Sigtúni þrjú
kvöld í viku ákvað hann að slá til.
Kvöldin urðu fljótlega sjö og Jakob
spilaði í Sigtúni til 1969, þar til hann
stofnaði sína eigin hljómsveit og spil-
aði í Klúbbnum til ársins 1973.
Sóttu í hljómsveit Jakobs
Á þessum tíma var Jakob orðinn
J
akob Óskar Jónsson fæddist
28. október 1940 í Skarðs-
hlíð undir Eyjafjöllum.
Hann sótti barnaskóla í
samkomuhúsinu í Skarðs-
hlíð, lauk svo prófum frá Héraðsskól-
anum á Skógum og verslunarskóla-
prófi frá Verslunarskóla Íslands.
Hann þótti efnilegur í íþróttum, en
vegna bakveikinda varð hann að
hætta því og þá fór hann að æfa sig í
tónlist og spila á trompet. Fyrsta
hljómsveitin var Blástakkar á Hellu
og spilaði hann á trompet í þeirri sveit
sem var fyrsta danshljómsveitin sem
starfaði í Rangárvallasýslu. Aðal-
söngvari sveitarinnar var Haraldur
Þórhallsson, betur þekktur sem Halli
með bróður sínum Ladda. Þegar Halli
fór utan var Jakob fenginn til að
syngja og eftir það hefur hann sungið
nánast sleitulaust síðan í öllum sínum
hljómsveitum. Eftir Blástakka tók við
Hljómsveit Óskars Guðmundssonar á
Selfossi og þá söng hann ásamt því að
leika á trompetinn.
Kynntust á sveitaballi
Jakob kynntist eiginkonu sinni,
Jónínu Karlsdóttur á sveitaballi í Ara-
tungu árið 1962, en hún er landsfræg
sem dansarinn Didda. Síðan hittust
þau aftur í Þórskaffi og hafa verið
saman síðan. Oft voru þau að vinna á
sama stað á kvöldin, Jakob að syngja
og spila og Didda að dansa, fyrst með
Guðlaugi Bergmann og síðar með
Sæma rokk. Það var því alltaf mikið
að gera hjá fjölskyldunni, sem stækk-
aði óðum.
Jakob var aðeins átján ára þegar
hann fór að vinna hjá Fiskifélagi Ís-
lands og hann starfaði þar í tæp 50 ár,
lengst af sem deildarstjóri aflatrygg-
ingasjóðs, auk þess sem hann starfaði
um skeið í sjávarútvegsráðuneytinu.
Starfsdeginum var þó ekki lokið þeg-
ar dagvinnunni sleppti því oftast var
farið á æfingu eða til að troða upp eft-
ir vinnu, flesta daga vikunnar. Árið
1962 var hann ráðinn til að syngja
með Hljómsveit Andrésar Ingólfs-
sonar í Þórskaffi þrjá daga í viku. Á
sama tíma var Jón Páll Bjarnason gít-
arleikari tekinn inn í sveitina, en hann
var á þeim tíma sjálfur með hljóm-
sveit á Hótel Borg og fékk Jakob til
að syngja með þeim þrjá daga í viku.
Magnús Eiríks, Sigfús Óttars og feðg-
ana Einar Má Scheving og Árna
Scheving svo nokkrir séu nefndir.
Félagsmálin
Jakob hefur verið virkur í fé-
lagsmálum og sat meðal annars í
stjórn íþróttafélags Vals og var þar
gjaldkeri um skeið. Einnig var hann í
stjórn Félags íslenskra hljómlist-
armanna (FÍH) og í stjórn SÁÁ. Jak-
ob var einn af stofnendum AA-deildar
í Árbæ og starfar þar enn. Þau Didda
hafa ferðast mikið og eiga hús á Spáni
sem þau dvelja oft í á veturna. Síðan
er Jakob mikill bridsspilari og hefur
spilað ásamt félögum sínum brids
vikulega í 50 ár.
Fjölskylda
Jakob er giftur Jónínu Karlsdóttur,
Diddu, f. 13. júní 1940, húsmóður,
dansara og danskennara. Didda hefur
sett upp fjölda danssýninga og var ein
af stofnendum fimleikadeildar Fylkis
og þjálfari þar í nokkur ár. Þekktust
er hún fyrir að vera dansfélagi þeirra
Guðlaugs Bergmann og síðar Sæma
„rokk“ Pálssonar. Foreldrar hennar
eru Eva Björnsdóttir húsfreyja, f.
31.7. 1911, d. 31.8. 1950, frá Austur-
Haga í Aðaldal, og Karl Stefán Daní-
elsson, prentari frá Hafnarfirði, f. 8.4.
1902, d. 21.12. 1951. Dætur Jakobs og
Jakob Óskar Jónsson deildarstjóri og tónlistarmaður – 80 ára
Spilað fyrir landsmenn í 60 ár
Fjölskyldan F rá vinstri: Guðrún, Guðný, Jakob, Guðbjörg, Jónína og Eva.
Á forsíðunni Hér er Jakob á forsíðu
blaðs sem var gefið út af Ólafi Gauki
árið 1962 og var um það helsta sem
var að gerast í bransanum.
Hjónin Jakob og Didda
á Ítalíu 1985.
Til hamingju með daginn
30 ára Erna Þórey
ólst upp á Skeiðum í
Skeiða- og Gnúpverja-
hreppi en býr núna í
Hafnarfirði. Hún er
kennari í Lækjarskóla í
Hafnarfirði. Helstu
áhugamál Ernu Þór-
eyjar eru tónlist og samskipti við fjöl-
skyldu og vini og útivist í sveitinni.
Maki: Logi Pálsson, f. 1986, talmeina-
fræðingur.
Börn: Jóhanna Margrét, f. 2012 og
Edda Katrín, f. 2015.
Foreldrar: Jóhanna Lilja Arnardóttir, f.
1969, skólastjóri í Flúðaskóla, og Jónas
Yngvi Ásgrímsson, f. 1963, viðskipta-
fræðingur hjá DK hugbúnaði í Kópa-
vogi.
Erna Þórey
Jónasdóttir
40 ára Helga Dögg er
þroskaþjálfi og starfar
í Klettaskóla. Auk
þess er hún í meist-
aranámi í leikskóla-
kennarafræðum.
Helstu áhugamál
Helgu Daggar eru
samvera með fjölskyldunni og svo hefur
hún gaman af því að skoða matreiðslu-
bækur.
Maki: Gauti Eiríksson, f. 1975, grunn-
skólakennari.
Börn: Brynja Mjöll, f. 2009, Ari Fannar, f.
2011 og Kristjana Ey, f. 2015.
Foreldrar: Kristjana Mjöll Sigurðardóttir,
f. 1960, námsráðgjafi í HÍ, og fósturfaðir
er Óskar Sigurðsson, f. 1959, kennari í
Melaskóla.
Helga Dögg
Kristjönudóttir
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is