Morgunblaðið - 28.10.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.10.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2020 Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is Við búum til minningar myndó.is ljósmyndastofa FRÁBÆR JÓLAGJÖF! GJAFABRÉF handa ömmu og afa eða mömmu og pabba og minningarnar gleymast ekki www.alver.is S: 896 4040 LauraStar á Íslandi BEAUTURAL Fatarakvél Fjarlægir ló og hnökra. Gerir flíkina fína. Hvort sem um er að ræða fatnað, peysur, mjúk leikföng, húsgagnaáklæði eða rúmföt. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Landsmönnum fjölgaði um 1.320 í mánuðunum júlí, ágúst og sept- ember sl. og voru orðnir rúmlega 368 þúsund um seinustu mánaða- mót. Virðist engu að síður hafa hægt umtalsvert á fjölgun lands- manna á seinasta hálfa árinu sé miðað við mannfjöldaþróunina í fyrra. Þótt enn flytji fjöldi erlendra ríkisborgara til landsins hefur þeim einnig fækkað nokkuð sem hingað hafa flutt á tímum kórónuveiru- faraldursins og að sama skapi hef- ur þeim fjölgað sem flutt hafa frá landinu ef miðað er við sama tíma fyrir ári. Er þar að stærstum hluta um erlenda ríkisborgara að ræða. 2.440 erlendir ríkisborgarar fluttu til landsins í júlí-sept. Á þriðja ársfjórðungi í fyrra fluttu rúmlega 3.000 erlendir rík- isborgarar til Íslands en þeir voru mun færri sem hingað fluttu í júlí, ágúst og september sl. eða 2.440. Íslenskum ríkisborgurum sem fluttu heim á þessum sama tíma fjölgaði þó nokkuð. Þeir voru 950 á sama tímabili í fyrra en 1.110 fluttu heim á þriðja ársfjórðungi yfir- standandi árs. Samtals fluttu 3.550 einstakling- ar til landsins á þriðja ársfjórðungi yfirstandandi árs en 3.000 fluttu á brott. Enn er því svonefndur flutn- ingsjöfnuður jákvæður því eins og verið hefur um langt árabil flytja fleiri til landsins en frá því. Hag- stofan birti í gær nýjar mann- fjöldatölur þar sem fram kemur að á þriðja ársfjórðungi í ár fluttust 550 einstaklingar til landsins um- fram brottflutta eins og fyrr segir. Aðfluttir einstaklingar með ís- lenskt ríkisfang voru 150 umfram þá sem fluttu á brott og aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 410 fleiri en þeir sem fluttust frá land- inu. Breytingin er veruleg eftir að veirufaraldurinn hófst. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs fluttu t.d. 1.410 fleiri til landsins en frá því en á öðrum ársfjórðungi var sú tala komin niður í 30. Fjölgað um 12 þúsund manns á undanförnum tveimur árum 1.280 börn fæddust á landinu öllu á þriðja ársfjórðungi yfirstand- andi árs. 520 einstaklingar létust. Landsmenn eru núna 188.790 karlar og 179.220 konur. Á sein- ustu tveimur árum hefur lands- mönnum fjölgað um rúmlega 12 þúsund manns þ.e.a.s. frá því í lok þriðja ársfjórðungs ársins 2018. Sá fjöldi jafnast nokkurn veginn á við samanlagðan íbúafjölda Ísafjarðar- bæjar, Sveitarfélagsins Skagafjarð- ar, Blönduóss og Norðurþings. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 235.870 manns um seinustu mán- aðamót en 132.140 utan þess sam- kvæmt tölum Hagstofunnar. Íbú- um á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um 3.800 á einu ári eða frá því í lok þriðja ársfjórðungs á sein- asta ári. Reykvíkingum hefur fjölg- að um 2.250 frá sama tíma í fyrra og voru 132.970 í lok þriðja árs- fjórðungs í ár. Íslenskir ríkisborgarar fluttu flestir til Danmerkur Sé litið nánar á tölur yfir þá sem fluttu brott frá landinu á þriðja ársfjórðungi ársins kemur á daginn að Danmörk var helsti áfangastað- ur brottfluttra íslenskra ríkisborg- ara en þangað fluttust 420 manns á þriðja ársfjórðungi. „Til Danmerkur, Noregs og Sví- þjóðar fluttust 730 íslenskir ríkis- borgarar af 960 alls. Af þeim 2.040 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands eða 650 manns,“ segir í umfjöllun Hagstofunnar. Þar kemur einnig fram að flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku eða 270, frá Noregi komu 140 og frá Svíþjóð 190 eða samtals 610 manns af 1.110. Einnig má sjá að flestir erlendir ríkisborgarar sem fluttu til Íslands frá miðju sumri og fram á haust komu frá Póllandi en þaðan fluttust 630 til landsins af alls 2.440 erlend- um innflytjendum. Litháen kom næst, en þaðan fluttust 190 erlend- ir ríkisborgarar til landsins. Um seinustu mánaðamót bjuggu 51.120 erlendir ríkisborgarar hér á landi eða 13,9% af heildarfjölda landsmanna. Íbúum fjölgar áfram á kórónutímum  3.550 einstaklingar fluttu til landsins á þriðja ársfjórðungi yfirstandandi árs  3.000 fluttu á brott  Aðfluttum umfram brottflutta hefur fækkað mikið frá í fyrra  Landsmönnum fjölgaði um 1.320 Mannfjöldaþróun á Íslandi frá 3. ársfj. 2019 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 3. ársfj. 4. ársfj. 1. ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. 2019 2020 Heimild: Hagstofan 2.270 1.410 1.870 570 1.310 1.560 900 1.410 30 550 710 510 460 540 760 Fjöldi aðfluttra umfram brottflutta Fjöldi fæddra umfram dána Heildarfjölgun 2019 2020 1.500 1.350 1.200 1.050 900 700 625 550 475 400 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 Fæddir Dánir Aðfluttir Brottfluttir Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Framkvæmdir hafa gengið vel und- anfarið við gerð snjóflóðavarna fyrir Neskaupstað, byggingu varnargarðs og keila ofan byggðar, og er verkið um það bil hálfnað. Verktaki er Hér- aðsverk ehf. og er áætlað að vinna áfram á þessu ári á meðan veður leyfir. Við verkið hafa unnið 14-16 starfsmenn á stórvirkum vinnu- vélum, en verklok eru áætluð í des- ember 2021, að því er segir á vef Framkvæmdasýslu ríkisins. Meðal stjórnenda á þessum stóru tækjum eru þær Elíza Lífdís Ósk- arsdóttir og Dóra Sigfúsdóttir, en þær stjórna hvor sinni búkollunni eins og þessir risavöxnu vörubílar eru kallaðir. Elíza segir í samtali við Morgunblaðið í raun létt að stjórna þessum tækjum, sem geta borið yfir 30 tonn og eigin þyngd er nánast annað eins. Vinnan þessa dagana fel- ist einkum í að keyra efni upp á varnargarða og við þá vinnu sé ekki fullt hlass á búkollunum. Af hverju ekki? Hún segist una sér vel á fjöllum og starfaði í tvö ár, bæði vetur og sumur, sem skálavörður hjá Ferða- félaginu í Landmannalaugum og var að mestu ein yfir vetrartímann. Elíza hóf störf á búkollu hjá Myll- unni í sumar, en það fyrirtæki er hluthafi í Héraðsverki. Hún lætur vel af vinnunni í fjallshlíðinni fyrir ofan bæinn og segir að stöðugt fleiri konur starfi við að stjórna vörubílum og öðrum stórvirkum tækjum. „Af hverju ekki?“ spyr hún. Varnargarðurinn er um 17 metra hár, þar sem hann er hæstur. Hann er hlaðinn úr hleðslugrindum sem fylltar eru af 10-20 sentimetra unnu grjóti. Framkvæmdirnar eru þriðji áfangi í gerð snjóflóðavarna fyrir Neskaupstað. Áður eru komin varn- argarður og keilur neðan Drangagils auk upptakavarna eða nets efst í Drangagili, sem og varnargarðar og keilur neðan Tröllagilja og upp- takastoðvirki efst í Tröllagiljum, segir á heimasíðu Framkvæmda- sýslunnar. Ljósmynd/Framkvæmdasýsla ríkisins Varnir Búkollurnar eru stórvirk tæki, en stjórnendur þeirra eru Elíza Lífdís Óskarsdóttir og Dóra Sigfúsdóttir. Góður gangur í vinnu við gerð snjóflóðavarna  Unnið meðan veður leyfir  Konur stjórna búkollum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.