Morgunblaðið - 28.10.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.10.2020, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stjórnarskráhefur mis-mikið vægi í hugum fólks. Hér á landi eru ýmsir sem vilja kollvarpa stjórnarskránni og fá alveg nýja í hennar stað, þrátt fyrir að sú sem við höfum hafi ekki aðeins hlotið nær einróma stuðning í upp- hafi heldur einnig reynst af- skaplega vel og tekið hægum breytingum í góðri sátt. Hægfara breytingar og góð sátt um stjórn- arskrá er einmitt mikilvæg for- senda þess að virðing sé borin fyrir stjórnarskránni og lögunum öllum. Ef virðing fyrir stjórnar- skránni er ekki fyrir hendi er væg- ast sagt hæpið að virðing sé borin fyrir almennum lögum. Þar með er réttarríkið í hættu og með því grundvöllur þess farsæla þjóð- skipulags, lýðræðisins, sem Ís- lendingar og allmargar, þó fjarri því allar, þjóðir hafa fengið að búa við. Stjórnarskráin er lítið rædd hér á landi nema þegar upphrópanir fámenns hóps ná í gegn en þá er það ekki til að auka virðinguna fyrir stjórnarskránni eða stuðla að því að hún gagnist sem best. Í Bandaríkjunum er þessu á annan veg farið. Þar er mikill áhugi á stjórnarskránni og mikil virðing borin fyrir henni. Óhætt er að full- yrða að enginn kæmist áfram í stjórnmálum þar í landi sem hefði það á stefnuskránni að kollvarpa stjórnarskrá landsins eða reyndi að rífa hana niður. Þýðing stjórnarskrárinnar kom glöggt fram í umræðum sem áttu sér stað í öldungadeild bandaríska þingsins í fyrrakvöld, skömmu áð- ur en öldungadeildin greiddi at- kvæði um og staðfesti skipun nýs hæstaréttardómara, Amy Coney Barrett. Afstaðan til Barrett fór nær al- farið eftir flokkslínum og höfðu repúblikanar því betur en demó- kratar sem urðu að bíta í það súra epli að lúta í lægra haldi. Raunar þótti þeim það mjög súrt svo leyndi sér ekki en umræðurnar voru þó að mestu málefnalegar og lýstu ólíkri afstöðu flokkanna til þess hvaða sjónarmið eigi að ráða skipun dómara í Hæstarétt lands- ins. Segja má að þó að báðir sýni stjórnarskrá landsins virðingu og vilji ekki kollvarpa henni eða gera á henni stórfelldar breytingar, er þó verulegur munur á afstöðu flokkanna til stjórnarskrárinnar og ekki síst hlutverki dómara við túlkun hennar og annarra laga. Demókratar vilja að dómarar gangi mun frjálslegar um stjórn- arskrána og aðrar lagaheimildir og túlki í takt við tíðaranda og eig- in tilfinningar. Þetta kom skýrt fram í tilfinningaþrunginni ræðu Chuck Schumers, leiðtoga þeirra í öldungadeildinni, sem taldi mikla hættu á ferðum að hleypa enn ein- um íhaldssömum dómaranum inn í réttinn. Þuldi hann upp ýmis mál sem hætt væri við að Hæstiréttur tæki ranga afstöðu til ef slíkur dómari kæmi inn í réttinn í stað Ruth Bader Ginsburg, sem var frjálslyndari í túlkun sinni að hætti demó- krata. Verra var að Schumer hafði í miklum hótunum við repúblikana fyrir að hafa leyft sér að ganga frá skipan hæstaréttardómara svo skömmu áður en gengið væri til kosninga um forseta. Þó að hann segði það ekki hreint út hafa hótanir demó- krata meðal annars snúist um að fjölga sambandsríkjum úr 50 í 52, með því að bæta Puerto Rico og Washington DC við, en með því telja þeir sig geta tryggt meiri- hluta í öldungadeildinni um langa framtíð. Þá hafa demókratar hótað því að fjölga í Hæstarétti, en þar sitja nú níu dómarar og hafa þeir verið níu frá árinu 1869, en fram að því var fjöldinn á hreyfingu vegna pólitískra átaka, frá fimm upp í tíu. Mitch McConnell, leiðtogi repú- blikana í öldungadeildinni, flutti síðustu ræðuna fyrir kosninguna um Barrett, og svaraði þá meðal annars harðri gagnrýni Schumers. Benti hann til dæmis á að Gins- burg heitin hefði talið níu réttan fjölda dómara og varaði hann mjög við því að farið yrði að hræra í fjöldanum í pólitísku valdatafli. McConnell benti líka á það í ræðu sinni að hlutverk dómara væri að dæma eftir lagabók- stafnum en ekki eftir tilfinningum eða stjórnmálaskoðunum, líkt og skilja mátti á Schumer að sá teldi æskilegt. McConnell lagði áherslu á að greina yrði vel á milli dóms- valdsins og löggjafarvaldsins og að dómarar ættu ekki að seilast inn á svið stjórnmálanna og þeirra lýðræðislega kjörnu fulltrúa sem settu lögin. Dómarar ættu aðeins að tryggja að farið væri að lögum. Sömuleiðis gilti, sagði hann, að stjórnmálamenn ættu ekki að veit- ast að dómurunum og beita þá þrýstingi, eins og hann sagði demókrata hefðu gert og nefndi dæmi þar um. Eftir að Amy Coney Barrett hefur nú tekið við stöðu dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna er staðan þar sú að íhaldssamir dóm- arar eru sex en frjálslyndir þrír. Þetta stafar af því að Donald Trump hefur verið óvenjulega af- kastamikill á þessu fyrra – og ef til vill eina – kjörtímabili sínu. Hann hefur valið þrjá dómara, en í seinni tíð hafa flestir forsetar valið tvo, jafnvel þó að þeir hafi yfirleitt setið í tvö kjörtímabil. Sá síðasti sem afkastaði meiru en Trump að þessu leyti var Ronald Reagan sem valdi fjóra til réttarins. Einn þeirra var Antonin Scalia, sem tal- inn var meðal rökföstustu dómara, en hann féll frá fyrir fjórum árum. Amy Coney Barrett var undir lok liðinnar aldar aðstoðarmaður Scalia og leyndi sér ekki í um- ræðum um skipun hennar að stuðningsmennirnir töldu hana hafa margt til brunns að bera sem þótti prýða lögspekinginn Scalia. Sé það rétt mat er óhætt að segja að Hæstarétti Bandaríkjanna hafi áskotnast góður liðsmaður. Bandaríkjamenn ræða reglulega stjórnarskrá sína og túlkun hennar, og jafnan af virðingu} Túlkun laganna H ún var athyglisverð yfirlýsing framkvæmdastjóra útgerðarinnar sem skipaði sjómönnum að hætta að væla og halda áfram að vinna, þó að þeir væru nær allir smitaðir af kórónuveirunni: „Þetta er nýtt. Það þekkti enginn þetta Covid. Við vissum ekki hvað það var. Og þetta er eins og ég segi fyrsta Covid-ið sem kemur í fyrirtækið hjá okkur. Við höfum blessunarlega verið laus við þetta og ekki þekkt þetta.“ Fréttir eru auðvitað lengi að berast í af- skekktar byggðir. Útgerðarmenn hafa líka um annað þarfara að hugsa en flensuskömm frá Kína. Upplýsingar um veiruna komu hraðar til sam- taka sjávarútvegsfyrirtækja í Reykjavík. Hinn 24. mars óskuðu þau eftir því við Alþingi að veiði- gjald yrði lækkað eða fellt niður á sjávarútvegs- fyrirtækin vegna ástandsins. Þau vísuðu til þess að nú gæti „hvenær sem er komið til þess að fiskvinnslur og útgerð- arfyrirtæki þurfi að loka vegna starfsfólks í sóttkví“. Á sama tíma báðu sömu samtök ríkið um að styrkja mark- aðsátak útgerðarinnar í útlöndum. Beiðnin er skiljanleg í ljósi þess að á undanförnum áratug hefur staða félagsmanna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi aðeins batnað um tæplega 400 milljarða króna. Ofan á það bætast aðeins rúmlega 100 milljarðar í arðgreiðslur, þannig að ljóst er að ekki er að neinum sjóðum að ganga á þeim bæ. Nei, sjóinn þarf að sækja meðan einhver stendur uppi, svo útgerðarmenn eigi til hnífs og silfurskeiðar. Skömmu áður skrifaði fyrrverandi þing- maður Sjálfstæðismanna, dr. Gunnar I. Birg- isson, í málgagn útgerðarmanna: „Kvótakerfið er vinsælt deiluefni meðal þjóðarinnar og sitt sýnist hverjum. Ég hef ver- ið dyggur stuðningsmaður þessa kerfis og stutt með ráðum og dáð. Nú eru hins vegar farnar að renna á mig tvær grímur. Veiðiheim- ildum er úthlutað af ríkinu til útgerðanna til mjög langs tíma, á ríflega 10 krónur fyrir hvert þorskígildiskíló. En þá kemur að merg málsins, leiguverðið á þessum vægast sagt skrítna markaði er í kringum 200 krónur á hvert þorskígildiskíló. Ég tel að þetta hafi aldrei verið meiningin með kvótakerfinu. Tökum dæmi; útgerð sem aðal- lega er með uppsjávarkvóta og einnig botn- fiskkvóta getur leigt botnfiskkvótann frá sér. Tvö þúsund þorskígildistonn gefa 400 milljónir í leigutekjur á ári, en greiðsla til ríkisins er 20 milljónir, þannig að nettó- ávinningurinn fyrir útgerðina er 380 milljónir króna. Það er því augljóslega hagkvæmara að leigja frá sér kvóta en veiða. Breyta þarf tilhögun kvótakerfisins til að skiptingin verði sanngjarnari fyrir ríkissjóð í slíkum tilfellum. Þetta er því miður í boði míns flokks, Sjálfstæðisflokksins.“ Ekki orða ég kjarna málsins betur. En meðal annarra orða: Hvað ætli margir ráðherrar hafi hringt í sjómennina sýktu og spurt hvernig þeim líður? Benedikt Jóhannesson Pistill Kvótakerfið og Covid-kerfið Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ímiðjum faraldrinum neyðumstvið, eins og svo margir aðrir, tilað taka upp fjarvinnu. Nú er-um við að undirbyggja framtíð með fjarvinnu þótt engin boð komi að ofan um að vinna heima,“ segir Hinrik Sigurður Jóhannesson, mannauðs- stjóri Advania. Hann talar um fjar- vinnuna og framtíðina á morgunfundi á morgun. Advania hefur tekið upp fjar- vinnustefnu sem nær til allra 600 starfsmanna fyrirtækisins. Þeir búa víða um land og víða um heim. „Starfsfólk gerir samning um að vinna a.m.k. 40% af vinnutímanum heima. Tæplega 100 manns hafa þeg- ar gert þannig samning við fyrir- tækið,“ segir Hinrik. Starfsmenn ákveða vinnufyrirkomulagið í samráði við yfirmenn. Það getur ráðist af verkefnum og aðstæðum. Kostir fjarvinnu eru meðal ann- ars sveigjanleiki sem starfsfólk fær til að sinna fjölskyldunni. Að geta verið heima þegar börnin koma úr skóla eða geta verið til staðar ef veikindi koma upp. Vinna heima sparar tíma sem það tekur að ferðast í og úr vinnu og færri ferðir draga úr kolefnisspor- inu. Flestir starfsmenn eiga enn bása á skrifstofunni. Hinrik vonar að með tímanum geti vinnuaðstaðan orðið verkefnamiðaðri. Fólk komi þá á skrifstofuna til að vinna ákveðin verk- efni og að umhverfið taki mið af því. Hann á von á að starfsmenn flykkist í vinnu þegar faraldrinum lýkur til að hitta vinnufélagana. Með tímanum verði fjarvinnan þó eðlilegur hluti af vinnuumhverfinu. Advania gerði nýlega tvær stór- ar mælingar hjá starfsfólkinu og litu 86% á fjarvinnu aðallega sem aukin tækifæri. Hins vegar hugnast 5-15% ekki fjarvinna af ýmsum ástæðum. Hinrik segir að taka verði tillit til þess hóps. Miklir breytingatímar Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við HÍ, segir að kórónu- veirufaraldrinum hafi fylgt ýmsar breytingar. Tæknilausnir hafi gert aukna fjarvinnu mögulega. „Við erum á Teams og Zoom og notum fleiri leið- ir til að vinna meira heima.“ Árelía segir að að traust sé mikilvæg und- irstaða fjarvinnu. Staðan geti verið flókin fyrir stjórnendur sem eru bæði með starfsmenn nær og fjær, það er í fjarvinnu og á vinnustaðnum. Þriðja mikilvæga atriðið í þessu sambandi er sveigjanleiki og að geta stýrt honum. „Þessir þættir hafa verið mikil- vægir og verða það áfram. Stjórn- endur hafa þurft að finna leiðir til að auka traust og sveigjanleika og að finna tæknilegar lausnir. Um leið hafa margir þurft að endurskipuleggja starfsemina og fjármálin frá grunni vegna heimsfaraldursins,“ segir Árel- ía. Hún bendir á að mörg fyrirtæki hafi misst töluvert miklar tekjur og staðið frammi fyrir því að þurfa að segja upp fólki og breyta öllum fjár- hagsáætlunum. Árelía segir mikilvægt að menn læri að nýta kosti fjarvinnunnar. Með því móti er útlit fyrir að vinnumark- aðurinn geti orðið sveigjanlegri í framtíðinni en hann hefur verið. Finna þurfi leiðir sem auka traust í gegnum rafræn samskipti sem verða flóknari á margan hátt en bein sam- skipti. „Þá er geðheilbrigði líka að kom- ast meira á dagskrá, vegna faraldurs- ins. Það er þörf á því vegna þess að ástandið veldur mörgum kvíða og erfiðleikum,“ segir Árelía. Fjarvinna og breytt vinnuumhverfi Fjarvinna og staðvinna – ógnir og tækifæri er efni fjarfundar sem haldinn verður í fyrramálið á veg- um VIRK (virk.is), Embættis land- læknis (landlaeknir.is) og Vinnu- eftirlitsins (vinnueftirlit.is). Fundurinn stendur yfir klukkan 8.30-10.00 og verður honum streymt á vefsíðum stofnananna þriggja. Hinrik Sigurður Jóhannesson, mannauðsstjóri Advania, mun fjalla um fjarvinnu og framtíðina – lífið í miðju stormsins. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við HÍ, mun tala um hvernig kórónuveirufaraldurinn hefur ýtt stjórnendum út í breytingar og hverjar afleiðingar þess geta orð- ið. Ingibjörg Loftsdóttir, sviðs- stjóri hjá VIRK, mun stjórna fjar- fundinum. Ógnir og tækifæri FJARFUNDUR Morgunblaðið/Golli Fjarvinna Kórónuveirufaraldurinn hefur orðið til þess að fjarvinna hefur aukist mjög mikið. Spurningin er hvað gerist þegar faraldrinum linnir. Hinrik Sigurður Jóhannesson Árelía Eydís Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.