Morgunblaðið - 28.10.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.10.2020, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 8. O K T Ó B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  254. tölublað  108. árgangur  HAGNAST Á SJÁLFVIRKNI Í VERSLUNUM STÓR FRAM- KVÆMD VANDRÆÐA- LEGAR HAFNANIR OG HAMINGJA SNJÓFLÓÐAVARNIR 6 NÝ PLATA MYRKVA 24VIÐSKIPTAMOGGINN Snaraukin útgjöld í velferð  Fjórðungur skatttekna og tryggingagjalda í almannatryggingar  Útgjalda- vöxturinn ekki sjálfbær segir Bjarni Benediktsson  Tvöföldun frá árinu 2013 „Þessi þróun hefur átt sér stað jafnt og þétt í takt við mannfjölda, en útgjöldin hafa snarhækkað. Við höf- um verið að styrkja þessi kerfi, og þau hafa fylgt launaþróun í landinu, en við höfum hækkað launin undan- farinn áratug meira en nokkurt annað land OECD, segir Bjarni Benediktsson í samtali við Morgun- blaðið. „Þess vegna skýtur skökku við að heyra suma tala um skerðing- ar í þessu samhengi, þegar allar tölur sýna hið gagnstæða.“ Hann bætir við að auk þess séu Íslending- ar að eldast sem þjóð, sem hafi mikil áhrif. „Við viljum ræða við vinnumark- aðinn um heildarendurskoðun á líf- eyriskerfinu, þar á meðal hækkun lífeyristökualdurs í áföngum. Það má öllum vera ljóst að þessi vöxtur er ekki sjálfbær. Það er mjög sláandi þegar ¼ teknanna fer í málaflokk, sem hefur verið í 14-15%.“ Andrés Magnússon andres@mbl.is Síaukinn hluti verðmætasköpunar rennur til tilfærslukerfa og fjárfram- laga ríkissjóðs, en í minnisblaði, sem Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra kynnti í ríkisstjórn í gær, kem- ur fram að um fjórðungur allra skatttekna og tryggingagjalda fer nú til almannatrygginga. Þau hafa nær tvöfaldast frá árinu 2013. Framlög til velferðar » Framlög til almannatrygg- inga hafa tvöfaldast frá 2013. » Fjölgun lífeyrisþega og hærri bætur helsta skýringin. » Örorku- og endurhæfing- arlífeyrisþegar 25% fleiri nú. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM þegar liðið atti kappi við topplið Svíþjóðar í Gautaborg í gær. Leiknum lauk með 2:0-sigri sænska liðsins. Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði lék sinn 134. landsleik og sló leikjamet liðsins. »22 Ljósmynd/Bildbyran Sara sló leikjametið í tapi gegn Svíum Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing kannar nú hvort rétt sé að hefja þróun og framleiðslu á nýrri tegund vélar sem gæti betur fyllt skarð 757-þotunnar vinsælu sem komin er til ára sinna en hefur ekki verið í framleiðslu frá árinu 2004. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að fyrirtækið hafi m.a. átt samtöl við Icelandair Group um fýsileika verk- efnisins. Vitað er að flugfélagið hefur til alvarlegrar skoðunar að skipta al- farið yfir í viðskipti við Airbus, sem um þessar mundir býður upp á breiðara úrval millistórra véla sem hentað gætu inn í leiðakerfi fyrir- tækisins. Ljóst er að ef áætlanir Bo- eing munu hverfast um vél af þessu tagi munu líða mörg ár þar til hug- myndin færist af teikniborðinu og yf- ir í smíði raunverulegra véla. Það er hins vegar til marks um það í hversu mikilli vörn félagið er gagnvart aðal- keppinauti sínum, Airbus, að þessi hugmynd skuli viðruð nú, mitt í kór- ónuveirufaraldrinum og á sama tíma og enn er verið að greiða úr hinu mikla MAX-hneyskli sem skók gjör- vallan flugheiminn í mars í fyrra. Kannar flöt á nýrri vél  Boeing hefur rætt við Icelandair Group Morgunblaðið/Sigurður Bogi Samstarf Boeing og Icelandair Group hafa átt í farsælu viðskipta- sambandi svo áratugum skiptir. Rafbílaframleiðandinn Tesla mun í komandi viku opna nýja ofurhleðslu- stöð fyrir viðskiptavini sína við Stað- arskála í Hrútafirði. Afl hverrar hlöðu, sem eru átta talsins, er 250 kW en það er fimmfalt það sem fyrstu hraðhleðslustöðvarnar sem settar voru upp hér á landi gátu annað. Þá eru þessar hlöður tæplega 70% afl- meiri en aðrar hlöður sem önnur fyrirtæki eru að setja upp hér á landi með stuðningi Orkusjóðs. Tesla fær ekki greiðslur úr ríkissjóði í upp- byggingarferilnu. Ole Gudbrann Hempel, sem stýrir uppbyggingu ofurhleðslustöðvanna á Norðurlöndum, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að fyrirtækið stefni á uppbyggingu af þessu tagi á Akureyri, Egilsstöðum, Höfn í Hornafirði, á Kirkjubæjarklaustri og svæðinu nærri Selfossi. Þar sé ekki horft til margra ára uppbyggingar- ferlis heldur eigi að ganga hreint til verks. Hins vegar setji kórónuveiran strik í reikninginn. Nýju stöðvarnar eru svo öflugar að ef Tesla 3 bíl er stungið í samband má bæta drægni hans um 120 kílómetra á fimm mínút- um. Þá ætti flestum Tesla-eigendum að duga 15 mínútna stopp milli Reykjavíkur og Akureyrar. Staðarskáli Í næstu viku verða átta ofurhlöður Tesla teknar í notkun. Tesla opnar ofurhleðslu í Hrútafirði  Átta nýjar hlöður við Staðarskála  Langöflugasti búnaðurinn hérlendis Lögreglan á Spáni hefur handsam- að Íslending sem flúði Danmörku og á yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsisdóm fyrir að hafa misnotað dóttur sína kynferðislega. Maður- inn átti yfir höfði sér fangelsi í Dan- mörku en hann er sakaður um að hafa nauðgað dóttur sinni tíu sinn- um og beitt hana öðru ofbeldi. Gefin var út evrópsk handtöku- skipun á hendur manninum í byrjun sumars eftir að hann flúði Dan- mörku. Meint brot áttu sér stað frá 2006 til 2010 á Íslandi og í Dan- mörku. Í tilkynningu spænsku lög- reglunnar segir að rannsóknir síð- ustu daga hafi skilað því að maðurinn var handsamaður í bæn- um Benisa á Alicante á Spáni. Grunaður níðingur handtekinn á Spáni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.