Morgunblaðið - 28.10.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.10.2020, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2020 Tilþrif Girðing við styttu Jónasar frá Hriflu við menntamálaráðuneytið var færð í gær. Gott fólk gekk í verkið. Sigurður Bogi Með aðgerðum, og á stundum aðgerðaleysi, geta stjórnvöld ýmist örvað verðmætasköpun efnahagslífsins eða dregið verulega úr henni, jafnvel lamað. Enginn stjórnmála- maður er tilbúinn til að viðurkenna að hann vilji draga úr verð- mætasköpun. Flestir ef ekki allir segjast leggja áherslu á að auka það sem er til skiptanna, nýta auðlegð til að styrkja sam- félagið, byggja upp innviði og bæta lífskjör almennings. Hér verður ekki farið út í ólíka sýn um hvernig markmiðinu um bætt lífskjör verður best náð. Ágreiningurinn er og verður alltaf til staðar. Tekist er á um verksvið hins opinbera, aukin eða minni út- gjöld ríkisins, meðferð almanna- fjár, fjölgun eða fækkun starfs- manna ríkis og sveitarfélaga, hærri eða lægri skatta. Oft leiðir ágreiningurinn til þess að menn missa sjónar á verkefninu sjálfu og festast í endalausri þrætu um hvernig eigi að skipta þjóðarkök- unni í stað þess að beina kröftum sínum í að baka stærri köku. Ekki án kostnaðar Vonandi gerum við okkur öll hins vegar grein fyrir því að ekk- ert samfélag – skiptir engu hversu öflugt efnahagslífið er – fær stað- ist til lengri tíma ef komið er í veg fyrir efnahagslega starfsemi borg- aranna – sköpun verðmæta. Engu að síður höfum við tekið þá ákvörðun í baráttu við hættulega veiru að draga úr verðmæta- sköpun – lama hluta viðskiptalífs- ins. Slíkt hefur verið talið réttlæt- anlegt í varnarbaráttu þar sem líf og heilsa almennings er aðal- atriðið. En baráttan er ekki án kostn- aðar. Hluti kostnaðarins er dulinn, verður illa metinn og kemur ekki fram fyrr en síðar. Við eigum erf- itt með að átta okkur á hvaða áhrif veirufaraldurinn og efna- hagslegar afleiðingar hans hafa á geðheilbrigði þjóðarinnar. Ákvörð- un um að fresta svokölluðum val- kvæðum aðgerðum á sjúkrahúsum er ekki án kostnaðar fyrir sam- félagið og viðkomandi einstakling. Lokun líkamsræktarstöðva og skert starfsemi íþróttafélaga hefur neikvæð áhrif á líkamlegt og and- legt heilbrigði. Sú ákvörðun að nýta ekki krafta einkaframtaksins í heilbrigðiskerfinu á sama tíma og Landspítalinn ber hitann og þung- ann af því að sinna þeim sem veikjast í faraldrinum, er ekki að- eins óskiljanleg heldur kostn- aðarsöm. Sá kostnaður er ekki að- eins beinn heldur ekki síður óbeinn í formi verri heilbrigðis- þjónustu við þá sem þurfa á henni að halda. Lífsgæði þeirra minnka og það leiðir að líkindum til aukins kostnaðar í framtíðinni. Fórn- arkostnaðurinn er margvíslegur og borgaraleg réttindi eru í húfi. Dregið úr bolmagni samfélagsins Eftir því sem tíminn líður verð- ur mikilvægara að stjórnvöld vegi og meti beinan og óbeinan kostnað sem fylgir varnaraðgerðum gegn kórónuveirunni. Sá kostnaður verður ekki aðeins mældur í formi rúmlega 500 milljarða halla á rík- issjóði, né í þeim kostnaði sem við- skiptalífið verður fyrir eða áð- urnefndum duldum kostnaði. Með því að veikja viðskiptahagkerfið með takmörkunum á athafnafrelsi er verið að draga úr bolmagni okkar sem samfélags að komast fljótt og vel út úr efnahagslegum þrengingum þegar birtir til. Í apríl síðastliðnum skrifaði ég meðal annars hér á síður Morgun- blaðsins: „Eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda er að verja fram- leiðslugetu hagkerf- isins. Koma í veg fyr- ir að tímabundið fall í eftirspurn vegna heimsfaraldurs verði til þess að innviðir viðskiptahagkerfisins molni og verði að engu. Byggingar, tæki, tól, fjár- magn en ekki síst hugvit og þekk- ing starfsmanna eru forsendur verðmætasköpunar í samfélaginu. Án verðmætasköpunar lamast heil- brigðiskerfið. Velferðar- og menntakerfi verður aðeins fjar- lægur draumur. Verðmætasköpun stendur undir lífskjörum þjóða. Hvernig tekst til við að verja framleiðslugetuna ræður úrslitum um hversu fljótt og vel okkur Ís- lendingum tekst að vinna okkur upp úr djúpum efnahagslegum öldudal.“ Þyngri byrðar á suma Við sem samfélag höfum lagt þyngri byrgðar á herðar ákveðinna hópa samfélagsins en aðra. Eig- endur og starfsmenn öldurhúsa og veitingastaða hafa þurft að sæta því að loka starfsemi að fullu eða að stórum hluta. Hárgreiðslu- og rakarastofur einnig, kvikmynda- og samkomuhúsum og ýmissi þjón- ustu, ekki síst á sviði heilbrigð- isþjónustu, hefur verið skellt í lás í lengri eða skemmri tíma eða svo viðamiklar takmarkanir settar á starfsemina að hún getur aldrei staðið undir sér. Listamenn hafa ekki farið varhluta af skertu at- hafnafrelsi. Það er því eðlilegt og sanngjarnt að komið sé til móts við þá sem í nafni almannaheilla hefur verið gert að draga verulega úr starf- semi sinni eða hætta henni tíma- bundið. Þetta hefur verið gert að hluta. Með tveimur frumvörpum fjármálaráðherra um styrki fyrir einyrkja og örfyrirtæki og lokunar- styrki til fyrirtækja er tekið stærra skref en áður til að jafn byrðarnar örlítið meira. Frumvörpin eru til meðferðar í efnahags- og við- skiptanefnd þingsins. Þau taka að líkindum einhverjum breytingum með hliðsjón af ábendingum sem fram hafa komið, ekki síst til að koma til móts við þau fyrirtæki sem hafa sætt verulegum takmörk- unum en hefur ekki verið gert að skella öllu í lás. Vonandi ber Al- þingi gæfu til að afgreiða bæði frumvörpin fyrir lok komandi viku. Aðgerðir af þessu tagi eru ekki aðeins til að dreifa byrðunum (að hluta) heldur ekki síður til að verja framleiðslugetu viðskiptahagskerf- isins. Tryggja innviðina, hugvitið, þekkinguna og framtaksþróttinn. Öflugt viðskiptahagkerfi er for- senda lífskjara – þar verða verð- mætin til. Þessi einföldu sannindi verða aldrei ljósari en þegar tekist er á við efnahagslegar þrengingar og barist er við skæða veiru. Til lengri tíma litið getur varnarbar- áttan ekki falist í því að lama verð- mætasköpunina heldur örva hana og tryggja þannig fjárhagslegan styrk til að takast á við verkefnin, jafnt í vörn og sókn. Eftir Óla Björn Kárason »En baráttan gegn skæðri veiru er ekki án kostnaðar. Hluti kostnaðarins er dulinn, verður illa metinn og kemur ekki fram fyrr en síðar. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Að lama eða örva verðmætasköpun Um síðustu áramót varð mikil breyting á stöðu þjóðkirkjunnar gagnvart ríkinu. Kirkjuþing og rík- isstjórn gerðu með sér samkomulag sem leiddi til þessara breytinga. Þjóðkirkjan býr nú við aukið fjár- hagslegt sjálfstæði en frá árinu 1998 hefur hún haft sjálfdæmi um starfs- hætti sína og stjórn. Meginbreyt- ingin sem varð hinn 1. janúar síðast- liðinn varðar stöðu presta og starfsfólks biskupsstofu sem eru ekki lengur opinberir starfsmenn. Kirkjuþingið, sem er að meirihluta mannað óvígðum fulltrúum sókn- arnefndanna og fólksins í landinu, ber nú ábyrgð á fjármálum kirkj- unnar og ákveður hvernig fjár- munum er varið. Prestar eru eft- irleiðis starfsmenn þjóðkirkjunnar og semja um kaup og kjör eins og annað launafólk í landinu. Í kjölfar þessara breytinga hefur kirkjuþing sett nýjar starfsreglur og breytt öðrum og hefur mikil vinna farið fram. Þá vinnu hafa unnið kirkjuþingsfulltrúar sem eru full- trúakjörnir í sínum kjördæmum ásamt fulltrúa biskupsstofu. Þegar svona veigamiklar breyt- ingar verða er eðlilegt að sitt sýnist hverjum varðandi þær og útfærslu þeirra. Afstaða hvers og eins ræðst af nálguninni, hvort hún er á jákvæð- um eða neikvæðum nótum. End- anlega ábyrgð bera þau sem til þess eru kjörin að stjórna og leiða. Í til- felli þjóðkirkjunnar eru það kirkju- þing, kirkjuráð og biskupsembættið og gagnvart prestum stjórn Presta- félags Íslands og kjaranefnd kirkju- þings. Eðlilegt er að mörgum reynist erfitt að taka breytingum sem við- komandi hefur ekkert um að segja og aðrir ákveða. Sameiningar prestakalla Önnur breyting sem lagt hefur verið upp með er sameining presta- kalla. Biskupafundur kemur fram með heildstæðar tillögur þar um fyr- ir allt landið, samkvæmt lögum og starfsreglum, og sendir þær heim í hérað til umsagnar. Ef mikil and- staða kemur fram á þessu stigi eða ef óskað er meiri tíma til að meta tillög- urnar er hlustað á það og málinu þá slegið á frest eða það endurmetið og því eftir atvikum breytt. Sameining- artillögur fara á kirkjuþing sem fjallar um þær og afgreiðir. Lykil- atriði er samráð við heimafólk og ef tillaga hefur farið fyrir kirkjuþing og biskupum finnst þá á því stigi koma fram að ekki sé jarðvegur heima fyr- ir til að vinna í sameinuðu prestakalli dregur biskup tillöguna til baka á þinginu. Það hefur gerst, t.d. á nýaf- stöðnum fundi kirkjuþings 2020- 2021, enda í anda þeirrar samstöðu sem biskupar vilja vera hluti af þeg- ar um sameiningar er að ræða. Kynslóðaskipti í kirkjunni Allt er breytingum háð. Nýjar kynslóðir koma með nýjan hugs- unarhátt. Í niðurstöðu könnunar sem gerð var á meðal presta árið 2016 kemur fram að aðeins um fjórðungur presta setur skýr mörk milli vinnu og einkalífs og meira en helmingur presta á erfitt með að samræma vinnu og einkalíf. Um þriðjungur presta segist finna fyrir streitu og meira en helmingur presta er undir miklu álagi í vinnu. Einungis þriðj- ungur telur vinnuálag ásættanlegt. Tillögurnar um sameiningu prestakalla voru meðal annars hugs- aðar til að bregðast við þessum nið- urstöðum og leitast við að auka lífs- gæði presta landsins og starfsgleði í þjónustunni. Teymisvinna ætti að skapa aukinn frítíma, auka getu til að samræma vinnu og einkalíf og minnka streitu. Teymisvinna ætti að skapa aðstæður þar sem ólíkir hæfi- leikar fá að njóta sín og samheldni að aukast. Sameiningar prestakalla snúast fyrst og fremst um aukna samvinnu presta, jafnari þjónustu- byrði, skarpari skil milli vinnu og einkalífs og meiri möguleika á að fá stuðning og styrk innan hópsins. Samvinna og samkennd aukast við nánari tengsl. Reynsla fólks og sér- hæfing innan guðfræðinnar ætti að nýtast vel í hópi. Samhengi lífsins Þjóðkirkjan er samfélag, heldur utan um samhengi lífsins, sem skýrt kemur fram í athöfnum hennar. Þannig snertir hún ekki aðeins þau sem henni tilheyra heldur allt sam- félagið, fjölskyldur og þjóðlífið allt. Hún er landfræðilega mörkuð í sókn- unum og þjónar þannig öllum lands- hlutum og landsmönnum. Enginn blettur á landinu er utan sóknar, sem tilheyrir prestakalli, prófastsdæmi, biskupsumdæmi. Það er ekki verið að hreyfa við sóknarskipan í landinu nema fólkið sem þar býr vilji það. Með tillögum um sameiningu og þar með stækkun prestakalla er verið að auðga þjónustu kirkjunnar á lands- vísu. Æðruleysi Miklar breytingar eiga sér stað um heim allan nú um stundir. Heimsfaraldurinn hefur knúið okkur til að finna nýjar leiðir, taka upp nýj- an lífsstíl og leyfa sköpunarkraft- inum að blómstra. En flestum breyt- ingum fylgir óvissa. Við vitum ekki hvert breytingar leiða okkur þótt við höfum fólk sem kann að spá í tölur og horfur. Óöryggi og ótti eru sam- mannleg viðbrögð við hinu óþekkta og okkur tekst ekki alltaf að líta á breytingar sem tækifæri. Æðruleys- isbænin er góð áminning á breyt- ingatímum. Guð, gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og visku til að greina þar á milli. Eftir Agnesi M. Sigurðar- dóttur, Solveigu Láru Guðmundsdóttur og Kristján Björnsson Kristján Björnsson Agnes er biskup Íslands. Solveig Lára og Kristján eru vígslubiskupar. Þjóðkirkjan er kirkja fólksins í landinu Solveig Lára Guðmundsdóttir Agnes M. Sigurðardóttir » Þjóðkirkjan er sam- félag, heldur utan um samhengi lífsins, sem skýrt kemur fram í athöfnum hennar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.