Morgunblaðið - 28.10.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2020
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Opin vinnustofa kl. 9-12. Opin smíðastofa kl. 9-15. Bónus-
bíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Hádegismatur kl. 11.40-12.50.
Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, alir velkomnir. Það þarf að
skrá sig í viðburði eða hópa, sími 411-2600.
Boðinn Bjartisalur opinn frá kl. 8.30-10.30 og aftur eftir hádegi kl. 14-
16, fjöldatakmörkun miðast við 20 manns og 2 metra bil á milli gesta
eða grímuskylda.Hádegismatur er með sömu reglu og hópaskipt eins
og verið hefur.
Breiðholtskirkja Allt starf eldri borgara fellur niður í október vegna
aðstæðna í þjóðfélaginu. Kæru vinir farið varlega og Guð blessi
ykkur. Sjáumst hress og kát þegar við getum hist aftur.
Kveðja Steina djákni.
Breiðholtskirkja Félagsstarf eldri borgara í Breiðholtskirkju ,,Maður
er manns gaman”er alla miðvikudaga kl. 13.15. Byrjum kl. 12 með
kyrrðarstund og eftir hana er súpa og brauð. Hjartanlega velkomin.
Bústaðakirkja Ekkert félagsstarf fyrir eldri borgara verður í Bústaða-
kirkju í október vegna covid-19. Guð blessi ykkur öll og við sjáumst
hress þegar að öllu er óhætt. Við bjóðum upp á göngutúr fyrir þá sem
treysta sér, með Hólmfríði djákna frá Bústaðakirkju kl. 13. Stuttur og
þægilegur göngutúr um hverfið, við höldum millibili og göngum
saman. Kv. Hólmfríður djákni.
Bústaðakirkja Enn erum við í 20 manna viðmiðinu og þar af leið-
andi verður ekki félagsstarf hjá okkur þar til þeim verður aflétt. Við
vonum það besta að hægt verði að hittast sem fyrst. Guðs blessun til
ykkar allra. Starfsfólk Bústaðakirkju og Grensáskirkju.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11.
Línudans fellur niður í dag. Upplestrarhópur Soffíu fellur niður í dag.
Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Tálgun með Valdóri kl. 13-15.30. Síðdeg-
iskaffi kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari
upplýsingar i síma 411-2790.
Garðabær Kæru gestir, íþrótta- og félagsstarfið okkar er lokað tíma-
bundið en Jónshús er opið með fjöldatakmörkun sem er 20 manns í
rými. Minnum á grímuskyldu í Jónshúsi og muna að halda áfram upp
á 2 metra regluna. Tilkynningar um breytingar koma líka fram á face-
booksíðu okkar
https://www.facebook.com/eldriborgararfelagsstarfgardabaer
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Framhaldssaga kl. 10.30. Opin vinnustofa kl. 13-16.
Korpúlfar Glerlistanámskeið með Fríðu kl. 9-13 í Borgum þátttöku-
skráning liggur frammi. Gönguhópar kl. 10 gengið frá Borgum mis-
munandi styrkleikar. Kaffiveitingar kl. 14.30-15.30 með skráningu.
Förum varlega, virðum allar sóttvarnarreglur.
Samfélagshúsið Aflagranda 40 Opin vinnustofa kl. 8.30-12.30, nóg
pláss. Stólaleikfimi kl. 10. Kaffi kl. 14.30-15. Bókaspjall með Hrafni kl.
15. Vegna fjöldatakmarkana verður að skrá fyrirfram á viðburði til
þess að tryggja fjarlægðarmörk og fjölda í hverju rými. Við minnum
fólk á mikilvægi sóttvarna og að það er grímuskylda í Samfélagshús-
inu. Nánari upplýsingar og skráning í síma 411-2701 & 411-2702.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag er bókband í smiðju 1. hæðar bæði
fyrir hádegi, kl. 9-13, og eftir hádegi kl. 13-17. Farið verður í gönguferð
milli kl. 10-11 í dag, mætum endilega klædd eftir veðri. Eftir hádegi, kl.
13.30-14.30, verður hlaðvarp í handverksstofu, í þetta sinn ætlum við
að hlusta á hlaðvarp um Donald Trump. Við minnum á að grímu-
skylda ríkir í félagsmiðstöðinni um þessar mundir.
Seltjarnarnes Námskeiðin í leir og gleri eru í samráði við leiðbein-
endur. Athugið að vegna sóttvarnarráðstafana þá er botsía, kaffikrók-
urinn og samveran í salnum í dag er eingöngu fyrir íbúa hússins
Skólabraut 3-5. Fylgjum sóttvörnum, þvoum hendur og sprittum og
munum grímuskyldu í allri starfsemi félags- og tómstundastarfsins.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hitt-
ist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkomn-
ir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Kjósarhreppur auglýsir skv. 1. mgr.
30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Auglýsing um skipulagslýsingu
vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi
Kjósarhrepps 2017-2029
Gerð hefur verið svokölluð skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar
breytingar á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029. Á fundi
sveitarstjórnar Kjósarhrepps þann 21. október 2020 var
samþykkt að kynna skipulagslýsinguna í samræmi við 1. mgr.
30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fyrirhugað er að breyta aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-
2029, þ.e. breyta landnotkun á hluta landbúnaðarsvæðis í landi
Eyrarkots í verslunar- og þjónustusvæði, frístundabyggð og
íbúðarbyggð.
Enn fremur að auka við skilgreiningu opins svæðis (OP6).
Eyrarkot afmarkast af Eyri sunnan- og austanverðu, Útskála-
hamri að vestanverðu og Hvalfjarðareyri að norðanverðu. Land
hallar nokkuð á móti norðri og niður að sjó.
Skipulagslýsingin verður til sýnis í anddyri hreppsskrifstofu
Kjósarhrepps í Ásgarði frá og með fimmtudeginum 29. október
2020 til og með 9. nóvember 2020. Skipulagslýsingin verður
jafnframt birt á heimasíðu Kjósarhrepps, kjos.is.
Athugasemdir eða ábendingar vegna skipulagslýsingarinnar
skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta
lagi 16. nóvember 2020. Póstlagðar athugasemdir berist á
skrifstofu Kjósarhrepps að Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ, eða
með tölvupósti á netfangið skipulag@kjos.is
Kjósarhreppur 27.10. 2020
Skipulagsfulltrúi Kjósarhrepps
Tilkynningar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Notuð SICAM V 700 jafnvægisvél
til sölu
Uppl. í síma 8201071
Ýmislegt
Bilalyftur til sölu.
Nýjar og notaðar. Lyfta 30 cm.
Uppl. í síma 820 1071.
kaldasel@islandia.is
Smá- og raðauglýsingar
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
Í gær fór fram
útför Hjalta Geirs
Kristjánssonar.
Hjalti Geir var hús-
gagnaarkitekt að mennt og
framkvæmdastjóri Kristjáns
Siggeirssonar hf. til margra ára.
Hann var einn af mikilvirkustu
forystumönnum íslensks iðnaðar
og viðskiptalífs og sat í stjórn
fjölda fyrirtækja. Hann var skel-
eggur baráttumaður fyrir frjáls-
um og heilbrigðum viðskipta-
háttum og framförum í
atvinnulífi þjóðarinnar.
Ég kynntist Hjalta Geir fyrst
þegar hann kom til forystu í
Verzlunarráði Íslands en ég var
þá hagfræðingur ráðsins. Hjalti
Geir varð formaður Verzlunar-
ráðsins á aðalfundi þess hinn 23.
febrúar 1978. Hann setti saman
víðsýna framkvæmdastjórn sem
í áttu sæti fulltrúar samgangna,
stóriðju, innflutningsverslunar
og útgerðar, auk hans. Á aðal-
fundinum var gengið frá sam-
þykkt stefnu ráðsins í efnahags-
og atvinnumálum sem nefnd
undir forystu Víglundar Þor-
steinssonar heitins hafði unnið.
Hjalti Geir var þarna í forystu
fyrir nýrri sýn á atvinnulífið sem
lagði áherslu á almennar reglur
um skipan efnahagsmála þar
sem sameiginlegir hagsmunir at-
vinnulífsins og frjálsræði í efna-
hagsmálum var í fyrirrúmi, en
ekki án aðhalds.
Viðskiptaþingin í formannstíð
Hjalta Geirs voru stefnumark-
andi og leiddu til breytinga.
Þingið vorið 1979 tók fyrir gjald-
eyris- og utanríkisviðskipti en
þingið vorið 1981 fjallaði um
framtíð einkarekstrar. Þá beitti
Hjalti Geir sér fyrir auknum er-
lendum samskiptum bæði með
því að fá erlenda forystumenn í
viðskiptalífi til þess að flytja er-
indi á fundum ráðsins og einnig
með aukinni þátttöku í þingum
Alþjóðaverzlunarráðsins. Allfjöl-
mennur hópur Íslendinga sótti
t.d. þing Alþjóðaverzlunarráðs-
ins í Manilla á Filipseyjum í
nóvember 1981. Var það und-
anfari þess að stofnað var til
landsnefndar Alþjóðaverzlunar-
ráðsins hér á landi í apríl 1983.
Samstarf okkar Hjalta Geirs
var mun nánara eftir að hann
réð mig sem framkvæmastjóra
Verzlunarráðsins við fram-
kvæmdastjóraskiptin 1. júní
1979. Þá var þegar ákveðið að
Verzlunarráðið mundi flytjast í
nýjar höfuðstöðvar í Húsi verzl-
unarinnar en það varð að veru-
leika 12. júlí 1982. Fyrir mér var
það sérstaklega ánægjulegt og
lærdómsríkt að njóta hæfileika
Hjalta Geirs við innréttingu hús-
næðisins þannig að það þjónaði
sem best starfsemi ráðsins.
Hjalti Geir
Kristjánsson
✝ Hjalti GeirKristjánsson
fæddist 21. ágúst
1926. Hann lést 13.
október 2020.Útför
Hjalta Geirs fór
fram 27. október
2020.
Þótt Hjalti Geir
hafi látið af for-
mennsku á árinu
1982 hélst samband
okkar áfram náið.
Hann lagði mikla
rækt við starfsemi
ráðsins, enda heið-
ursfélagi, og mætti
á alla helstu við-
burði. Það var
gleðiefni að sjá hve
heilsa hans var góð
þrátt fyrir háan aldur. Það eru
ekki allir sem eiga því láni að
fagna.
Við Hjalti Geir áttum saman
margar góðar samverustundir, í
ferðalögum erlendis, í störfum
fyrir Verzlunarráðið og á heimili
hans og Siggu á Bergstaða-
strætinu eða í sumarhúsi þeirra
í Laugarási. Fyrir það ber að
þakka. Við Jóhanna sendum
Siggu og börnum þeirra inni-
legar samúðarkveðjur.
Árni Árnason.
Hjalti Geir, heiðursfélagi í fé-
lagi húsgagna- og innanhúss-
arkiteka, er fallinn frá. FHI á
Hjalta Geir mikið að þakka fyrir
ötult starf í þágu félagsins og
stéttarinnar í heild. Það snýr
ekki einungis að hagsmunamál-
um félagsmanna og eflingu al-
mennrar fagvitundar heldur um
leið að framleiðslu og sölu ís-
lenskra húsgagna, tengslum iðn-
aðar, hönnunar og handverks og
framgangi hönnunar á Íslandi.
Hjalti Geir átti langan starfsferil
að baki og hefur í gegnum árin
unnið markvisst að því að efla
greinina og vekja athygli á gildi
góðrar hönnunar og samkeppn-
ishæfni íslenskrar hönnunar.
Hjalti Geir var fyrsti formað-
ur Félags húsgagnaarkitekta,
sem síðar breyttist í Félag hús-
gagna- og innanhússarkitekta,
og stjórnaði því í níu ár. Hann
átti frumkvæði að stofnun Fé-
lags húsgagnaarkitekta árið
1955 ásamt nokkrum öðrum
kollegum sem allir voru ný-
komnir frá námi í húsgagnaarki-
tektúr erlendis, en félagið var
einmitt formlega stofnað á heim-
ili Hjalta Geirs og konu hans
Sigríðar Th. Erlendsdóttur að
Laugavegi 13.
Störf Hjalta voru stór hluti af
sögu félagsins allt frá stofnun
þess og við í FHI viljum senda
Hjalta okkar hinstu kveðju,
þökkum samfylgdina og hans
mikla starf í þágu félagsins. Við
vottum aðstandendum og fjöl-
skyldu okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd FHI,
Rósa Dögg Þorsteinsdóttir
formaður FHI.
Sturla Már Jónsson.
Elísabet V. Ingvarsdóttir.
Það er með miklu þakklæti og
virðingu sem við félagarnir
minnumst góðs vinar sem Hjalti
Geir Kristjánsson var okkur um
áratugaskeið. Hann ásamt Sig-
ríði konu hans hafa fylgst með
þroska okkar og framgangi frá
því við komum sem ungir skóla-
sveinar í Samvinnuskólanum á
Bifröst inn á heimili þeirra í
helgarleyfum. Erlendur sonur
þeirra er í okkar vinahópi. Þau
hafa hlustað og veitt góð ráð,
verið til stuðnings, hrósað og
leiðbeint og það hefur ekki verið
ónýtt að eiga í þann sjóð að
sækja. Fyrir þetta erum við af-
skaplega þakklátir.
Hjalti Geir var landsþekktur
athafna- og forystumaður í ís-
lensku atvinnulífi og hefur lagt
drjúgan skerf, með atvinnusköp-
un sinni, til að byggja upp vel-
ferðar- og samhjálparsamfélagið
sem hér er við lýði. Það dags-
verk verður seint full þakkað.
Hjalti Geir hefur verið okkur
fyrirmynd sem heilladrjúgt hef-
ur verið að líta til þegar ákvarð-
anir skal taka í stóru og smáu
enda fáir menn heiðvirðari og
djúpvitrari í nærveru sinni en
þessi góði maður.
Hann er nú allur og sinnir nú
hönnun og smíðaverkum á öðr-
um stað og í öðrum heimi. Við
færum Sigríði og fjölskyldunni
allri innilegar samúðarkveðjur
og biðjum Guð að blessa minn-
ingu Hjalta Geirs Kristjánsson-
ar.
Ársæll Harðarson
Bergþór Guðmundsson
Egill H. Gíslason
Gissur Pétursson
Guðmundur Páll Jónsson.
Það voru mér miklar harma-
fregnir þegar ég fékk að vita að
hann Hjalti Geir væri fallinn frá.
Þessi yndislegi sómamaður. Sem
var svo mikill áhrifavaldur á
mitt líf, hann og hans yndislega
kona, Sigríður, voru mín önnur
fjölskylda í mörg ár. Ég og Jó-
hanna dóttir þeirra vorum, og
erum reyndar enn, bestu vin-
konur. Í mínum uppvexti ég
eyddi svo miklum tíma í húsinu
skáhalt á móti mér, hér á Berg-
staðastrætinu, að líklega héldu
Hjalti Geir og Sigríður að ég
ætti heima þar. Og alltaf var
mér jafn vel tekið. Hjalti Geir er
einn sá besti og aðdáunarver-
ðasti maður sem ég hef þekkt á
minni ævi. Og alltaf og enn til
dagsins í dag finnst mér ég vera
hluti af þessari fjölskyldu sem er
svo yndisleg. Þessi fyrirmynd-
armaður, þessi mikli heiðurs-
maður, lífið án hans verður
miklu fátækara.
Mig langar í fáum orðum að
þakka Hjalta Geir samfylgdina
öll þessi ár, ég vil þakka honum
fyrir að vera maðurinn sem
hann var, fyrirmyndin sem hann
var, og fyrir alla góðsemdina og
vinskapinn sem ég og mínir nut-
um, það voru virkilega forrétt-
indi að fá að vera í hans heimi,
hluti af hans fjölskyldu, ég mun
sakna hans mikið og votta hans
fjölskyldu, fjölskyldu sem ég dái
svo mikið og er arfleifð sem
hann getur verið svo mikið stolt-
ur af, allar mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Ég horfi á hús-
ið hans út um gluggann núna,
veit að hún Sigríður verður um-
vafin ást og umhyggju en mikið
skarð hefur verið höggvið í
þessa miklu og góðu fjölskyldu.
Og hjartað mitt grætur.
Ragnheiður Lára Hanson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar
eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu
efst og viðeigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt
að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfar-
ardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á
hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist,
enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morg-
unblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er
unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem
nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram
upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er
um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvað-
an og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einn-
ig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini,
maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í
minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Minningargreinar