Morgunblaðið - 28.10.2020, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.10.2020, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2020 Marseille á hinum glæsilega Or- ange Velodrome-leikvangi. Ilkay Gundogan og Ferrán Torres skor- uðu báðir í 3:1-sigri City á Porto í 1. umferðinni og þeir voru aftur á ferðinni. Torres kom City yfir á 18. mínútu og Gundogan bætti við öðru markinu á 76. mínútu. Ra- heem Sterling gulltryggði 3:0-sigur City níu mínútum fyrir leikslok. Kevin De Bruyne lagði upp tvö mörk fyrir enska liðið. Í sama riðli vann Porto 2:0-sigur á Olympiacos. Ögmundur Krist- insson var ekki í leikmannahópi Olympiacos, þrátt fyrir að liðið væri með tvo varamarkverði á bekknum. Ögmundur kom til Olympiacos frá Larissa á dög- unum. Real í veseni Real Madrid bjargaði jafntefli gegn Borussia Mönchengladbach í lokin eftir að þýska liðið komst í 2:0 á heimavelli. Marcus Thuram, sonur Lilian Thuram, skoraði tví- vegis fyrir Mönchengladbach á fyrstu 58 mínútunum. Karim Ben- zema minnkaði muninn á 87. mín- útu og Casemiro jafnaði í uppbót- artíma og þar við sat. Real er aðeins með eitt stig eftir tvo leiki. Í sama riðli skildu Shakhtar Donetsk og Inter Mílanó jöfn, 0:0. Shakhtar er óvænt í toppsætinu með fjögur stig eftir leiki við Real Madrid og Inter Mílanó. Inter og Real eru í þriðja og fjórða sæti með tvö og eitt stig. Evrópmeistarar Bayern Münc- hen eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki en þýska liðið þurfti að hafa meira fyrir 2:1-útisigri á Lo- komotiv Moskvu en flestir áttu von á. Joshua Kimmich skoraði sig- urmarkið á 79. mínútu. Atlético Madrid er í öðru sæti riðilsins með þrjú stig eftir 3:2-sigur á Salzburg á heimavelli. Marcus Llorente skoraði fyrsta mark Atlético og Portúgalinn ungi Joao Félix bætti við tveimur mörkum. Kom sig- urmark Félix á 85. mínútu. Liverpool með fullt hús AFP Mark Diogo Jota skorar fyrra mark Liverpool gegn dönsku meisturunum í Midtjylland á Anfield í gærkvöldi.  Mikael Anderson lék á Anfield  Sannfærandi hjá Manchester City  Evrópu- meistararnir þurftu að hafa fyrir sigrinum  Real í botnsætinu eftir jafntefli MEISTARADEILDIN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Liverpool er með fullt hús stiga í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eft- ir 2:0-heimasigur á dönsku meist- urunum í Midtjylland á Anfield í 2. umferð riðlakeppninnar í gær- kvöldi. Englandsmeistararnir þurftu heldur betur að hafa fyrir sigrinum en staðan var 1:0 þangað til í uppbótartíma þegar Mo Salah gulltryggði sigur enska liðsins úr víti sem hann náði í sjálfur. Diogo Jota hafði komið Liverpool yfir á 55. mínútu með 10.000. marki enska liðsins í keppnisleik frá upp- hafi. Anders Dreyer fékk dauða- færi til að jafna metin rétt áður en Salah skoraði, en hann skaut fram hjá eftir fallega sendingu frá Mika- el Anderson sem kom inn á sem varamaður á 66. mínútu. „Þetta var erfitt kvöld, en eins og í hjónabandi færðu góða daga og slæma daga. Þetta var erfiður leik- ur en við erum afar ánægðir með að vinna 2:0. Það síðasta sem við þurftum hins vegar var að missa Fabinho út af vegna meiðsla,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir leik. Í sama riðli skildu Atalanta og Ajax jöfn, 1:1, á Ítalíu. Dusan Tadic og Lassina Traore komu Ajax í 2:0 í fyrri hálfleik en kólumbíski lands- liðsmaðurinn Duván Zapata skoraði tvö mörk á fyrsta kortérinu í seinni hálfleik og jafnaði metin. Atalanta er í öðru sæti riðilsins með fjögur stig, Ajax í þriðja með eitt og Midt- jylland rekur lestina án stiga. Sannfærandi hjá City Manchester City gerði góða ferð til Frakklands og vann 3:0-sigur á hans var 2:02,94 en sá tími er þó innan við árs gamall. Á listan- um yfir bestu tímana frá upp- hafi í heiminum fór Anton fram úr Bandaríkja- manninum Ed Moses og Ástr- alanum Christian Sprenger svo einhverjir séu nefndir. Báðir áttu þeir heimsmet í greininni um tíma og tími Antons er betri en heimsmetstími Sprengers sem sett- ur var fyrir ellefu árum. Moses varð ólympíumeistari árið 2000 og Spren- ger vann til verðlauna á ÓL í Lond- on 2012 en einnig á heimsmeist- aramótum. Rússneskur heimsmethafi Fyrir ofan Anton á listanum yfir bestu tímana eru tveir Rússar, Þjóð- verji, Ungverji, Kínverji, Japani og Breti. Kirill Prigoda frá Rússlandi á gildandi heimsmet frá því 13. des- ember árið 2018 og var sett í Kína. Metið er 2:00,16 mínútur. Einungis þrír hafa farið undir 2,1 mínútu en það hafa einnig gert Marco Koch frá Þýskalandi og Ungverjinn Daniel Gyurta. Anton Sveinn er kominn í huggulegan félagsskap og miðað við bætinguna í 200 metrunum er hann enn að taka miklum fram- förum. Anton hafði reyndar lítið keppt á árinu og því var erfitt að átta sig á við hverju mætti búast. Ólympíuleikarnir í Tókýó eiga að hefjast í júlí og því er enn ágætur tími fyrir Anton til að vinna í þátt- um sem hann vill bæta. Sjö hafa synt hraðar  Tími Antons Sveins McKee í 200 metra bringusundi í 25 metra laug er betri en heimsmetstíminn árið 2009  Anton er kominn í huggulegan félagsskap Anton Sveinn McKee SUND Kristján Jónsson kris@mbl.is Anton Sveinn McKee er í áttunda sæti yfir þá sundmenn sem náð hafa bestu tímum í heiminum frá upphafi í 200 metra bringusundi í 25 metra laug. Eins og Morgunblaðið greindi frá synti Anton Sveinn á 2.01,73 mínútum þegar hann sigraði í grein- inni í atvinnumannadeildinni í Ung- verjalandi á laugardaginn. Anton stórbætti sig en eldra met Danska liðið GOG fagnaði sínum fyrsta sigri í D-riðli Evrópudeildar karla í handbolta í gær er Pelister frá Norður-Makedóníu kom í heim- sókn. Urðu lokatölur 30:29, GOG í vil. Viktor Gísli Hallgrímsson varði fimm skot í marki GOG og var með 26% markvörslu. Þá var hann með eina skráða stoðsendingu. GOG er með tvö stig í öðru sæti riðilsins. Kristianstad er með 2 stig eftir tvo leiki í B-riðli en liðið vann Di- namo Búkarest 31:22. Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar en Ólafur Guðmundsson var ekki með. Fyrsti sigurinn hjá GOG Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Danmörk Viktor Gísli öðlast fína reynslu í Evrópuleikjum GOG. Gianni Infantino, forseti Alþjóða- knattspyrnusambandsins FIFA, er með kórónuveiruna en FIFA greindi frá tíðindunum í gær. Ítal- inn er sagður vera með væg ein- kenni og í einangrun. Verður Infantino í einangrun í að minnsta kosti tíu daga. Hefur öllum sem hafa verið nálægt Infantino undanfarna daga verið greint frá stöðu mála. Infantino stendur á fimmtugu og tók við forsetaembættinu hjá FIFA af Sepp Blatter árið 2016, en In- fantino starfaði áður hjá Knatt- spyrnusambandi Evrópu, UEFA. Forseti FIFA með veiruna AFP Smitaðist Gianni Infantino verður í einangrun næstu daga.  Haukur Helgi Pálsson átti góðan leik fyrir Andorra þegar það hafði bet- ur gegn Lietkabelis í Evrópubikarnum í körfuknattleik í gær, 76:66. Haukur skoraði níu stig, tók sjö fráköst, stal boltanum tvívegis og varði eitt skot á rúmlega 21 mínútu. Var hann alls með 16 framlagspunkta, næstflesta hjá An- dorra. Liðið er í fjórða sæti af sex lið- um í C-riðli með tvo sigra og þrjú töp eftir fimm fyrstu leikina.  Josep Bartomeu, forseti FC Barce- lona, og öll stjórn félagsins hefur sagt af sér eftir slaka byrjun karlaliðs fé- lagsins í knattspyrnu á tímabilinu. Bartomeu tilkynnti um ákvörðun sína á blaðamannafundi í gær. Bartomeu hefur verið forseti Barcelona í sjö ár, en kjörtímabil hans átti að ljúka í mars á næsta ári. Mikið hefur gengið á hjá félaginu, ekki síst eftir að kreppa skall á með heimsfaraldrinum.  EHF, Handknattleikssamband Evr- ópu, tilkynnti í gær að ekkert verði úr Evrópumótum U18 og U20 ára lands- liða karla. Hafði Ísland tryggt sér þátt- tökurétt á báðum mótum. Áttu mótin upprunalega að fara fram í sumar en var frestað fram í janúar vegna kór- ónuveirunnar.  Knattspyrnumaðurinn ungi Andri Fannar Baldursson var í fyrsta skipti í byrjunarliði ítalska liðsins Bologna er það fékk Reggina í heimsókn í ítalska bikarnum í gær. Andri lék fyrri hálfleik- inn í 2:0-sigri, en hann fór af velli í hálfleik í stöðunni 0:0.  Leikmaður knattspyrnuliðs Þórs/ KA er með kórónuveiruna en félagið tilkynnti það á samfélagsmiðlum í gær. Samkvæmt fréttatilkynningunni æfði leikmaðurinn sem er smitaður með liðinu á föstudaginn síðasta en fór að finna fyrir einkennum veirunnar um nýliðna helgi. Hún fór í próf á mánudag og reyndist niðurstaðan já- kvæð og eru nú allir leikmenn liðsins komnir í úrvinnslusóttkví. Þór/KA á að mæta KR hinn 8. nóv- ember næstkomandi í úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildinni, en stefnt er að því að deildin hefjist að nýju í nóvember eftir rúmlega mánaðar hlé.  Sergio Agüero, framherji enska knattspyrnufélagsins Manchester City, fór meiddur af velli í hálfleik þeg- ar liðið gerði 1:1-jafntefli við West Ham í London í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Framherjinn byrjaði tímabilið á sjúkralistanum en var því fjarri góðu gamni þegar City heimsótti Marseille í Meistaradeild Evrópu í gær. Agüero glímir við vöðvameiðsli en hann var að jafna sig á hnémeiðslum. Hann gæti því misst af stórleik Man- chester City og Liverpool sem fram fer hinn 8. nóvember næstkomandi á Eti- had-vellinum í Manchest- er. „Agüero er meiddur og verður frá næstu tvær til þrjár vikurnar,“ sagði Pep Guar- diola, knatt- spyrnu- stjóri City, á blaða- manna- fundi fyrir leikinn gegn Marseille. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.