Morgunblaðið - 28.10.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.10.2020, Blaðsíða 10
Morgunblaðið/Sigurður Bogi Njálufólk Lilja Alfreðsdóttir, Guðni Ágústsson og Eik Arnarsdóttir fyrir utan menntamála- ráðuneytið í gær. Tákn tímans og tækninnar að Njála skuli nú sett á lítinn tölvukubb. Afhentu Lilju lykil með Njálssögu  Njála í lestri Guðna  Hljóðbók  Bókmennta- verk veraldar, segir menntamálaráðherrann Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Brennu-Njálssaga í upplestri Guðna Ágústs- sonar fyrrverandi ráðherra er að koma út þessa dagana og verður innan tíðar væntan- lega finnanleg á hljóðbókavefnum Storytel. Útgefandi er Hljóðbók; fyrirtæki Gísla Helga- sonar. Lestur Guðna á sögunni verður einnig á öldum ljósvakans og er fyrsti þátturinn á Útvarpi Sögu næstkomandi sunnudag kl. 16. „Njálssaga er eitt af fremstu bókmennta- verkum veraldar og ég hlakka til að hlusta á lesturinn,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- málaráðherra í gær þegar hún veitti hljóðbók- inni viðtöku; tölvukubbi sem á er hljóðskrá með lestrinum. Afhendingin fór fram fyrir ut- an hús menntamálaráðuneytisins og var í höndum Eikar Arnarsdóttur, dótturdóttur Guðna Ágústssonar, sem kom á staðinn með afa sínum og Gísla Helgasyni. „Í Njálu uppgötvar maður alltaf eitthvað nýtt. Af sögupersónum held ég mikið upp á Njál Þorgeirsson, vitran mann sem vildi frið og hafði forspárgáfu. Gat lesið fólk og inn í aðstæður,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir. Lestur Guðna á Njálu er fjórtán klukku- stundir og fór upptakan fram í hljóðveri Gísla Helgasonar. „Forsaga þessa er sú að Arn- þrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri á Sögu bað mig fyrir nokkru að lesa Njálu fyrir hlust- endur. Ég svaraði því jákvætt en áður en haf- ist var handa fékk ég leiðbeiningar um lestur hjá Jóhanni Sigurðarsyni leikara sem komu sér vel. Ég trúi að lesturinn mælist vel fyrir á Útvarpi Sögu, en milli lestra verða umræðu- þættir undir stjórn Einars Karl Haraldssonar um efni og persónur sögunnar.“ Þetta var okkar bófasaga Guðni Ágústsson segir Njálu alltaf hafa verið nálæga sér. Þar minnist hann teikninga Halldórs Péturssonar úr sögunni sem birtust í Morgunblaðinu árið 1959 og voru mynda- saga. „Ég drakk Njálu í mig og las fyrir yngri systkini mín. Við smíðuðum sverð og skildi og lékum hetjurnar. Þetta var okkar bófasaga,“ segir Guðni, sem vitnar oft til Njálu á líðandi stundu. Þá má nefna bók hans Hallgerður; ör- lagasaga hetju í skugga fordæmingar. Þar segir frá Hallgerði langbrók og frá sjónarhóli Guðna er bókin varnarræða fyrir hennar hönd. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2020 Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Þú finnur gæðin! Skoðaðu úrvalið í netverslun isleifur.is Séra Óskar Ingi Ingason, sóknar- prestur í Ólafsvík, var mjög gagnrýn- inn á verklag kirkjustjórnarinnar og fleira sem viðkemur þjóðkirkjunni í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins um síðustu helgi. Þá lýsti hann stappi sem hann hefur átt í vegna við- halds á prestssetrinu í Ólafsvík. Séra Óskar hefur verið prestur í aldarfjórð- ung en kveðst ekki treysta sér til að halda áfram að gegna þeirri þjónustu nema róttækar breytingar verði. Morgunblaðið leitaði svara við nokkrum spurningum, í framhaldi af viðtalinu, hjá Pétri G. Markan, sam- skiptastjóra þjóðkirkjunnar. Þau fara hér á eftir. – Er það rétt að þöggun og ótti ríki innan kirkjunnar? „Nei, það ríkir lýðræði og opin um- ræða í kirkjunni. Þess vegna ber um- ræðu um kirkjuna jafn oft á góma í umræðu dagsins. Kirkja fólksins er frjáls og orðið er frjálst. Nú síðast í Morgunblaðinu, sem vísað er til. Þjóð- kirkjan er lýðræðisleg fjöldahreyfing sem hefur merkilega sögu að baki sér, með brýnt erindi inn í samtímann og hefur það að leiðarljósi að verða sam- ferða íslenskri þjóð inn í bjarta fram- tíð.“ – Vill kirkjustjórnin, þ.e. kirkju- þing, kirkjuráð, biskupafundur og biskupsstofa, hafa alræðisvald yfir prestum og sóknum? „Evangelísk-lútersk íslensk þjóð- kirkja er öðru fremur kirkja fólksins þar sem rödd og vægi hvers og eins er varið með leikreglum lýðræðisins. Um þetta vitnar einna helst samsetning kirkjuþings þar sem leikmenn og vígð- ir þjónar koma saman og ákvarða um framtíð kirkjunnar hverju sinni. Þá eru leikmenn í meirihluta á kirkju- þingi. Það segir merkilega sögu um lýð- ræðið innan kirkjunnar að biskup Ís- lands hefur ekki atkvæðisrétt á kirkjuþingi, æðsta vettvangi þjóð- kirkjunnar. Það er einmitt til marks um grasrótina sem stýrir för kirkjunnar og tryggir að þjóð- kirkjan er ekki biskupakirkja með alvald, heldur virk lýðræðisstofnun.“ – Er kirkju- stjórnin úr sam- bandi við gras- rótina, þ.e. þjónandi presta, sóknarnefndir og safnaðarfólk? Er það rétt að margir sóknarnefndarmenn hafi gefist upp á vinnubrögðum kirkjustjórnarinnar? Er skortur á samráði við sóknirnar um breytingar innan kirkjunnar, t.d. um sameiningu prestakalla? „Prófastar, vígslubiskupar og bisk- up Íslands vísitera reglulega sóknir landsins og eiga samtal við presta og sóknarnefndir. Starfsfólk biskups- stofu er ávallt til þjónustu reiðubúið til að liðsinna sóknarnefndunum. Áður en lagðar eru fram tillögur að veiga- miklum breytingum, s.s. á sameining- um prestakalla, eru tillögur ávallt sendar heim í hérað til umsagnar og þær birtar í samráðsgátt á vef kirkj- unnar.“ – Er það rétt að kirkjuþing hafi sett starfsreglur sem stangast á við lög þannig að draga megi ráðningu flestra presta undanfarin ár í efa? „Úrskurður kærunefndar jafn- réttismála getur hugsanlega haft áhrif í málum þar sem kjörnefnd presta- kalls hefur ekki kosið þann umsækj- anda sem hæfastur er eða jafnhæfur öðrum og er af því kyni sem á hallar. Það er því langsótt að fullyrða að draga megi ráðningar flestra presta í efa. Biskupi, kjörnefndum prestakalla og öðrum innan kirkjunnar ber að starfa eftir starfsreglum kirkjuþings. Það er í anda lýðræðis og vilja fólksins í kirkjunni. Fólk hefur samkvæmt því verið kosið og ráðið til prestsstarfa á grundvelli starfsreglna kirkjuþings um málsmeðferð. Því er rangt að gera biskup ábyrgan ef regluverkið kann að vera gallað. Fyrir kirkjuþingi liggja nú tillögur að starfsreglum um breytt fyrirkomulag á vali til prestsstarfa í prestaköllum.“ – Óskar lýsir samskiptum sínum við yfirstjórn kirkjunnar vegna prestsset- ursins í Ólafsvík og meintu tómlæti sem honum mætti vegna umkvartana sinna. Hvað segir biskupsstofa um það mál? „Viðhald prestssetra mætti vera meira og betra á mörgum stöðum. Kirkjuráð hefur ekki haft nóg fjár- magn til að sinna viðhaldi sem skyldi. Kirkjan tjáir sig ekki um einstök mál starfsmanna kirkjunnar. Það er vilji og metnaður kirkjunnar að sinna starfsfólki sínu vel og í samræmi við samninga og skyldur. Umræddur prestur er hluti af stórkostlegum mannauði kirkjunnar sem við erum af- ar stolt af.“ gudni@mbl.is Kirkjan svarar gagnrýni Óskars  „Orðið er frjálst“ innan kirkjunnar, segir samskiptastjóri þjóðkirkjunnar  Starfsfólk ætíð reiðubúið Pétur G. Markan Frestur til að sækja um uppfærslu skipstjórnarréttinda í samræmi við breytt lög rennur út 1. janúar nk. Fyrsta september tóku gildi breytingar sem Alþingi samþykkti í desember í fyrra á lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varð- skipa, skemmtibáta og annarra skipa. Með samþykkt frumvarpsins var skilgreiningu í lögum á hugtak- inu smáskip breytt þannig að þau teljast nú vera skip sem eru 15 metrar að skráningarlengd eða styttri í stað 12 metra áður. Fram kemur í tilkynningu á vef Samgöngustofu að 30 brúttó- rúmlesta skipstjórnarskírteini, eða pungaprófið gamla, verði ekki lengur gefið út, vegna þess að skip eru ekki lengur mæld í brúttó- rúmlestum. Þeir sem hyggjast sækja um upp- færslu skipstjórnarréttinda úr 12 metrum og styttri í 15 metra og styttri þurfa m.a. að hafa verið lög- skráðir sem skipstjóri í að minnsta kosti 12 mánuði og uppfylla kröfur um aldur, menntun og heilbrigði. Gamla pungaprófið heyrir sögunni til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.