Morgunblaðið - 31.10.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.10.2020, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 3 1. O K T Ó B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  257. tölublað  108. árgangur  FÆR AÐ KÚRA EINS MIKIÐ OG HÚN VILL SÖFNIN SELJA VERÐMÆT LISTAVERK AFLA FJÁR Í FARALDRI 53TVÍTUGUR TÖFFARI 12 + www.hekla.is/audisalur Vinsæli fjórhjóladrifni rafbíllinn Verð frá 8.890.000 kr. Dæmi um búnað: 20” álfelgur, loftpúðafjöðrun, íslenskt leiðsögukerfi, hiti í stýri *Bíll á mynd er Advanced S-line Alexander Gunnar Kristjánsson Stefán Einar Stefánsson Hertar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmörk samkoma miðast nú við tíu manns. Allt íþrótta- starf og sviðslistir eru óheimil. Þá eru krár, skemmtistaðir og sundlaugar um allt land lokuð. „Ég hef sagt það um alllangt skeið og hef ekki skipt um skoðun við þessi nýjustu tíðindi að það er fullkomlega galið að ætla að halda launahækkun- um til streitu. Það verður að fresta þeim nú þegar við siglum inn í dýpstu kreppu síðari tíma. Kjarasamningar eru gerðir til að skipta verðmætum sem orðið hafa til. Það er ekki hægt að skipta því sem ekki er til,“ segir Jó- hannes Þór Skúlason, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Þetta hefur verið mjög þungt en það er alveg ljóst að róðurinn þyngist enn nú þegar samkomutakmarkanir hafa verið hertar enn frekar,“ segir Jóhannes. Íslandsmeistarar tilkynntir Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra segist telja að landsmenn séu nú hálfnaðir í baráttunni við farald- urinn. „Ef við horfum á það sem talað er um úti í heimi og spár um bóluefni ganga eftir þá er ekki ósanngjarnt að segja: við erum hálfnuð í ánni,“ segir hún. Á morgun verða kynntar nýjar reglur um takmarkanir á efstu stig- um grunnskóla og í framhaldsskólum. Menntamálaráðherra segir að þær muni gilda út skólaárið. Eftir að nýju reglurnar voru kynnt- ar tilkynnti KSÍ að Íslandsmótinu í fótbolta hefði verið slaufað. Valur er Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna, en liðin höfðu fengið flest stig það sem af var móti. Gagnrýnt Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi að- gerðirnar í gær og sagði þær fela í sér „verulegt íþyngjandi inngrip inn í einkalíf manna“. Aðgerðir hertar til muna  Allt lagt í sölurnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar  Launahækkanir á þessum tíma sagðar galnar  Íþyngjandi inngrip segir þingmaður meirihlutans Hertar aðgerðir » 10 manns að hámarki mega koma saman. » Hámark við jarðarfarir verður 30 manns. » Matvöru- og lyfjaverslanir hafa heimild til að hafa 50 viðskiptavini hverju sinni. » Grímuskylda mun gilda fyrir sex ára og eldri í strætó. » Allt íþróttastarf og sviðs- listir um allt land eru óheimil. MHertar aðgerðir »2, 4, 26, 48 „Mér finnst ég vera heppin á hverj- um degi,“ segir Ayça Eriskin, 25 ára tyrknesk kona sem fann ástina á Ís- landi í fyrra. Sá heppni heitir Guðjón Sveinsson og giftu þau sig í Istanbúl í maí. Guðjón var með annan fótinn í Tyrklandi í vetur en hann var fastur þar vegna kórónuveirunnar. Það gekk á ýmsu að fá leyfi fyrir eigin- konuna til að setjast hér að en að lokum gátu ungu hjónin hafið líf sitt saman á Íslandi, með litla hvolpinum Flóka. Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins segja þau frá ástinni sem sigraði að lokum, þrátt fyrir hindranir, fjar- lægðir og kórónuveiru. Morgunblaðið/Ásdís Ást Guðjón Sveinsson og Ayça Erisk- in á brúðkaupsdaginn í lok maí 2020. Ástin sigraði að lokum Anthony Bacigalupo, hönnuður og listamaður, var búinn að skreyta heimili sitt í Hafnarfirði og var tilbúinn með grímu í tilefni hrekkjavöku. Hrekkjavakan verður með óvenjulegu sniði þetta árið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi í gær að mörg börn hefðu hlakkað til hrekkjavöku en vegna farald- ursins þyrftu þau að gleðjast með öðrum hætti en að fara um og biðja um sælgæti. »14 Morgunblaðið/Árni Sæberg Hrekkjavakan með óvenjulegu sniði í ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.